Mosfellsblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 7

Mosfellsblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 7
Sjáumst! Ætli ráðamcnn í vega- málum geri sér grein fyrir því að lokist Vesturlandsvegur kemst cnginn ntilli Rcykjavíkur og Mosfellsbæjar. Reykjagarður hf hyggst flytja hluta af starfssemi sinnar í Borgames. Mos- fellsfréttir komu að máli við Bjama Ásgeir Jónsson framkvæmdastjóra fyrirtækisins og innti hann eftir ástæð- um fyrir þessum breytingum hjá fyrir- tækinu. Hann sagði að það hefði verið lengi í skoðum hjá fyrirtækinu hvem- ing mætti koma fyrir aukinni hagræð- ingu varðandi slátmn og vinnslu á kjúklingum en sú starfssemi hefur ver- ið á Hellu síðan árið 1987 er fyrirtæk- ið festi kaup á því af bræðmnum Gunnari, Garðari og Jóni Jóhannsson- um. Sláturhúsið var byggt árið 1978 og er alveg ljóst að síðan þá hafa orð- ið verulegar framfarir í sláturtækjum og tengdum búnaði. Skoðað hefði ver- ið að byggja við á Hellu til þess rneðal annars að koma við nýjum tækjum, einnig var skoðað að færa kjötvinnsl- una í annað húsnæði, en hvorgur kost- urinn þótti hagkvæmur. Síðan var það snemma á þessu ári að fyrirtækinu bauðst mjólkursamlags- húsið í Borgamesi, sem var í eigu Sparisjóðs Mýrasýslu. Eftir að hafa skoðað húsnæðið með það í huga hvemig það félli að þeirri starfssemi sem nú er á Hellu komust við að þeir- ri niðurstöðu að húsnæðið væri nánast eins og hannað fyrir okkur og þar myndum við koma fyrir nýrri slátur- línu með öllum þeim tækjum sem þarf til notkunar í nútíma sláturhúsi einnig stóm og rúmgóðu húsnæði fyrir full- komna kjötvinnslu og ekki sakar að aðkoma að húsinu og umhverfi þess er einnig mjög glæsileg. Eins og staðan er í dag er stefnt að því að flytja starfssemi sláturhússins á haustmánuðum eða snemma vetrar. Einnig er ætlunin að flytja þangað dreifingarstöð og skrifstofur fyrirtæk- isins. Ein mesta aukning hjá fyrirtæk- inu er hvers konar fullvinnsla á kjúklingaafurðum s.s. skinka, pylsur og þess þáttar og mun þessi starfsemi aukast vemlega á næsm missemm. Með þessum flutningum og starfsemi í stærri og betri húsakynnum mun nást fram veruleg hagræðing sem er íyrir- tækinu nauðsynleg í ört vaxandi sam- keppni. Nú er ljóst að stjómendur og lykilmenn flytjast með fyrirtækinu og munum við aðstoða alla þá sem áhuga hafa á því að flytjast með í Borgames, einnig lítum við björtum augum til samstarfs við Borgnesinga og nær- sveitarmenn. Starfssemi fyrirtækisins verður óbreytt á Teigi í Mosfellsbæ og einnig að Ásmundarstöðum í Ásahreppi, en þar sem fyrirtækið hyggst nú flytja höfuðstöðvar sínar í Borgames, hlýtur það liggja beinast við að öll uppbygg- ing vegna framtíðaraukningar mun verða í Borgarfirði. Fyrirtækið á þegar / þetta glœsilega hús hyggst Reykjagarður hf. flytja sláturhús sitt og aðalstöðvar. jörðina Mið Fossa í Andakílshreppi. um Camphylobackter mengun í kjúkl- Mikil umræða var síðastliðið sumar ingum, öll þessi umræða skaðaði kjúklingaframleiðendur og hefúr leitt til lækkaðs vömverðs á kjúklingum. Þrátt fyrir neikvæða umræðu um þessa fæðutegund hefur sala hjá okkur aukist um 10 tonn, ef saman er borin sala í janúar 1999 og janúar 2000, fór hún úr 139 tonnum í 149 tonn og um 7 tonn- um fyrir febrúar sömu ár úr 107 tonn- um í 114 tonn. Við horfum björtum augum fram á veginn og emm sannfærðir að þessar breytingar hjá fyrirtækinu styrkja það enn frekar í viðleitni okkar til þess að framleiða góða og ódýra kjúklinga, því það er alveg ljóst að kjúklinganeysla á efir að aukast vemlega á næstu ámm sagði Bjami Ásgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins að lokum. Bjarni Ásgeir á skrifstofu sinni í Mosfellshœ. Borgarafundur um samgöngumál í Hlégarði, mánudaginn 3. apríl kl. 20:00. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, Jónas Snæbjörnsson, Vegagerðinni, Þingmenn allra stjórnmálaflokka. Sættir þú þig við núverandi ástand? Mættu og láttu heyra í þér. Eftir 4 ár tekur það okkur 60 mínútur að aka frá Mosfellsbæ Vað Ártúnshöfða. Hafið þið heyrt spánna urn umferð á Vesturlandsvegi eftir 4 ár? Blessuð verið, það á ekki að gera neitt íyrir Vesturlandsveg. Þeir eru að reyna að róa liðið í Mosó fram yfír næstu \kosningar, Það er fúndur í Hlégarði mánudaginn 3. apríl með satngönguráðherra, þingmönnunt, og fulltrúa Vegagerðarinnar. Mætum og heyrurn hvað þeir ætla að segja. IVIosrcllsblaðið o

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.