Mosfellsblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 9

Mosfellsblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 9
Vlnsælt átak Fyrir síðustu jól beitti Mosfells- bær sér fyrir sameiginlegu átaki bæj- arins, verslana, skóla og foreldrafé- laga um að samþætta dagskrá þann dag sem kveikt var á jólatré bæjar- ins, sem staðsett hefur verið milli verslunarmiðstöðvar við Háholt og Búnaðarbankans. Þetta fyrirkomu- lag tókst afar vel og mæltist vel fyr- ir meðal bæjarbúa og ekki síst þeirra í yngri kantinum. Alafosskórinn 20 ára CELETTE Fullkomnustu grindarréttinga- og mælitæki sem völ er á hér ó landi RÉTTINGAR BÍLAMÁLUN Myndin er tekin á æfingu Álafosskórsins rétt fyrir afmælishátíð í Hlégarði föstudagskvöldið 6. október s.l. undir stjórn Helga R. Einarssonar. Kórinn var stofnaður 5. október 1980 af starfsfólki Álafossverksmiðjunnar og að undirlagi Páls Helgasonar, sem þá var innkaupastjóri hjá Álafoss h/f. Kór- inn dafnaði vel undir hans stjórn og gerir enn undir stjórn Helga R. Einars- sonar, sem tók við 1989. í dag eru 42 kórfélagar í öflugu og skemmtilegu starfi, farnar hafa verið 8 utanlandsferðir og í sumar verður farið í mikla ferð til Manitoba í Kan- ada, en þar mun kórinn syngja í hátíðardagskrá Islendingadagsins í Gimli. Að því loknu ferðast kórinn um íslendingabyggðirnar og syngur meðal vest- uríslendinga. Formaður kórsins er Sveinn Kjartansson í Mosfellsbæ. Flugumýri 20 25 ára 270 Mosfellsbæ Sími: 566 8200-566 8201 Fax: 566 8202 Umferðannál Netfang: nybil@centrum.is BlLASMlxMMt W & íþróttamiöstöðin að Varmá Vetraropnun í ódýrustu sundlaug landsins! Opið virka daga:frá kl. 06:30 - 08:00, og kl. 16:30- 21:00 Um helgar: frá kl. 09:00 - 18:00 Fimm ástæður til að drífa sig í sund strax í dag eru! Sund er ódýrt Sund er góð líkamsrækt Sund er skemmtilegt Sund er afslappandi Sund er fyrir alla á öllum aldri ATHUGIÐ það eru sóknarfæri í íþróttamiðstöðinni við Varmá! Enn eru þrír tímar lausir í sal til útleigu fyrir almenning. Athugið líka að það er hægt að nota Varmárvöll þótt sumarið sé lið- ið. Hlaupabrautir eru opnar fyrir almenning allan veturinn á opnun- artíma íþróttamiðstöðvarinnar. Ein braut er upphituð yfir vetrartím- ann. Sjáumst í íþróttamiðstöðinni Það er undarlegt hversu svokallaðar umbætur verða oft til vandræða þegar bæta á umferðina. Eftir að þessar „axlir“ voru settar á Vesturlandsveginn s.l. sum- ar í tilefni Kristnihátíðar hefur umferðar- menningin versnað svo að til algjörra vandræða horfir. Undirritaður ekur Vesturlandsveginn daglega til og frá vinnu, og framúrakst- urinn er orðinn svo glæfralegur að manni blöskrar. Steininn tók loks úr nú seinni hluta september, þegar tveir bílar óku framúr mér sitt hvoru megin og sá hægra megin kominn út í mölina. Það þarf ekki að fjölyrða um hættuna sem þessu er samfara, og maður spyr, hversu margir þurfa að deyja í umferð- inni af völdum fanta- og ofsaaksturs áð- ur en linnir. Lárus Sigurðsson. ska í fytVEt^ RÉTTINGA VERKSTÆÐI Uhs é. " SÍMI 566-7660 ehf. O CELETTE Leikskólinn Hulduberg Laus er staða leikskólakennara frá kl 13.00 - 17.30, strax eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða stöðu deildarstjóra eftir hádegi. Ef ekki fæst leikskólakennari er óskað eftir starfsmanni með aðra uppeldismenntun eða reynslu af uppeldisstörfum. Leikskólinn fékk styrk úr þróunarsjóð leikskóla árið 2000 . Upeldisstefna leikskólans er umhverfismenntun og umhverfis- vernd. Kjör leikskólakennara eru samkvæmt kjarasamningi Fíl og sam- bands íslenskra sveitafélaga ásamt sérkjarasamningi leikskóla- kennara í Mosfellsbæ við bæjaryfirvöld. Kjör ófaglærða eru samkvæmt kjarasamningi starfsmannafélags Mosfellsbæjar og launanefndar sveitarfélaga. Upplýsingar veita leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri í síma 5868170. ílloNf'cllsblíiðið e

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.