Vísir - 28.01.1970, Blaðsíða 10

Vísir - 28.01.1970, Blaðsíða 10
w VÍSfH . OTrftvikudagur 28. janúar £979. Iíktið0? íGöúi Handarbakavinna Aukning togaraflotans hefur verið mjög til umræðu að und- anfömu, og eru flestir aðilar sammála um nauðsyn þess að endurnýja flotann, þrátt fyrir mikla rekstrarerfiðleika og slæma afkomu. En sá mikli afli, sem togararnir flytja að landi, veitk svo mikla vinnu, aö flest- ir eru sammála um að togaram- ir eigi rétt á sér. Það ber til dæmis að lfta á það, að frysti- húsavinnan á sumrum byggist mjög á hráefni frá togurum, einmitt stærstu iðjuverin sem erfitt er að metta af hráefni. I frystihúsunum vinnur fjöldi fólks, sem ekki er sérmenntað í öðrum iðnaðarstörfum, og sem ekki mundi fá vinnu vegna margumtalaðrar stóriðju. í frystihúsum vinna bæði ungling ar á sumrum og margt eldra fólk, karlar og konur. Þýðing þess að togararnir séu til að landa í fiskiðjuverin er því varla dregin í efa. Valdhafar hafa skilið þörfina og hafa verið settar á laggirnar nefndir til að vinna að málum og kynna sér þær nýjungar, sem helztar eru með erlendum þjóðum. En þó það sé viður- kennt að erlendar fiskveiðiþjóö- ir séu lengra komnar í nýbygg- ingu togara en við erum nú f augnablikinu, og flestum ljóst að fróðleik og reynslu; þarf að sækja út fyrir landsteinana, þá er einhliða byrjað að teikna skipin hér heima, án þess að fyrirfram sé vitað hvernig þörf- um okkar verði bezt fullnægt í þessum cfnum. Á sama tíma er svo verið að ræða nýbyggingar við hinar og þessar erlendar skipasmíðastöðvar, án þess að um formleg útboð sé að ræða, svo að ekki hefur ákvörðunin um innlendar teikningar verið gerð vegna þess að smíða ætti skipin hér heima, sem auðvitað væri hið réttasta, ef skipasmíöa stöðvarnar valda verkefninu. Væri slíkt æskilegt jafnvel þó byggt væri eftir erlendum teikn ingum þeirra, sem lengst eru koninir í byggingu skuttogara. í þessum efnum virðast ein- göngu hafa ráðið annarleg sjón- armið, því ekkert hefur réttlætt það að fela aðeins einum aðila að teikna slík skip, þó slíkur aðili væri jafnvel ágætur og vel hæfur. Teikningar slíkra skipa þarf að byggja á reynslu sem ekki er fyrir hendi hérlendis. Þaö hlýtur að vera réttara, þegar svo stendur á að við drög umst aftur úr á einhverju sviði, að bæta okkur það upp meö þvi að tileinka okkur þá reynslu sem fyrir liggur erlendis. Al- mennt útboð hefði verið heiðar- legri aðferð eins og á stóð, og slíkt ber að gera, þegar endan- leg ákvörðun hefur verið tekin um að kaupa skip og fyrir ligg- ur full vissa um að kaup á tog- urum, sem vafalaust yrðu skut- togarar, séu möguleg. Með almennu útboði koma einnig í liós allar þær gerðir skipa sem kostur er að fá hjá þeim sem lengst eru komnir á þessu sviði ,og svo einnig glögg ur samanburður í verði. Því miður viröist hafa verið unnið að þessum málum með handar- bökunum til þessa, en vonandi verður hlutdeild Reykjavíkur- borgar og annarra stórra aðila, sem lýst hgfa yfir áhuga í þess- um efnum, til þess að af meira raunsæi verði unnið að þessum málum i framtíóinni en hingað til. Þrándur í Götu. 1500 rúmmetrar á sekúndu ryðjast fram í Eldvatni, þar sem nýja brúin á Suðurlandsvegi stendur. Yzt til hægri sést hvar stór hraunfiaga er að brotna niður í flugið. Þetta sýnir, að undirstöður brúnna eru ávallt í nokkurri hættu, þegar hlaup kemur, enda fór gamla brúin í síðasta hlaupi fyrir þremur árum. ALÞINGI í DAG: Sameinað Alþingi: Á dagskrá eru 10 fyrirspurnir, er fjalla um: bókhlöðu, beitusíld, stofn lán fiskiskipa og stofnlánaájóð, starf forstjóra Sementsverksmiöju, ávísanir með nafni Seðlabankans, kaupþing, þjóðleikhús, fiskiðnskóla og álit Háskólanefndar. Ræddar verða þingsályktunartil- lögur um: löggjöf um þjóðarat- kvæði, skoðanakannanir, sjónvarp byggingu íbúöarhúsa, vísitölu bygg ingarkostnaðar, saltsíld, þátttöku almennings í íþróttum, ferðamál, nefndarstörf ráðherra, úrsögn úr NATO. í GÆR: Efri rteiid: 1. Sameining sveitarfélaga. stjóm arfrumvarp, fór til 3. umr. 2. Tollskrá o.fl., stjörnarfrumvarp, fór til 2 umræðu. 3. Verzlun með ópíum o.fl., stjóm arfrumvarp, -fór til Neðri deild- ar. i Eftirlaun aldraðra í stéttarfélög um, stjórnarfrumvarp, fór til Neðri deildar. 1 i DAG 1 I KVÖLD B IÞROTTIR Jón Ragnar Þórðarson, Laugar- ásvegi 69, andaðist 22. janúar s.l., 48,ára að aldri. Hann verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju á morg un kl. 1.30. Ingimundur Magnússon, sjómaó- ur. Melgerði 22, Kópavogi, andað- ist 19. janúar s.L, 42 ára að aldri. Hann verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju á morgun kl. 3.00. Óskfrt sveinbarn Þráins Svein- bjarnarsonar, Grænuhlíð 10, dáið 20. janúar s.l., verður jarðsungiö á morgun frá Fossvogskirkju kl. 10.30. SKIPAUTGERÐ RÍKISINS Ms. Herðubreið fer vestur um land til Isafjarö- ar 31. þ. m. Vörumóttaka mið- vikudag og fimmtudag til Pat- reksfjaröar, Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Súgandafjarðar, Bolungarvíkur og ísafjarðar. •“Chevrolet 1955, selst ódýrt. m. I'Uppl. í síma 83740 milli kl. 8 oglj *.10 í kvöld. Á sama stað óskast’ ■‘keypt stýrismaskína í Ford :-’55—’56 . V.V.W.V.V.V.V.V.V.V. Neðri deild: 1. Ráðstafanir í sjávarútvegi vegna breytingar á gengi ís- lenzkrar krónu, stjórnarfrum- varp. Komið úr Efri deild. Fór til 2. umræðu. 2. Söluskattur, stjórnarfrumvarp, fór til 3. umræðu. 3. Tollheimta og tolleftirlit, stjórn arfrumvarp. Fór til 3. umræöu. 4. Almannatryggingar, Bragi Sig- urjónsson (A). Fór til Efri deilldar. 5. Almannatryggingar. Stefán Val- geirsson (F) o.fl. Fór til 2. um- ræðu. (). Húsnæöismálastofnun ríkisins, stjórnarfrumvarp. Samþykkt seni lög frá Alþingi. 1x2—1 x 2 Vinningar í Getraunum — 3. leikvika — leikir 24. jan. Úrslitaröðm: xll — 12x — lxl — xll Fram komu 5 seðlar meö 10 réttum: nr. 15.135 Reykjavík kr. 61.400.00 — 19.050 Reykjavík — 61.400.00 — 33.897 Kópavogur — 61.400.00 — 36.546 Reykjavík — 61.400.00 — 41.563 Reykjavík — 61.400.00 Kærufrestur er til 1(>. febrúar. Vinningsupphæðir geta lækkaö, ef kærur reynast á rökum reistar. Vinningar fyrir 3; leikviku veröa greiddir út 17. febrúar. VEÐRIÐ Handknattleiksmeistaramót ís- lands. Miðvikudagur 28. janúar kl. 8.15, Laugardalshöll. 1. deild karla Víkingur — F.H. 1. deild karla Valur —Haukar. rilKYNNINGAR «T Islenzka mannfræðifélagið neldur aðalfund sinn á morgun, miðvikudaginn 28. janúar, í Nor- ræna húsinu, kl. 20.30. Að lokn- um venjulegum aðalfundarstörf- um talar formaður felagsins dr. Jens Ó. P. Pálsson um framtíöar- verkefni. — Stjórnin. Tónabær — Tónabær. Félags- starf eldri borgara. Á miðvikudag er opið hús frá kl. 1.30 — 5.30 e.h. Spil — töfl dagblöðin — Vik- an o. fl. blöð liggja frammi. Einnig verða kaffiveitingar, upp- lýsingaþjónusta, bókaútlán frá Borgarbókasafni og kvikmynda- sýning. Austan eða suð- austan stinnings- kaldi. Rigning með köflum. Hiti 5 — 6 stig. Einleikari — —> 16. síðu. tríóið frægt, en í tríóinu eru Kyung Wha Chung, sem leikur á fiðlu, systir hennar, er leikur á selló og bróðir, sem leikur á pianó. Kyung hefur um tveggja ára skeiö verið í hópi meiri háttar ein- leikara bæði í Evrópu og Ameríku. Upphaflega var það japönsk stúlka Yuuko Shiokawa, sem átti að vera einleikari hér á tónleikum 22. janúar, en vegna veöurs komst hún ekki og tónleikunum frestað sem kunnugt er, þar til nú 29. jan., en nú er Yuuko Shiokawa veik og á ekki heimangengt. GETRAUNIR — iþróttamiöstöðin REYKJAVÍK „Ef þér aftur á móti hafið trygg- ingu er greiðir bætur fyrir ónýta nautasteik fyrir 300 kall, þá skal ég gerast viðskiptavinur eins og skot.“ Blár köttur með hvítar lappir og hvítan blett á hægra læri hef- ur tapast. a. v. á. Vísir 28. janúar 1920. SKEMMTISTAÐIR • Þórscafé. Sextett Jóns Sigurðs- sonar leikur, söngvarar Drífa Kristjánsdóttir og Stefán Jóns- son. Las Vegas. Jazzkvöld kl. 9—1. Jazzkvartett. Reynir Sigurðsson, Örn Ármannsson, Ómar Axelsson og Alfreð Alfreðsson leika. Gest- ur kvöldsins Gunnar Ormslev. FUNDIR I KVOLD • Kvenfélag Hallgrímskirkju. — Fundur í félagsheimilinu mið- vikudaginn 28. janúar. Spiluð fé- lagsvist. verðlaun veitt. Kaffi. — Stjórnin. Almenn samkoma í kvöid kl. 8 að Hörgshlíð 12. Spilakvöid templara í Hafnar- firöi. Félagsvistin í Góðtemplara- húsinu í kvöld kl. 20.30. Stúkan Einingin. Ó — formlegur fundur í kvöld kl. 8.30 í Templ- arahöliinni. Starfsflokkar hefja starf sitt. — Æ. T. Kristniboðssambandið. Sam- koma verður í Betaniu Laufás- vegi 13, kl. 8.30. Benedikt Am- kelsson guðfræöingur talar. Strandakonur. Munið föndur- námskeiðið í Hlíðaskólanum i kvöld kl. 8.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.