Vísir - 07.03.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 07.03.1970, Blaðsíða 7
7 yÍTS I R . Laugardagur 7. marz 1970. cTWenningarmál Stefán Edelstein skrifar um tónlist: Missa Solemnis BEETHOVEN: MISSA SOLEMNIS. Fiytjendur: Lone Koppel Winther, sópran Ruth L. Magnússon, alt Siguröur Bjömsson, tenór Kristinn Hallsson, bassi Einleikari á fiðlu: Bjöm Ólafsson. Söngsveitin Fílharmónía SJnfóníuhljómsveit íslands Stjómandi: Dr. Róbert A. Ottósson. Jj’lutningur á Missa Solemnis eftir Beethoven er vafalaust eftt mesta heildarátak á tónlist- arsviðinu, sem framkvæmt- hef- «r verið á Islandi. Beethoven skrifar „sinfóníska músfk fyrir raddir og hljóðfæri“ og tekur iítið tillit til þægilegr- ar sönghæðar kórs og einsöngv- ara (þrátt fyrir fullyröingar sín- ar um hið gagnstæða). Missa Solemnis er vandmeð- farið risaverk. svo til án hvfld- ar fyrir kórinn. Sópranraddir syngja á löngum köflum f hæstu hæðum, oft í fullum styrkleika. Sérstaklega f hinum stóm og dramatísku fúgum eru ýtrustu kröfur gerðar til kórsins. Það er því engin furöa þótt þetta verk heyrist sjaldan, jafn- vel í stórborgum erlendis, ems vandmeðfarið og það er. Þetta er ástæðan fyrir því, að Missa Solemnis er frekar lítið þekkt verk. Þessi stórviðburður í tónlist- arlffj höfuðborgarinnar eru jafn- framt tímamót f sögu Söng- sveitarinnar Fflharmónfu, en hún á 10 ára afmæli á þessu ári. Langur er listi þeirra öndvegis- verka fyrir kór og hljómsveií, sem Söngsveitm Fflharmónía hefur flutt undir stjóm og hand- leiðslu dr. Röberts A. Ottósson- ar: Carmina Burana eftir Orff, Sálumessa Brahms (tvisvar), Sálmasinfónía Stravinskys, Magnifikat Bachs, Messias eftir Handel, Sálumessa Mozarts, 9. sinfónía Beethovens. Sálumessa Verdis og Hátíðarkantata Páls ísólfssonar. Allir þessir tónleikar hafa verið sérstakir tónlistarviðburö- ir, hátfðar- og helgistundir. Það fór ekki á milli mála s.I. fimmtudagskvöld, að gífurleg vinna hefur verið lögð í Missa Solemnis. Að mínu viti voru heildargæði flutningsins það góð, að engin skömm hefði verið að þessum tónleikum í einhverri erlendri stórborg. Vissulega var hér ekki um fullkomnun að ræða frekai- en í öðru sem við aeram Fn fullkomnun er ekki aðalatriðið og varia það eftirsóknarverð- asta, a. m. k. ef húc er á kostn- að frumleika, fersklei-ka. skap- mikillar túlkunar (ásamt inni- leika) og hins endurskapan.'.i afls í tónlist Beethovens, en þetta voru einkennisorðin, sem áttu við þetta kvöld. Kórinn stóð sig með prýði, jafnvægið var gott söngurinn rytmiskur og hnitmiðaður. Hon- um tókst að bera uppi fúgur Beethovens án þess að spenni- bogamir brotnuðu. Samt fannst mér kórinn ekki gera öllum köflum jafngóð skil, í Kyrie og Gloria var hann ekki orðinn al- veg „heitur" og svolítið bar á taugaóstyrk í Gloria-kaflanum. I Credo var taugaspennan horf- in og hin stóra tvöfalda loka- fúga kaflans komst veí til skila. Sanctus og Agnus Dei þættimir vom afburða vel sungnir, hér náði kórinn þeirri mýkt og mildu fyllingu í hljómi, sem þessir kaflar krefjast. Á sumum stööum hefði ég öskað eftir enn meiri krafti (miðað viö hljómsveitina), en öllum má vera ijóst, að hljóm- burður þessa ólánshúss dregur mjög úr hljómmagninu. Auk þess eru „vinnuskilyrðin“ á svið inu þannig, að enginn heyrir í neinum nema sjálfum sér, og söngvarar heyra illa í hljómsveit inni. I rauninni er það krafta- verk að hægt skuli vera að flytja svona verk við slik skil- yrði. Einsöngvarar voru afbragðs- góðir. Lone Koppel Winther er öruggur sópran meö mikilli fyll- ingu og dramatískum þrótti. Einnig hún var ekki upp á sitt allra bezta í fyrri hluta verks- ins, en hún meira en bætt; það upp í síðari hlutanum! Ruth Magnússon hefur afburða alt- rödd, sem er jafnörugg og hún er hljómfögur; Sigurður Bjöms- son getur sungið dramatískan Beethoven jafnvei og guðspjalla- mann hjá Bach, og hin þýða en hljómmikla rödd Kristins Halls- sonar var traust og sannfær- andi undirbygging þessa sam- stillta kvartetts. Hljómsveitin er sannarlega ekkert „undirleikshljóðfæri“ í þessu verki. hún gegnir afar þýðingarmiklu hlutverki, stund- um til jafns á við kórinn. Stóð hún sig yfirleitt mjög vel (ef frá eru talin þessi venjulegu smá- slys), og var auðheyrt, að stjóm- andinn lagði áherzlu á að móta sterkan, heilsteyptan hljóm á forte-stöðum, án þess að sá hijómur væri grófur og sker- andj hjá málmblásturshljóð- færum (eins og hann oft hefur verið á tónleikum). Björn Ólafsson konsertmeist- ari lék eftirminnilega fallega hið erfiða og ianga fiðlusóló í Sanctus kaflanum. Túlkun stjómandans finnst mér einkennast af lotningu fyr- ir verkj og tónskáldi. Hún er föst ákveðin og skapmikil, þar r-em við á, en innileg þar sem ♦ðnlistin krefst þess, hvergi kemur Róbert A. Ottósson sjálf- um sér í sviðsijósið, öli vinnu- brcgð eru í þágu tónlistar Beet- hovens. Hanr. er í einu orði sagt trúr anda verksins. skilst að allt í allt eigi þáttur tónlistarinnar á þessari hátíð ekki að verða svo ýkjamikiil, og þá aðallega með eclendum stjörnum. Sennilega verða haldnir tvennir tónleikar með S.l. og tvennir kammertónleik- ar. Fer það e.t.v. betur að vanda til fárra tónleika en að hafa þá of marga og ekki nægilega vel undirbúna. Það er óþarfi að fara í felur með það, sem vel er gert. Lista- hátíðamefnd ætti að athuga vandlega, hvaða innlent tónlist- arefni (þ. e. tóniist flutt af inn- lendum kröftum) er líkiegast til að halda uppi heiðri íslenzkrar tónmenningar fyrir útlenda sem innlenda hátíðargesti. Þar sem ekki virðist vera gert ráð fyrir kórtónleikum á þessari hátíð, má tvímælalaust benda á tvennt, sem mikill fengur væri að í þessu sambandi: í fyrsta lagi hefur Pólýfónkór- inn undir stjóm Ingólfs Guð- brandssonar I mörg ár sýnt og sannað, að hann er fyrsta flokks kór, sem getur flutt periur „a cappella" tónbókmenntanna (gamalla sem nýrra) á þann hátt. að tónflutningur er til sóma þessu landi miðað við alþjóðlega staðla. Hann ætti því að halda sjálfstæða tónieika á listahátíð- inni. í öðru lagi ættj Söngsveitin Fílharmónía og S.í. undir stjóm dr. Róberts A. Ottóssonar að færa upp Missa Soiemnis á lista- hátiöinni og sýna alþjóðlegum tónleikagestum, að landið á hjara veraldar er fært um að flytja þetta vandasama verk á fuilkomlega sannfærandi og eft- irminnilegan hátt. Fílharmoníukórinn æfir hér undir stjórn Róberts Abrahams. Ólafur Jónsson skrifar um útvarp: MAÐURINN SJÁLFUR ÞRÁTT FYRIR ALLT T júní n.k. á að hleýpa af stokk- unum fyrstu alþjóðlegu listahátíðinni á íslandi. Mér ‘••••••••a«»»e«aee*aec«»3ce«co*xe*aisee»?»i>*oeoa«a» Sölumaður 26 ára sölumaOur sem hefur reynslu i sölu véla og verkfæra óskar eftir sölumannsstarfi. — Uppl. í síma 19008. ^nnað veif, óforvarandis og engu líkara en það væri al- veg óvart, sýnir útvarpið fram á möguleika sína til að kynna hlustendum nýjar og áhugaverð- ar erlendar bókmenntir. Þannig var á fimmtudagskvöid þegar flutt var leikrit eftir Alexander Solsientsín. Ljósið sem í þér er. Ekki var þó að heilsa neinni sérstakri „kynningu“ verks né höfundar þetta sinn — léikurinn var fluttur öldungis formála og skýringarlaust. Hefði þó vissu- lega verið vert að skýra frá til- komu verksins og hvernig út- varpsgerð þess hefur verið hátt- að, en leikrit Solsjenitsíns hafa eins og skáldsögur hans borizt i handritum austan úr álfu og ekki birzt á prenti fyrr en í þýð- ingum á Vesturlöndum. Án þess að vita neitt um bakgrunn verks ins er hætt við að hlustendur hafi ekki nema takmörkuð not þess. Þessi ummæli merkja auðvit- að ekkert annað en að Ljösið sem í þér er sé ..misheppnað" leikrit, útvarpsgerð þess aö minnsta kosti. Ekki segi ég það nú beinlínis kannski. Þrátt fvrir þunglamalegan aðdraganda leiks ins, þrátt fyrir hið torskilda og tortryggilega „vísindaiega" efni sem hann lýsir öðrum þræði, hafði þessi útvarpsleikur ein- kenniiegan þunga til að bera. Ef til vill fyrst og fremst af því hann er sovézkur: annars vegar lýsing hans á borgaralegum högum og lífsmati þar í landi, hins vegar hugsjónin sem teflt er fram gegn því mati meö Alex, sem áreiðanlega er meiri en minn; sjálfsmynd höfundarins. En það einkennilega er að gagn- vart verkum Solsjenitsín hverfur manni þessi áhugj útlendings- ins á landshögum í Sovétríkjun- um hvort heldur er í þrælabúð- um eins og sögunni af ívan Denisovits, fangelsi útvaldra eins og Yzta hringnum, eða vel- aidri borgarastétt eins og Ljós- ið sem í þér er Það sem gildir er maöurinn, maöur sjálfur, manneskjulegt viðhorf. Segir hann. Og það einkennilegasta fyrir Solsjenitsín er hversu hon- um tekst að leiða áhevrandann eða lesandann með sér inn í sina eigin heimspekislegu um- ræöu — eins og þeir gerðu að sínu leytj klassískir rússneskir höfundar 19du aldar. 1 leik eins og „Ljósiö sem í þér er“ brjót- ast augljóslega efni mikillar sögu, sem sumpart, en bara sumpart, minna á hinar stóru skáldsögur hans, Krabbadeild- ina og Yzta hring. Þessu tókst útvarpsflutningnum á fimmtti- dagskvöld raunverulega að miðla; hugarins lifi að baki fólks og atvika. Sem leikrit jafnast Ljósið sem i þér er að sönnu engan veginn við skáldsögur Alexand- ers Solsjenitsíns: fyrst og fremst er Það áhugavert vegna annarra verka höfundarins. Þeim mun meirj ástæða hefðj verið að láta. einhvers konar greinargerð um verk og höfund fylgja flutningi leiksins, sem að sínu Ieyti fór allvel úr hendi. Benedikt Áma- son var leikstjóri, en Rúrik Har- aldsson, Eriingur Gíslason Her- dis Þorvaldsdóttir, Sigríður Hagalín, Gísli Halldórsson fóru með helztu hlutverkin af venju- legri útvarpsrútínu. Líklega er það einkum af óvana við rödd hennar í útvarpinu að athvgli beindist sérstaklega að Valgerði Dan i sínu hlutverki, Öldu — sem hún fór vissulega mjög lag- lega með. 999 O • 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.