Vísir - 10.03.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 10.03.1970, Blaðsíða 8
8 V 1SIR . Þriðjudafgur 10. marz 1970. VISIR Jtgefandi: Keyajaprent u.». Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjóltsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610, 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Simi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Askrifrargjald kr. 165.00 á mánuði innanlands t lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Við h'ófum gott af nokkrum mánuðum af óeirðum Marklausar tölur j\æsta lítiö er vitaö um raunverulegt atvinnuleysi hér á landi. Annars vegar eru nú skráðir rúmlega 2200 atvinnulausir á landinu og hins vegar er á sama tíma ógerlegt að fá menn til ákveðinna starfa. Annars vegar sýna tölurnar um atvinnuleysið, að það sé um 3%, en hins vegar mætti segja með nokkrum rétti, að umframeftirspurn eftir vinnuafli sé að minnsta kosti 3%. Atvinnuleysisskráningin segir lítið um raun- verulegt atvinnuleysi. Á Raufarhöfn eru 64 skráðir atvinnulausir. Samt hefur verið mikið stímabrak við að manna Jörund II, sem keyptur var þangað í atvinnubótaskyni. Á Siglufirði eru 172 skráðir atvinnulausir. Samt hefur ekki tekizt að fá nægan mannskap á togarann Haf- liða. Á Skagaströnd eru 86 skráðir atvinnulausir. Samt hefur gengið illa, vegna skorts á vinnuafli, að gera út Arnar, sem þangað var keyptur í atvinnubóta- skyni. Hve mikið mark vilja menn þá taka á þessum tölum um skráð atvinnuleysi? Skráð atvinnuleysi í Reykjavík er nú aftur komið niður í 500 manns. S'amkvæmt ýtarlegri rannsókn borgarhagfræðings í fyrra er, mjög erfitt að koma þessari tölu neðar, jafnvel þótt fullur kraftur sé á at- vinnulífinu. Eðli skráningarinnar er á þann veg. Þar eru öryrkjar, sjúklingar og eftirlaunamenn. Þar eru trillukarlar og vörubílstjórar í lausavinnu. Þar eru eiginkonur manna, sem hafa atvinnu sjálfir. Þetta fólk fyllir dálka skráningarlistanna. Þar við bætist sá hópur manna, sem ekki fær vinnu í sinni sérgrein vegna þjóðfélagslegra breytinga og vegna persónulegra vandamála þeirra sjálfra. Þess- um mönnum á ríkisvaldið að reyna að koma til hjálp- ar með því að kosta endurhæfingu þeirra, svo að þeir geti orðið fullfærir við önnur störf. Þjóðfélagið er ætíð svo miklum breytingum háð, að samdráttur get- ur verið á afmörkuðum sviðum, þótt atvinnuaukning sé á flestum öðrum sviðum. Þetta er hið raunveru- lega atvinnuleysisvandamál á íslandi. Öryrkjar, sjúklingar og eftirlaunamenn eiga ekki að vera á atvinnuleysisskrá, heldur á tryggingakerfið að sjá fyrir þörfum þeirra. Þeir menn, sem eru sjálfs sín herrar í vinnu, eiga ekki að vera á atvinnuleysis- skrá. Eiginkonur manna, sem hafa vinnu, eiga ekki að vera á skrá. Þessi mál þarf að endurskoða í heild sinni. Trygg- ingakerfið á að sjá fyrir sínu fólki og ríkisvaldið á að hjálpa til að endurhæfa þá, sem vilja vinna, en fá ekki vinnu í sinni sérgrein. Um leið þarf að endur- skoða skráningu atvinnuleysis og fella þá út, sem þar eiga ekki að vera. Ennfremur þarf skipulag skráning- arinnar og úthlutun bóta að vera í miklu strangari skorðum en nú er, svo að komið sé í veg fyrir mis- notkun. Ekki er líklegt, að kostnaður við allt þetta yrði meiri en sem næmi sparnaði í atvinnuleysisbót- um. Og þá fengjust um atvinnuleysið tölur, sem mark væri takandi á. Kínverska gátan að leysast? Mao formaður á erfitt með að fá upplýsingar frá undir- mönnum sínum og hefur sætt harðri andspyrnu topp- manna í flokknum. Hann hefur t. d. kvartað yfir því, að framkvæmdastjðri flokks- ins Teng Hsiao-ping, hafi ekki leitað ráða hjá sér i sjö heil ár. Valdaaðstaða Maos formanns byggist aðailega á því, að hann kann að meðhöndla flokksþing og vera alls ráð- andi á þeim. Þar beitir hann skæruhernaðarlist sinni. Mao formaður telur, að deil- ur Kína og Sovétríkjanna hafi byrjað þegar á árinu 1945, þegar Stalin reyndi að hindra kínverska kommún- ista í að haida afram styrjöld sinni gegn þjóðernissinnum meðhöndlað þessi gögn. Niður- staða þeirra er sú, að gögnin varpi alveg nýju ljósi á Kína og atburði þar. Nú fyrst sé stigið verulegt skref í átt til skilnings á kfnverskum aðstæðum. Einn þessara manna er hinn þekkti prófessor við Columbia, Michael Oksenberg. Gögnin sýna m. a., að Mao er á móti fjölmennu starfsliði í kringum sig. Hann telur þaö munu leiða til skriffinnsku og úrkynjunar byltingarhugsjónar- innar. Hann kvartar einnig yfir því, að enginn þori aö segja sér nein slæm tíöindi og því hafi hann orðið að aúa sér eftir öörum leiðum upplýsinga um ástandiö í landinu. Mao formaöur hefur sérstakt lag á fundum. Hann kemur í veg fyrir myndun andstööu gegn sér ) ! Mao Tse Tung formaður. Chiang Kai-sheks, sem nú eru á Formósu. ■ Menningarbyltingin var eðli- leg og rökrétt afleiðing af grundvailarkenningum Maos formanns um stjórnmál. Hún var ekki valdabarátta, heldur tilraun Maos til að finna menn, sem*væru hæfir til að taka við af honum sjálfum, — sanna byitingarmenn. Þessi atriöi koma fram í gögn- um, sem borizt hafa til Banda- rikjanna frá Kína. Þessi gögn eru mjög mikil og hafa m. a. aö geyma ræöur, fyrirskipanir og bréf frá Mao formanni, upp- haflega aöeins ætluð til andlegr- ar uppbyggingar æðstu manná kínverska kommúnistaflokksins. Margir sérfræðingar vestra hafa Rauðir varðliðar vopnaðir prentuðum hugsunum Maos formanns. hann og aörir leiðtogar flokks- ins yrðu að vera í nánu sam- bandi viö fjöldann. Ef til vill má bæta hinu þriöja við: Hann er sannfæröur um, að barátta sé í eðli sínu jákvæð. Mao segir: „Ég hef varið mikl um tíma í sveitunum með bænd unum og finnst mér mikið til um vizku þeirra. Þekking þeirra var auðug. Ég hafði ekki roö við þeim.“ Ennfremur: „Sumir fé- lagar okkar óttast mjög um- ræður meðal fjöldans. Þeir ótt- ast, aö múgurinn hafi aðrar skoö • anir en þeir sjálfir. Þetta er i ákaflega slæmt. Félagar, viö er- um byltingarmenn." Mao er eindreginn andstæö- ingur menningarvita, þar sem 111111111111 m BfffiKS með því að breyta stööugt stærö og samsetningu hópsins, sem sækir þessa fundi. Hann er líka mjög jarðbundinn í tali sínu. '■Ræöur hans eru fullar af bænda máli og líkingum þeim, sem al- þýða manna notar. Á einum stað segir hann: „Ykkur líður miklu betur, ef þiö leysið vind“. Ánnars vegar er framsetning Maos oft mjög ruglingsleg Segja margir fræðimenn, að það sé að nokkru leyti með ráöum gert, svo aö aldrei sé hægt að negla á hann neina sök og aö hann geti alltaf kennt undirmönnum um ófarirnar. Tvennt átti meginþátt í aö hrinda menningarbyltingunni af staö. Annað var hin styrka jafn- réttistrú Maos. Hitt var hin ein- dregna sannfæring hans um, aö Umsjón: Haukur Helgason hann telur þá slitna úr tengslum við fólkiö. Þeir voru fjölmennir í heilbrigöismálaráðuneytinu og því kallaöi hann það „lávaröa- ráöuneytiö". „Því fleiri bækur sem maður les, þeim mun heimskari verður maöur." „Lokastaðfestingin á þvl, hvort okkur tekst aö koma á sósíalisma eöa ekki“, segir Mao, „kemur fram í því, ef þið fariö meöal fjöJdans og komið á fót meö honum hinni Miklu menningarbyltingu." Ennfrem- ur: „Ég held, að við höfum gott af nokkrum mánuðum af óeirð- um.“ í fyrstu voru menn efablandn- ir gagnvart þessum gögnum. En þau hafa nú farið mjög víöa og sum verið birt í bandariskum blöðum. Telja fræöimenn nú nær allir, að enginn vafi geti leikiö á því, aö gögnin séu ekki fölsuð, heldur ekta. „Þvi fleiri bækur, sem mdður les, I þeim mun heimsk- ari verður maður" ■assaat&dlff'j^Macr.dUi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.