Vísir - 16.05.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 16.05.1970, Blaðsíða 7
\ VlSIR . Laugardagur 16. maí 1970. cTMenningarmál Stefán Edelstein skrifar um tónlist: YMUR. ÓMUR 0G ÓRAR jslenzk tónskáld hafa veriö . atihafnasöm að undanförnu, á tónleikum S.í. þann 30. apr- fi var frumfluttur fiðlukonsert eftir Leif Þórarinsson. í fyrra- dag var frumflutt verkið ,,Ym- ur“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Það er óþarfi aö kynna Þorkel, aliir vita að hann hefur verið mjög „framleiðinn", bæði fyrir innlendan markað og — eftir pöntun — fyrir útlendan markað. Ymur er frekar stutt verk — tekur um 10 mfnútur í flutningi. Orðabókin þýðir orðið ymur með „dynuri'. dimmt hljóö, hljómur, niður, hávaði. skarkali, stunur.“ Nafnið er frumlegt, en það er tónsmíðin einnig. Tón skáldið segir í efnisskránni, að vissulega þurfi umburðarlyndi til hlýða á ym annarra, og að S.í. hafi í tvo áratugi glimt við að flytja landsmönnum ýmiss konar ym (við misjafnar undir- tektir). Mér finnst tónskáldinu 'hafa tekizt vel að bæta nýjum ym í „registur“ S.I. Verk þetta er e.t.v. ekki öllum aögengilegt við fyrstu áheyrn (en bvenær er samtwnatóniist það?) og hefur líklega eitthvað reynt á umburð arlyndi sumra hlustenda. Mér finnst það skýrf mótað í bygg ingu, mjög vel instrumenterað, þannig að hvergi tapast aðalat- riði í of þykkri raddskrá, „stef- in‘‘ eru greinileg og öll regist ur hljómsveitarinnar nýtt í þjón ustu tónlistarinnar, en hvergi til að fá fram „effekta“. ( „Ymur“ er ekki bara dynur, hávaði og skarkali, það er fyrst og fremst hljómur, jafnvel róm antískur hljómur, en með krapp um dramatískum hápunktum. — Flutningur tókst mætavel. þökk sé samvizkusömum og nærfærn um vinnubrögðum stjórnandans og einbeitni hijómsveitarinnar. I ■jjíanókonsert nr. 1 'eftir Chopin ^ar næstur á dag- skrá, prýðilega leikinn af belg- íska píaiióleikaranum Michel Block. Tónlist þessi orkar reynd ar á mig sem svefnmeðal, og maður g$eti óskað sér þess, að einleikarinn léki illa ög gerði vitleysur til þess að koma með nokkrar hrukkur í þennan full- komna flauelsvéfnað og halda manni þar með vakandi. Síendur teknar runur af minnkuðum brotnum þríhljómum er ekki sálufóður nútímans. Hvað Mich- el Block snertir, er ekkert nema gott um hann að segja, hann lék einleikshlutverkið með karlmann legri festu, skemmtilega laus við þá yfirrómantísku túlkun, sem einkennir oft flutning á verkum Chopins. Tæknin var tær, útlínur vel mótaðar og tónn inn hljómmikill. Hljómsveitin hefði mátt vera hiédrægari. „ j j rahljómkvióa' ‘ Berlioz var síðust á efnisskránni. Stjórn andinn hlýtur að hafa unnið mikið með hljómsveitinni til að ná þeim góða árangri sem heyrð ist hér. Ástríðufull tónlist Berli- oz er í senn brilliant og erfiö fyrir alla hljóðfæraleikara, mjúk ur fiölutónn upphafsins tókst eins vel og sterkustu hljómar blásaranna og þyrlurnar í bumb ” unum. Dynjandi lófatak var verð- skuldaður þakklætisvottur handa stjórnandanum Bohdan Wodiczko og Sinfóníuhljómsveit fslands, sem aö mínu áliti hef- ur á 20 árum tekizt að sannfæra marga um, að „sinfóníugaui" getur verið jafnskemmtilegt (eða skemmtilegra jafnvel) en „bítlagaul" hversdagsins. Vísir vísar á mðskiptin Afgreiðsla og aug- lýsingar VÍSIS Afgreiðsla og auglýsingadeild Vísis hafa vegna bruna verið fluttar úr Aðalstræti 8 í Bröttugötu 3B (rniiii Að- alstrætis og Mjóstrætis). Dogblaðið VÍSIR Sínti 1 16 60 FHA JFJLUGFJELJlGIJViJ Aðalfundur Flugfélags lslands hf. veröur haldinn miðviku- daginn 20. mai 1970 í Átthagasal Hótel Sögu og hefst hann kl. 14.30. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Aögöngu- og atkvæðamiðar fyrir fundinn verða afhentir hluthöfum á aðalskrifstofu félagsins í Bændahöllinni. Reikningar félagsins fyrir árið 1969 m unu liggja frammi fyrir hluthafa á aðalskrifstofu félagsins. Stjórn Flugfélags íslands hf. FLUCFÉLAC ÍSLANDS MÍGMég hvili . með gleraugumfm Austurstræti 20. Sími 14566. lýii* Veitingamenn — ferðaskrifstofur athugið! Hef til leigu matsölu- og gististað úti á landi, á 600 ferm. hæð, frá 1. júní til 1. okt. 1970. Er tilbúinn til starfa 1. júní, matsalur fyrir 60—70 manns, gistiaöstaða fyrir 78—80 manns, góð að- staða í eldhúsi. Leigist með öllum búnáði, hagkvæm leigukjör. Tilboð sendist auglýsingadeild Vísts fyrir þriðjudaginn 19, maí n.k. merkt „Undir Jökli“. Ibúð til leigu 4 herbergja nýtizku íbúö i Hraunbæ trl leiga strax, ca 100 ferm, — Uppl. í sima 84455. á skeiðvellinum annan hvífasunnudag klukkan 2 eh. Hestamannafélagiö FÁKUR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.