Vísir - 28.07.1970, Síða 4

Vísir - 28.07.1970, Síða 4
V í S I R . Þriðjudagur 28. júlí 1970. 0g ttllir stukku fteir yfír 5 m! JÚLÍ-LEIKARNIR í frjáls- íþróttum hófust í Udde- yalla í Svíþjóð í gær og þar var samankominn fríður hópur mikilla afreksmanna með heimsmethafann Kerry O’Brien, Ástralíu, í Það hefur vakið talsverða at- hygli, að Páil Eiríksson lækn- ir, sem kunnastur er sem í- þrðttamaður fyrir handknatt- leik sinn hefur að undanförnu sigrað með yfirburðum í spjótkasti á frjálsíþróttamót- um. Hann varð íslandsmeist- ari í greininni á Iaugardag, kastaði 59 metra slétta, og myndin var þá tekin af hon- um. 3000 m hindrunarhlaupi og nýju hlaupadrottninguna Chi Cheng frá Formósu í broddi fylkingar, en þetta er í fyrsta skipti, sem Cheng keppir á Norður- löndum. Hún sigraði með miklum glæsi- brag í 200 m hlaupi á 23.2 sek. án þess að leggja nokkuð að sér, en í öðru sæti varð Karin Lundgren frá Svíþjóð á 23.9 sek, sem er að- eins broti úr sekúndu lakara en Norðurlandametið í hlaupinu. Kerry O'Brien keppti í 5000 m hlaupinu og var þar yfirburðasigur vegari á 13.48.0 mín. en áhorfend- ur urðu fyrir miklum vonbrigðum með, að Ron Clarke var ekki meðal keppenda þótt hann væri skráður í hlaupið. Sama er að segja um nýja heimsmethafann í 400 m hlaupi kvenna Marilyn Neufville frá Jamafka. Skemmtilegasta greinin fyrir hina sænsku áhorfendur var stangarstökkið, en þar uröu tveir Svíar í fyrstu sætunum og fjóriy fyrstu menn stukku allir yfir fimm metra. Sigurvegari varð Kjell Isaksson með 5.10 m. Ann- ar John-Erik Blomquist með fimm metra, en sömu hæð stukku einnig Dick Railsback, Banda- rikjunum og W. Buckiarskiv Pói- landi. $$$$$$$ I kringlukastinu var Svíinn Ricki Bruch hinn öruggi sigurvegari og það eru fáir — af nokkur — i heiminum sem mundu sigra hinn sænska garp f þeirri grein. J>ó kast aði Ricky ekki eins langt og á mót um undanfarið — eða 64.18 m, sem þó er glæsilegur árangur. Þá má geta þess að um næstu helgi verða undanúrslit i Evrópukeppninni í frjálsum fþróttum í Helsinki, svo og í Portúgai og á Spáni. Á móti í Finnlandi í gær jafnaöi Raino Vildan finnska metið í 100 m hiaupi hljóp á 10.4 sek. og Mona Lisa Strandvall setti finnskt met í 200 m hlaupi á 24.0 sek. Guðmundur Htermannsson, KR, sigraði með miklum yfirburðum að vanda í kúluvarpinu á íslandsmeistaramótinu um helgina, og eftir sigurinn heiðruðu nokkrir félagar hans úr KR hann og færðu honum glæsilega styttu sem þakklætisvott fyrir frábæran ár- angur í keppni í þrjátíu ár. Og hér sjáum við Guðmund á verð- launapallinum ásamt Ara Stefánssyni og Hreini Halldórssyni, báðum úr HSS, sem urðu í öðru og þriðja sæti á meistaramótinu. Betri — Ný bók eftir Jimmy HHI Engin er sú iþrótt, er lagt hefur undir sig heiminn að jöfnu við knattspyrnuna eða öðlazt áþekka hylli meöal almennings í öllum löndum, aö heita má. Hér hefur hún einnig verið iðkuð í vaxand; mæli allt frá því um síöustu aldamót en reyndar lengst af við hinar erfið ustu aðstæður. Á seinustu árum hefur þó víöast hvar, og ekki sízt hér í höfuðborginni, verið allmiklu betur að henni búið en áður gerð ist, og má því ætla aö þessj vin- sæla íþrótt færist hér enn í aukana og verði æ ríkari þáttur f uppeldi íslenzkrar æsku. PERUCHR0ME SUPER 8 FILMA PEiUÍTZ fúf Auisso- «nd inn»aoiifno;i:i:»n Outdnnr and indoof ÓDÝRASTA SUPER 8 litfilman markaðinum a ___________rzrÁrvtnr, IÆKJAR&ÖTU 6B m , Það er eitt meö öðru, sem háð | hefur mjög jafnt þjálfurum sem iðk endum knattspyrnu hér á landi að : ekki hefur fram til þessa verið 1 tiltæk á ísienzku nein kennslubók í þessari íþróttagrein. En nú hefur fyrir frumkvæði Knattspyrnusam- I bands fslands, verið úr þessu bætt með útgáfu bókar, sem þessa dag ! ana er komin á markaðinn og nefn ist Betri knattspyma. Er þaö Tækni nefnd KSÍ, sem eftir nákvæma at- hugun valdi bók þessa, en höfundur hennar er Jimmy Hill, sem áður var kunnur atvinnumaður i knatt- spyrnu og hefur um langt skeið stjórnað knattspyrnuþætti í sjón- varpi. Þá hefur hann ennfremur annazt þjálfun knattspyrnukennara hjá kattspyrnusambandinu enska. I formála fyrir Betri kattspyrnu kveður stjóm KSÍ það hafa ráðið valinu, að „höfundur bókarinnar skvrir á svo einfaldan og greinar- góðan hátt frá undirstöðuatriðum knattspyrnuþjálfunar, að knatt- spyrnumenn á öllum aldri eiga að geta haft gagn af auk þess sem bókin getur orðið þjálfurum að miklu liði í starfi beirra." Fyrir al- nienna áhugamenn og áhorfendur á hún ekki síður að geta verið hinn fróðleaasti skemmtilestur, sem eyk ur þeim ánægju og skilning á öllu bvf, sem fram fer í knattspymu- '»'k bar koma ekki sízt að notum hinar möreu skýringarmyndir, sem eru í bókinni. Það er Ottó Jónsson mennta- skólakennari og fyrrum landsliðs- | maður sem býtt hefur bókina, en Bókaverzlun Sigfúsar Eymundsson ar heldur gefið hana út að tilstuðlan Almenna bókafélagsins. Betri knatt spyrna er 150 bls. sett og prentuð í Prentsmiðjunni Odda og bundin í Sveinabókbandinu. 14 ára og synti á 1:02.1 sek. Á úrtökumótj í Drammen f gær setti hin 14 ára Grethe Mathisen nýtt norskt met í 100 m skriðsundi kvenná, synti á hinum frábæra tíma fyrir svo unga stúlku, 1:02.1 sek. en það er aðeins einnj sekúndu lakara en Norðurlandamet Christinu Hagberg, Svíþjóð. Hún átti sjáltf gamia metið og var það 1:03.6 sek., sett á Norðurlandamóti unglinga í Helsinki á dögunum. Þaö er greinilegt, að Norðmenn eru þarna að eignast sundkonu á heimsmælikvarða. Ibróttir á Húsafells- hátiðinni Keppt verður í eftirtöldum íþróttagreinum á Húsafellshátið- inni 1970. Héraðakeppnj f frjálsum fþróttum milli UMSB og UMSK, Sveina- og meyjamót. Karlar: 100 m hlaup 800 m hlaup 4x100 m boðhlaup Langstökk Þrístökk Kúluvarp Spjótkast Konur: 100 m híaup 4x100 m boðhlaup Langstökk Hástökk Kúluvarp Kringlukast Handknattleikur: 2. ifl. kvenna UMSB og Breiðabliks í Kópavogi. Knattspyma: 3. deildar lið UMSB og KR (Harðjaxlar), leikmenn sem léku með KR frá 1950—1960. Heimsmet í 100 m grhl. Austur-þýzka fþróttakonan, Kar- en Baltzer setti á sunnudaginn nýtt heimsmet í 100 m grindahlaupi, hljóp á 12,7 sek. og bætti þar með tíma pólskrar stúlku og Chi Cheng frá Formósu um brot úr sekúndu. Tvísýnt í 3. deild í Reykjanesriðli 3. deildar eru tveir leikir eftir, Njarðvík og Reyn- ir Grindavík. Víðir úr Garði hefur lokiö leikjum sínum og hefur 8 stig, Njarðvík hefur 7 stig og getur því unnið riðilinn og komizt í úr- slitin, en Reynir getur einnig sett strik í reikninginn unnið riðilinn með því að vinna báða leiki sfna, e* geri þeir jafntefli við Njarðvík og vinni Grindavík, eru þrjú lið efst með 8 stig. Njarðvík kepptj um sfðustu helgi viö Breiðablik í knattspymukeppn) ungmennafélaganna. Breiðablik sigraði með yfirburðum, 7:1.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.