Vísir - 11.08.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 11.08.1970, Blaðsíða 9
Ví SIR . Þriðjudagur 11. ágúst S970. Helmingur þjóðarínnar sóttí Sædýrasafnið "Ma fargt af þessu er auðvitað sama fólkiö, eins og maður heyrir á tali fólks, sem víkur að manni athugasemdum um breytingar, sem orðið hafa á safninu síðan það kom síð- ast,“ segir Jón Kr. Gunnarsson, framkvæmdastjóri saifnsins. „Þetta eru pabbar, sem vilja sýna bömunum dýrin, og ein slik heimsókn vekur aftur löng- un hjá bömunum til þess að koma aftur. Og þetta er skóla- fólk og alls konar ifólk, sem hef- ur gaman af að koma og virða fyrir sér dýrin. Það hefur verið okkur á- nægjuefni, hvemig fólk hefur tekið tilkomu þessarar stofnun- ar og sýnt henni velvild. Ekki aðeins með aðsókninni, heldur hafa sumir beinlínis tekið safn- ið upp á arma sína. og sent því dýr. Sömu sjómennirnir senda okkur aftur og aftur fiska og er það þó ærin fyrirhöfn fyrir þá,“ sagði Jón. Annars er aðsókn misjöfn í safnið og af og til koma daufar stundir, en aðra tíma gest- kvæmara. Sjaldan kemur það þó fyrir, að færri en 1100 komi á sunnudögum og síöasta sunnu- dag komu 1525, svo að dæmi sé nefnt um aðsóknina. 2320 gestir komu sumardaginn fyrsta og það er metið í aðsókninni, enda Allt fé, sem í safnið rennur, aðgöngueyrir og annað, fer til reksturs þess og afgangurinn til stækkunar safnsins," sagði Jón. „En þetta hefur æxlazt svo, að fleiri dýr en sjódýr hafa kom- ið ( safnið?“ „Já, vegna áhuga fólks utan frá. Það hefur fært okkur hrafna og tófur og fleiri dýr, og við þegið af því þessar skepnur. En forráðamenn safnsins hafa nú markaö þá stefnu fyrir framtíðina, að þetta verðj safn dýra af norðurhveli jarðar en ekki hins vegar farið inn á þá braut, sem vinsæl er meöal dýragarða erlendis, að saifna ljónum, tígisdýrum og slíku. Það verður einskorað við heimskautadýr og dýr héðan af norðurhveli." „Gefurðu nefnt mér einhverj- ar skepnur, sem menn hafa leitt hugann að til aðdráttar fyrir safnið?“ spurðum við. „Það hefur borizt til tals að reyna að verða sér úti úti um sauðnaut og kannski gaupur en enn sem komið er, eru það bara uppástungur. — En við höfum hér góða stækkunarmöguleika fyrir safn- iö, því að veitt hefur veriö leyfi fyrir 5 hektara til viðbótar þess- um eina. sem það nú stendur á. Það er ein bezta skemmtun safngestanna að horfa á selina bera sig eftir síldinni, þegar Jón gefur þeim. □ Pabbi! Viltu fara með mig í Sædýrasafnið?“ Þessi bón hefur verið borin upp við margan pabbann síðasta árið og greinilega með góðum ár- angri, því að feikileg aðsókn hefur verið að þessum vísi íslenzks dýragarðs þarna í horninu sunnan við Hafnarfjörð. Milli 105.000 og 110.000 gestir hafa heimsótt Sæ- dýrasafnið frá því 8. maí í fyrra, þegar það var opnað almenningi til sýnis, og svarar það til þess að rúmur helmingur þjóðarinnar hafi lagt leið sína þangað. Og fram hefur komið tillaga á að'vonum/að'tdagur'batóminá" " sWpula|i svæðisins um hugs- næði því. Til upprifjunar spurðum við Jón hvernig safnið hefði orðið til. „Árið 1964 héldu skátar dýra- sýningu í fjáröflunarskyni og aðsóknin að henni opnaöi augu manna fyrir möguleikum á því að hafa dýragarð. Það vaknaði áhugi á þvi að koma ein- hverju dýrasafni á laggirnar og það var - stofnað Félag áhuga- manna um fiska- og sædýra- safn, sem í voru m. a. skátar, skólamenn og ýmsir gegnir borg arar sem höfðu áhuga. Með stofmm félagsins var safnið að lögum til gert að sjálfs eignarsto.'nun. Allir geta gengið í' félagið gegn 500 króna gjaldi. „Það er ekki vandi að hafa húsdýrin, sem eru svo háð manninum,' sem hér er að gefa geitunum, en þær eru fjórtán í safninu. sagði Jón Gunnarsson, anlegait stækkun þess upp í 19 hektara.“ „Það hefur verið aðsóknin, sem hefur ráðið hjá okkur ferð- inni til þessa, en þetta fer allt eftir fjármagni, sem safnið kemst yfir. — Þannig er ekki beinlínis hægt um vik að spá langt fram í tímann, því að þetta er allt undir hylli fólks komið. Finnist mönnum þetta hins veg- ax þörf stofnun, sem sé þess verð að styrkja af opimberu fé — eða afla henni öruggra tekna, sem reikna má með vísum, þá er hægt um vik >að byggja hana upp í áföngum. En hverjum pening, sem er umfram rekst- urskostnað, er varið til stækk- unar og uppbyggingar,“ svaraði Jón. ,,Eiga ekki öll dýrasöfn I erf- iðleikum við að láta skepnurn- ar þrífast?" „Jú, flest eiga við ýmsan vanda að stríða í því sambandi, en okkur hefur gengiö betur, heldur en við þorðum að búast við. Það er enginn vandi með húsdýrin, sem eru algerlega háð manninum, en helzt hefur verið erfitt meö selina, sem vilja gleypa við öllu — steinum og hvaða óþverra sem er. Við ætl- um aö tyrfa svæðið umhvertfis selatjörnina, svo að fólk finni ekkert nærtækt, sem freistað geti þess til að fleygja til sel- anna. Við erum betur settir með fiskasafnið en erlendis gengur og gerist, vegna þess að okkar sjór er svo hreinn og ómengað- ur. Þar er helzt vandinn að afla lifandi fiska, því aö flest veið- arfæri flytja hann of hratt úr djúpinu upp á yfirborðið. - En komist hann lifandi og við góða heilsu inn á safnið, og fáist hann til að éta, þá er hann hólpinn, eins og síldin okkar, sem við eigum frá þv[ 1969, sannar okkur. Hún hefur þó verið söfnum erlendis erfið ti! uppvaxtarr." — GP ____________9 tísmsm: Hafið þér komið í Sæ- dýrasafnið? Gunnar Hermannsson, starfs- maður útvarpsins: „Nei aldrei en ætla að skreppa þangað ein- hvern tíma“. Ámi Jón Baldursson, bílstjóri: „Já, þangað hef ég komið. Fór í fyrra og skemmti mér yel. Ætla atftur í sumar“. Jón Halldórsson, járnsmiður: „Já, þangaö er mjög gaman að koma. Krakkarnir voru sérlega hrifnir af fiskunum og selun- um“. Magnús Guömundsson, sendi- sveinn: „Nei, ég hef ekki kormð þangað — en mig langar að sjá safnið". Ólafía Jónsdóttir, húsmóðir: „Já, ég kom þar fyrir viku. Þaö var mjög gaman — ekki hvaö sízt fyrir börnin".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.