Vísir - 24.08.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 24.08.1970, Blaðsíða 9
VlSIR . Mánudagur 24. ágúst 1970. k i i ífeSI» — Fintist yður, að ætti að kenna rússnesku í skólum? J6n Jónsson, fiskifræðingur: — Það væri alis ekki svo fráleitt að hafa hana meðal valgreina í æðri skólum. Ég segi t.d. fyrir mig og mína stétt, að það kæmi sér oft vel fyrir okkur, að vera betur að okkur í rússneskunni, þva' að við þurfum að hafa það mikál samsikipti við þá þjóð. Kristján Kristjánsson, söngvari: — Nei, nei, það held ég, að við höfum ekfcert við að gera. Eyjólfur Hermannsson, gjald- keri: — Það held ég, að gæti svo sem verið allt I lagi í háskólum æðri skólum. Haukur Bjarnason, rannsóknar- lögreglumaður: — Ég sæi efckert athyglisvert við það, að kenna rússnesku eða önnur slavnesk mál, engu síður en önnur tungu mál. En hversu mikið notagildi við hefðum af þeirri kennslu veit ég hins vegar ekki... Aðalbjörn Guðmundsson, bfla- klæðningamaður: — Ég tel vera harla litla þörf fyrir það. Við höfum ekki það mikið saman við rússnesku þjóðina að sælda. ^ „Ballett er listgrein, sem íslendingum hlýtur að láta vel að iðka ... þeir eru þrautseigt fólk og þolinmótt, hafa auk þess líkamsvöxt, sem er heppilegur fyrir þrot- lausa þjálfun og aga sem ballett er samfara.. @ Danir eru líkir ís- lendingum að vaxtar- lagi, þeir eiga einn af beztu balletum í heimi ... og íslenzkir dansar- ar, sem starfað hafa er- lendis, sýna, að hér sé góður efniviður... @ Nægir að nefna Helga Tómasson, sem er orðinn einhver bezti ballettdansari Banda- ríkjanna." Alexander ennett heitir ensfc- ur baliettmeistari, sem kominn er hingað til lands á vegum Listdansarafélags tslands. Fé- lagið fékk Bennetf hingað fyrir tiiLstilli UNESCO, Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, en sú stofnun veitti Listdansarafélaginu styrk, sem stendur straum af kostnaði við komu Bennetts. Hér mun Benn ett svo starfa í þrjá mánuði og kenna íslenzkum bailettkenn- urum nýjar kennsluaðferöir, og sömuleiðis mun hann taka nem- endur í fáeina táma. Fyrirhugað er að Alexander Bennett setji á svið nokkra þættj úr frægum ballettum með íslenzkum döns- urum t. d. Svanavatninu, og verður síðan farið í ferð um landsbyggðina og sýningar hafð- ar sem víðast um land. Einnig vonast Bennett til að sjónvarp- ið sýni þessu starfi peirra áhuga. Fótamennt á íslandi bógborin Getur svo fámenn pjóð sem íslendingar haldið úti fyrirtæki sem velmenntuðum og þjálfuð- um flokki atvinnudansara? „Ef fjárveitingar ríkisins eru ekfcj skomar við nögl í byrj- un, er það ekkert vafamál. Bf hér næðist upp hópur harðsnú- inna dansara, er ekkert líklegra en að hann ekki einasta gæti haldiö sýningar hér á landi, heild ur væri hann sennilega eftirsótt ur erlendis — m. a. fyrir þáð að ísland er forvitnilegt land, og dansarar frá íslandi hljóta að verða það Mka.“ Og að þjálfa upp flokk at- vinnudansara. Hvar og hvenær á að byrja? „Jú. Böm byrja yfirieitt ung í ballett, það væri mjög svo hollt fyrir börn að byrja á und- irstööuatriðum ballettsins þeg- ar í bamaskóla. Og þá ekki endilega með það fyrir augum að gerast ballettdansari. Bali- ettæfingar era hverjum manni hollar, til dæmis kemur sér mjög vel fyrir menn, sem iðka knattspyrnu, að hafa lagt ein- hverja stund á ballett. Ballett- inn þjálfar — betur en nokkuð annað — stökkkraft manna — og það er einmitt með ballett sem menn fá útrás fyrir löngun sína að stökkva — að stökkva beint út f loftið... dansgleði 9 Alexander Bennett. Ballettmeistari Covent Garden óperunnar I London hingað kominn til 2 að leiðbeina ballettkennurum. • Jslendingar hafa fallegt vaxtarlag og eru því vel fallnir til baIlettiðkunar'' er svó'mörgum méðfædd. Mér viröist éftíTáff hafá' dVálizt' áð1’ eins viku á íslandi að ykkur veiti ekki af svolitlum ballett. Ég fór á bail um daginn. Á Hótel Sögu. Og ég vona, að þið fyrirgefið, en mér fannst eins og ég væri aö horfa á léleg- an knattspymuileik. Fólk kann ekki einasta ekki að dansa, það kann ekki að hreyfa sig.“ Hvað með þá fslenzku dans- ara, sem þú starfar nú með? „Til þess að ná veralegri hætfni í ballett, þarf endalausa og stöðuga þjádfun. Kennaram- ir við ballettskólann héma eru mjög góðir eflaust til að kenna byrjendum, en þegar byrjenda- kennslunni sleppir og kemur að einhverri forfrömun í ballett — undirbúningi undir atvinnu- mennsku — þá þarf að fá þjálf- aðan mann. Og hér sem víða annars staðar dugir ekki ann- að en að fá útlending. Og setjið ekki upp súran svip yfir þessu! Það var, vel að merkja, Frakki, sem lagði grundvöllinn að Boils- hoj ballettinum rússneska — einhverjum þeiim bezta I heimi. Og það var aftur Rússi, sem lagði grundvöllinn að enska ballettinum — sömuleiðis ein- hverjum þeim bezta I heimi. Þannig er enski ballettinn kom- inn frá Frakklandi gegnum Rúss land — og hefur sennilega skák- að lærifeðrum sínum. Þjóðlegur ballett Er til þjóðlegur baliett? „Auðvitað. Bf hér kæmi upp atvinnuballett, væri þeim flokki nauðsynlegt að hafa tónskáld á sínum snærum, og þau semdu þá ballett-tónlist við íslenzkar þjóðwgur og ævintýri. Það er eflaust lengra i land með að íslendingur gæti stjómað hér- lendum atvinntiflokki, en mér skilst, að þið eigið sand af tðn skáidum.' Sérstaaður, íslenzkur báílettflokkur yrði efiaust mjög eftirsóttur erlendis. Og nú er ballett ekkf aöeins sýndur á sviöi. Sjónvarp og kvikmyndir era nú að verða helzti vettvang- ur ballettsins — og það er stór- kostlegt. Þannig nær hann til svo takmarkalauss fjölda fólks.“ Laun dansara Hvenær hóf konunglegi baU- ettinn I London göngu sína? „Fyrir 40 árum. Hann er hreint unglamb. Á þessum 40 árum hefur verið unnið þrot- laust starf við badlettinn í Eng- landi — og árangurinn er líka góður." Hvað fær dansari í laun? „Mjög misjafnt. Þeir beztu i Englandi fá sennilega upp undir 100 pund á viku. Helgi Tómas- son hlýtur að hafa um 100— 150 pund á vifcu 1 Bandaríkj- unum, en þar er betur borgaö en í Englandi (100 pund = 21 þús. kr.). Þegar ég byrjaði, þá fékk ég 5 pund á viku, en það var líka í Skotlandi. Ég er nefnilega Skoti, lærði í Edin- borg og byrjaði minn feril þar með Rambert ballettinum. 5 ár- um seinna var ég kominn í Kon- unglega bailettinn. Ég feröaðist um heiminn í um 10 ár og dans- aði. Hef víða komið, og dansað með mörgum frábærum dönsur- um til dæmis Margot Fonteyn og Rússanum Nureyev. Nurey- ev er sennilega bezti dansari í heimi núna.“ Margot Fonteyn er orðin 51 árs gömul. Hve lengi geta menn dansað — fram á grafarbakk- ann kannski? „Dansarar hætta yfirleitt 35- 40 ára gamlir en það þarf ekki að vera vegna þess að þeir séu verri dansarar en áður. Fölk vill sjá unga dansara, og er menn taka að eldast finnst þeim sem þeu- verði að vfkja fyrir yngri mönnum. Þetta er Mka oft skoö- un atvinnuveitandans. En það er ekkert þvií til fyrirstöðu að fólfc dansi þangað *il það kemst á etlistyrk, aðeins ef menn telja sér ekki sjálfir trú um að þeir séu famir aö ganga úr sér. Margot Fonteyn æfir sig stöð ugt. Á hverjum degi fer hún í táma með byrjendum. Gerir sömu æfingar og þeir, enda er það henni nauðsynlegt til að halda likamanum f þjálfun, og það er ekki sdöur nauðsynlegt fynir unga dansara." Hann sjálfur „Ég lærði 1 Edinborg eins og ég sagöi, en síðan dansaðj ég með nokkrum ballettflokkum. Var aðaJdansari 1 mörg ár og hef viöa dansaö. Var um tóma 1. dansari konunglega ballettsins en síðast vann ég sem ballett- meistari hjá Covent Garden óp- eranni. Og svo bauð UNESCO mér að koma til íslands. Ég þáði það umsvifalaust, þvi ég hatfði komið hingaö tvisvar áð- ur á leið til USA, og mig hef- ur alltatf langað ti'l að sjá land- ið.“ Hve lengl varstu dansari? „í 20 ár. Og ég er ekki hætt- ur að dansa. Ég dansa nú helzt við sérstök tsefcifæri. Dansaði td. á Edinborgarhátiðinni í fyrra. Nú orðið langar mig mest til að stjórna ballettum — semja og setja á svið og þess vegna fór ég til Covent Garden. Hér er ég svo tiil að kenna nýj- ungar og miðla svolitlu af minni • reynslu. Og ég hilafcka til að vinna með þeim Islenzku byrjendum, sem ég tek f tfrna, það er mjög gaman að kenna byrjendum." — GG • ' • : • ’ • . • ' • f • " • » • ? • v • : • - »••••0

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.