Vísir - 28.10.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 28.10.1970, Blaðsíða 16
ISIR Miðvikudagur 28. október 1970. Frægt naf n á tón leikunum í kvöld Sjostakovitsj stjómar sinfón- íuhijómsveitinni í kvöld. Þetta nefn dregur eflaust að sér ca marga áheyrendur að tónleikun um, en hér er uin að ræða son tónskáidsins þekkta. Á tónleik unum kemur einnig fram landi Sjostakovitsj, Karine Georgyan sellðleikari, en hún mun leika Roknln-tilbrigðin eftir Tsjai- kovslty. Önnur verk á efnisskránni eru forleikur eftir Mussorgsky og fimmta sinfónía Beethovens. , — SB ÁHB gerði gæfumuninn! — Af 1800 milljón kr. bata v'óruskiptajafn- aharins stafa nær 1300 milljónir af hinum nýja útflutningi □ Álverksmiðjan f Straumsvík er vissu lega komin ver í gagnið. Á1 og álmelmi var flutt út fyrir 1.282,3 milljónir króna fyrstu níu mánuði ársins. Þessi nýi útflutn- ingur hefur gjörbreytt vöruskiptajöfnuðinum. Nú er hann hagstæður um 565,4 milljónir fyrstu níu mánuðina 1970 en var óhagstæður um 1.278,0 milljónir 1969. Þessi álútflutningur fyrir nærri 1,3 milljarða veldur því, að batinn hefur orðiö yfir 1,8 miUjarðar síðan í fyrrn frá 1,3 mínus í nærri 0,6 í plús. Mánuðina janúar til septem- ber 1970 var flutt út fyrir 9.607,8 miHjónir samtals en inn fyrir 9.042,4 milljónir. Otflutningur i september nam 1.211,2 mililj. en innflutningur 1.174,2 millj. í fyrra var halli á vöruskipta jöfnuði í septejnber þar setn innflutningur var 48,2 mi'llj. meiri en útflutningur. Innflutningur til íslenzka ál- félagsins nam 711 miMj. fyrstu níu mánuðina, og eru þær tölur meðtáldar hér að framan. Til Búrfellsvirkjunar var flutt inn þennan tíma fyrir 88,3 mil'ljónir. — H!H MeíS morg jarn eldinum „Við erum að æfa leikrit. Ég held það hér núna sé algjört Sjostakovitsj heldur til æfingarinnar í Háskólabíói í morgun met í sögu þessa húss“, sagði okkur Klemenz Jónsson, blaða- fulltrúi Þjóðleikhússins. > ,,Ég vil, Ég vil“ er nú á síðustu dögum æfingatímans og þá kemur næst Sólnes byggingameistari eftir Ibsen. Leikstjóri er Gisli Halldórs- son. Svo erum við að Para af stað með æfingar á jólaleiknum, Faust. Gísli Alfreösson stjórnar æfingum á því í Lindarbæ þar til þýzki leik stjórinn kemur. Nú, og svo er ég sjálfur að æfa barnaleikritið Litla Kláus og stóra Kláus. Þ'aö er svo áskipað á sali Þjóðleikhússins, að ég verð aö æfa það uppi í Kristals- sal“, sagði Klemens, „leikstjórarn- ir veröa að komta sér sama.n um æfingatíma, því að margir leikarar leika í fleiri en einu af þessum verkum — en þetta virðist ætla að bjargiast einhvern veginn“. < — GG Nokkurra ivikna vinna eftir I starfsmati Kjarasamningar opinberra starfs manna verða sennilega sendir form lega til Kjaradóms 1. nóvember, þar sem ekki er útlit fyrir, að geng ið hafi verið frá samningum milli Kjararáðs BSRB og samninganefnd ar rfkisins fyrir þann tíma. Hins vegar er óvíst hvort Kjaradómur mun taka samningana til meðferð- ar, þar sem talið er að samningar séu að takast milli aðila. Samkomulag mun hafa tekizt um veigamikla liði í samningunum, srvo sem launastigann, þ.e. hækk anir á hinum einstöku launaflokk- um. Hins vegar er eftir að raða stapfsheitum í launaif’lokka eftir statifsmati og er talið, að nokkra vi'kna vinna sé eftir við það. —VJ Hj úkrunarkonur vanda um við kennara — telja jbá nota samanburÓaráróður til að lyfta sér upp á kostnað annarra stétta „Starf bamakennara er vanda- samt cg ábyrgðarmikið og vonandi cð það verði rétt metið til launa, en það virðist alltaf gengið fram . <_d því, að allar hjúkrunarkonur iiafa kennsluskyldu i sínu starfi, gem leiðbeinendur sjúklinga, við heilsuvemdarstörf, og við að kenna hjúkrunarnemum og aðstoðarfólki við hjúkrunarstörf. Þeim mun nieiri ástæða er fyrir þessa hópa að vera traustir samherjar“, segir m. a. í athugasemd frá stjórn Hjúkrunarfélags íslands, þar sem stjórnin lýsir óánægju sinni yfir samanburði barnakennara á laun- um þeirra og hjúkrunarfólks. í athugasenidinni er vitnað til samningaviðræðna BSRB og samn- inganefndar ríkisins. „Innan BSRB er ætlazt til að allir aðiiar vinni saman að kjarabótum og sýni þann ig félagslegan þroska, en noti ekki samanburðaráróður til þess að lyfta einum hópi á kostnað ann- arra.“ Þá segir stjómin, að það sé við- urkennt um allan heim að hjúkr- unarkonur hafi verið vanmetnar til launa, enda víöast mikill skortur á hjúkrunarkonum. Einnig hafi kröfur til hiúkrunar farið sívax- andi. Það verði að gera hjúkrunar- starfið eftirsóknarverðara sem at- vinnugrein, bæöi fyrir karla og konur, ef ekki vegna hjúkrunar- kvennanna sjálfra, bá a. m. k. vegna þess fóllcs, sein l>arf.ilsf þjónustu þeirra. — SB Frostið komst í 13 stig í nótt í Reykjavík Hörkufrost er enn víða á iandinu. 1 nótt mældist mesta frostið á Hveravölilum 17 stig og komst upp í 13 stig ( Reykjavik. 1 morgun klukkan níu var 7 stiga fro'St i Reykjavfk, 13 stiga frost á Þingvöl'lum og 10 stiga frost víða um land. Gert er ráð fyrir austan átt og snjókomu á víð og dreif á 1 suðurströndinni í nótt en björtu I veðri fyrir norðan. — SB BETRI LÍÐAN DRENGSINS Líðan Hjartar Kristmundsson ar, 10 ára drengsins, sem stung inn var hnSfi í Keflavík í fyrra- dag, fór batnandi í gær, en hann liggur á Borgarsjúkrahúsinu. Hann var lagður þar inn í fyrrinótt strax til aðgerðar, og þótti of þungt haldinn i gær til þess aö geta tekið á móti heim sóknum annarra en móður sinn ar, en var þó talinn úr lífs- hættu. — GP Hjörtur Kristmundsson Piltarnir voru látnir lausir Piltarnir þrír, er kæröir voru fyrir nauðgun 12 ára stúlku, hafa verið látnir lausir að lokn um yfirheyrslum. Játuðu þeir allir hlutdeild sína í verknaðin- um, og að þeir hefðu komið vilja sínum fram við stúlkuna með líkamlegu ofbeldi. Frumrannsókn málsins er lokið og hefur verið úpplýst, en á síðara stigi verður málið sent saksóknara ríkisins til ákvörðunar um, hvort til málshöfðunar kemur. Piltarnir eru fimmtán ára gamlir og eru því aldurs vegna nýorðnir sakhæfir. Þeir hafa ekki verið úrskurðaðir í gæzluvarðhald, sem einungis er gert, þegar öryggi borgara þykir annars hætta búin, eða ef ætla má að rannsókninni veröi spillt og gögnum komið undan eða við komandi reyni að komast undan réttvísinni. Engar aðstæður eru til meðferö ar á afbrotamönnum á þessum aidri sem þykja of gamlir fyrir upptöku heimiii fvrir vandræðaböirn og of ungir til vistunar í betrunarhús- um. —GP Þórbergur með Einar ríka á markað fyrir jól Bók i-órbergs Þóröarsonar, 3. hefti af ævisögu Einars Sigurös ^ sonar, útgerðarmrnns mun L ko-ma út núna fyrir jólin, en / ekki í janúar, eins og áður var ) sagt. \ Margrét Jctnsdóttir, eigin- kona skáldsins tiáði Vísi á mánu daginn, að bókin væri tilbúin, en ekki er en ráðið hvaða nafn henni verður gefið. Bókin er eíns og fyrri hefti byggð á viörœð- um þeirra Einars og Þórbergs. —GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.