Vísir - 02.04.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 02.04.1971, Blaðsíða 13
VlSIR . Föstudagur 2. apríl 1971. * 7 — háf'iðin nofuð til ferða innanlands sem utan i ár sem endranær „Það fóru 119 mannsáokkar vegum í gærkvöld með þotu Flug félagsins til Kanaríeyja“ sagði Steinn Lárusson hjá ferða- skrifstofunnj Úrvali Vísi í gær, „þetta er okkar páskaferð, og þotan er þéttskipuð, fullbók- að f ferðina. Fólkið verður á Kanaríeyjum í 15 daga.“ Og með þessari ferð Úrvals er páskahrotan hafin. Sunna - sendir 70—80 manns til Mæj- orku, en sú ferðaskrifstofa hef ur verið hvað duglegust við að flytja landann bleikföian til þeirrar sólríku eyjar. Jón Guðna son hjá Sunnu tjáði Vísi, að farið yrði héðan þann 7. aprfl með leiguflugi og dvalið á Mæjorku í hálfan mánuð. 160 manns verða í suðræn- um sólarlöndum á vegum Út- sýnar. Á laugardaginn fara 85 manns til Barcelona og þaðan á Costa del Sol þar sem sóiin verður sleikt í hálfan mánuð. Útsýn sér líka um hópferðirtil Kanaríeyja, og ,,svo eru ein- staklingar á okkar snærum út um allar jarðir ég man t. d. eftir Kokkrum á Madeira og í N-Afríku“. sagði Insólfur Guð- brandsson forstjóri Útsýnar, Vfsi f gærmorgun. En það er ekkert frumskil- yrð; að komast til Mæjorku eða Rómar til að fá lit á húðina og sól í sálina. Öræfin hafa alla t:ið heíllað, a. m. k. hann Úlrar Jacobsen, sem liggur uppi sfna 16. páskaferö um öræfa- sveitina á skírdagsmorgun. Úlf ar fer núna með 50 manna hóp f 2 bílum. „og svo verðum við með okkar heimsfræga matarbíl, þannig að menn þurfa ekki að hafa með sér mat, frekar en þeir vilja. Farið án kostsins kostar 2600 krónur, en ef mat urinn er keyptur hjá okkur. þá kostar ferðin 3900 — það er nauðsynlegt að hafa eitthvað með í svo langri ferð að bjóða fólki. Það verður leitt á matn- um sínum þegar fram f sæk ir. Já, við förum frá Austur- vellj að Klaustri. Förum svo yf ir Skeiðarársand í Skaftafell, s’iðan að Hoifj og niður í Ing- óífshöfða, þaðan í Jökullón. Loks förum við sömu leið til baka. — Nei, við erum ekkert hræddir um að verða lens. Ég hef fariö þarna um 16 ár f röð, og aðeins einu sinni eitthvað hlekkzt á. Ferðin tekur 5 daga“, sagði Úlfar aö lokum. Uppundir 80 manns fara svo í Öræfaferð á vegum Guðmund ar Jónassonar. „Við förum frá Reykjavík á 4 bílum væntanlega og verðum 5 daga í ferðinni. Förum fyrsf að Kiaustri, síðan í Skaftafell og loks tii Hafnar í Hornafiröi, ef veöur og færð leyfir. Farið kostar 2600 kr., og er þá innifalið eitthvert snarl og svo svefnpokapláss þar sem gist er. Fararstj. verður Guðmundur Jónasson sjálfur, enda þaul- reyndur á þessum slóðum sem annars staðar á landi hér. — Þetta mun vera 10. páskaferð hans.“ Og loks er rétf að minnast á skátana 100 sem ætla að ieggjast út á Hellisheiði um páskana. Skátar eiga eina 7 skála, dreifða um heiðina og dvelja þar löngum. Segja þeir að fátt viti þeir skemmtilegra en dvelja í skáium þessum, fara i gufuböð og gönguferðir enda- lausar, og sk’iðaferðir þegar þannig viðrar. Segjast skátar er Vísir ræddi við í gær litið kæra sig um Mæjorkasól og enn sfður vilja hossast í rútu bíl yfir landið. —GG áfengisvaraaráðunauts ríkisins laust til umsóknar. Laun samkvæmt 21. launaflokki í kjarasamn- ingi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist hei'ltnigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu fyrir 1. maí n.k. Reykjavík 31. marz 1971. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytíð. sroSmurbrauðstofan \A .... BJORINIIIMIM Njálsgata 49 Sími 15105 LEIGAN S.F. Vinnuvélar til leigu Litlar Steypuhrœrivélar Múrhamrar m. borum og fleygúm RafknOnir Steinborar Vatnsdœlur ( rafmagn, benzín) Jarðvegsþjöppur Víbratorar Stauraborar Slípirokkar Hitablásarar HOFDATUNI4 - SiMI 23/1-80

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.