Vísir - 19.04.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 19.04.1971, Blaðsíða 16
Seldi 13-16 ára stúlkum sprútt Txtæir kassor af áfengi og 13 tómir fundust heima hjá leigubilstjóra • Leigubflstjóri var kærður á laugardagskvöld fyrir að selja unglingum áfengi, en kona hafði séð hann eiga við- skipti við 14 ára unglinga og gerði lögreglunni viðvart. Við yfirheyrslu neitaði bíl- stjórinn öllum sakargiftum, en gerð var húsleit heima hjá hon- um um kvöldið og fundust þá 18 flöskur af ýmsum tegundum á- fengis, vodka, genever, viskí o. fl. Auk þess fundust 13 umbúða kassar utan af áfengi — allir tómir. Síðar um kvöldið, eða rétf eft ir miðnætti, hafði lögreglan af- skipti af 3 stúlkum, 13. 14 og 16 ára gömlum. sem voru í bið skýli strætisvagna á Lækjar- torgi en þær voru með áfengi undir höndum. Sögðust þær hafa keypt flöskuna af bíl- stjóra frá Borgarbílastöðinni á kr. 800, en bíistjórinn, sem kærður var fyrr um kvöldið, var einmitf frá þeirrj sömu bílastöð. Sala áfengis til ungmenna yngri en 20 ára varðar sektum allt frá 1000 til 20.000 kr. og svipuð refsing liggur við ólög legri sölu áfengis. nema um trekað brot sé að ræða. —GP Sadruddin Aga Khan: Þér skuluð ekki trúa öllu, sem stendur í dagblöðunum. Spanskflugan ntalar gull í leikhús Á sjóundu milljón komið i aðgangseyri „Spanskflugan“ virðist vera á góðri leið með að byggja leik- hús fyrir Leikfélag Reykjavíkur, en það eru raunar leikarar fé- lagsins, sem sýna þennan gamal- kunna gamanleik Amolds og Bachs í Austurbæjarbíói. Um 25 þúsund manns hafa nú séð sýn- inguna og aðgangseyririnn orð- inn yfir 6 milljón krónur, brúttó. Að sögn Guðmundar Pálssonar, framkvæmdastjóra Leikfélags- ins, hefur ágóðinn af þessum sýningum numið hátt í þrjár milljónir og rennur það fé í hús- byggingarsjóð Leikfélagsins. Er sjóðurinn þá orðinn eitthvað á sjöundu milljón. Aðsóknin að leiknum er eins- dæmi, þegar miðað er við það að hér er nær einvörðungu um mið- nætursýningar að ræða. Og engin leiksýning hefur verið sýnd svona o-ft ( Austurbæjarbíói. Það eru ein ungis vinsælustu söngleikir Þjóð- leikhússins, Fiðlarinn á þakinu og My fair Lady, sem státað geta af fleiri sýningargestum en Spansk- flugan. Fjölmargir hópar utan af landi hafa sótt leikinn af Suðurnesjum, suðurlandsundirlendinu og jafnvel frá Vestmannaeyjum. Á leikhúsinu bólar raunar ekki enn. Hins vegar mun þess ekki langt að bíða að því verðj ætlaður staður. Enn hefur ekki verið end- anlega ákveðið hvort það rís 1 gamla miðbænum við Tjömina ell- egar innj í nýja miðbænum við Kringlumýrarbraut Strax og stað- urinn hefur verið ákveðinn má bú ast við að hafizt verði handa. — En á meðan malar Spanskflugan gull 1 sjóðinn. —JH HEIMURINN CR MJ06 SJÚKUR" STABUR" // Sadruddin Aga Khan lýsir yfir ánægju með flóttamannasafnanir Islendinga „Til allrar ógæf u er heim urinn mjög „sjúkur“ staður og lítil von til að sú staðreynd breytist á næstunni. Við verðum því fyrst um sinn að vinna eins og slökkvilið- ið, þ. e. við getum fyrst komið til hjálpar eftir að ógæfan er orðin, en get- um lítið gert til að koma í veg fyrir flóttamanna- vandamálið, sagði Sad- ruddin Aga Khan, prins og forstjóri Flóttamanna stofnunar SÞ við ís- lenzka blaðamenn í gær. Hann er hér staddur vegna allsherjarsöfnun- ar Flóttamannaráðs ís- lands n.k. sunnudag. Ég tel það afar mi'kils virði, að Islendingar skuli taka þátt í hinu norræna átaki á sunnu- daginn og er þakklátur ykkur fyrir það. Hér skiptir eikki svo mi'klu máli, hve mikið safnast, heldur að íslendingar skuli láta þetta vandamál sig varða, þó að það sé órafjarri yikkar daglega lífi, sagði prinisinn. Hann sagði, að íslenzk stjómvöld veittu 5.000 dollara árlega í þessa starfsemi, sem væri mitoið mið- að við íbúafjölda landsins. Þá hefði það sýnt sig við söfmunina 1966, að almennur áhugi rfkti um þessi mál á Islandi, þegar 60 þús. dollarar söfnuðust og einnig hefði Flót'tamannaplatan selzt hér betur en annars stað- ar. Pemngarnir, sem söfnuðust 1966 vom notaðir til að h jálpa tfbeztoum flóttamönnum og sagðist Sadruddin Aga K'han geta fullvissað otokur um, að peningamir hafðu þar toomið að góðum notum. — Vdð forðumst að gefa flóttamönnum ölmusu, en leitumst við að hjálpa þeim til að hjálpa sér sjálfum og hefur það tekizt mjög vðl með tfbeztou flóttamennina. Það sama er ætlunin að gena við fié, sem safnast á Noröurlönctamm öllum á sunnudag. Þeim verður varið til hjálpar 100.000 flóttar mönnum frá Súdan og Eþiöpíu. Prinsinn sagöi, að þörfin fyr- ir aöstoð væri feiknarleg, botn- laus hft. Honum ætti að vena þetta ljóst flestum öðrum mönn um betur, enda er almennt á vit orði, að hann hefur sjálfur lagt mikið af mörkum og tekur ekká laun fyrir vinnu sma, auk þess sem hann kostar sjálfer öM ferðalög sín. Hann er talinn vera annar af tveimur líklegum mönnum til að taka við af U Thant sem að- alritari SÞ. Spurningu blaða- manns um það atriði svarði hann aðeins þannig: „Þér ættuð ebki að trúa ölto því, sem stend ur í Mööunum“. (9 Skemmdarverk voru framin á húsj nr. 14 við Síðumúla um helgina, þegar þar voru brotnar 13 stórar rúður. Er þaö tjón, sem nemur mörgum tugum þúsunda króna. ■ Hringt var í lögregluna á laug ardag og henni gert viðvart um, að líklega væru innbrotsþjóf ar staddir inni í húsinu. En enginn maður var þar inni, þegar að var komið ffi Óupplýst er, hverjir hafa vald ið þessum skcmmdum, en grun ur leikur á því, að krakkar kunni <$>að eiga sök á Stórhríð er tnn á Norðurlandi og Vestfjörðum og fjallvegir allir ó- færir. Holtavörðuheiði er ófær og fjallvegir á Snæfellsnesi þungfær- ir. I morgun var Hellisheiði ófær. Norðanstórhríö skall á um allt norðanvert landiö á laugardag. — Allhvasst var enn í morgun og Það er dýr skemmtun að brjóta 13 stórar „verksmíðjurúður“, enda ætlar rúðubrjóturinn senni- lega ekki að borga það sjálfur. Rúður brotnar fyrir tugþúsundir ið hefur staöið ónotað um hríð, en i urnir keypt glertryggingu fyrir hús- eigendaskipti urðu á því um síðustu ið, þegar þeir tóku við eigninni. mánaðamót, og höföu nýju eigend- ‘ —GP Snjóar enn fyrir norðan sums staðar hvasst af norðaustri, snjókoma og vægt frost. Jónas Jakobsson veöurfræðing- ur sagði í viðtali víð Vísj í morgun að útlit sé fyrir noröaustanátt á- fram næstu dægur, en smám sam an muni lygna nokkuð og draga snjókomunni fyrir norðan. Er spáð éljagangi á Norðurlandi á morg- un. —SB 4ra ára kveikti í Slökkviliðið var kvatt á laugar- dagskvöld að íbúðarhúsi við Langa gerði, þar sem eldur hafði upp í svefnherbergi. Logaðj þar í svefnbekk, fataskán og fatnaöi þeg ar slökkviliðið bar að. Það sem í 'herberginu var skemmd ist af bruna, en hins vegar var eld urinn slökktur áður en nokkrar teljandj skemmdir urðu á húsinu. Innbúið var óvátryggt en fólkið missti allan sinn fatnað í eldin- um. Talið var að 4ra ára drengur hefði í óvitaskap fiktaö við eld- spýtur í herberginu, og það leitt til íkveikjunnar. —GP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.