Vísir - 03.09.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 03.09.1971, Blaðsíða 2
99 KRAFTAVERK44 — bjargaði þessari stúlku Örvæntingarráð Læknar segja það kraftaverk, að þessi stúlka skuli vera lifandi. Páll páfi f Róm hefur það nú til athugunar, að yfirlýsa hana eitt af kraftaverkum almættisins. Og það gerist í mesta iagi einu sinni á öld, að páfinn viðurkennj krafta verk. Fyrir þremur árum v.ar. þessi stúlka, hún Frances litla Bums frá Dennistoun við Glasgow að dauða komin vegna krabbameins. Læknar, sem höfðu barizt við að bjarga lífi hennar, gáfust upp. „Þessi stúlka á aðeins íáa daga eftir ólifáða", sögðu þeir. Núna er Frances sex ára, hraust, dug- leg og veit ekkert skemmtilegra en að slást við stráka og klifra í trjám. Læknarnir í Glasgow hafa ekki hugmynd um, hvernig hún hefur bjargazt frá krabba- meininu. Dr. Stewart Mann, sem hvað mest hefur fylgzt með sjúkrasögu Frances Bums, segir: „Ég get ekki trúað á kraftaverk, en i þessu tilfelli er það orð ekki of sterkt. Við getum einfaldlega ekki útskýrt, hvað hefur gerzt. Frá sjónarhorni læknisfræðinnar hefði hún átt að deyja fyrir þremur ár- um. Þá var sjúkdómurinn á þvl stigi, að vonlaust var um bat'a. Hennar beið þá dauðinn". ,Drottningin er kóngur" 1 Ameríku segja margir þessa dagana „drottningin er kóngur", og eiga þá við, aö unga söng- konán, píanóleikarinn og tónskáld ið Carole King sé ný drottning í hópi þjóöJagaraulara. Og Carole King verður ekki drottning í Bandaríkjunum einum á nsestunni a. m. k. hefur hún sungið sig inn á vinsældalista í Englandi og á Norðurlöndum — einkum er það lag hennar „It’s too Late“, sem gerir lukku. Carole King syngur reyndar ekki af þvilíkum krafti og JanisJ sáluga Joplin, segja danskir gagn- • rýnendur „en rödd hennar býr yf- * ir músikölskum styrkleika, semj kannski er bezt að hlusta á á • plötu hennar „Tapestry". 2 Söngvar Carole King fjalla* margir um rómantíska ást, en hún J hefur aö undanförnu verið iðnari • við textasamningu en söng t. d. 5 var það hún sem skrifaði textaj við lögin á plötunni „Up on the* Roof", sem seldist í milljónatali. J Tærasti sjór i heimi Sargassohafið í Vestur-Atlants- hafi hefur lengst af verið álitiö tærasti sjór í veröldinni, en nú hefur sovézka rannsóknarskipið Dmftri Mendélejev kollvarpað þeirri kenningu. 1 Kyrrahafi, suðvestur af Raro- tongaJkórairifinu, sást 30 cm kringla greinilega á 70 metra dýpi og er það um 5 metrum dýpra en i Sargassohafinu. Mendélejev, sem er í hnattsigl- ingu frá Eystrasalti til Vladivo- stok hefur gert margar sæis- mæiingar á Atlantshafi frá Afriku strönd til Antillaeyja og á Kyrra- hafi frá Honolulu til Rarotonga Skipið hefur einnig uppgötvaö um 4.500 m hátt neðansjávarfjall norð ur af Rarotonga, en þar hefur út- hafsbotninn verið álitinn tiltölu- lega sléttur fram til þessa. Það er álitið gosmyndun og gæti hafa komið upp við nýleg eldsumbrot Þriðji hver maður við nám lsta september hófst nýtt skóla. ár I Sovétrikjunum, og helguðu Pravda og fleiri blöð þeim atburði forustugreinar sínar. Pravda seg- ir, aö á hinu nýja skólaári muni 80 milljónir sovétborgara stunda nám í einhverri mynd. Opnast dyr 200 þús. almennra skóla, yfir 800 æðri menntastofnana, 4.200 tækniskóla, þúsunda iðnskóla og sérskóla, menningarháskóla og námskeiða til endunhæfingar eða viðbótamáms. „Margt er það, sem hugann gleður f upphafi námsársins,“ seg- ir Pravda, „en mikilvægasta fagn- aðarefnið er þá sá eldlegi, skap andi áhugi, sem kemur fram hjá menntastofnununum." Carole King — skrifar, spilar og syngur. ; 10000 tonn af kolum ! á dag... i gegnum pipu • Tfu þúsund tonnum af kolum á að dæla daglega eftir pípu 25C mílna vegalengd frá námunni ti' onkuversins, sem mun brenna þess um kolum. Þetta er einstaklega auðug náma við Karakitsjin, 45 metra lög svo til á yfirborði, en afskaplega ó- aðgengilega staðsett. Kolin verða brotin með öflugum vatnsspraut- um og leðjunni siiðan dælt burt eftir þar til gerðri pípu. Kostnaöurinn verður aðeins helmingur þess, sem það mundi kosta að leggja venjulega járn- braut til námunnar og flytja kol- in eftir henni, burtséð frá meir hraða, þægindum og hreinlæti. Ein manneskja var það þó, sem gaf ekki upp alla von. Sú var móð ir Frances, frú Deirdre Bums. Hún vissi auðvitað ekkert, hvað gera skyldi annað en aö bíða eftir því, að barniö dæi. I örvæntingu datt henni samt í hug að taka barnið af sjúkrahúsinu í Glasgow og fara með hana til Lourdes í Frakklandi og baöa hana þar upp úr lindunum, sem kaþólskir kalla heilagar, og hafa löngum vegsam- að fyrir lækningamátt. Þangað hafa enda þúsundir öryrkja og sjúkra manna leitað í síðustu von um bata. Frances var tvisvar böðuö i hinni heilögu bergvatnslind. — Daglangt sat móðir hennar við sjúkrabeðinn og beið eftir ein hverjum batamerkjum — kældi hana með handklæöum, vættum I uppsprettuvatninu. Og frú Deirdre segir: „Eina nótt ina sagði dóttir mín við mig: „Mamma, mér líður svo illa — bara að guð vildi nú taka mig til sín“. Nokkrum dögum seinna sneru þær mæögur aftur heim. Frances var þá gersamlega meðvitundar- laus. Heilbrigð eftir hálfan mánuð Deirdre Burns: — „Ég var svo voðalega hædd um aö hún dæi á heimleiöinni. Og þegar ég fór frá henni á spítalanum I Glasgow, var ég viss um að ég myndi aldrei sjá hana aftur líís“. Tveim dögum seinna gerðist undriö: Frances reisti höfuð frá kodda og bað um mat: Ég er svöng. Háifum mánuði seinna var hún komin heim til sin, og var þá al- heilbrigð. Dr. Alphonse Oliveiri, sem er talsmaöur 31 læknis er vinna all- ir við heilsugæzlustöðina í Lourdes sagði: „Við hér höfum beðið í þrjú ár með að skýra frá þessu tilíelli, henni Frances. Við vildum vera vissir um að stúlkan væri 100 prósent heilbrigð, að ekki heföi verið hægt að tala um að sjúk- dómurinn hefði tekið sig upp aft ur. Nú erum við vissir um krafta- verkið. Við vitum lika að það get ur ekki veriö nein skýring á þessu fyrirbæri önnur en kraftaverk. — Við höfum nú farið þess á leit við Pál páfa að lýsa því yfir, að hin yfirnáttúrulega lækning Fran- ces sé kraftaverk". T 'óéSfSffli s Frances Burns er sex ára — fyrir þremur árum var álitið ger- samlega vonlaust að bjarga lífi hennar. Nú er hún við hesta- heilsu, og raunar hinn mesti villiköttur sem veit ekkert skemmti- legra en að slást við stráka og príla í trjám nágrannanna. -------------------------------------j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.