Vísir - 16.09.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 16.09.1971, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Fimmtudagur 16. september 1971 Otgefanm: HeyKJaprent M. FramkvæmdastJ6ri: Sveinn R. Eyjölfssc* Ritstjóri ■ Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgii Pétursson Ritstjóraarfulltrúi: Valdimar H. Jóbannesson Auglýsingastjóri: Skóli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Stmar 15610 11660 Afgreiðsla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjóra: Laugavegi 178. Simi 11660 f5 Unur) Askriftargjald kr. 195.00 ð mðnuði innanlands t lausasöiu kr. 12.00 eintakiO Prentsmiöja Visis — Edda M. Ótrúleg aukning Athuganir benda til þess, að framleiðsla íslenzka iðnaðarins hafi verið um 20% meiri mánuðina april— júní í ár en hún var á sama tíma í fyrra. Og þær benda líka til þess að hin hagstæða þróun haldi áfram á 3ja ársfjórðungi ársins, júlí—september, þótt tölur séu ekki til um það enn. Framleiðsluaukningin er mæld á svonefnda hag- sveifluvog iðnaðarins, en í henni felast reglubundnir útreikningar á framleiðslunni, byggðir á úrtaksat- hugunum hjá fyrirtækjum í 24 greinum. Iðnrekendur og iðnaðarmenn tóku upp þessar mælingar fyrir nokkrum árum og telja þær mjög nytsamlegar. Með þeim er hægt að átta sig á þróun mála miklu fljótar en áður var hægt. Hagsveifluvogin hefur sýnt feikilega og ótrúlega eflingu iðnaðarins á allra síðustu árum og bendir til ört vaxandi gildis iðnaðarins í atvinnulífi landsins. Það er engin smáaukning, sem felst í 20% milli ára. Ef mörg slík ár koma í röð, er aukningin fljót að safn- ast saman. Athyglisvert og ánægjulegt er, hve jafnt aukningin kemur á hinar einstöku iðngreinar. Það eru aðeins sárafáar greinar, sem taka ekki þátt í þeirri framþró- un, sem einkennir iðnaðinn í heild. Aukningin er að vísu nokkuð misjöfn og mest í greinum eins og skipa- smíði, plastiðnaði, málmiðnaði, raftækjasmíði, bygg- ingaiðnaði, pappírsiðnaði og fataiðnaði, en þessar greinar eru í hópi þeirra, sem mestu máli skipta. Það er greinilegt, að iðnaðurinn hefur ekki sætt neinum áföllum af fyrstu tollalækkuninni gagnvart Fríverzlunarsamtökum Evrópu og er sífellt að styrkja aðstöðu sína til að mæta næsta áfanga í þessum tolla- lækkunum. Svo virðist sem hinir fersku vindar alþjóð- legrar samkeppni hafi hjálpað til við að herða ís- lenzka iðnaðinn og auka samkeppnisvilja og sam- keppnisgetu hans. Andrúmsloftið í þjóðfélaginu og hjá stjórnvöldum wefur í meira en áratug verið mjög hagstætt iðnaði, það er að segja samkeppnishæfum nútímaiðnaði, en ekki dauðvona verndariðnaði. Þetta andrúmsloft hef- ur stuðlað verulega að hinum góða árangri, sem iðn- aðurinn hefur náð á þessu tímabili. Lánamöguleikar og fjárfestingar hafa margfaldazt og aðstoð við út- flutning er orðin að áþreifanlegri staðreynd. isiendingar hafa undanfarið horfzt í augu við, að á nverju ári koma þúsundir af nýju starfsfólki á vinnu- markaðinn og að iðnaðurinn yrði að taka við veruleg- um hluta af þessu fólki til að koma í veg fyrir at- vinnuleysi. Iðnaðurinn hefur til þessa getað axlað þessa mikilvægu byrði og hann er nú vel undir það búinn að bera hana áfram í náinni framtið. „Með sorg í Krúsjef lézt í Moskvu þann 11. september. Það var ekki fyrr en 2 dögum seinna, eða þann 13., sem sovézk blöð skýrðu frá andláti hans, en áður hafði fregnin þegar flogið út um allan þann vestræna heim, fréttist af andláti flokksforingj- ans fyrrverandi þegar á sunnudaginn var hér á íslandi. ífi'? Opinber minningargrein, e'ða öllu heldur tilkynning birt- ist í blaði Kommúnistaflokksins „Pravda“, og Tass skýröi frá andláti þjóðarleiðtogans fyrrverandi á eftirfarandi hátt: „Miðstjórn sovézka kommúnistaflokksins og ráðherraráðs USSR skýra nú með sorg í huga frá því, að þann 11. septem- ber 1971 andaðlst fyrrverandi fyrsti ritari miðstjórnarinnar og forsætisráðherra eftir langvarandi veikindi, sérstakur eft- irlaunaþegi, Nikita Sergeyevich Khrushchev á sínu 78. ald- ursári.“ Enginn núverandi leiðtogi Sovétríkjanna skrifaðj undir þessa tilkynningu flokksins, eins og siður er þegar leiðtogar and ast. Jarðarför Krúsjefs var heldur ekki tilkynnt eða auglýst, og fékk sovézka þjóðin ekkert að vita um hana, svo sem venja er, þegar háttsettir sovétforingj- ar deyja og eru þá grafnir með sérstakri viðhöfn á kostnað rik- isins. Krúsjef verður jarðsettur í Novodevichye-kirkjugarði I Moskvu þar sem hvYla margir þekktir Rússar, en sá kirkju- garður er þó skrefi óæðri Kreml armúrum þar sem allir æðstu foringjar Sovétrikjanna s’iðan bylting var, hvíla. Fjölskylda Krúsjefs hefur tjáð erlendum fréttamönnum 1 Moskvu, að stutt kveðjustund verði haldin yfir Krúsjef f Kremlin-spítalanum !i Moskvu, en athöfninní verður ekki út- varpað, og verða enda engar seri moníur viðhafðar. Vinsæll meðal almennings Krúsjef naut vinsælda hjá sovézkum almenningi fvrir að fletta ofan af glæpum Stalíns — en margir höfðu þó hom í sfðu hans fyrir hina misheppn uðu efnahagsstefnu hans. Vest- rænir fréttamenn fóru um göt- ur Moskvuborgar fljótlega eftir að fréttist um dauða hans. og spurðu þeir fólk álits á Krúsjef, hvernig þvf hefði orðið við að frétta lát hans Reyndar haföi þá margur maðurinn enga spurn haft af láti foringjans fyrrver andi, þótt aðrir hefðu hins veg ar fengið fréttina fyrst með því að hlusta á útvarpssendingar er lendra stöðva til Sovétrfkjanna. „Hann var gamall maður — gerði margt gott“ „Hann var gamall maöur og gerði sitthvað gott — en hann framdi líka mörg mistökin," sagði listastúdent einn, er frétta maður hitti á förnum vegi, „ég hef svo sem engan áhuga á pólitík, og hvað get ég þá sagt?“ sagði síðhærður unglingur. „Sumir munu haldá því fram að hann hafi verið vitlaus. Sum- ir munu halda þvf fram, að hann hafi verið góður maður. Málið er hins vegar það, að hann var setztur í h'elgan stein, kominn á eftirlaun, svo að hvaða máli skiptir þetta þá?“ sagðj rjóma íssalj einn. Grafreitur skálda og pólitíkusa t Novodevichye-kirkjugarðin- um hvila margir þekktir menn, s,_o sem skáldin Vla'dimir Maya kovsky, Alexei Tolstoy og Nik- olai Ostrovsky. Einnig pólitíkus ar eins og fyrrverandi utanrfkis ráðherra, Maxim Litvinov. Þarna hvíla lfka einstakir fjölskyldu- meðlimir Kremlar-foringja, t.d. Nadezhda Alliluyeva, eiginkona Stal’ins ásamt eiginkonu Kosyg- ins. En neitun sovétyfirvalda við því að veita Krúsjef viðhafnar- útför á Rauða torginu og greftr- un í Kremlarmúr brýtur erfða venjuna. Ekki er lengrá síðan en í desember s. 1. að Nikilai M. Shvemik, sem var ólíkt ómerk ari stjómmálamaður en Krúsjef, var grafinn inn í Kremlarmúr. Þar hv’fla nú einnig fjölmargir hershöfðingjar, og þeir sumir hverjir ekki tiltakanlega sögu- frægir — eða þá verðugir. Yf irleitt er álitið, að Breshnev, sá er varð eftirmaður Krúsjefs hafi iiiiiiimn flB BffiíS ekki viljað veita honum útför sem þjóðhöfðingja eða háttsett um foringjá, þar sem það hefði verið óviðkunnanlegt — honum var nú einu sinni velt úr stóli. Mönnum finnst það bara næsta kaldhæðnislegt, að Stalín, sá leiðtogi sem Krúsjef lagði sig mest fram um að svipta blæjunni áf og ómerkja, liggur grafinn í Kremlarvegg. æðsta grafreit sovézku bjóðarinnar.me/j an Krúsjef liggur í skáldagarð inum við hlið eiginkonu Stalíns, fjanda síns. — GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.