Vísir - 05.10.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 05.10.1971, Blaðsíða 2
3ja ára barns leitað um allt: LÁ16 TÍMA í FARANGURS GEYMSLU BÍLS Ole Pedersen og konan hans voru sannarlega hamingjusöm, þegar þau fengu Iitlu stúlkuna sína aftur. Barniö fannst loks, eftir aö hafa legið yfir nótt, samtals í 16 klukkustundir í farangurs rými bifreiðar. . angursgeymsiunni, en varð aldrei var við farþegann. 16 klukkustundir sam- fleytt lá Helle litla, 3ja ára gömul stúlka frá Ála- borg, lokuð niðri í farang ursrými bifreiðar. Það var um sex leytið kvöld eitt í síðustu viku, að Helle var úti að leika sér í feluleik með félögum sínum. Henni datt þá í hug að felast í farangurs- rými bifreiðar, sem við gangstéttina stóð. Eigandi bílsins, viðskiptafræöi- nemi einn, Irwing Munch Nielsen að nafni, fór þrisvar sinnum í ökuferð þá um kvöldið og allan tímann var bamið aftur í hjá hon um. Stúdentinn fékk næstum tauga áfall, þegar hann frétti aö bamið hefði verið svo lengi í farangurs rými bílsins hans: „Sem betur fer er ryögat á botni geymsluimar, þannig að hún hefur haft loft — annars þori ég varla að hugsa um hvað hefði getað gerz*- Lögreglan og fjöldi nágranna, vina og kunningja, leitaði að Helle litlu frá því um 9 leytið um kvöldið, og hún fannst ekki fyrr en klukkan 10.30 daginn eftir. Það var gömul kona, sem átti leið framhjá bílnum, sem heyrði hana gráta þar í farangursrýminu. Gat konan hjálpað telpunni út, sem var mjög máttfarin, en hún hresstist þó aðeins, þegar sú gamla bauö henni upp á súkku laði. Þegar lögreglan hóf ieit að Helle litlu um kvöldið, fór lög ■regluþjónn heim til Irwing Nielsen og bað hann svipast um eftir baminu, ef hann væri á ferðinni. Irwin lofaði að hafa augu og eyru opin — og gerði það — þótt ekki dygði það honum til að verða var við bamið aftur í. (i Óskabifreið neytandans Bifreið sú, sem venjulegt fólk — ekki bíladellumenn —■ óskar sér, er búin öryggistækjum slík- um að næsta erfitt er að lenda i vondu slysi á þeim bfl. Meðal þess sem fólk vill helzt hafa framan á bílnum, er stuðari úr gúmi og fylltur up>p með vökva. Tvöfalt bremsukerfi, diska bremsur á fjórum hjölum, örygg- ishús af stáli og engar hwssBar lfnur eða horn. Afturrúða sem «r þrædd rafþráðum, og henni þann- ig haldið hreinni og móðulausri með rafstraumi. Sæti, sem sér- staklega eru hönnuð fyrir lögun líkamans, og sætisólamar þannig að menn setjist sjálfkrafa i örygg- isbeltið. Þessar óskir neytenda hafa kom ið fram í rannsókn, sem sænskir hafa gert, og að því er dagblöð í Danmörku segja, þá hafa þau einnig kannað áhuga neytenda á slfkum bil, og fer ekki milli mála, að fólk kærir sig ekki um ein- hverjar hraðskreiðar „grænmetis tikur", heldur setur öryggið ofar öllu. Öryggið er Og hvers vegna telst það til sérstaks viðburðar, ef einhver ör yggistæki eru f bílum? Vegna þess að þannig búnaður er talinn af- skaplega dýr — og vegna þess að ekki eru til nein lög um ör- yggisbúnað, nema þá beltin sjálf- sögðu, þá dettur framleiðendum ekki f hug að framleiða bíla þann ig, að menn séu ekki í bráðri lífshaettu þegar þeir setjast upp í Þá. Eftir þvf sem danskir blaða- menn herma, þá em það aðeins bílar af gerðinni Toyota sem em þannig útbúnir að þeir koma eitt- hvað til móts við kröfur danskra bíleigenda, en eitthvað mimu aðr ar bflategundir vera að spjara sig, svo sem sá sænski Sáab — þótt langt eigi hann i land með að teljast „öraggur". 1. Gúmstuðari með vökva. 2. Vél sem ekki mengar andrúmsloftið með blæstri sfnum. 3. Sjálfvirkt slökkvitæki sem í flugvélum. 4. Fullkomnari rúðuþurrkur — fleiri hraðar. 5. Mælaborð sem gefur eftir við högg. 6. Samsett rúða að framan — öryggisgler, 7. Öryggisstýri á hreyfanlegri stöng. 8. Hnakkapúðar fastir við sætin (innbyggð). 9. Afturrúðan hituð upp með rafmagni. 10. Þriðja hurðin aftan á. 11. Dráttarkrókur. 12. Tvöfalt bremsukerfi, diskabremsur. 13. „Radíal‘‘-dekk. 14. Öryggisbelti, sem maður „sezt inn i‘‘. 15. Hurðarhúnar felldir inn í hurðina. 16. Húsiö gert úr styrktu stáli (öryggishús).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.