Vísir - 07.10.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 07.10.1971, Blaðsíða 7
V-ÍSIR . Fimmtudagur 7. október 1971. 7 cTVIenningarmál Ölafur Jónsson skrifar um bókmenntir: * Astir á Lyngdalsheiði Sigurður Nordal: Síra Magnús Grímsson og Þjóðsögurnar. Útgefandi Bókaútgáfan Þjóösaga. 58 bls. TJitgerð Siguröar Nordal í þess ari fallegu lítlu bók, að fyrirferð ekki nema meðal-tíma ritsgrein, er að nafninu til máls- vörn fyrir síra' Magnús Gríms- san og hiut hans að þjóðsagna söfnun Jóns Árnasonar. Tilefni Sigurðar er grein sem Ólafur Davíðsson skrifaði í Sunnánfara 1896 um síra Magnús og fór þar furðu kuldalegum orðum bæði um hans eigin skáldskap og þjóösagnaritun hans — en sem kunnugt er var Magnús Grims- son ásamt' Jóní Árnasyni upp- hafsmaöur þjóösagnasöfnunar á íslandi og gáfu þeir sameigin lega út hið fyrsta þjóðsagna- safn, Islenzk ævintýri, 1852. Nú hafa aðrir menn kunnað miklu betur að meta þjóðsagnsöfnun sVra Magnúsar, allt frá dögum Jóns Árnásonar sem taldi hann með hinum beztu þjóðsagnarit- urum. Þess vegna virðist engin sérstök ástæða að fara nú til að hnekkja hinum ómaklegu ummælum Ólafs Davíðssonár. Enda er það mála sannast aö grein Ólafs í Sunnanfara er Sigurði Nordal ekki nema til- efni ti] að lýsa miklu nýstár legri og sögulegri uppgötvun sinni. Celiö nefnist fyrsta sagan i safni þeirra Magnúsar Grímssonar og Jöns Ámasonar, og va'r meðferð þeirrar sögu einmitt helzta aðfinnsluefni Ól- afs Daviðssonar að þjóðsagna- ritun síra Magnúsar. Saga'n hef- ur varðveitzt V' handriti hans (prentuð í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, Nýju safni, III, 1958, bls. 112—14) og fylgir þar sú athugásemd að sagan sé „orðrétt rituð eftir handarriti Jóns Þórð- arsonar“. En það er í stytztu máli uppgötvun Sigurðar að Selið sé alls engin þjóðsaga heldur rómantísk smásaga upp úr þjóðsagnaefni og höfundur hennar enginn minni maður en Jón (Þórðarson) Thoroddsen. „Ég skal hreinskilnislega játa,“ segir Sigurður, „að um leið og mér datt þetta í hug, fannst mér það liggja svo i augum uppi, að rökfærslu værj i raun- inni ofaukið.“ Lesandanum eru sömu kostir gerðir. að fallast á þessa vitrun með Sigurði Nori dal af þv'i að hún liggi í augum uppi, þegar bent er á söguna, fremur en láta sannfærast af efnislegum rökum. Það eru að vísu ýmislegar líkur til þess að Jón Þórðarson getj verið Jón Thoroddsen. En engar heimildir eru um ferðir Jóns um Lyngdals- heiði þar sem sagán gerist, eöa kunningsskap þeirra Magnúsar Grímssonar, hvað þá að síra Magnús háfi beðið Jón um sögu í íslenzk ævintýri. Allt getur þetta að vísu komið heim. Og það er gáta Sigurðar Nordal að Selið hafi orðið til sumarið 1850, þegar Jón Thoroddsen var horf- inn frá lagaprófi og hafði lokið Pilti og stúlku. En beinár sönn- ur verða vV'st ekki á það færðar nema handrit Jöns Thoroddsen að Selinu kynnj að koma í leit- irnar hér eftir sem teljast verð- ur harla ólíklegt T^eigamesta röksemd í málinu T er vitanlega Seliö sjálft sem er eins og Sigurður Nordal segir prýðilega sögð smásaga. Efniviðurinn er hin alkunna þjóö sagá um selmatselju sem lætur ginnast til ásta af huldusveini og bíður þess aldrei bætur. En gaman er að sjá hvernig höfund- ur einfáldar þjóðsöguefnið og afnemur útúrdúra þess, skipar efninu í einfalt en röklegt sam- hengi staðar og tVma. Lunginn í sögunni í þessari gerð er ávarp huldumannsins um ástina um miðbik hennar, og má svo sem vera að ástarskilningur söeunn ar — ,,hvar sem lífið er þar er ástin“ — verð] heimfærður skáldsögum Jóns Thoroddsen „Að tala um stílinn væri of Iangt mál, enda betur treyst- a'ndi þar á tilfinningu en lýs- ingu,“ segir Sigurður Nordal og skal engu aukið við þá urnsögn. En ekki er ég viss um aö leið- ariýsingin í sögunni sé efni hennar öviðkomandir þvert á móti er það sögunni nauðsyn, og kemur heim við aöferðir Jóns Thoroddsen, að skipa henn; stað V raunhlítu umhverfi og sjálf er lýsingin listavei gerð. þaö e'r fjarska líklegt, hvað sem beinum sönnunum líö- ur, að Jón Thoroddsen verði hér eftir talinn höfundur Sels- ins, Það bendir á að sama kann gilda' um fleiri svonefndar þjóð- sögur og sagnaþáetti, eldrj og yngri, að þær eigi í verunni meira skylt við skáldskap en regluleg þjööfræöi. Hvað sem því liður hefur okkur hér með áskotnazt nýtt verk eftir eitt af höfuöskáldum 19du aldar, skemmtilegur viöaukj við upp- hafsþátt skáldsa'gnagerðar á ís- lenzku. ----^í-oSmurbrauðstofan -é Jf--------- BJORIMIIMIM Njólsgata 49 Sími 15105 I Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Upplýsingar í síma 11644. ÞJÓNUSTA Sé hríngf fyrir k!, 16, sœkjum viS gegn vœgu gjaldi, smóauglýsingar ó tfmanum 16—18. Slaðgreiðsla. Nauðungaruppboð annað og síöasta á hluta í Lokastíg 25, þingl. eign Björgvins Hólm fer fram á eigninni sjálfri, mánudag, 11. okt. 1971, kl. 11.00. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nuuðunguruppboð ©t sem auglýst var í 40. 42. og 44. tbl. Lögbirtingablaös 1971 á Ásgarði 117, þingl. eign Bergþórs K. Auðuns- sonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar og Einars Viðar hrl., á eigninni sjálfri, mánudag 11. okt. 1971, k>. 15.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. i Nuuðunguruppboð ‘í! ^ sem auglýst var í 18. 20. og 21. tbl. Lögbirtingablaös 1971 á hluta í Austurbrún 29, þingl. eign Reynis R. Ásmundssonar fer fram eftir kröfu Gunnars Jónssonar lögm. og Guðjóns Steingrímssonar hrl., á eigninni sjálfri, mánudag 11. okt. 1971, kl. 16.30. 'V VÍSIR Borgarfógetaembættið í Reykjavík. 7 æknifræðingur Verkfræðingur — Bæjarstjórn Neskaupstaðar óskar að ráða í þjónustu sína byggingaverkfræðing eða bygg- ingatæknifræðing. Umsóknir með upplýsing- um um menntun og fyrri störf svo og launa- kröfu sendist undirrituðum. Bæjarstjórinn í Neskaupstað. - wxv wfi IIÝTT - Hillusamstæður í litum henta vel í barnaherbergi. MÝTT ^ HIÍSGAGNAVERZL REYKJAVÍKUN | Brautarholti 2. »*‘f" Sími 11940.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.