Vísir - 08.10.1971, Page 4

Vísir - 08.10.1971, Page 4
4 V1SIR. Föstudagur 8. október 1971 Rafhitun ódýrarí en jarðvarminn — í mörgum tilfellum a.m.k. segja rafveitumenn Niðurstöður eru væntanlegar af samanburði er Orkustofn- un hefur látið gera á rafhitun og hitaveitu. Athuganir þess ar eru almenns eðlis. Ennfrem ur er um þessar mundir unn ið að athugun á þvi, á hvaða kjörum Landsvirkjun getur selt orku til húshitunar frá þeim stórvirkjunum, sem nú eru í smíðum og fyrirhugaðar eru. Einnig eru húshitunar- mál Hafnfirðinga í athugun i samhengi við áðurnefndar rannsóknir. í tilefni af umræöum, sem orðið hafa um húshitunarmál hefur stjórrj Sambands ísl. raf- veitna sent frá sér álitsgerð, þar sem meðal annars er tekið fram að sú fullyrðing að enginn orku gjafi geti keppt við jarðvarma um húshitunarmarkaðinn, sé ekki byggð á nægilega traust- um forsendum, Til dæmis gæti rafhitun orðið ódýrari lausn en hitaveita t einbýlishúsum og raðhúsum, þótt svo reynist ekki í þéttari byggð. Ennfremur segir I tilkynningu stjórnar SÍR að ef gera eigi þjóðhagslegan samanburð á hús hitun, annars vegar með raforku og hins vegar með heitu vatni, verði báðir orkugjafar að búa við sömu kjör. Raforkuframleið endur greiða til dæmis í Orku- sjóð gjald, verðjöfnunargjald. Hitaveitan greiðir engin slík gjöld. Þá segir að á síðastliðnum ára tug hafi verð á raforku til hús hitunar, t. d. í Hafnarfirði hækk að minna en verð á olíu og heitu vatni frá Hitaveitu Reykja- vikur. — JH Leikhúsin: Sama miðaverð áfram Aðgöngumiðaverð leikhúsanna verður að öllum ’íkindum ó- breytt á þessu leikári, að minnsta kosti framan af eða þar til að verðstöðvuninni afstað- inni. „Það er aldrei að vita hvað þá kann að verða gert“, sagði þjóðleikhússtjóri f viðtali við Vísi í gSermorgun. Allténd kvað hann með öllu horfið frá því að sækja um hækkun nú, þar eð ekki væri búizt þar við erindi sem erfiði. „Það eru ekki beinlínis hækk- anir, sem við höfum sótt um und- anþágur fyrir,“ svöruðu þeir að- spurðir hjá Leikfélaginu. „Við erum aðeins að reyna að koma á jöfn- unarverði, þannig að ekki verði um eins mismunandi aðgöngumiða- verð að ræða og áður, Jafnhliða höfum við svo í huga að veita meiri afslátt á eins og t. d. skólasýn ingar.“ Enn hefur Leikfélagið ekki feng- ið svör við málaleitun sinni. Lægsta miðaverð að sýningum fé lagsins hefur til þessa verið 150 VÉLRITUN * , # « Verulega há laun ;* ■ ' ' . '« •}•-. *’ «... '■£ jv-“ ' í!” "• .■*" VÖW'- Traust fyrirtæki vill ráða duglegar vélritunarstúlkur. Verulega há laun og góð vinnuaðstaða. — Heilsdags eða hál^sdagsvinna. Umsóknir send- ist augld. Vísis fyrir 15. þ.m. merktar „Vélritun nr. 300“. krónur og hæsta verð 350 króribr. Dýrast hefur veríð á frumsýningar, en í umsókinni um verðlagsbreyt- inguna er þess getið, að miðar á þær sýningar lækki í 300 krónur. Á frumsýningar í Þjóðleikhúsinu er miðaverð nú 450 krónur, en á aörar sýningar er miðaverð h'æst 290 krónur og lægst 160 krónur.. Víðast hvar erlendis er aðgöngu- miöaverð leikhúsanna öllu hærra, þar á meðal á Norðurlöndunum. I Englandi selja þeir svo miðana í leikhúsin á allt að tvö pund eða rúmar 400 ísl. krónur. —ÞJM Dýr skóladagur Það er víst dýrt spaug að lenda í Tjörninni. Fötin eiga á hættu að skemmast, — allavega kostar þetta þvott eða hreinsun á flíkum, að maður tali ekki um ef skólataskan með vetrarforða af vizku og speki lendir með í þessum fúla pytti. Líklega eiga bækur stúlkunnar á litlu myndinni eftir að bera þess ummerki í allan vetur, að þær Ientu í óvæntu baði. Atvinna óskast Af sérstökum ástæðum vantar miðajdra mann atvinnu sem fyrst, vanur öllum almennum skrifstofustörfum og bókhaldi, afgreiðslu og öllu sem viðkemur inn- flutningi. — Þeir sem vildu sinna þessu Jeggi nöfn og heimilisfang inn hjá blaðinu merkt „Miöaldra”. HAFPDRSTTI HÁSKÓLA ISLAHDS 10. flokkur 4 á 500.000 kr. 2.000.000 kr. Á mánudag verður dregið í 10. flokki. 4 á 100.000 kr. 280 á 10.000 kr. 400.000 kr. 2.800.000 kr. 4.800 vinningar að fjárhæð 16.400.000 krónur 704 á J.000 kr. 3.520.000 kr. í dag er síðasti heilí endurnýjunardagurinn. 3.800 á 2.000 kr. Aukavinningar: 7.300.000 kr„ « 1 Happdrætti Háskóla Éslands ö a lU.Uuu Kl. 4.800 OU.UUU JtVL. f. 16.400.000 kr.l

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.