Vísir - 13.10.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 13.10.1971, Blaðsíða 9
V í SIR . Miðvikudagur 13. október 1971. Sumir lenda í meiriháttar ævintýrum, um leið og gránar jörð. Dagar kannski uppi á keðjulausum bíl eða ógangfærum á miðj um umferðargötum. VIBBIIIN ,Veðurhorfur í Reykja vík og nágrenni næsta sólarhring ... 8—10 gráða frost í nótt, en vægara frost er kemur fram á daginn“, sagði Veðurstofan í gærdag. Og fór þá hrollur um margan bíleigandann. Kannski ekki þá for- sjálu^ sem vita af vel- hirtum bílnum úti á stæði, með góðan raf- geymi, leiðslur í lagi og kveikjuna þurra. Þeir munu hins vegar margir, sem eru ekki alveg vissir um að frost lögur sé nægur á tík- inni, eða hvort platínurn ar séu brúklegar fram eftir haustinu ... og hann er satt að segja orðinn laslegur, rafgeym irinn hjá mörgum öku- þómum, þegar kemur fram á haustmánuði. 1 gærmorgun gaf að líta margan færleikinn hnýttan aftan í sendibíl, og4 leið á verkstæði. Við höfðum samband við nokkrar sendibílastöðvar og spurðumst fyrir um gangtregðu: „Jú, blessaður vertu“, sögðu þeir á Nýju sendibílastöðinni, „það kemur ævinlega törn hjá okkur við að kippa þeim í gang, þegar fyrst frýs á haustin. Það var talsvert mikið að gera hjá okkur í gærmorgun og morgun, en svo dregur úr þegar kemur fram á daginn". Og þeir tóku í sama streng raunar skiptir allt rafkerfið geysimiklu máli við gangsetn- ingu í frosti. Kveikjan (platínur) verða að vera þurrar og hreinar. Rafkertin yfirfarin. Þá mega menn ekki hafa of þykka olíu á vélinni og þótt menn hafi haft frostlög á í allt sumar, þá er rétt að fara með bílinn á næstu bensínstöð og láta mennina þar mæia styrkleika kæiivökvans. Þeir gera það fljótt og vel, menn þurfa bara að gæta þess að vél bifreiðarinnar sé vei heit, þegár sú mæling er fram- kvæmd, annars er ekkert að marka hana“. hjá Sendibilasttiðinni Borgar- túrii, „menn eru ailtaf jafnóvið- ísvari í behsíll búnir haustiriu*'. Stáftda allt " *Úvað méð'bensiniéíástör, viíja einu ráðþrota framan við biikk- þæj. g^j stíflast? beljuna og ekki hægt að fram- kalla hina minnstu stunu eða púst, þótt startlykli sé snúið. Látið mæla styrkleika kælivatnsins Við ræddum við Magnús H. Valdimarsson hjá Félagi ís- lenzkra bifreiðaeigenda, og hann gaf ökumönnum fúslega nokkur hollráð, þannig að ef menn fara eftir þeim, ætti ekki að verða sérlega erfitt að eiga bíl í frosti og hálku. „Menn verða í fyrsta lagi að gæta þess að geymirinn sé í lagi, Jú. Það er gott ráð að hafa bensíngeyminn vel fullan, því að annars myndast oft frost innan á tankinum, og bezt er að setja ísvara (sérstakur ísvari sem fæst ’á bensínstöðvum) út 5 bensínið. Þannig er bezt aö koma í veg fyrir frostmyndun f tankinum sjálfum og leiðslum. Við viljum lika minna menn á að hreinsa annað slagiö bæði blöndunginn og bensindæluna. I þessum hlutum báðum eru s’iur, sem óhreinindj geta setzt f. og bezt aö reyna að hafa þetta alltaf hreint." að hann sé vel hlaðinn. Þá er , , rétt að athuga hvort geymissam- \ Rsyna „Startkapla böndin séu góð, hreinsa þau vei „Og ef menn verða að fá og halda þannig öruggum. Og einhvern til aö draga' f gang, „Helv. ... druslan rafmagnslaus þá vill FÍB hvetja menn til að fá stöövarbíl til þess að láta þá bflstjóranri fyrst reyna að koma bíinum f gang með því að setja sérstaka gangsetningar- kapla við rafgeyminn. Þá lánar sendibflMnn bilaöa bflnum raf- magn, og gengur oftast vel að koma bílum þannig f gang, ef eitthvaö er að geyminum. Það getur nefnilega oft verið hættulegt að draga bíla í gang," sagði Magnús. „sérstaklega ef um nýgræðinga f umferðinni er að ræða. Þaö þarf t. d. ektoi annað en aö framhjól þess bfls sem dreginn er, renni vfir drátt artaugina, þá hefur sá er bflnum stýrir enga stjórn á honum leng ur. Þannig hafa mörg slysin orðið.“ , í fít1 Snjódekk eða keðjur Eitthvað fleira, Magnús, sem þú vilt brýna fyrir bílstjórum? „Já. Ekki má gleyma þvf, að nú er sá tími að koma, þegar við getum fariö að búast við hálku hér á Suður- og Vestur- landi og þá dugir ekki annað en að vera búinn að koma negldum snjódekkjum undir bílana okk- ar, eða þá a. m. k. að hafa keðjumar við höndina, Og ég minni þá líka á það, að á bensfnstöðvum er hægt aö fá sérstakt efni, eins konar vasi lín, sem rétt er að setja innan á rúður bifreiða, þannig að hrlm myndist sfður innan á. Og enn eitt: Það er ekki gott að gleyma níðusprautunum. Þaö frýs strax á þeim, ef menn gleyma aö setja ísvara út í vatn ið." Kuldaúlpa og vettlingar FÍB gaf ökumönnum engar ráðleggingar um að gæta ekki sfður að eigin heilsu en bfls- ins. Og það er rétt að láta smá áminningu fljóta hér með. Það er nefnilega fátt ömurlegra en að sjá menn híma við bíla sína, kannski að reyna að þerra kveikjuna, skafa af kertunum eða koma keðjum undir, kannski orðna blásvarta af kulda. Það munar engu að gfípa með sér úlpu eða frakka og hafa í bílnum. Þótt frostið sé ekki nema um 5 gráður og kannski bara gjóla, þá getur vel verið að springi á bílnum, eöa eitt- hvað óvænt annað hendi. Fátt er eins ónotalegt og bítandi frost, ef maður stendur á blank 'kóm og kannski f fötunum síð n á Mæjorku í sumar, og getur 'r enga björg veitt. —GG Tiassm: — Er bíllinn yðar tilbú- inn undir veturinn? Ólafur Jónsson, vörubflstjóri: — Fjölskyldubíllinn já, og einnig vörubifreiöin. Báðir bflamir fóru að minnsta kosti f gang tvo síðustu morgna. þó kalt værj. Ég hef þó ekki gert neinar ráðstafanir ennþá fyrir vetur- inn, en það fer að liöa að því. Jón Ólafsson, bensínafgreiðslu- maður: — Bíllinn minn? Já, hann er alveg hundrað prósent klár. Ég geröi mfnar ráöstafanir ti! þess strax og ég fór aö búast viö vetrinum. Það var fyrir um hálfum mánuði. WW^01 ** > l Ú I nmmMmr-im • - - -> Sigurjón Gfslason, sendill: — Já, svo sannarlega. Hann er kominn á nagladekk og allt hvað eina. Ég er — sjáið til — orð- inn nógu gamal] til að vera far- inn að kunna á árstíðirnar. Þess vegna gerði ég mínar ráöstafan- ir fyrir hálfum mánuöi. -A&jjjf ***' ' Steinþór Júlfusson, bæjarritari Keflavíkur: — Þaö er allt klárt með minn bfl, án þess þó. aö ég hafi þurft að gera nokkuð tii þess. Ég á bara eftir að koma honum á snjódekk Unnur Svavarsdóttir, húsmóðir: — Jeppinn okkar hjónanna er nú þaö nýr, #5 maður skyldi ætla það, að hann gæti tekið þvf sem að höndum ber. Við ætlum okkur þó að setja undir hann sérstök snjódekk, þó að þessi jeppadekk eigi raunar að vera allt eins góð í snjóinn. Cfx

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.