Vísir - 14.10.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 14.10.1971, Blaðsíða 6
4 6 18Ít?ÍÍIlll9í' Pjp Vísismaöur tók þessa mynd írá A-Berlín yfir til V-Berlínar á dögunum. Brandenburgarhliö- iö sést jú greinilega á myndinni, en i vesturhlutanum eru frétta stjórar útavarps og sjónvarps að ræða ástandiö, Emil Björnsson frá sjónvarpinu og Margrét Indriöadóttir frá útvarpinu, en Gísli Ástþórsson, ritstjóri Al- þýðublaösins er trl vinstri á myndinni. Skýringin á þessu Putalandi er sú, aö auömaöur nokkur í Þýzka- landi ákvaö að verja einhverju af fé sínu til að láta útbúa „Miní“-borg og hefur hann var iö tugmilljónum til framkvæmd anna viö þetta furðuþorp sitt, sem stendur skammt fyrir utan Dusseldorf, en þar voru frétta- menn á ferð I boöi Loftleiða. Þarna er aö finna ýmis merk ustu mannvirki Þýzkalands, kirkjur, kastala, hallir, flugvelli og hafnir, svo nokkuð sé nefnt. En það er af milljóneranum aö segja aö enda þótt hann gerði þessa hugmynd að veruleika meira sér til dundurs og ánægju, — þá hefur þorpið laöað svo margt ferðafólk að sér að millj ónunum mun hafa fjölgaö heidur en hitt, enda aögangseyrir alls ekki svo lítill. —JBP Maðurinn sem annars aldrei les auglýsingar FLEYG ORÐ ÖRÐU FEIG Nokkur orð vegno afskipfasemi prentvil I upúkans Eftirfarandi bað Sigurður Magn ússon, blaðafulltrúi Loftleiða fyrir vegna leiðrar prentvillu í frétt í fyrradag: Mér þótti mjög leitt að sjá þær brenglanir sem oröið höfðu hjá því ágæta blaðj Visis í gær á símsvari mínu viö spurningu um svör viö greinargerð Flugfélags íslands um fargjaldamál. Ég vona þó að þær komi ekki mjög aö sök, þar sem þeim er þekkja frásögn Sturlungu af sáttafundinum í Reykholti hefur trúlega veriö auðvelt að geta í eyður, og er baö til dæmis alveg augljóst að orð Sturlu Þóröarson- ar urðu „flevg“ en ekki ,,feig“ eins og prentvillupúkanum þóknaöist að gera þau. Að öðru leyti nenni ég ekki að eltast við þetta. Aðalatriðiö er það að ég taldi í gærmorgun og tel enn að það hafi verið fremur illa valinn tími til þessa upphlaups þeirra Flugfélagsmanna þar sem verið er nú að reyna aö koma á samvinnu milli flugfélaganna tveggja og ósennilegt að blaða- mannafundurinn verði til þess aö auðvelda hana. Þaö getur vel ver ið aö einhver svör verði birt af hálfu Loftleiöa þegar til þess vinnst tími vegna annars, sem þarfara er aö vinna, en þau svör verða á- reiöanlega einungis gefin til bráð nauðsynlegra skýringa einna sam- an, en ekki til þess að skemmta skrattanum með því að skattyrðast eins og ég sagði í gær. Það stýrir áreiðanlega engri lukku. V í SIR. Fimmtudagur 14 október 1971. 2000 vildu selja Hundingi skrifar: „Ég las það einhvers staðar f ensku press- unni, í Thnes held ég, að þeir f Hong Kong auglýstu efbir hundum á fæti. Þeir vildu flytja þá á fæti heim ti] sín, en lóga þeim þar. Þeir borða nefnilega hundakjöt f Kfna. Mér er sagt að 2000 „hundavinir" f London hafi veriö tilbúnir aö selja hunda sína f þessu skyni, en loks hafi hundavinafélagið fengið landbún aðarráðunejrtiö til að stöðva að- gerðimar. Varðandi það sem gerðist í London vil ég segja þetta: Þetta var rothöggið, herr- ar mfnir. Þrátt fyrir áróður f út- landinu, virðist vera að þiö eigið formælendur fáa. Eriendis eru menn lfka -mjög á móti hunda- haldi og ef meirihluti réði þar, þá væri enginn hundur á götum stórborganna. Reykjavfk hefur brotið blaö í þessum efnum og eiga forystumenn þakkir skildar fyrir". Kildare og Gullræn- ingjarnir Brandur Pálsson skrifan „Mér finnst ég verði að manna mig upp tii andmæla við sjón- varpsgagnrýnanda Vfsis. í um- sögn sinni 8. þ, m. lætur hann í ljós landsföðurlega vandlæt- ingu yfir kvikmyndafiokknum um Kildare lækni. sem hann tel- ur sér ekki samboðinn og ekki neinum öðrum. Ekki hefur hann þó fyrir því að rökstyðja þetta álit sitt meö einni einustu ábend ingu um hvaö er aö. Ég hef horft á suma þessa þætti og þ. á m. þriggja vikna samstæðan flokk á dögunum. Hvað hefur bessi myndaflokkur að innihaldi? Hann lýsir siúkra- húslífi, og ber bar ýmislegan vanda að höndum. Fá málin yfir leitt jákvæða úrlausn í lokin. 1 samstæðunni, sem ég drap á, voru trúmálin ofarlega á baugi, og fór svo að guðstrúin bar van- trúna ofurliði. Kannski þetta „sé hreinlega sú alómerkilegasta" efnismeðferð í augum gagnrýn- andans, svo að notuð séu fjögur orð frá honum sjálfum. En jafn- vel þótt efnið sé ekki alltaf jafn stórvægilegt, hefur mér virzt myndagerðin ágæt, og þ. á m. er þess að geta, að leikarar eru flestir góðir og gera myndimar vel bess verðar að horfa á þær. Kildare lækni leikur Richard Chamberlain, einkar geðþekkur og hæfur leikari, með hlutverk yfirlæknisins fer hinn frábæri skapgerðarleikari Raymond Massey, og hjúkrunarkonan unga er sérlega aölaðandi, auk þess sem henni eru lagðar marg ar bráðsmellnar setningar í munn. í fyrrgreindri samstæðu lék m. a. hinn stórfrægi brezki leikari Jack Hawkins. Að bera þessa listamenn saman við dauð yflislegan og sviolausan leikara f hlutverki læknisins „Á flötta" í fyrravetur finnst mér engu lagj líkt. hvað þá að taka hann fram yfir hina. Ég tel að þessi myndaflokkur hafi visst uppeldislegt gildj í sér fólgið og sé þvf fremur holl ur ungum áhorfendum heldur en hitt, auk þess að vera sæmileg dægradvöl. Einnig virðist mér sakamálabátturinn á föstudög- um langtum betri en Harðjaxl- inn, Dýrlingurinn og hvað þeir voru kallaðir þessir ódreoandi ofurmenn, sem voru sídrenandi f hverri mynd foftast auðvitað í sjálfsvöm). í Gullræningjunum er verið að leysa sakamál, sem hafði að vísu ofbeldi og manns- morð f för með sér í byrjun, áður en myndin hófst. En gang- ur málsins er ekkert síður spenn andi, bótt ekki driúpi blóð und- an hverjum tölustaf á klukku- skífunni. Svo em flestir leikar- anna einnig ágætir í þessum myndum. Mér finnst sjónvarpinu hafa tekizt vel um val þessara tveggia mvndflokka. og þykist ég vita að ég sé ekki einn um það Slit. En eftir þessa trausts- yfirKfsineu kemu- ein aðfinnsla f lokin: f öllum bænum vándið betur málfarið í siónvarpinu, bæði talað mál og mvndatexta. Þetta er oft bannsett ekki-sens orðahröngl. elskumar mínar. og stundum skelfilegar amböeur og beinar vitlevsur. Ég skal tilfæra dæmi — ef þið ekki bætið ráð ykkar !“ Hve margir j>ættir af Gull- ræningjunum Jóna spyr. „Hvað ætli það séu annars margir þættir, sem sýndir verða með „Gul'rænine’um i“? — Þeir eru uppáhaldsefnið mitt í sjónvarnsda^skrSnni, og ég er hálfvegis farin að kvíða bví, að þættimir séu senn á enda.“ Þeir era samtals 13. og er rétt tæplega h°'mingur þeirra ósýnd- ur ennþá (6). HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.