Vísir - 15.10.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 15.10.1971, Blaðsíða 2
BARNIÐ I KASSANUM 1945 naut Deborah Skinner þess kannski vafa- sama heiðurs, að vera umtalaðasta pelabam í heimi. Hún var þá 11 mánaða gömul, er hún komst á hvers manns varir og forsíður vikublaðanna, og almennt kölluð „kassabamið“ eða barnið í kassanum. Kassinn — eða „upphitaða barnarúmið“, eins og pabbi hennar kallaði hann, var uppfinning hans sjálfs og var aðeins lítill, einangraður og lofthreinsaður kassi með glerhurðum. * Astarferðir loftleiðis Angela Davies Angela skrifar í steininum Angela Davies, sá byltingarsinn aöi heimspekiprófessor, sem á- kærö er fyrir meösekt í morði, situr ekki iöjulaus, meðan hún bíöur dóms í kalifornísku fangelsi. Hún skrifar nú bók, sem hún kailar „If They take you in the Morning" og er áætlað að þessi bók komi innan skamms á mark aö, en þaö er lítið bókaforlag í New York, „The Third Press“, sem er útgefandi. Mörg útgáfufyr irtæki um allan heim hafa sýnt áhuga á að gefa bók Davies út. Julian Bond, þekktur, svartur pólitíkus í Georgíu ætlar aö rita formála bókarinnar. c □ o o a Díana Dors Hr. Diana Dors laus „Ég hef verið sem liðið lík allt síðasta ár,“ sagði nýlega sú „aldraða“ kynbomba, Díana Dors í blaðaviðtali, en maður hennar, Al- an Blake verður á næstunni látinn laus úr fangelsi þar sem hann hefur setið sl. ár. „Ég tel klukkustundirnar sem eftir eru af innisetu hans. Áður en ég kynntist Alan, þá þóttist ég ævinlega ástfangin, en nú veit ég að það hefur verið nokkurs konar forleikur. Nú er ég ástfangin í alvöru.“ Sagðist Díana heimsækja mann sinn ’i steininn vikulaga og hafa þá ineð sór son þeirra, Jason, sem er þriggja ára. Herra Skinner var sannfærður um að þessi hitakassi hans myndi gerbylta ungbarnaumönnun í hinum siðmenntaða heimi, og í samræmi við atferlissálarfræöi- kenningar hans, skapa heilbrigð- ari og kátari börn. Skinner hélt því fram, að það eina sem mál; skipti í sambandi við eftirlit ungbarna, væri að halda barninu nægilega heitu. Sagði hann að ungböm væru yfir leitt kappklædd í rúminu, £ bleyj- um, buxum, sokkum, skyrtum, peysum og guð má vita hverju, en þessi föt gerðu ekki annað en Deborah Skinner, 27 ára. aö hindra hreyfingar barnsins, og sköpuðu þa'r aö auki hættu á köfn un. Því til viðbótar fer mikill og dýrmætur tími móðurinnar í að klæöa barnið og hátta það þegar þarf að baða það, plús voðlegur kostnaður sem fylgir því að koma hverju barni upp góðum klæðaskáp. Til þess að losna við allt upp talið mas, útbjó Skinner kassann hennar Deborah. Kassann útbjó hann með sérstökum loftventli, sem réði loftmagninu þar inni og, hafði líka hitastilli ti-1 að halda ævinlega sama, rétta hitanum á barninu þannig að það gæti verið nakið þar inni. Þetta leiddi samt til þess, að Deborah, sem ævinlega var alls- ber inni í kassanum við sama hitastig, varð ákaflega næm fyrir hitabreytingum, og þoldi varla að finna fyrir smávægilegum gusti. Loftið í kassanum var einangr að, og hélt öllum bakteríum úti. Deborah var ævinlega mjög hrein, og dugði jafnvel að baða hana einu sinni í viku. Auðvitaö þurfti að skipta um bleyjur á henni, en foreldrar hennar settu sérstakt lak í kassann, þannig að það var hægt að draga það undan henni, og rúllaðist þá hreint lak niður af rúllu, sem fest var á kassann. Hr. Skinner tók sér þaö nærri, þegar blaðaskrif urðu um það, að „bamið í kassanum“ lifði í allt of einangruðum heimi. Sagði hann að barnið sæi út um glerið allt sem gerðist í herberginu, og að kassinn væri ekki nema að hluta einangraður. Auk þess væri De- borah oft tekin upp úr kassatt- um og leikið við hana: „Við skilj um ekki,“ sagði dr. Skinner, „hvernig hægt er aö halda böm um heitum með fötum og teppum. Deborah er ævinlega ánægð, hún grætur aldrei — ekki einu sinni þegar hún er bólusett. Vellíðan hennar er fullkomin." Og þaö lítur ekki út fyrir að Deborah hafi beðið skaða af því að vera í kassanum. Hún er 27 ára núna, og er sjálf viss um að þau rúmlega tvö ár, sem hún var í kassanum, hafi gert henni mjög gott. „Og þetta var engin sálfræðileg tilraun — heldur var þetta til- raun um heilbrigða sál i heilbrigð um líkama. Ég held að mér hafi liðið mjög vel, og öll sú gagn- rýni sem fram kom um þennan uppeldismáta, kom frá fólki sem vissi ekki hvað það var að tala Eins og á öðrum verzlunar- sviðum, þá reyna flugfélög út um allan heim að festa klær sínar sem víöast. Og nú er það kynlíf- ið, sem bezt er að snúa sér aö og reyna aö græða á fé. Flugfélag í S-Ameríku, sem kallast „South West Airlines", er farið að moka inn fé á svoköll- uðum „ástarferðum“. Farþe'’- - f slíkar ferð ir f~~ '-'vti ríkis br' ' •' tir og •• •'r, sem kaupa sér miða fyrir morð fjár og láta skemmtilega klæddar flug- freyjur sjá um að bera sér veit- ingar. Eitt af því sem flugfélagið veit ir viðskiptavinum sínum, er sérstaklega blandaður „ástar- drykkur", sem er sagöur vel til þess fallinn að fá taugaslappa viðskiptajöfra til að gleyma um stund hlutabréfum og verðbréfa- markaði, en hugsa því meira um fögur læri flugfreyjanna. Deborah Skinner í kassanum fræga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.