Vísir - 28.10.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 28.10.1971, Blaðsíða 16
 Fimmtudagur 28. október 1971. Týndi barna- vagni (bnrnSssusum) Góðglaður maður uppgötvaðj sér til skelfingar sl. mánudag, að hann var búinn að týna barnavagni sem hann ók um götur borgarinnar. — Þurfti hann að sinna ýmsum erind um, en var jafnframt með nokkurn farangur. Datt honum þá það snjallræði í hu^ að fá lánaðan barnavagn til að létta sér byrðina. Raðaðj hann svefnpoka, sjóstakki og gítar í farartækið og þótti hag- ur sinn hafa mjög svo batnað. — Fór hann fyrst í bankaútibú á Laugavegi, en að því loknu niður í bæ. Rámar hann helzt í það, að ha'nn hafði gleymt vagninum ein- hvers staðar V Bankastræti. Maður- inn hefur áhuga á að finna vagninn með farangrinum og eru þeir, sem verða varir við bláan, nýlegan barnavagn í reiðileysi, beðnir að hafa samband við lögregluna. — SG Má bjóða yður nýjustu kextegundina? —- segir skólastjórinn um mótmælin — Það hefur hver og einn leyfi til þess að vera hissa og óánægður, en meðan fólk skýrir það ekki nánar út, þá get ég ekki getið í eyð- urnar, sagði Oddur Sig- urjónson skólastjóri Víg hólaskóla í Kópavogi í viðtali við Vísi í morgun en skólinn hefur nú mjög verið til umræðu í Kópa vogi og 62 aðilar, aðal- lega foreldrar barna í skólanum, hafa sent Fræðsluráði Kópavogs mótmæli vegna þess að stjórn skólans skuli ekki hafa verið endurnýjuð. Skólastjóri sagði starfi sínu lausu í vor, en dró uppsögn sína til baka vegna áskorunar þorra kennara við skólann. — Karli Guðjónssynj for- manni Fræðsluráðs Kópavogs var af Fræðsluráöi falið að kanna, hverju þessi mótmæli sættu og eins ástæðu fyrir á- skorun kennáranna á skólastjóra að draga uppsögn sína til baka. Sagði hann i viðtali við Vísi að hann gætj ekki gefið uppiýsing- ar um þessa könnun fyrr en henni væri lokið. — Ein af þeim ástæðum, sem óánægðir aðstandendur barna í skólanum tilgreina er sú að fall- prósenta i þessum skóla sé meiri meðál nemenda þessa skóla en almennt gerist í gagnfræðaskól- um — Ég held að þessj aðdróttun sé röng, sagði Karl, en þetta atriðj og fleiri varðandi þetta umtalaða mál er ég að athuga. Skólastjóri benti á að þessir 62 væru lítill hluti af aðstend- endum skólans, en þeir eru ekki færri en 1300 og eflaust væri það ekki einsdæmi aö um 5% aðstandenda gagnfræðaskóla væru óánægðir með rekstur skól ans. — JH i „Bremsuskálar úr Rolls-Royce eru hljóðfæri líka" • Sjö snaggaralegir Jamaica- menn, dökkir á brún og brá leika að heita má stanzlaust Reggay-beatið fræga frá Jamaica f veitingásölum Loftleiðahótelsin • næstu 4 kvöld. „Bremsuskálar úr Rolls-Royce og Morris Mini eru líka h1jóðfæri“, sögðu þeir kump- ánarnir og tóku fram þessa vara- hluti sem greinilega höfðu áður unnið gott starf í viðkomandi b’il- um, og sönnuðu síðan að bílavara- hluti má einnig nota til að iðka hljómlist. Ættu viðgerðaverk- stæðj hér því að geta sett saman fjölskrúðugar hljómsveitir. • Calypso-hljómsveit þessi kom mest fyrir tilviljun, en hún hefur leikið víða um lönd undan- farið misseri, — og er á heimleið — eftir helgina halda þeir sjö- menningarnir í sólina á Jamaica eftir að hafa brætt svol’ftið af ísn- um í I'slendingum með hinum heita hljöðfæraslætti sínum. 450-550 | ólögleg \ ættarnöfn s „Nú er talið aö 450—550 manns hér á landi berj ættar- nöfn sem eru ólögleg. Þar af stór hluti erlendir menn sem hér hafa setzt að“, sagðj Magn- ús Torfi Ólafsson, menntamála ráðherra á alþingi í gær, er hann mælti fyrir stjórnarfrum- varpi um breytingar á lögum um mannanöfn. Ekki kvöddu fleiri sér hljóðs við þessa fyrstu umræðu. í samtali við Vísi sagði menntamálaráðherra. að þetta / frumvarp hefði ekki hlotið af- J greiöslu á síðasta þingi vegna ^ þess að það hefði komið seint t fram og einnig væri ágreining- í ur um nokkur ákvæði frum- ’ varpsins, t.d. að leyfa mönnum I) að bera ættarnafn. Hins vegar ( væri vart framkvæmanlegt að / höíða mál á hendur þeim er 7 ólögleg ættarnöfn bera og bvi \ hefði þetta atriði verið sett inn i í frumvarpið. — SG l Spýtukex! Rannsóknarstofa fyrir sýkla- og gerlarannsóknir? Spýtukex mun vera sjaldséðara en spýtubrjóstsykur en þó kemur það fyrir að þennan fágæta varn- ing rekur á fjörur venjulegs fólks. Flestir eru ekkj hrifnir, þegar þeir fá þetta góðgæti upp í hendurnar. Svo fór líka með þá fjölskyldu, sem varð fyrir því að "á spýtukex merkt Frón upp í hendurnar. í venjulegri sakleysislegri kexköku var stærðar tréflís — svo stór að erfitt er að ímynda sér hvemig hún hefur kom izt inn f kexkökuna án þess að eftir væri tekið. En þar var hún í miðri köku og til allrar hamingju — eða verða stofnanir, Ýmsir sérfræðingar hafa hitzt á fundum nýlega og rætt um bætta aöstöðu til gerla- og sýkla rannsókna á neyzluvörum og öðr um matvælum. Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri í Heilbrigðis- sem fyrir eru efldar? Vísi að um væri að ræða að setja upp rannsóknarstofu til þess að sinna þessu verkefni eða að efla þær stofnanir, sem fyrir eru. Páll Sigurðsson sagði ennfremur, að rannsóknarstofnuninni væri æti að það hlutverk að vinna að rann sókn á neyzluvörum og matvælum fyrir allt landið. Rannsóknarþáttur inn hefði hingað til og verði kost- aður af ríki. Sveitarféiög eigi að geta sent þangað matvæli í rann- sókn. Þess vegna haf; Reykjav'ikur- borg ekki sett upp sérstaka rann- sóknastofu. Hingað til hefðu matvæiarann- sóknir farið fram að mestu hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Rannsóknastofu Háskólans. — Báðar þessar stofnanir séu með mikið af öðrum verkefnum og því hefði gerla- og sýklarannsókn á neyzluvörum og matvælum ekki þróazt eins og æskilegt væri þar sem aðstöðu hefði skort. Þá mun efling heilbrigðiseftirlits jns og aukið starf heilbrigðisfulltrúa úti á landi knýja á um bætta rann- sóknaaðstööu. —SB Ný lánastofnun: Norðurlandabanki? Norðmenn hafa lagt fram tillög- ur um aukið samstarf Norðurlanda í efnahagsmálum, einkum um iðn- að. Þeir vilja stofnun norræns framkvæmdabanka, og aukna sam vinnu í menntamálum og þróunar- málum. Ölafur Jóhannesson forsætisráð- herra situr um þessar mundir fund forsætisráðherra Norðurlanda, þar sem tillögur Norðmanna hafa ver- ið athugaðar. — HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.