Vísir - 01.03.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 01.03.1972, Blaðsíða 7
Vísir. Miövikudagur 1. marz 1972. 7 cykíenningarmál I viðtengingarhœtti : Eftir : ■ ■ : Þorgeir : : Þorgeirsson : SVARTUR SÓLARGEISLI sjóuvarpsleikrit eftir Asu Sólveigu. leikstjóri: Helgi Skúlason framleiöandi: LSD Sjónvarpsins Um þær mundir sem upp- tökur á þessu leikriti voru að hefjast las maður það í viðtölum við höfundinn, að hún semdi svona leikrit á ó- trúlega skömmum tíma og með nánast engri fyrirhöfn á eldhúsborðshorninu sínu. Maður er í hálfgerðum vandræðum með það hvernig á að taka svona yfirlýsingum. Og aftur er maður i hálfgerðum vand- ræðum með að segja nokk- uð um þessa frumsmíð Ásu Sólveigar eftir sýningu verksinsþar sem við manni blasir einmitt þetta, að verkið hefur verið samið með undra skjótum hætti og engri kunnáttu. Það eru vissulega harðneskju- legar móttökur að segja þann sannleika við byrjanda á ritferli, að þetta verk hennar sé handó- nýtt eins og það kemur fyrir sjónir áhorfenda. Bygging verks- ins er meingölluð af hroðvirkni og kunnáttuleysi, kynningunni (exponeringu) er kákað aftur um allt verk en úrvinnslu skortir með öllu, höfundurinn hllfir sér að mestu við persónugerð einstakl inganna bæði i malfari og af stöðu. Leikstjóri og leikéndur gera heldur ekkert til að bæta um, persónur þeirra verða fyrir vikið flatneskjulegar og einhæfar óska- myndir af vammlausum góð- mennum. Spillingin kemur að utan. Það væri fullkomiðviðfangsefni fyrir snjallan bókmenntafræðing að athuga þetta stokkmótif i nú- timabókmenntum okkar, sem felst i söguþræðinum um landann ellegar lönduna, sem fer til út- landanna og kemur svo heim með spillingu heimsins og mannvonsku. Þarna er falin sú hugmynd að mannleg vandamál séu i rauninr.i fjarvistum við þessa einstöku eyþjóð nema þau blátt áfram berist hingað með einstaklingum handan um hafið. Þetta stokkmótif birtist i sér- lega einfeldningslegri mynd i söguþræðinum um hana Mariu sem fær i sig svartan krakka fyrir skömm tengdamóður sianar vest- ur i Ameriku, kemur með vanda- mál sitt heim til góðu fjölskyld- unnar sinnar á tslandi þar sem það leysist upp i kærleiksrikri moðsuðú svo hún getur haldið aftur upprétt út i hinn stóra heim til að frelsa hann og styrkja i bar- áttunni við mannvonskuna, sem þar er vist ennþá landlæg. Það er kannske ekki við byrj- andann Asu Sólveigu að sakast þó hún sé i tengslum við algengt við- fangsefni bókmennta okkar og þá ekki heldur þó tilraun hennar við þetta vinsæla viðfangsefni sé i námunda við heim neðanmáls- sögunnar og vikuritanna. Óánægja manns með þann óska- heim, þá góðmennskunnar draumaveröld, sem okkur var færð i sjónvarpinu á mánudags- kvöldið, er meira fólgin i þvi að til er raunverulegt vandamál stúlkna, sem koma heim frá Bandarikjunum, og manni finnst einhvern veginn að Ásu Sólveigu gruni eitthvað um þau vandamál, þau séu með einhverjum hætti kveikjan i verkinu enda þó út- koman verði þessi einkennilega óskamynd. Það er naumast við byrjanda að sakast þegar ménn, sem stöðu sinnar vegna ættu að vera dóm- bærir á verk hennar, taka við ó- fullburða uppkasti og láta sem það sé öldungis frambærilegt handverk. Glitrandi hæfileikar ... og hátíðleikinn. Þvi fer semsagt ekki fjarri að sjónvarpsleikritið SVARTUR SÓLARGEISLI i meðferð LSDeildar sjónvarpsins hafi þann eina galla að vera ennþá ósamið. Hver heilskygn áhorfandi og hlustandi sér það trúlega með mér og heyrir, að undra viða i þessu uppkasti stúlkunnar glitrar á hæfileika i gegnum hroðvirkn- ina og kákið. Einstaka samtöl bera þvi vitni að höfundinum er gefin alveg einstök málkennd, hæfileiki til að semja á fljúgandi talmáli. Það er mjög sjaldgæfur hæfileiki, sem þó að mestu kafnar i nokkuð svo almúgalegri til- hneigingu til skrúfaðs og hátið' legs málfars, sem byrjandi al- þýðlegum rithöfundi hættir oft til. Hefði nú þessi hátiðleiki allur verið þurrkaður út og trúverðugu setningarnar verið lagðar til grundvallar uppkasti númer tvö þá hefði fljótlega komið aðþvi, þegar málfarslegt handverk var orðið viðfangsefni, að sérstakt tungutak þurfti fyrir hverja per- sónu og þá er stutt i það að fara að láta persónurna- mótast hverja með sinum hætti. Þá hefði verkið kannske farið að lifna meö- hverju nýju uppkasti allt þar komið var að lokagerð þess þar sem persónur atvik og umhverfi hefði trúlega verið orðið með öðr- um og ólikum hætti og — nóta bene — allt það verk, allar þessar vangaveltur hefðu um leið orðið að þeim höfuðstóli þar sem leik- arar og leikstjóri áttu auð hug- mynda að sækja. Þetta er engan veginn i fyrsta sinn, sem LSDeildin velur þann kostinn að stytta sér leiðina fram hjá þessum erfiðleikum i gerð innlends efnis. Mér finnst rétt að leggja áherzlu á þetta nú þegar nýr höfundur með augljósa hæfi- leika á i hlut. Hver er svo ástæðan til þess að svona er staðið að verki? Mér verður svarafátt um það. Kann- ske biræfin tilraun til að festa kákið og fúskið i almanna smekknum á meðan hann er ekki mótaður? Kannske andleg leti og annars lags s sjálfdekur — alla vega er þetta það sem fólk á skilið eða hvað? Kynslóð að reisa sér bautastein? Hver veit? Að láfa allt fljóta. t þessu verki koma fram þrir ungir leikarar, sem gaman væri að sjá meira af i raunverulegu viðfangsefni. Ég á við þau Sigurð Skúlason, Þórunni Sigurðardóttur og alveg sérdeilislega Ragnheiði K. Steindórsdóttur. Helgu Bach- mann lætur áreiðanlega ekki að leika i kvikmyndum ellegar sjón- varpi nema til komi alveg sér- stök stilfærsla, sem nyti hennar hádramatisku eiginleika. Valur Gislason og Guðbjörg Þor- bjarnardóttir geta yfirleitt allt, sem þeim er sett fyrir. Þannig er með góðum kröftum hægt að láta allt fljóta. En hvað ætla ýmist frábærir eða efnilegir leikarar lengi á láta við það sitja að leika Gaman væri að sjá þau i raunverulegu viðfangsefni: Björn Jónasson og Ragnheiður Steindórsdóttir. Hádramatlskir eiginleikar þurfa sérstaka stilfærslu: Helga Bach- mann. þessi uppköst að nútimaverkum, sem kryppla hæfileika þeirra niður á svið einhvers konar þjón ustumennsku? Hvenær verða þeir svo sjálfselskufullir eða stoltir fyrir hönd greinar sinnar að þeir krefjist þess að betur og vitlegar verði staðið að þessum hlutum, sem eiga að geyma nöfn þeirra um ókomna tið? Eða eru þeir hræddir um að starf, sem meira skapandi yrði lika meiri fyrirhöfn? Sá ótti er vissulega ekki ástæðulaus. Um myndatökuna— og leik- stjórnina að nokkru — má segja að trúlegt er það, að helði þetta verk orðið að raunveruiegu við- fangsefni i þvi umhverfi, sem það kákaði við að lýsa hefði trúlega veriö gripið til léttari og með meðfærilegri upptökutækja til þess meðal annars að forðast þann stjarfa og kyrrstöðu, sem gætti i annars nokkuð faglega leystri myndun. Og þá hefði lika komið still. Semsagt viðtengingarhættirnir einkenna þessa stuttu umsögn þvi einungis i viðtengingarhætti er gerlegt að sýna fúskinu einhvers lags vinsemd. Asa Sólveig: Nýr höfundur I sjónvarpinu á mánudagskvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.