Vísir - 15.03.1972, Blaðsíða 12

Vísir - 15.03.1972, Blaðsíða 12
 SOVÉZKI LYFTINGAMAÐURINN ADAM GNATOW, sem er afteins 1.32 metrar á hæö, setti nýveriö nýtt heimsmet í lyftingum I sinum þyngdarflokki. Hann pressaöi 118.0 kfló, en f þeirri grein hefur hann betrumbætt heimsmetiö fimm sinnum frá þvi f jiilf 1971, en þá var metiö 115 kiló. Þaö er ekki aö ástæöuiausu, sem Adam hefur hlotið viðurnefniö „sterka músin”. DAVID ASTON í SLAGSMÁLUM... AÐ RENNA TIL 1 HUNDASKIT er miður geöslegt og er m.a. eitt af þvi, sem hundaóvinir setja fyrir sig, þegar minnzt er á aö leyfa hundahald hér f höfuöborginni. i bænum Klippan á Skáni er hunda- hald ieyfilegt, en nú hefur hundaeigendum veriö gert skylt aö taka með sér plastpoka og fægiskóflu, er þeir þramma út aö viöra hundinn. Með „tækiakostinum" skulu þeir nefnilega gera svo vel aö skófla hundaskitnum ofan í poka og iosa sig viö hann, þegar heim er komið. Þessi krafa hefur skiijaniega gert hundaeigendum f Klippan gramt i geöi - en giatt aöra þeim mun meira. - Meðal annarra oröa: Hvernig lizt t.d. Akureyringum á hugmyndina...??!! OLLUM FJANDANUM GETA BILEIGENDUR TEKIÐ UPP A. Þessi mini-bfli er brezkur, en gæti allt eins verið fsienzkur, klæddur upp af þeim i Alafossi. Þær eru dálitið undrandi, rollurnar f Kent, sem þarna sjást viröa fyrir sér þennan skrýtna alullarbil - og hver láir þeim þaö? Hinn góökunni leikari úrAshton f jölsky idunni, Colin Campell (David Ashton), geröi sér ferð til Danmerkur um daginn, og af sér- stökum ástæöum vakti dvöl hans þar enn meiri athygli en efni stóðu til. David er fyrrverandi áhugahnefaleikari, og einn af aöalritstjórum Billedblaösins komst áþreifanlega aö raun um það. Sömuleiðis fengu nokkrir sjúkrahússtarfsmenn þar i landi aö kenna á hnefum leikarans. IB bauö David ásamt danskri vinkonu hans, Sessie Sandberg aö nafni, til kvöldverðar, og fór hiö bezta á með gestum og gestgjöfum til að byrja með. David sagðist frá upphafi hafa haft illan bifur á þessu boði rit- stjórans og þvi haft meö sér segulband til að geta tekið upp allar samræður. Og fljótlega hefði komið i ljós, að ritstjóra- hjónin hefðu aðeins haft áhuga á að búa til ástarsögu um hann og Sessie fyrir Billedblaöið. Endfa hefði einn af ljósmyndurum blaðsins skotið upp kollinum fljót- lega eftir að veizlan byrjaði. David hafði litinn áhuga á að búa til einhverja ástarvellu um sam- band sitt viö kvinnuna, og brátt tók að kastast i kekki. Ekki eru þeir Ib og David sammála um upptökin. Rit- stjórinn segir leikarann hafa brotið kristalglas og hann heföi þá verið beöinn að fara. David hefði þá orðið óður og elt sig með stól á lofti og siðan bariö sig illa og ennfremur hefði hann slegiö konu sina, svo hún flaug yfir þvera stofuna. Leikarinn Colin Campeil: - Ib Johannesen sló fyrst, og þá var ekkert annaö en aö slá aftur.Viö vorum lokkuö heim til rit- stjórans. Leikarinn viðurkennir að hafa brotið glas sitt, en segir, að þá hafi ritstjórinn orðið vitlaus og slegið sig 'um koll. Slikt fannst David hinn mesti ruddaháttur og þvi segist hann hafa veriö til- neyddur að slá á móti. Varð siðan fátt um kveðjur, en Sessie varð svomikiðum lætin.aöhún tók inn of stóran skammt af róandi töfl- Ilitstjórinn Ib Johannesen: - David Ashton varö vitlaus og réöst á mig með sparki og látum. Sföan hef ég veriö undir læknismeðferð, og konan mín iiggur enn i rúminu efíir áfalliö. um. David ók henni til sjúkrahúss en reiddist, er honum var sagt að biða á biðstofunni. Vildi hann fara með henni inn á lækningastofuna og þurfti fimm starfsmenn til að koma honum út. „Það er fyrst núna sem ég skil heitið á sjón- varpsmyndaflokknum, „A Family at War”, sagði Ib Johannesen. Aflog hunds og kattar bönuðu tveim mönnum Það átti sér stað i Rio de Janeiro, að áflog á milli hunds og kattar leiddi af sér bana tveggja manna. Sjónarvottar segja, aö hinn 61 árs gamli Manuel Aristides haf.j hjólað með offorsi miklu i nábúa sinn, José Carvalho, 32ja ára gamlan, er hundur hans hafði bit- ið einn af mörgum köttum Aristides. Sló hann Carvalho með þungu barefli. Carvalho tókst þó að komast i sima og ná sambandi við lögregluna, sem bar fljótt að. Er Aristides heyrði i sirenunum greip hann skammbyssu og skaut hundaeigandann til bana. Lögregluliðið og nábúarnir þyrptust inn i hús Aristides, sem ekki var við þaö heygaröshornið að láta handtaka sig. Réðst hann gegn fjöldanum, tókst að afvopna lögreglumann, særa annan og bana einum nábúanum. Loks greip hann til þess ráös að kveik- ja i húsi sinu til aö fæla burtu „árásarliðið”, en áöur en eldur- inn hafði náð að breiðast út að ráði hafði lögreglumanni tekizt að rota kattavininn - það vandlega, að hann liggur nú milli heims og helju á sjúkrahúsi. Hvort samkomulagið á milli hundarins og kisulóru hafi nokkuð skánað eftir þessi ósköp fylgir hins vegar ekki sögunni. Umsjón Þórarinn J. Magnússon Vill 250 millj. skaðaí bœtur Kvikmyndaleikarinn Gary Grant fór i gær i mál viö útgef- endur timaritsins Esquire og fyrirtækiö Forum, sem framleiöir sportfatnaö. Leikarinn segir, að nafn sitt og ljósmynd af sér hafi verið notaö til auglýsinga án leyfis. Hann krcfst þess aö fá skaðabætur sem svarar um 250 milljónum islenzkra króna. Leikarinn 68 ára segir, að i ágústhefti timaritsins i fyrra hafi birzt mynd af sér með aug- lýsingu. 1 auglýsingunni stóð, að hann væri klæddur samkvæmt tizku þessa áratugar i föt frá Forum. Segir Grant, að þessi auglýsing hafi spillt sinu góða nafni, þvi að með henni kynni fólk að halda, að hann gæti ekki lengur alið önn fyrir fjálfum sér og yrði þvi að snúa sér að auglýsingum, en slikt mundi hann ekki þola. Þær gerast oft sam- lyndar gulræturnar og jafnvel svo að harðskeyttir mat- hákar fá sig ekki til þess að skilja þær að.....

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.