Vísir - 17.03.1972, Blaðsíða 17

Vísir - 17.03.1972, Blaðsíða 17
Visir. Föstudagur 17. marz 1972. 17 í DAG | □ KVOLD | n □AG | Úr leikritinu Atómstöðin eftir Laxness. Borgar Garðarsson og Harald G. Haralds. I hlutverkum sinum. Flutt verða atriði úr leikritinu i þættinum „Vaka” i sjónvarpinu i kvöid. Sjónvarp kl. 20.30 „Bókmenntir og listir á llðandi stund" Vaka, dagskrá um bókmenntir og listir á liðandi stund, er einn liðurinn á dagskrá sjónvarpsins i kvöld. Umsjónarmenn eru Njörður P. Njarðvik, Vigdis Finnbogadóttir, Anneke Wills I hlutverki sinu sem Evelyn i „Adam Strange”. Björn Th. Björnsson, Sigurður Sverrir Pálsson og Þorkell Sigur- björnsson. Björn Th. Björnsson ræðir við Eirik Smith og sýnir myndir frá Norræna fundinum. „Djöfla- dýrkun" Adam Strange er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld eins og fyrri daginn, og enn á ný fljótum viö með honum á vit ævintýranna. Við munum eftir honum i síð- asta þætti, þar sem hann átti við hina mestu erfiðleika að etja gegn hinum hörðustu glæpamönnum-. Þátturinn i kvöld nefnist „Nornagaldur” og fjallar að nokkru leyti um náunga eða söfnuð, sem stundar djöfladýrk- un. Ung stúlka finnst myrt á af- mælisdaginn sinn, og eins og' gefur að skilja er eitthvað dular- fullt á seyði i sambandi við þetta morð. Hún hefur leigt sér ibúð með vinkonu sinni, sem heitir Jó- hanna, en þegar Adam Strange leitar á náðir hennar og vill að hún hjálpi sér að upplýsa morðiö, með þvi að minnsta kosti að svara nokkrum spurningum, snýr hún bara upp á sig og reynist vera hin ósamvinnuþýðasta. En allt er gott, þá endirinn er góður, og eins og á að vera i góðum glæpa- myndum, reynist moröinginn vera hinn óliklegasti, en upp kemst um hann að lokum. —EA— Sigurður Sverrir Pálsson tekur til kynningar tvær kvikmyndir. Nefnist önnur Með köldu blóði, og verður hún tekin til sýningar i Stjörnubiói mjög bráðlega. Hin er kvikmyndin Á hverfanda hveli, eða „Gone with the wind”, heims- fræg og ein af vinsælustu og bezt sóttu kvikmyndum sem gerðar hafa verið. Gamla Bió sýnir hana um þessar mundir. Þá kemur Þorkell Sigurbjörns- son með sinn þátt, og kynnir hann tónverk eftir Leif Þórarinsson, sem flutt var á siðustu tónleikum Sinfóniuhljómsveitarinnar. Að lokum verða sýnd atriði úr Atómstöðinni eftir Halldór Kiljan Laxness, en það var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavikur siðastlið- inn þriðjudag. Vigdis Finnboga- dóttir sér um kynningu á leikrit- inu. _EA SJÚNVARP • FÖSTUDAGUR 17. MARZ 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmenn Njörður P. Njarðvik, Vigdis Finnboga- dóttir, Björn Th. Björnsson, Sigurður Sverrir Pálsson og Þorkell Sigurbjörnsson. 21.10 Adam Strangc: skýrsla nr. 8944. Nornagaldur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.00 Eriend málefni. Umsjónar- maður Jón H. Magnússon. 22.30 Dagskrárlok. OPIÐ TIL KL. 10 Vörumarkaðurinn hf. *Ármúla 1A — Simi 86-113 MATVÖRUDEILD 86-111 HÚSGAGNADEILD 86-112 alla föstudaga ***☆*☆**★☆****★****■*******************■*****£ Spáin gildir fyrir laugard. 18. marz 'r# W Nl c ^ U Ilrúturinn, 21.marz-20.april. Maður, sem þú hefur sýnt allmikinn trúnað að undanförnu, bregzt þér að einhverju leyti, er varla mun hann þó gera það að yfirlögðu ráði. Nautiö, 21.april-21.mai. Þetta verður að þvi er sýnist góður dagur til að koma fram ýmsum áhugamálum. Tillögum þinum mun verða vel tekið, og ættirðu að notfæra þér það. Tviburarnir22.mai-21.júni. Þú hefur tekið ein hverja ákvörðun i sambandi við helgina, sem þú ættir að fylgja eftir af festu og lægni, og mun þá fleira vel takast. Krabbinn22.júni-23. júli. Það getur farið svo að þér finnist nægilegt tilliti tekið til þin, en senni- lega er það misskilin metnaðarkennd þin, sem þvi veldur. Ljónið24.júli-23.ágúst. Dálitið vafasamur dagur, og ættirðu að minnsta kosti ekki að leggja upp i lengra ferðalag um helgina. Mun verða bezt og öruggast heima. Meyjan,24.ágúst-23.sept. Það litur út fyrir að þú verðir fyrir einhverjum vonbrigðum i dag, en varla munu þau samt þess eðlis að þau hafi lang- varandi afleiðingar. Vogin24.sept.-23.okt. Undarlegur dagur og tætingslegur, og mun fátt standa heima af þvi, sem aðrir eiga hlut að, og þá eins þó að nánustu kunnungjar eða vinir séu. I)rekinn24.okt.-22.nóv. Þú ættir að fara þér hægt og rólega i dag og miða helgina við að þú getir hvilt þig sem bezt. Eigi að siður geturðu skipu- lagt næstu viku i ró og næði. Bogmaöurinn, 23.nóv.—21.des. Sæmilegur dagur, en sennilegt að þér nýtist hann ekki sem skyldi, og ef til vill á fjölskyldan, eða aðrir þinir nánustu nokkra sök á þvi. Steingeitin22.des.-20.jan. Þú munt sjá fram á það i dag, að eitthvað sem þú hefur undirbúið, veröur til einskis. Þér kann að falla það miður i bili, en i rauninni er enginn skaði skeöur. Vatnsbcrinn21.jan-19.febr. Það bendir allt til þess að þetta verði þér einkar ánægjulegur dagur, jafnvel að þú hafir sérstaka ástæðu til að gleðjast um helgina. Fiskarnir20.febr.-20.marz. Þaö er hætt við að þú finnir til nokkurrar þreytu þegar liður á daginn, og ættirðu að hvila þig vel, ef þú getur komið þvi svo fyrir. * -k -ft * -tt ¥ •tt + -d -tt -k ■u ¥ -ct -k -k -tt -k vt -K -vt * -Ct -k -Ct -k -ct -k -Ct ¥ <t ¥ -vt ¥ -Ct ¥ -Ct ¥ -Ct ¥ S- 4 if 4 «- * S- * «- * «- * «■ * «- 4 S- 4- 5- 4- 5- 4- 5- 4- 5- 4- 5- 4- 5- 4- 5- 4- 5- 4- 5- 4 S- 4- 5- 4 S- 4 S- 4 4 S- 4 S- 4 S- 4 S- 4 «• 4 S- 4 S- 4 4 «• 4 S- 4 S- 4 S- 4 S- 4 S- 4 S- 4 «- 4 «- 4 S- 4 S- 4 S- 4 S- 4 S- 4 S- 4 S- 4 S- 4 S- 4 S- 4 S- 4 S- 4 S- 4 «- 4 S- 4 S- 4 S- 4 S- 4 S- 4 S- ¥ •Ct ¥ ¥ -Ct ¥ -Ct ¥ ¥ -Ct IÍTVARP # FÖSTUDAGUR 17.MARZ 7.00 Morgunutvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.15 Þáttur um uppeldismál (endurt. þáttur). Guðmundur Magnússon kennari talar um teknun barna. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „IJraumur- inn um ástina” eftir Hugrúnu Höfundur les (6). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miðdegistónleikar: Tónlist eftir Ravel 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Leyndarmálið i skóginum” eftir Patriciu St. John. Bene- dikt Arnkelsson les (6). For- keppni Óly mp iu leika nna : 11 a ndknatt 1 eiks lý sing frá Bilhao á Spáni. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 • Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Þáttur um verkalýðsmál Umsjónarmenn: Sighvatur Björgvinsson og Ólafur R. Einarsson. 20.00 Handknattleikslysing frá Bilbao á SpániJón Asgeirsson lýsir siðari hálfleik i keppni Is- lendinga og Belgiumanna. 20.30 Kvöldvaka a. Sristján er kominn að landi Frásögn af hrakningum vélbátsins Kristjáns eftir Þorvald Steina- son. Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir flytur. b. Um islenzka þjóðhætti Árni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn. c. Lausavisur Laufey Sigurðar- dóttir frá Torfufelli fer með visu eftir ýmsa höfunda. d. Kórsöngur Kvennakór Slysa varnafélgs tslands syngur lög eftir Skúla Halldórsson, Inga T. Lárusson, Sigfús og' Sigvalda Kaldalóns. Söngstjóri: Herbert H. Agústsson. Pianoleikari: Karel Paukert. 21.30 Útvarpssagan „Hinumegin við heiminn” eftir Guðmund L. Friðfinns. Höfundur les (20). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (40). 22.25 Kvöldsagan: „Astmögur Ið- unnar” eftir Sverri Kristjáns- son Jóna Sigurjónsdóttir les (11). 22.45 Þetta vil ég heyra Jón Stefánsson sinnir óskum hlust- enda um sigilda tónlist. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.