Vísir - 20.03.1972, Blaðsíða 12

Vísir - 20.03.1972, Blaðsíða 12
Látt 'ann vera, hróp- aði Bobby og skoraði en markið var dœmt af vegna kallsins og Manch. Utd. og Stoke mœtast að nýju iö er ekki sama bakvið Gordon Banks í tók hann þessu atviki með Það er ekki sama hvernig hrópað er í knatt spyrnu. í bikarleiknum milli Manch. Utd. og Stoke á Old Trafford á laugardaginn barst knött- urinn fyrir mark Stokt — Bobby Charlton hrópaði ,,Leave it", fékk knöttinn og eitt af þrumuskotum hans hafnaði óverjandi bakvið Gordon Banks marki Stoke. En dómar- inn dæmdi markið af vegna þess, að Bobby hafði ekki tilgreint á kveðinn leikmann i kalli sinu. Hann hafði kallað til Steve James, miðvarðar United, sem var kominn í sóknina — en sagði hvorki Steve né James. Á eftir Þarna slær Gordon Banks knöttinnn frá, en hann varOi ekki skot George Best. lengst til hægri, sfOast f leiknum og heldur ekki þrumuskot Bobby Charlton, sem var dæmt af. tók hann þessu atviki með heimspekilegri ró-þetta er eitt af því, sem við verðum að beygja okkur undir, sagði hann aðeins. Og jafntefli varð i leiknum, þrátt fyrir miklu meiri sókn Manch. Utd., og 54 þúsund áhorfendur voru hreint ekki ánægðir með, að United skyldi ekki tryggja sér sigur i leiknum. Stoke lék upp á jafntefli og tókst það og varð meira segja Enska knatt- spyrnan á undan til að skora. Það var á 14 min. i siðari hálfleik. Conroy átti fast skot á markið, Alex Stepney hálfvarði, en knöttur inn hrökk til Grennhoff, sem sendi hann innanfótar i markið. Þrátt fyrir mikla pressu tókst United ekki að jafna fyrr en átta min. fyrir leikslok — róleg inn anfótarspyrna einnig. Liðin mætast þvi að nýju á miðviku- dag og verður þá leikið i Stoke. Þrjú önnur liö hafa tryggt sér rétt i undanúrslit, Leeds, sem vann Tottenham ' heima 2-1, Arsenal, sem sigraði Orient á útivelli með marki Alan Ball, og Birmingham, sem vann öruggan sigur gegn Hudders- field 3-1. ,,Með þessar heppni veröur Arsenal bikarmeistari” var samdóma álit þeirra, sem sáu leikinn gegn litla Lundúnaliðinu Orient. Litla liðið sótti og sótti allan fyrri hálfleikinn — átti þri- Alan Ball skoraði Sigurmark Arsenal vegis hörkuskot, svo mark Arsenal nötraði, auk þess, sem Bob Wilson varð að sýna allar sinar beztu hliðar i marki Ar- senal til að verjast mörkum. En ekkert heppnaðist litla liðinu. í byrjun siðari hálfleiks tókst Alan Ball svo að senda knöttinn i mark Orient og þar við sat. Fleiri mörk voru ekki skoruð i leiknum og eftir þvi, sem leið á hann jókst öryggi leikmanna vopnabúrsins. Og Alan Ball — hann hefur þegar endurgreitt Arsenal þá upphæð, sem liðið greiddi fyrir hann — 220 þúsund sterlingspund. En það er nú kominn timi til að lita á úrslitin eins og þau voru á getraunaseðlinum. 1 Birmingham-Huddersf. 3-1 1 Leeds-Totterham 2-1 X Manc.Utd.-Stoke 1-1 X Ipswich-Southampton 1-1 1 Liverpool-Newcastle 5-0 1 Manch.City-Chelsea 1-0 X Sheff.Utd.-Everton 1-1 1 West Ham-Nottm.For. 4-2 X Blackpoal-Millvall 0-0 1 Luton-Burnley 1-0 1 Portsmouth-Norwich 2-1 1 Q.P.R.-Middlesbro 1-0 Aðalleikurinn i bikarkeppn inni, 6. umferð, var i Leeds, þar sem Tottenham kom i heim- sókn. Leeds-liðið sýndi alveg frábæran leik og það var aðeins snilldarmarkvarzla Pat Jen- nings i marki Totthenham, sem kom i veg fyrir stórsigur liðsins. 6-7 sinnum i leiknum varði Pat hreint ótrúlega. Þrátt fyrir yfirburði Leeds i fyrri hálfleiknum varð Totten- ham fyrri til að skora. Á 42 min. átti Pratt skot á markið talsvert fyrir utan vitateig og Sprake tókst ekki að verja. En það liðu aðeins örfáar min. þar til Leeds jafnaði. Alan Clarke jafnaði rétt fyrir hálfleik. Strax i byrjun siðari hálfleiks fékk Leeds aukaspyrnu sem Billy Bremner tók. Jackei Charlton fór upp i vitateiginn og skallaði óver- jandi i mark og það reyndist sigurmark Leeds i leiknum. Huddersfield varð fyrir þeirri óheppni, að markvörður liðsins Lawson meiddist og var borinn af velli skömmu fyrir leikhléið, en Birmingham hafði þó áður sýnt sig mun betra lið. Page skoraði á 34 min. og á 57 min. bætti Latchford öðru marki við. Nokkru siðar skoraði Ellam fyrir Huddersfield, en það liðu ekki nema þrjár min. þar til Hatton tryggði öruggan sigur Birmingham. Manch. City sigraði Chelsea örugglega i 1. deild og hefur nú 49 stig — fimm stigum meira en Derby, sem hefur leikið tveimur leikjum meira. Vegna þrengsla i blaðinu i dag verður frásögn um deildarleikina að biða. hsim. Kiartan til S.Þ i dag pakkar Kjartan Sig- tryggsson, markvörðurinn góðkunni i Keflavikurliðinu, kna ttspy r nuskónu m með öðrum farangri, og hetdur fljúgandi áleiðis til New York. Kjartan, sem er lögreglu- þjónn að atvinnu, mun næstu 12-16 mánuðina starfa sem öryggisgæzlumaður hjá Sameinuðu þjóðunum. Þar starfar fyrir annar maður kunnur knattspy rnuáhuga- mönnum, Grétar Norðfjörö, knattspy rnudóm ari, sem hefur verið i nokkur ár hjá S.Þ. Kvaðst Kjartan ákveðinn I að fylgjast vel með fþrótta- lifinu þar vestra, — og jafn- framt reyna að taka virkan þátt sjálfur eins og aðstæður leyfa. Botnliðið sigraði Reykjavíkurmeistarana Aldrei fór þaö svo að Borgnesingar ynnu ekki sinn fyrsta leik í 1. deildinni í ár, og þeir völdu aldeilis liðiö til að byrja á. Sjálfir Reykjavíkurmeistararnir, Ármenningar, lágu i valnum eftir stórsigur Borgnesinga, sem skoruöu 99 stig gegn 78. Var þessi sigur UMFS að verðleik- um, því liðið átti i heild stórfallegan leik, og minnist ég ekki að hafa séð þetta ágæta lið jafnsann- færandi og í þessum leik. Armenningar hins vegar voru ekki almennilega i essinu sinu þetta kvöld, og þó sérstaklega i fyrri hálfleik. Hittnin var þá langt undir meðallagi, vörnin hriplek, og ekki bætti það úr að Birgir Birgis gat ekki verið með vegna meiðsla. Loks má nefna, hvort sem það hefur haft neikvæð áhrif á liðið eða ekki, að leik þessum var flýtt án þess að Ármenningar fengju að vita um breytinguna, og þegar þeir voru ekki mættir til leiks þremur stundafjóröungum eftir að leikurinn átti að byrja, sagði framkvæmdastjóri hússins, Magnús Georgsson hingað og ekki lengra — „verði leikurinn ekki byrjaður eftir 5 minútur rek ég alla út úr húsinu og loka.” Neyddust Armenningar þá til að byrja leikinn með þann mann- skap sem af tilviljun var mættur — án miðherja, og án Jóns Sigurðssonar, sem gekk i salinn, þegar liðnar voru sjö minútur af leiknum, og Borgnesingarnir höfðu skorað 14 stig gegn 1. Komu nú Jón og Sveinn Christensen inná, og um leið fóru Armenningarnir að skora — en Borgnesingarnir skoruðu lika, og þegar fimm minútur voru eftir af fyrri hálfleik stóð 26-17 fyrir UMFS. Þá kom kafli i leiknum, sem maður sér varla nema einu sinni á ári. Borgnesingarnir gengu slikan berserksgang i sókninni að ekkert stóðst fyrir þeim, og i stanslausri skothrið á körfuna hitti nærri hvert skot, svo að þegar flautað var til hlés, var UMFS með yfirburðastöðu, 49-25. Bjóst maður nú við að Armenn- ingar myndu bræða saman mót- leik við þessum ósköpum i hálf- leik, en ekkert bar á sliku. Borg- nesingarnir héldu áfram að skora jafnt og þétt, og enda þótt hnittnin hjá Armanni batnaði mikið frá þvi sem var i fyrri hálfleik, héldu Borgnesingar yfir 20 stig, forystu, og juku hana i 29 stig, þegar 5 minútur voru til leiks- loka, 86-57. Allir hjá UMFS virtust geta skorað að þessu sinni, eins og stigin bera með sér, en Gunnar varð stigahæstur með 21 stig, þá Pétur Jónsson með 18, Sigurður Danielsson skoraði 17, Bragi Jónsson 16, Tryggvi og Gisli 12 og 11. Björn Christensen leikur nú hvern leikinn öðrum betri, og átti að þessu sinni mjög góðan leik. Skoraði Björn 32 stig, en Jón Sigurðsson, sem einnig var ágætur, skoraði 21.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.