Vísir - 22.03.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 22.03.1972, Blaðsíða 9
Visir. Miðvikudagur 22. marz 1972. 9 ÚR DAGBÓK HAFLIÐA — garðyrkjustjóri borgarinnar gefur okkur yfirlit yfir veðurfar síðustu tíu ára í grófum dráttum — nú er hœgt að spreyta sig á því að spá fyrir vorið og gróðurinn á þessum grundvelli — Ég held, að við séum að fá vorið, segir Haf- liði Jónsson garðyrkju- stjóri borgarinnar. Og ætli margir séu honum ekki sammála. Það er léttara yfir fólkinu á götum borgarinnar. Krakkarnir eru komnir i sömu vorleikina, sem ganga ár eftir ár. Haf- liði er bjartsýnn og þó hefur hann gróðurinn alltaf í huga. Afkoma gróðurs er áhyggjuefni á þessum tima, þvi ekki má koma mikill harðindakafli til þess að mikið af honum fari til spiilis. Þvf munu garðeigendur og aðrir, sem um gróður annast, gá fremur venju til veöurs þessar vikurnar. Allir hafa i huga páskahretið, sem getur ráðið þó nokkrum úrslitum. En um hugsaniega kuldakafla geta víst fæstir spáö, jafnvel ekki veðurfræðingarnir, þrátt fyrir heitar óskir þeirra, sem af ýms- um ástæðum liggja þeir þungt á huga. Við erum afskaplega fljót að gleyma veðrinu frá ári til árs. Þessi visdómur ,,svo langt sem eiztu menn muna” virðist vera á undanhaldi. Þótt enn séu til veöurglöggir menn, þá virðist þeim fara fækkandi. Við vitum, að nú er þessi fróðleikur geymd- ur i skýrslum og tölfræðilegum staðreyndum og leggjum það ekki á minnið, hvernig veðrið var þennan mánuðinn eða þetta sumarið fyrir svo og svo mörg- unt árum. Veðurfarið ræður heldur ekki eins mikið lifshátt- um fólks og afkomu og i eina tið. En þó munum við rigningar- sumarið—• var það annars 1969 eða 1970? Viö fáum svör við þessari spurningu úr veður- og gróðurdagbók Hafliða. Hann rifjaði upp fyrir Innsiðuna veðurfar sfðustu tiu ára f stór- um dráttum, og kannski ein- hverjar minningar rifjist upp fyrir lesendum, um leið og þeir geta reynt veðurspágáfuna fyrir næstu mánuði með samanburði. 1962 — Þá var vetur afar mildur og nokkuð votviðrasamur alveg fram imiðjan marz. Þá kólnaði, og á fáum dögum komst frost 80 cm niður í jörðu. Það hlýnaði ekki aftur að ráði fyrr en i lok aprilmánaðar. Jarðvinnsla gat ekki hafizt fyrr en um miðjan maf, og gróðri fór ekki fram fyrr en í júni. Sumarið var þurrt og kalt. 1963 Það var sumarbliða frá ára- mótum til vors, og elztu menn mundu ekki slikan góöviðris- vetur. Þann vetur var unnið aö öllum útiverkum eins og um sumar væri, og i marz voru tré byrjuð aö laufgast og tún oröin græn. 1 byrjun apríl var byrjað á gróöursetningu trjáplantna og búiö að ganga frá öllum vor- verkuni i skrúðgörðum borgar- 'innar, mánuði fyrr en venju- lega. En um hádegisbilið 8. april brast á norðanveöur með griöarlegum hitamismun. A hádegi var 10 stiga hiti en komst niður i 12 1/2 stiga frost á mið- nætti. i kjölfar þessa kuldakasts komu langvarandi þurrkar og þrálátir vindar. Þetta veðurlag olli slikum spjöllum á trjá- og runnagróðri, að engin dæmi voru um slikan skaða á gróðri. Það fór verst sem var lengst komið með að laufgast. Hins vegar var sumarið afar hag- stætt og haustið milt. 1964 Einmuna veöurblfða var frá jölum til fyrsta febrúar. Jörð var klakalaus og fjölær gróður farinn að bæra á sér. En þá kólnaði til muna. Kuldakastið kom i veg fyrir að runnar næðu aö springa út, og engar teljandi skemmdir urðu á gróöri. Það hlýnaðiá ný eftir 15. febrúar, en næturfrost héldu gróðrinum niðri. Hinn 25. marz gerði á ný kuldakast, sem hélzt i viku og olli engum tcljandi erfiöleikum. Hlýindi voru allan aprilmánuð og vorið afar hagstætt til allra útiverka. Sumarið var þurrt en frekar kalt og Iftil uppskera. 1965 Það voru engin teljandi frost fyrr en um miöjan janúar. Þá kóinaði allverulega en hlýnaði á ný, og ágætisveður var út mánuðinn. En um mánaðamót febrúar-marz gerði frostakafla, og marz varð kaldasti mánuður ársins. Veturinn var snjóléttúr og jörð lengst af auð, aprilmán- uður mildur fram yfir hinn ti- unda, þá kólnaði svolitið og rigndi eftir miðjan mánuðinn. Það var kaldur dagur 19. april, þá var 7 stiga frost. Mai var ákafl. þurr með moldrokum, og jarðvinnsla hófst með seinna móti, en jarðklaki var kominn niður I 40 cm. Sumariö var óvenju þurrt og svalt, haustið fremur milt. 1966 Samfellt frost var út allan janúar. Um 24. janúar snjóaöi allmikiö, en um leið dró svolítið úr frosthörkunum. Febrúar var umhleypingasamur og yfirleitt umhleypingasöm tið alla vetrarmánuöina og kalt, þegar kom fram i mai. Klaki hélzt lengi i jörö þetta vor. Sumarið var frekar kalt og hrakviðri um mitt sumar, sem olli skaða á vegum, skriöuföll- um og heysköðum i júli og tjóni á margvislegum mannvirkjum. Agúst og scptember voru hlýir og góðir mánuðir, sem bættu upp sumarið, þó frost i ágúst spilltu kartöflum. Siðan var þurrt og milt veður allan októ- beri ég held, að við séum að fá vorið, segir garðyrkjustjóri, sem er bjartsýnismaður. 1967 Einstakti bliðviðri var allan janúarmánuð og eiginlega fram I byrjun febrúar, þá gcrði sterk veður og frosthörkur og smá- vegis snjókomu. Marzmánuður var fremur umhleypingasamur, snjókoma og rigning einkenndu veðurlagið. Páskar voru 26. marz og páskahelgina voru stöðug iliviðri. i april var sæmi- leg tið og hvergi teljandi klaki i jörð, en sumardaginn fyrsta, sem var i april, var snjór yfir öllu landinu. Hins vegar var bjart en kalt i maí, og grænkaöi um miöjan mai. Jarðvinnsla gat ekki hafizt fyrr en með alsiðasta móti, um 20. mai, vcgna þess hvað jörð var blaut. Júni var kaldur og gróðri fór litiö fram, júli hagstæður en votviðra- samur framan af, en eftir miðj- an mánuðinn hlýnaði, og hélzt það út allan ágústmánuð. Kyrstu dagana i september kólnaði, og var tið frcmur rysj- ótt út árið. 1968 Kalt var framan af árinu. 1 janúar var viða illfært um götur borgarinnar vegna haröra snjó- ruðninga. Febrúarmánuður var hinsvegar bjartur, en snjór og kuldi. Þá varð snjóflóð á Siglu- firði og mannskaöi á Isafjarðar- djúpi um miöjan marz, þegar aðeins einn maður komst lifs af af brezkum togara. Eftir það var sæmilegt veðurfar, en oft var talsvcrt frost. Seinast i marz, hinn 26., var mesta hrak- viðri og illfært um borgina. Hinn 1. april var verulegt frost, bjart og kalt veður og hafís fyrir öllu landinu. Bliðviðri var yfir pásk- ana, þá fraus saman vetur og sumar. Júni var votviörasamur en júli hagstæöur, og héldust samfelld góðviðri fram I ágúst. t september var oft mikið um næturfrost, október var sólrikur en kaldur, og hinn fyrsta nóv- ember féll fyrsti snjór vclrar- ins. 1969 Þá var ákaflega rysjótt tið fyrrihluta ársins en yfirleitt snjóluust. Það kólnaöi verulcga i fcbrúar. Þáagefur veðurstofan upp einn kaldasta fcbrúar siðan árið 1955. Hinn 26. febrúar eru mikil flóð I Elliöaáuum. 1 marz hlýnaði um miðjan mánuðinn. Milt og gott veöur var allan marzmánuö. Kuldakast gerði um páskana i april og tið var frekar rysjótt. I mai viðraði sæmilega og jörð ekki illa farin, en jaröklaki með þvi mesta, allt niöur í einn metra, en svo inikill klaki i jörö hafði ekki komiö sið- an árið 1918. Júni var rysjóttur og fáir dagar með uppstyttu og ákaflega lélegt blómskrúð i görðum um sumariö og upp- skera sama og engin. Haustiö var rigningasamt og leiðinlegt. 1970 Kaldir dagar komu i janúar- mánuði en hlýnaöi. þegar komið var fram yfir miðjan mánuð, og frostleysur fram til 7. febrúar. Þá kúlnar aftur verulega, og hinn 6. er varla fært milli húsa vegna hriðarveðurs. Daginn eft- ir áhiaupiö geröi fegursta veð- ur, og borgin var hvit og hrein. Þaö voru miklar snjókomur i febrúar, og I marz var umhleyp- ingasamt og illviðri, en april var mildur og hægviðrasamur. Þá var kominn mikill klaki i jöröu og hafis fyrir öllu Norður- landi og Auslurlandi, og þoku- loft oft rikjandi, og naut sólar ekki sem skyldi. Siðast i apríl og framan af mai'hlýnaöi, og rign- ingin myndaði tjarnir á freðinni jörðinni. Siðast i mai voru eldsumbrot i Heklu, sem höföu áhrif á gróöur i Húnavatns- og Dalasýslum. Jarðvinnsla hófsl ekki að ráði fyrr en seinast i mai og byrjun júni — úrhellasamt var og klaki stóðfyrirvætunhi. Júní var ákaf- loga votviðrasamur framan af, cn hlýnaði með 17. júni. Þann dag var 11 stiga liiti, eri lilið um háliðahöld vogna verkfallsins. Júli var þurr on kall I vcðri og liiti sjatdan yfir 10 stig. Agúsl var votviðrasamur og hlýrri en júli. Soptomhor hoilsaði mcð nepju haustsins, og þá voru grös yfirleitl farin að falla. Októher var frcmur mildur, þó gerði hörkufrosl 27. október. Nóvem- berog desembcr voru mildir og rauð jól. 1971 Siöasta ár- var sérstaklega hagstætt. Allir mánuðir ársins voru mjög hagstæöir, segir Haf- liöi i lokin, og lætur okkur það eftir að rifja upp einstaka mánuði. En éins og við sjáum af dag- bók Hafliöa virðist alltaf allra veðra von á þcssu landi — og É scnnilega verður aðeins hægt að biða og sjá til, hvernig veöriö verður i vor og sumar. Þó gefa haffræðingar og aðrir fræðingar okkur fremur góöar vonir. v — SB — Myndin í bakgrunninum I.jósmyndarinn lét sér fátt um finnast, þegar hann lann loksins vorgróður... varla hægt að sjá þctta... Umsjón: Svanlaug Baldursdóttir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.