Vísir - 10.04.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 10.04.1972, Blaðsíða 2
2 VÍSIR. Mánudagur 10. apríl 1972. VÍSIBSm: Hafið þér einhvern tima unnið i happdrætti? Guömundur Hákonarson. Nei aldrei nokkurn tima. Ég spila nú i happdrætti Háskóla ís- lands og jú ég vann þar vist einu sinni fyrir langa löngu 50 krónur, enda hef ég spilað þar siöan það hóf göngu sina. Sigurður Geirdal, fram- kvæmdastjóri. Nei, ég hef nu aldrei unniö neitt, enda hef ég ekki spilað i neinu happdrætti. Ég kaupi jú miða i þessum skyn- dihappdrættum, en hef þó aldrei haft heppnina meö mér. l.óa Konráðsdóttir, húsmóöir. Unnið i happdrætti?Nei,aldrei, ég spila ekki einu sinni, og hef engan áhuga á þvi. Hjörtur Jónsson, bakari. Já, já, ég hef oft unnið i happdrætti, en þó aldrei stóra upphæð, aðeins þessa smærri vinninga. Ég á miða i öllum happdrættunum held ég bara og meira að segja fimm miða i hverju. Karvel P á 1 m a s o n, alþingismaöur. Nei, ég hef aldrei fengið vinning. Enda er ég alveg hættur að spila i þessum happ- drættum, gerði það áður jú, og i nokkuð langan tima þá. Margrét Arnadóttir, fjarritari. Aldrei á ævinni,og mér finnst það alveg hræðilegt. Ég hef heldur aldrei átt miða. Jú, einu sinni átti ég miða og ætlaði mér að vinna bíl, en fékk hann ekki svo mér fannst bezt að hætta við allt saman. Páll Heiðar Jónsson með Vísi Hann tók að sér að lesa Vísi síðustu viku og láta álit sitt í Ijós. Og það fer hér á eftir . . . Þegar þeir Vísismenn höföu samband og báöu mig aö setja niöur á blaö hugsanir minar um blaö þeirra, gat ég vitanlega ekkert annaö sagt en: „Hvcrs- vegna mig?” ,,Af þvi”, sögöu Visismenn, ,,Af þvi hverju?” itrekaöi ég. ,,Ja, af þvi bara”, sögöu þeir og úr þvi aö maöur hcfur heyrt hin hinztu rök, þá tjóar ekki að deila viö dómarann. Mér skilst aö hugmynd þeirra Visismanna sé sú, að ég láti í ljósi álit mitt á dagblaöi þcirra — eins og þaö kom mér fyrir sjónir i siöustu viku — . Það er vissuiega gaman af þvi aö fá svona tækifæri til þess aö segja álit sitt opinber- lcga — en hver er tilgangurinn? Mundu Vísismenn breyta blaöi sinu eftir minu höföi? Þaö held ég varla. Seljast fleiri eintök af hlaðinu vcgna þessa greinar- korns? Ekki trúi ég þvi, þótt ég voni, þeirra vcgna, að svo vcrði. Visir á það sameiginlegt með öðrum islenzkum dagblöðum, að það heyrir undir algjöra undan- tekningu —og ég mun geta þeirra hér á eftir — að maður lesi ræki- lega unna og undirpúkkaða grein eða „feature” eftir starfandi blaðamann við blaðið. Helztu undantekningar eru grein ar Hauks Helgasonar um erlend málefni þar sem þeim vettvangi eru gerð hvað bezt skil i blaði hérlendis eins og sakir standa, auk greina Þórarins um sama efni i Timanum. Engu að siður kalla allir starfs- menn blaðanna sig „blaðamenn” — „journalists”. Að þvi að ég fæ bezt séð er starf þeirra fyrst og fremst fólgið i þvi að skrifa fréttir — ýmist þýöingar á skeytum erlendra fréttastofa. (sem vitan- lega er ágætt útaf fyrir sig), setja saman fréttabrot utan af landi um tiðarfar, aflabrögð, gras- sprettu og skepnuhöld — ellegar — og það er þvi miður algengast — að sjóða saman eitthvað, sem litur út eins og frétt upp úr „pressuhandátum” einhverra stofnana og fyrirtækja — (sem oftar en ekki auglýsa þá ein- hversstaðar i blaðinu um leið). Eða þá að birtar eru myndir og frétt um opnun hárgreiðslustofu, matvöruverzlunar eða fyrir tækis, en viðkomandi aðili bauð fulltrúa blaðsins til veizlu og honum tókst að festa eitthvað niður á blað og koma þvi i prent smiðjuna áður en veizlugleðin barst á eitthvert öldurhúsið — Þetta er ekki blaðamennska eins og ég skil það orð. Þetta er — þegar bezt lætur — fr.étta- mennska. Ég er ekki að amast við henni — blöð eiga að segja fréttir og þar er raunar helzti kostur Visis að i fréttum slær hann keppinautum sinum oft við. Og Visir sendir stundum sina menn út um borgina að leita frétta — i stað þess að biða eftir að þær komi fyrirhafnarlaust inn á rit stjórn. En Visir þarf að fylgja þessu betur eftir. Þá reynir á það, sem ég leyfi mér að kalla blaða- mennsku. Að safna upplýsingum — en birta ekki strax einhverja smáfrétt — halda áfram að safna — og birta siðan rækilega heimildarvitnandi „exposé”. Mér fellur Visir að mörgu leyti vel i geð. Aðalkostur hans er vitanlega hversu fljótlegt er að lesa hann — en mikið finnst mér hörmulega illa farið með dýr- mætt prentrúmið á stundum. Hvaða átt nær það, að fylla miðju blaðsihs með iþróttafréttum Eða nær aðra opnu með Tarsan og vinum hans? Raunar finnst mér að Tarzan verði að halda áfram. Hann er orðinn einhverskonar symból fyrir blaðið — hefðbundinn þáttur og það er gott. En hitt fólkið á teiknimyndasiðunum — æ, nei. Ég skil vel að eitthvað þurfi að gera fyrir iþróttaáhugafólkið — en er það samt ekki of mikil rausn að afhenda þeim miðjuna? Skiptir það virkilega svo miklu máli, að þessum eða hinum tókst að varpa einhverjum bolta inn eða upp i eitthvað net inn i Laugardal — að þaö krefjist birtingar margradálkamyndar og útblásins texta i hjartastað blaðsins? Mig langar að fá einhverskonar kjaftasögusiðu i blað eins og Visi. Ég á þar við siðu svipaðri „Lond- oners Diary”, sem birtist daglega i siðdegisblaðinu Evening Standard. Dagbok Reyk- vikingsins gæti hún heitið. Þar væri viöburðum borgarlifsins gerð skil — farið á bak við tjöldin — hverjir eru i bænum? — hverjir fóru úr bænum? — hvað er að ske bak við tjöldin i leikhúsunum — i hljómlistarlifinu — á stjórnmála- sviðinu. Að lokum fáein orð um útlit blaðsins. Ég kann vel við að hafa örstuttar bendingar um helztu fréttirnar á forsiðu — en þið Visismenn megið samt ekki ganga of langt i þvi. Sé litið um fréttir — þá er bara litið um fréttir — og þær verða ekkert meiri fréttir þótt þeim sé slegið upp á forsiðu og þegar maður les lesi — j sjálta trettina mni i blaömu þá veit maður þegar innihaldið. Offsettið er að jafna sig, nema þegar það tekur upp á drauga- gangi i litmyndunum og blandar litunum saman á röngum stöðum — jafnvel fallegasta ljósmynda- fyrirsæta verður ekki sérlega sæt, þegar augun prentast að ein- hverju leyti upp á enni — eyrun aftur á hnakka — og varaliturinn kringum nefið! Og þakkir til Ölafs Jónssonar fyrir siðuna hans —■ hún er oft langbezta efnið i blaðinu. Páll Heiðar Jónsson. ,Þetta er ekki blaöamennska eins og eg skil þaö orö’ Barizt gegn blindu Siðasta umdæmisþing Lions á islandi samþykkti aö allir Lionsklúbbarnir söfnuöu fé tii sjónverndarmála og aöstoöar viö sjóndapra og blinda meö sam- ciginlegu átaki á þessu ári. Könnun hefur leitt í Ijós, aö ástandinu hér á iandi i þessari grein heilbrigöisþjónustunnar cr mjög ábótavant, og skjótra úr- bóta er þörf, einkum þó er varðar ráöstafanir til þess að koma i veg fyrir sjónskeröingu eöa blindu af völdum hægfara gláku. Skipulögð leit að glákusjúklingum og nákvæm skráning blindra er nauðsynleg, einnig geta augnslys verið mjög alvarlegs eðlis. Hér á landi er aðeins starfandi ein augndeild, og var hún stofnuð haustið .1969 á St. Josephs- spitalanum i Reykjavik. Þessari augndeild þykir of þröngur stakkur skorinn og hún ekki nógu vel búin að tækjum. Nú hafa Lionsmenn ákvðið að gangast fyrir söfnun og koma til liðs með og létta undir með þeim aðilum sem hafa barizt fyrir umbótum á sviði augnlækninga. Verður gengið i hús og seldar fjaðrir, ásamt meðfylgjandi borða sem á er letrað: Kaupið fjöður, berjumst gegn blindu. Söludagar verða 15. og 16.april. Söfnunarfénu verður variö á tvennan hátt: I fyrsta lagi til kaupa á tækjum fyrir læknis- héruðin úti á landsbyggðinni. Þessi tæki eru fyrir héraðslækna og þá augnlækna, sem fara munu i augnlækningaferðalög um landið. 1 öðru lagi verður fénu varið til tækjakaupa fyrir augndeild Landakotsspitala. Er áætlað heildarverð þessara tækja 4-4.5 milljónir króna. -EA Bólusetningarvottorðs krafizt Svipaðar ráöstafanir hafa veriö gerðar i Noregi og i Danmörku varöandi bólusótt eins og hér aö sögn landlæknis, sem haföi fengiö tilkynningar frá þessum löndum, þegar Vfsir talaði viö hann. Fólki, sem hyggur á ferðir til bólusóttarlandanna er ráðlagt að láta bólusetja sig og krafizt er bólusetningarvottorðs af þeim, sem koma til landsins frá þeim svæðum. Landlæknir sagði, að lögreglan annaðist eftirlit með þvi, um leið og vegabréfaskoðun færi fram hjá farþegum, sem koma til landsins og koma frá hinum sýktu svæðum. — Við höfum bæði ráðið fólki frá þvi að fara til Júgóslaviu það, að það láti bólusetja sig. Annars er það góðs viti, að til- fellum hefur ekki fjölgað i viku og bólusóttin hefur ekki breiðzt út nema þetta tilfelli, sem kom til Þýzkalands, og þar virðist hún ekki hafa breiðzt út. Hins vegar er bólusóttin mest i Júgóslaviu og siðan Sýrlandi og írak. —SB— Þeir kunna að skemmta sér Skagfirðingarnir Þeir kunna sannarlega aö skemmta sér ærlega Skag- firöingarnir, — hápunkturinn i skemmtanahaldi þeirra er vor- gleöin, sem allir þekkja, Sæluvika, en hún hófst á Sauðár- króki i gær, með messu, en lýkur svo á sunnudagskvöldið næsta (vikan þeirra er 8 dagar) með miklu balli. Þessi sæluvika hefur fylgt byggð i Skagafirði frá upphafi, hét áður Sýslufundarvika, sem i sjálfu sér lýsti engan veginn þeirri sælu, sem þar var að finna. Leiklist, söngur og gleði, mun setja svip sinn á vikuna, og gest- kvæmt mun verða á heimilum á Króknum þessa vikuna, þvi margir munu þeir sem aldrei láta sig vanta i gleðina. — Myndin er af Kristjáni Skarphéðinssyni og Evu Snæbjörnsdóttur i hlut- verkum i leiknum Allir synir minir, sem sýnt var nýlega á Sauðárkróki. —JBP—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.