Vísir - 08.06.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 08.06.1972, Blaðsíða 13
VÍSIR. Fimmtudagur 8. júni 1972. 13 VOLKSWAGENEIGENDUR hljoðkútar í VOLKSWAGEN 1200 OG 1300 ÖLL VERÐ ÓTRÚLEGA HAGSTÆD. ■ varahlutir Suðurlandsbraut 12 - Itaykjavfk - Sími 34510 Utboð Fyrstu fermingarbörnin i nýju kirkjunni Hér getur aö lita nokkrar ungar stúlkur, sem voru aö ganga i fulloröinna manna tölu á dögunum i Hverageröiskirkjunni nýju. Þær voru i hópi fyrstu fermingarbarnanna i kirkjunni, hátiölegar og settlegar á svip. Myndina tók tsak Jónsson. Vara við verðbólgu Meöal samþykkta á aðalfundi Sölumiðstöðvar hraöfrysti- húsanna i siöustu viku var varað við hraðvaxandi veröbólgu, sem sé'rstaklega kemur hart niður á útflutningsframleiöslunni, og var skorað á stjórnvöld að gera allt, sem i þeirra valdi stendur til að hefta verðbólguna. í stjórn S.H. næsta starfsár eru þessir menn: Gunnar Guðjónsson, for- maður, Einar Sigurðsson varaform., Guðfinnur Einarsson, ritari, Einar Sigurjónsson, Gisli Konráðsson, Ingvar Vilhjálms- son, ólafur Jónsson, Rögnvaldur Ólafsson og Tryggvi ófeigsson. Bólusett gegn mænusótt — og það án endurgjalds Það er áreiðanlega vinsælt að þurfa ei að borga svo mikið sem fimmeyring fyrir að fá bólu- setningu gegn mænusott, en nú er bólusetningin hafin i Heilsu- verndarstöð Reykjavikur. Er ónæmisaðgerðin ætluö fólki frá 18 ára aldri, sem ekki hefur látið bólusetja sig s.l. 5 ár. Þakkar hugulsemi islenzkra bænda Gisli Kristjánsson ritstjóri Freys hitti dýralækni Grænlendinga, Kirkegaard Petersen, nýlega aö máli á Keflavíkurflugvelli. Bað dýralæknirinn Gisla að koma á framfæri beztu þökkum til islenzkra aðila, sem buðu græn- lenzkum bændum; hey, sem að visu aldrei komst þangað þótt þess væri mikil þörf, þvi flutningsskilyrði voru mjög erfið i vetur og vor. Sagöi dýralæknirinn mikinn áhuga hjá grænlenzkum bændum að heim- sækja starfsbræður sina hér á landi sem fyrst. r Þrir sækja um skóla- meistaraembætti Þrjár umsóknir bárust um laust embætti við Menntaskólann á Akureyri. Umsækjendur eru þeir Gunnar Ragnarsson, skólastjóri á Bolungarvik, séra Skarphéðinn Pétursson, prófastur i Bjarnanesi og Tryggvi Gislason lektor i Berge n. Dragnót takmörkuð Leyfi verða veitt á þessu sumri á sömu timum og sömu svæöum og i fyrra til dragnótaveiða. Þó er gerð sú breyting á veiðisvæöum samkvæmt leyfunum nú að innanverður Húnaflói verður lokaður fyrir dragnótaveiðum innan linu frá Gjögurvita þvert fyrir fjörðinn að Kálfshamarsvlk. Leyfisbréfin heimila handhöfum veiðar frá 15. júni til 31. október, en fyrir Norðurlandi hefst veiöin þó ekki fyrr en 15 júni, en lýkur 30. nóvember. Ganga nú aðeins úr Hafnarfirði Þrátt fyrir þá allsherjar trimm- öld, sem yfir heiminn gengur, styttist sifellt sú vegalengd, sem hernámsandstæðingar ganga til að vekja athygli á kröfum sinum i herstöðvarmálunum. Á sunnu- daginn ganga þeir úr Hafnarfirði, doka við i Kópavogi, þar sem stuttur útifundur verður haldinn, en endað verður á útifundi i miö- bæ Reykjavikur. Það er Miðnefnd herstöðvaandstæðinga, sem stendur fyrir göngunni og fundun- um. Safnazt verður saman i Hafnarfirði kl. um 7 á sunnudags- kvöld, þar sem byrjað veröur með fundi, en útifundurinn við Miöbæjarskólann veröur kl. 11 um kvöldið. Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar óskar eftir tilboðum i smiði og upp- setningu á: 1. skápum 2. eldhúsinnréttingum i 200 ibúðir i Breiðholti III, suður. tJtboðs- gögn afhent i skrifstofu F.B., Lágmúla 9, föstudaginn 9. júní gegn 2000 kr. skila- tryggingu. HJUKRUNARKONUR Fjórar hjúkrunarkonur óskast að Heilsu- verndarstöð Reykjavikur 1. september n.k. Hjúkrunarkonur, sem hyggja á fram- haldsnám i heilsuvernd, ganga fyrir. For- stöðukona veitir nánari upplýsingar i sima 22400 frá kl. 9-12. Heilsuverndarstöð Reykjavikur íbúð óskust Góð 4ra herbergja ibúð óskast til leigu frá 20. júli, með eða án húsgagna, fyrir norska 6 manna fjölskyldu, mjög reglusama. Helzt i Mosfellssveit eða Reykjavik. Uppl. i sima 66300 og 66303. Álafoss h.f. Festi auglýsir Sundbolir, bikini, sundskýlur, Heildsölubirgðir. Festi. Simar 10550 og 10590 Landsbanki Íslands Grindavík Höfum opnað í nýjum húsa kynnum við Víkurbraut 25. Afgreiðslutími mónudaga til föstudaga kl. 9,30 til 12,30 og kl. 13,30 til 15,30. Sími 92 - 8179. Bankinn annast öll innlend og erlend viðskipti. LANDSBANKI ÍSLANDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.