Vísir - 14.10.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 14.10.1972, Blaðsíða 6
6 VÍSIR Laugardagur 14. október 1972. vísm Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson ' Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linúr) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaðaprent hf. Flas er aldrei til fagnaðar Nú er svo komið, að þess eru farin að sjást merki, að forustumönnum Framsóknarflokksins sé orðið þungt i sinni út af yfirgangi Alþýðu- bandalagsmanna i rikisstjórninni. Það er lika sannarlega ekki vonum fyrr, að framsóknar- mennirnir fari eitthvað að rumska, eftir alla þá óvirðingu er samráðherrar þeirra tveir hafa sýnt þeim allar götur frá þvi að rikisstjórnin var mynduð. Sizt væri að undra, þótt yfirlýsingar Lúðviks Jósepssonar um siðustu viðræðurnar við Eng- lendinga i landhelgisdeilunni hefðu komið illa við Ólaf Jóhannesson og Einar Ágústsson. Forsætis- ráðherra kvað, aðspurður um árangur viðræðn- anna, að ekki væri timabært að segja nokkuð um þær, fyrr en lokið hefði verið við skýrsluna, sem gera skyldi um það sem fram fór á viðræðufund- unum, og utanrikisráðherra væri kominn heim. Það mun vera föst regla i öðrum löndum, að slik yfirlýsing forsætisráðherra sé virt af samráð- herrum hans og að þeir gæti tungu sinnar, þangað til hann telur rétt að skýra frá niðurstöðum. Þetta frumhlaup Lúðviks er þvi móðgun af grófasta tagi bæði við forsætisráðherra og utanrikisráð- herra, sem þessi mál heyra undir. Það er lika auðséð, að ritstjóri Timans telur nú mælinn fullan, þótt hann reyni að fara um það sem vægustum orðum. Hann sagði i forystugrein blaðsins sl. fimmtudag: ,,Það var ómetanlegt, þegar fullt samkomulag náðist um landhelgismálið á Alþingi. Sú eining þarf að eflast, ef kostur er, þvi að enn hefur málið ekki komizt til fulls i höfn, og lokaróðurinn getur orðið erfiður. Meðan svo stendur, ættu stjórn- málaleiðtogarnir að forðast allan meting i málinu og enginn einn að telja sig þar öðrum fremri og skeleggari”. Þetta er allt hverju orði sannara, en engum ætti að geta dulizt, hvert skeytinu er beint. Hann á vitaskuld við hina dæmalausu framkomu Lúðviks Jósepssonar og hefur eflaust langað til að fara um hana sterkari orðum, þótt hann stillti sig um það að þessu sinni. Það er haft eftir Hermanni Jónassy ni — og ef rétt er munað i Timanum — að þegar landhelgin var færð út 1958 og deilurnar við Breta hófust, hefði Lúðvik látið eins og ólmur, ótaminn foli, sem mikil þolraun hafi verið að hafa taumhald á. Nú er enginn Hermann til þess að halda aftur af hestinum. Hinn hægláti og friðsami forsætisráð- herra vor nú ræður ekki við hann. Það er augljóst mál, einhver verður að geta það. Allt sem haft hefur verið eftir Lúðvik Jósepssyni um viðræð- urnar, er á þá lund, að þau áhrif, sem það kann að hafa, munu torvelda samninga fremur en auðvelda þá. Sama sagan er að gerast nú og 1958, að svo litur út, sem Lúðvik og helztu ráðamenn i flokki hans vilji ekki friðsamlega lausn á deilunni. Það er sitthvað, að standa fast á rétti sinum og hopa hvergi, eða beinlinis að mana andstæðinginn gegn sér. Allir þjóðhollir Islendingar vilja, að haldið sé með fullri einurð og festu á okkar mál- stað, en við viljum að það sé gert með gætni og skynsamlegum viðbrögðum. Flas er aldrei til fagnaðar. „Kraftaverkið er, að unnt sé að sökkva svo djúpt og komast upp úr" ER FLASKAN HÁLF- FULL EDA HÁLFTÓM? Er flaskan hálffull eða hálftóm? Þessi spurning ræður úrslitum. ,,Það eru ósýnileg landamæri milli þess, sem drekkur mikið magn, og áfengissjúklings,” segir AA-maðurinn, ,,nafn- lausi áfengissjúklingur- inn” ,,Dave” i viðtali við blaðamenn brezka blaðsins Gloucestershire h]cho. AA-samtökin brezku minntust 25 ára starfsafmælis með sam- komu, sem islenzkir fulltrúar tóku meðal annarra þátt i. Það mun einróma álit, aö AA- samtökin um heim allan hafi lyft grettistaki, sem engir aörir hafi valdið. ,Bjór eða sterka drykki?’ spurði þjdnninn blaðamann, þegar hann gekk i salarkynni ráöstefnu AA. „Afengi er áhætta i sta-rfi blaöamanna,” segir blaöamaður Gloucestershire Echo,” i flestum ráðstefnum, en hvernig má það vera á silfuraf- mæli AA-samtakanna?? ,,Er ég i réttu hóteli?” spurði hann. ,,Ég skal setjast með þér á barinn” „Dave ” kom til hjálpar. „Afengissjúklingar eru mældir i mönnum en ekki i flöskum,” sagði hann. „Við eigum ekki i neinum úti- stöðum viö fólk, sem nýtur áfengis. Ég skal setjast með þér á barinn hvenær sem þú vilt. En ég mun ekki drekka áfengi. Það er eitur fyrir mig, og enginn óbrjálaður maður tekur eitur.” „Ósýnilegu landamærin sem skilja þann, sem mikiö drekkur, frá áfengissjúklingnum ráðast af þvi að sá fyrrnefndi hefur tölu verða stjórn á drykkjunni, jafnvel þótt hann drekki viskiflösku á dag,”segir „Dave”. „Hann getur til dæmis hætt að drekka klukkan hálfellefu að kvöldi og sagt sem svo: „Þetta er nóg i dag”, ef hann villjOg farið i háttinn.” Afengissjúklingurinn getur þetta ekki. Áður sýndu menn bara „samúð” „Afstaöa mín til drykkju var önnur en þeirra heilbrigöu,” segir tyann. „Hálfflaska af viski var i minum augum hálftóm flasta af viski, en i augum heilbrigös manns hefði hún veriö hálffull flaska af viski.” Litill hópur kom saman i Dorchester-gistihúsinu i London áriö 1947 og lagði grundvöll að AA-samtökunum brezku. Þau höfðu áöur hjálpað þúsundum Bandarikjamánna út úr viti áfengissýkinnar. Nú eru deildirnar 633 i Bret- landi og félagar taldir vera um átta þúsund auk þeirra fjölmörgu, sem taka ekki lengur virkan þátt i starfinu, en fundu og varðveittu heilbrigði sitt i AA. AA býður ekki auðveldar leiðir eða auðfengna bót. Afengis- sjúklingurinn verður sjálfur að klifa brattann. „Þaö, sem reiö baggamuninn, var, að mér fannst ég „eiga heima” með hinum á fyrsta fundinum, sem ég kom á hjá AA. Ég hitti þar aðra áfengis- sjúklinga, sem höföu fengið heilsu, og ég fann að ég var i sama flokki og þeir. Aöur höföu menn sýnt mér „samúð”, en hjá AA fann ég „skilning”. Þetta varö boðskapur i minum augum.” ,,Ef einhver vill drepa sig, þá er það hans mál.” Hópsálgreining er aðferð, sem AA hefur notað frá upphafi, llllllllllll &Í.WÆ Umsjón: Haukur Helgason sjúklingar fá lækningu hver frá öðrum með þvi að ræða vandamál sin með góðum vilja til að fá bót. Þessi aðferð hefur seinna orðið viðurkennd i geðlækningum. En geölækning fæst ekki meö pillu- áti, nema að litlu. Afengissýki verða sjúklingarnir sjálfir að lækna, og svo er um flesta slíka sjúkdóma. Pilluát getur þar veriö til hjálpar en ekki alls. „Sá, sem vill fá hjálp, verður að biðja um hjálp. Honum verður sjálfum að skiljast, að hann getur ekki stjórnað lifi sinu. Þetta er persónuleg ákvörðun. Við segjum manneskju aldrei, að hún sé áfengissjúklingur ef einhver vill halda áfram að drepa sig, þá er það hans mál, en ekki okkar.” „Við biðjum fólk ekki að hætta til lifstiöar, heldur aö „vera ódrukkiö einn dag i senn.” ,,Við erum engin hjúskaparmiðlun” AA-menn sópa ekki vanda- málunum undir rúm. „Þaö er auövelt að „þurrka menn” með þvi að taka af þeim áfengið.'en það er ekki varanleg lausn,” segir „Dave”. I þeim orðum felst skýringin á mætti AA. Þar er lækningin djúp- stæð ef hún er til. Tilfinning hjálpar hvers viö annan og félagshyggja nær tökum á þeim, sem er bjargandi. Aöra mætti loka inni, eða láta þá ganga til enda þann veg, sem þeir vilja. Fundir eru til að miðla reynslu. Peningavandamálin eru litil hjá AA i Bretlandi, að sögn blaðsins. „Við höfum bara skál á borðinu á hverjum fundi fyrir leigu á fundarsal og tei,” segir „Dave”. „Við tökum ekki við framlögum frá öðrum. Peningar hafa skuldbindingar við gefendur i för með sér. Við erum ekki heldur vinnumiðlun, banki eða hjúskaparmiölun.” „Við viljum bara vera ófullir”. „Lif mitt sem drykkjumanns var ekki þess virði að halda sér lifandi. Kraftaverkið er, að unnt sé að sökkva svo djúpt og komast þó upp úr.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.