Vísir - 24.03.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 24.03.1973, Blaðsíða 2
2 Vísir. Laugardagur 24. marz 1973. visiftsm: Teljið þér að viö eigum aö semja við Breta um veiöileyfi, gegn þvi að þeir virði landhelgina að ööru leyti? Kristján Jónsson, fulltrúi: Það er af og frá. Ég lit svo á að við höfum i ljósi athugana, sem fiski- fræðingar hafa gert, ákveðið hvernig á að deila veiðinni innan þessa svæðis. Ef þetta er rétt hjá mér getum við ekki veitt neinar undanþágur frá þessu. Stefán Stefánsson, nemi: Það er sjálfsagt að leyfa þeim eitt- hvað að veiða. Við eigum ekki einir réttinn á þessu svæði, þeir hafa rétt til að veiöa lika. Helgi Benónýsson, verkstjóri: Nei, það er óráð. Það á a'ldrei að treysta Bretanum. Ég er búinn að hafa nógu mikil skipti við hann til að vita það. Það er allavega ekki um annað að ræða en að allir séu farnirúr landhelginni l.júnl 1974. Þórarinn Sigurðsson, verka- maður: Það kemur ekki til greina. Það má ekkert slá af. RÍKIÐ í PRENTSMIÐJU- „INNKAUPUM" Samningor í gangi um 100 nílljóna kaup Miklar sögusagnir hafa verið um það, að rikissjóöur hafi hug á að kaupa fasteignir og vélar Félagsbókbandsins og Prent- smiöju Jóns Helgasonar, sem eru til húsa i Siöumúla 16-18. Ætlunin muni vera, að líikis- prcntsmiðjan Gutenberg flytji starfsemi sina þangað. Siðastliðið ár skipaði iðnaðar- ráðherra nefnd i það verkefni að gera heildarúttekt á rekstri Gutenbergs. Nefndin skilaði áliti til ráðherra i lok janúar siðastliðins. Rekstur Gutenbergs mun hafa gengið erfiðlega á siðustu árum og mun það aðallega vera vegna slæmra húsnæðis- skilyrða. Einnig mun véla- kostur prentsmiðjunnar vera mjög úr sér genginn og ekki fullnægja þeim kröfum, sem nú eru gerðar. Undanfarin ár mun þvi hafa farið mjög fjarri, að prentsm. hafi getað fullnægt prentunarþörf helztu stofnana rikisins. Visir hefur það eftir áreiðan- legum heimildum, að nefndin muni hafa orðið sammála um það, að ef möguleiki eigi að vera á þvi að Gutenberg geti veitt hinu opinbera þá þjónustu, sem stjórnvöld telja nauðsynlega, þurfi að gripa til róttækra að- gerða. Núverandi húsnæði og vélakostur sé ekki til neinnar frambúðar. Sé þvi um tvennt að velja; Fyrri kosturinn sé að fjárfesta i nýju húsi og nýjum vélum, en búast má við, að það kosti jafnvel hundruð milljóna. Hinn kosturinn mun vera að kaupa fyrirtæki I þessari starfs- grein, sem fullnægði nauðsyn- legum þörfum. Siðari kosturinn mun vera talinn vænlegri og munu aðilar á vegum Iðnaðarráðuneytisins hafa skoðað nokkur fyrirtæki, Isafold, Hóla, Félagsbókbandið og Prentsmiðju Jóns Helga- sonar, með hugsanleg kaup i huga. Viðræður við eigendur og for- ráðamenn tveggja siðasttöldu fyrirtækjanna standa nú yfir, en engin lokaákvörðun hefur veriö tekin i málinu. Að áliti sérfróðra manna mundi kaupverð eigna sem þessara ekki vera langt frá 100 milljónurn. Húseignir Félagsbókbandsins og Prentsmiðju Jóns Helga- sonar eru sambyggðar og munu hafa verið reistar með það fyrir augum, að þar fari fram prentun og bókagerð. Samtals eru þær rúmlega 2000 fermetrar að flatarmáli og að stórum hluta tvær hæðir. —ÓG LESENDUR HAFA ORÐIÐ PEYSAN VESKIÐ Kona úr Hafnarfirði skrifar: „Strax og Visir sagði frá ÞJÓÐHÁ TÍÐ OG ENGAR REFJAR Magnús Hörður llákonarson skrifar: Það hafa komið fram skoðanir um það i fjölmiðlum, að hætta eigi við að halda þjóðhátið á Þing- völlum 1974 á þeim forsendum, að það yrði svallsamkoma og ekkert annað. Það er eitt af ótal mörgum dæmum um það, hversu þröngsýn sjónarmið bindindispredikaranna eru. Hefur annars ekki verið haldið upp á minna tilefni heldur en 1100 ára afmæli einnar þjóðar? — Er það ekki mál hvers og eins, hvort hann drekkur brennivin eða ekki? — Kemur það ekki i sama stað niður, hvort fólkið drekkur sitt brennivin á þessum ákveðna stað á sama tima og ef það mundi gera það heima sjá sér á einhverjum öðrum tima? — Ef mikil ölvun yrði þarna, væri þá nokkrum skömm gerð nema viðkomandi sjálfum? — Eru ekki nógir aðrir staðir til að halda þjóðhátiðina á, ef hætta er talin vera á þvi, að þjóðgarðurinn mundi skemm- ast.” KOM EN þjófnaðinum á töskunni minni, kom kona, sem hreinsar i Reykjavikurapóteki með lopa- peysuna, sem var i töskunni. Hún hafði fundið hana i undirgangin- um við apótekið. Taskan var tek- in frá mér i verzlun i Austurstræti á miðvikudaginn fyrir rúmri viku, en hefur ekki hefur mér bor- izt taskan sjálf, en i henni voru rauðir hanzkar, lyklaveski með 3 lyklum, sem slæmt er að tapa. Þá var lika i töskunni myndarammi með simanúmeri eigandans og fleira dót, svo ekki ætti að vera erfitt að finna mig. Geta nú ekki þeir, sem vita um töskuna, hringt i mig i sima 50689. Það mundi létta af mér þungum áhyggjum.” — P.s. Taskan var eins og þessi á myndinni”. EKKI BENSÍN EFTIR DÚK OG DISK f HVERAGERÐI Gunnar Ingi Kristjánsson, nemi: Það kemur frá minum bæjardyrum séðekki til greina að slá af. Við getum vel unnið þessa deilu án nokkurs undansláttar. Sigurður Heigason, kaupsýslu- maður: Við eigum ekki að selja landhelgina. Við höfum fært út i 50 mflur. Við hvikum ekki frá þvi og stefnum að að minnsta kosti 100 mflna landhelgi. Umbúðir eins og aftökupokor B.H. hringdi: „Mér finnst þetta dálitið ein- kennileg smekkvisi hjá ÁTVR, þegar hún valdi sér svarta poka fyrir umbúðir utan um brenni- vinið. Þessir pokar minna mann helzt á „hauspokana”, sem settir voru yfir höfuð þeirra, er taka átti af lifi hjá þeim þjóðum, þar sem dauðarefsins var við lýði. Það var þó meiri nauðsyn til þess að velja þessar umbúðir ögn smekklega, fyrst það varð úr að hafa þær svona sterklegar og endingargóðar,' Eg held samt, að þessi endingargæði hafi verið mis- ráðin, þvi að þessar umbúðir eru ekki svo mikil prýði á landslag- inu. Já, ég sagði landslaginu, þvi að maður finnur þetta út um allar sveitir, þar sem neytendur hafa fleygt þeim Jrá sér að lokinni náttúruskoðun. Satt að segja eru þessir pokar til stórlýta, og bara af náttúru verndarsjónarmiðum einum saman væri nauðsyn að taka heldur upp bréfpoka." Birgir i Hveragerði skrifar: „Ég finn mig tilknúinn til þess að reyna að koma þvi á framfæri við oliufélögin, hvernig þjónustan hér i Hveragerði er við okkur, sem þurfum annað veifið bensin og oliu á bila okkar. Það getur varla verið, að þau viti af henni. Á veturna getum við fengið bensin á einum sölustað aðeins og þá einungis eftir kl. sex siðdegis fram til kl. ellefu að kvöldi. Um helgar er svo opið hjá öðrum sölustað kl. 9 til 12 á laugar- dagsmorgnum og frá kl. 10 til kl. 12 á sunnudagsmorgnum. — Það er allt og sumt. Að visu á það að heita svo, að opinn sé á öðrum timum söluturn, þar sem hægt er að fá oliu á bil- inn, en þar er opið aðeins kl. 3-9 (og er þó misbrestur á). Ef maður verður bensinþurfi á öðrum tima, þá verður maður bara að bita i það súra og biða eftir þvi, að bensinsalan verði opin næst. Ég held, að við greiðum með hverjum litra þjónustugjald, sem felur i sér, að það eigi að dæla bensininu á bila fyrir okkur. Að minnsta kosti er gjaldið það sama og á Selfossi, og þar eru alltaf til staðar afgreiðslumenn, sem gera þetta fljótt og vel fyrir viðskipta- vinina. — Hér er þetta öðruvisi, og við verðum að gera þetta sjálfir. Við erum margir hér i Hveragerði, sem vildum gjarnan eiga þess kost að kaupa bensin eða oliu að kvöldlagi, og við erum oft spurðir að sliku af gestkom- andi, en verðum alltaf að svara þvi neitandi. Hveragerði er þó i þjóðbraut.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.