Vísir - 16.06.1973, Blaðsíða 5

Vísir - 16.06.1973, Blaðsíða 5
Vlsir. Laugardagur 16. júni 1973. 5 Liðsmenn hljómlistar- innar Brimkló, eru allir vel þekktir. Þeir hafa gengið i gegnum eigin- lega allar þær tónlistar- stefnur, sem komið hafa fram á undanförnum árum, og hafa þannig myndað sér nokkuð ákveðnar skoðanir á því, sem þeim líkar og líkar ekki. Brimkló hefur spilað víða, en hvergi fá þeir betri móttökur en á „Vellinum", og máli sínu til sönnunar var mér boðið með, til að sjá með eigin augum.... Björgvin: Þú skalt sko ekki halda, að við ætlum að spila alveg sérstaklega fyrir þig i kvöld. 1 þessum klúbbi er yfir- Hannes Jón: Leon Russc Þaö á örugglega eftir að aui vinsældir country músikurinn. þegar frægir kallar eins og hai fara að gefa út country plöti Þó þið séuð talsvert samhu; um það hvað ykkur finnst g múslk, þá triíi ég þvi varla ; stundum llki einhverjum ykka það sem hinum likar ekki e< öfugt.? Hannes Jón: Ég nærist músík þessa dagana og hel vildi ég vera með tólin hausnum núna. Arnar: I meginatriðum fylgjum viö sömu linu, þó að hver okkar hafi sinn sjálfstæða smekk. T.d. Mahnvishnu Orc- hestra. Mér finnst þeir ofsalega góöir, en samt mundi ég aldrei nenna aðsetja plötu með þeim á fóninn, þvi mér finnst músikin sem þeir spila leiðinleg. Þessi mynd var tekin af Brimkló I Þjórsárdal um sfðustu helgi, en þar kom hljómsveitin fram undir berum himni í fyrsta skipti— Skildi pop-hljómlist heyrast oftar úti viö á þessu sumri...??” endist til að spila hérna uppi á Velli fyrir lélegt kaup. Og þeir væru örugglega ekki eins viljug- ir að fara hingað, ef ekki kæmu til hamborgararnir. t fyrstu er ég nú ekki alveg með á nótun- um, en þegar ég hef sporörennt félaga sina vefja örmum þær dömur, sem i sainum eru. Pása. Sigurjón: Mér leizt nú ekkert sérlega vel á liðið hérna, fyrst i kvöld, en það virðist vera að rætast úr þessu núna. endaöi. Sigurðjón: Þetta var svo mikið i hans verkahring þegar hann var i Fiðrildi. I bænum eða úti á landi getur hann þetta ekki eins mikið, þvi þar kemur fólk til að drekka sig fullt, ekki til að Hamborgarar, bjór, varnaliðs- menn og country-hljómlist.... Spjallað við liðsmenn Brimklóar ieitt meira af svona rokk-liði, og ef rokk fellur betur i fólkið þá tökum við rokk. Arnar: Það er öðruvisi með okkur en margar aðrar hljómsveitir. Stór hluti af okkar prógrammi verður að vera músik, sem fólki fellur við, og þó við séum allir mjög hrifnir af country músik þá mundi okkur aldrei detta i hug að spila eingöngu country. Viö erum atvinnuhljómsveit og við höfum ekki efni á þvi, ef fólki likar ekki við okkur. Björgvin: Það er algjör mis- skilningur hjá þeim, sem halda að commercial músik geti ekki verið góð músik. Auðvitað getur rommercial músik verið góð og hún getur lika verið léleg. Það sama má segja um allar aðrar músikstefnur, sem uppi eru. Við spilum country, rokk soul, blues og commercial músik, en við spilum þó ekkert, sem okkur finnst lélegt. Hannes Jón: Vitið þið hver er að fara að gefa út country plötu? Hinir: Nei. Sigurjón: Þarna er ég á önd- verðum meiöi. Ég á bæöi plöturnar þeirra og er ofsalega hrifinn af þeim. En mig mundi samt ekki langa til að spila þá músik, sem þeir spila. Ragnar: Ég vildi endilega fá að koma þvi að, að minn uppáhalds trommuleikar heitir Russ Kunkel. Hann er banda- riskur session „gæi” og spilar mikið með fólki eins og James Teylor, Carly Simon og núna siöast John Kay. Hefur þú eitt- hvað hlustað á hann? Varla get ég nú sagt það, og þó. Var hann ekki meö James Taylor á One Man Dog? Ragnar: Jú og þú mátt hafa það eftir mér að trommuleikur- inn á þeirri plötu er einn sá albezti sem eg hef heyrt. Russ Kunkel er alveg pottþéttur á þvi sem hann er að gera. Nú erum við komin aö klúbbnum og þó þeir séu svolitið seinir, þá kemur þaö ekki til greina að sleppa hamborg- urunum. Þeir segjast oft hafa fyrsta bitanum þá skil ég þá. Þvf það er leitun af öðrum eins hamborgurum og þeim á Vcllin- um. Stemmningin þarna er allt öðruvisi en maður á að venjast hérna á Islandi. Salurinn er talsvert þétt setinn. Fólk situr þarna sötrar bjór og hlustar á Jukebox. En strax og Brimkló byrjar á fyrsta laginu City of New Orleans, er tjaldið dregiö frá og slökkt á Jukebox tækj- unum, og nú beinist athygli fólksins algerlega að Brimkló, þvi þaö er hingaö komið til að hlusta á þá, sötra bjór og dansa þegar á Ifður kvöldið. Ekki til að drekka sig útúrdrukkið, þó flestir fari út i eitthvað sterkara eftir nokkra bjóra. Brimkló spilar létt country lög og góð stemmning myndast í salnum. Samt eru ekki allir ánægðir. Tveir kanar, sem hafa greini- lega byrjað á einhverju sterkara en bjór vilja meira stuð og kalla, Alice Cooper, Alice Cooper. Hanúes Jón: Vinir minir, mér finnst það leitt, en Alice Cooper er dauður hann hengdi sig i gær. Hlátur fer um salinn og greinilegt er að mikið er að lifna yfir fólkinu. Hannes Jón: Ef afturendarnir á ykkur eru ekki fastir við stól- ana, þá skuluð þiö standa upp og dansa, þvi næst er það rokk. Og rokk er það svo sannar- lega, þvf næsta lag er gamla Chuck Berry lagiö Bye Bye Johnny. Kvenfólkiö, sem þarna er í miklum minnihluta er allt drifið út á gólfið, og eftir hvert lag þakka þær fyrir dansinn, en cru varla seztar, fyrr en annar er kominn til að biöja um næsta dans. Björgvin: Þið eruö öll að drekka, er það ekki? Ailir i salnum svara honum með hrópum, veifa glösunum og fá sér sopa. Björgvin: Það er fint, þvi.... I’ve Been Drinking Again. Þetta gamla rólega Rod Stew- art lag er eitt það bezta sem Brimkló tekur. Já, þetta er rólegt lag og nú er um aö gera að hafa fljóta fætur öllu kven- kyns i salnum er kippt út á gólfið. Og þeir, sem ekki naðu sér i neina, horfa nú langeygir á Hannes Jón er að tala við einhvern Kana, sem þylur upp munin á fimm og sex strengja banjoum og mismunin á hinum ýmsu tegundum þeirra. Kaninn: Ég get kannski reddað þér einum fimm strengja af beztu gerð, en þó meö einu skilyröi. Hannes Jón: Hvað er það? Kaninn: Aö þú kennir mér að spila á banjo. Arnar, ég hef tekið eftir þvf að gftarleikur þinn hefur breytzt mikiö, frá þvf sem áður var. Nú gætir mjög mikilla country áhrifa i leik þinum. Arnar: Ég hef alltaf haft mjög gaman af country og þá sér- staklega country gitarleik. Og ef einhver heldur aö það sé ekkert góður gitarleikur nema sá stfll, sem Clapton og Hindri voru upphafsmenn að, þá langar mig til að vitna i Clapton. En hann sagði, að þegar hann heyrði eða sæi góða country gitarleikara, þá liði sér eins og byrjanda. 1 þessu kemur Ragnar ask- vaðandi með glas f sin hvorri hendi og réttir mér annaö þeirra. Ragnar: Það er tvennt æðis- legt við Völlinn hamborgar- arnir og Jack Daniels. Ha, Jack Daniels, er þaö bar- þjónn hér? Ragnar: Þú heldur núna á einum tvöföldum Jack Daniels. Smakkaðu og segðu mér, hvað þér finnst. Jú, þetta er ljúffengur drykkur og ég skil þá enn betur. Hér er svo sannarlega eftirein- hverju að sækjast þó kaupið sé ekki hátt. Pásan er búin, og nú byrja þeir á gömlu Bob Dylan lagi Don’t Think Twice, og þaö er Hannes, sem talar og syngur. Upphaflega söng Dylan bara lagið, en Hannes hefur greini- lega bragðaðá J.D. og vcður þvi mikinn. Hann talar og talar og er kominn út i efni algerlega óskylt laginu, en alltaf spila hinir undir. Björgvin tekur loks af honum skarið og byrjar að syngja lagið, og saman syngja þeir það til cnda. En Hannes er búinn að finna smjörþefinn og lagiö er ekki fyrr búið, en hann er byrjaður aftur, þar sem hann hlusta á hljómsveitina. En hérna er þetta allt öðruvisi, sérðu bara sambandið, sem hann nær við fólkið. Áfram spilar Brimkló, og nú ber meira á rokki og ,,soul” en áöur. Fyrr um kvöldið notuöu þeir country músikina til aö hita fólkið upp og koma þvi i góða og rétta slemmningu fyrir það scm á cftir fer. En nú sýna þeir að country getur Ifka veriö stuð- músfk. Þeir taka lagiö Daddy Frank og strax á eftir How Can You Keep on Moving. Þarna var hámarki kvöldsisn náð. Þeir sem höfðu kvenmann voru úti á gólfinu, og dönsuðu á fullu, en hinir sem i salnum voru héldust fæstir sitjandi. Flestir stóðu uppi, og allir klöppuðu, stöpp- uðu, og sungu með. Já, mikið vildi ég gefa fyrir að sjá svona stemmingu i öl-húsum landsins, og vona að þess verði skammt að bföa, þvi Brimkló er til i tuskiö. Áður en nokkur hefur áttaö sig er ballið búið, og við lagöir af stað heim. Björgvin: Sástu „feelinguna” þegar við tókum How Can You Keep on Moving. Þetta er allt önnur „feeling”, en maður á að venjast og ég vildi að hún væri viðar. Ég veit ekki betri tilfinn- ingu, en að finna að öllum likar það sem maður er að gera. Arnar: Þeir kunna að „feela” country á réttan hátt kanarnir, enda aldir upp við það. Nú er billinn stöövaður og öllum skipað út, því veröirnir við hliðið hafa einhvcrjar grunsemdar tilfinningar. Og þeir byrja að róta töskum og ööru þvi um liku. Allt í einu rékur einn varöanna upp fagn- aðaröskur, og dregur Wisky pela upp úr tösku Hannesar. Hannes Jón: Þakka þér fyrir vinur, ég var búinn að stein- gleyma honum þessum, en ég tók hann með i nesti að heiman. Þvi næst sýnir hann veröinum, að á pelanum stendur skýrum stöfum ATVR. Leitinni er strax hætt, og allir reknir aftur upp f bilinn. Um leið og viö rennum I burtu er tappi pelans fjarlægður og f kveöjuskyni er skálað við verðina ihliðinu. velt þvi fyrir sér, hvernig þeir Brimkló er skipuö þrem fyrrverandi liðsmönnum Ævintýris, þeim Sigurjóni Sighvatssyni og Arnari Sigurbjörnssyni, sem standa yzt til vinstri á myndinni hér að ofan, og Björgvini Halldórssyni, sem er yzt til hægri á myndinni. Hinir tveir cru Hannes Jón, sem kom úr Fiðrildi og Raggi, sem spilað hafði með hljómsveitunum Dumbó og Maiium.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.