Vísir - 29.08.1973, Blaðsíða 13

Vísir - 29.08.1973, Blaðsíða 13
Visir. Miövikudagur 29. ágúst 1973. 13 Vitkast óöum Stjórnendur fyrirtækja á Is- landi hljóta að vitkast óðum i sinni grein. Stjórnunarfélag Is- lands og Iðnþróunarstofnun hafa nú um árabil beitt sér fyrir kennslu i stjórnun og öðrum atr- iðum i rekstri'og fleiri hafa þar lagt hönd á plóginn til að upp- fræða forystumenn fyrirtækj- anna. Dagana 20. - 22. september gangast Iðnþróunarstofnunin og Stjórnunarfélagið fyrir námskeiði í stjórnun og arðsemi. Iðnþróunarstofnun Sameinuöu þjóöanna i Genf veitir verulegan fjárstuðning til námskeiösins. Leiöbeinendur verða, Palle Hansen prófessor og René Mortenser. forstjóri frá stjórnunarstofnun I Danmörku. 7 milljónir til útflutningsmiðstöðvar Stærsta verkefni Otflutnings- miðstöðvar iðnaðarins á siðasta ári var aö gera áætlun um eflingu útflutningsiðnaðar. Þetta var hlutverk miðstöðvarinnar i sam- bandi við aðstoð sem við fáum frá Sameinuðu þjóðunum. Iönþróunarstofnun Islands fékk það verkefni að móta áætlun um eflingu iðnaðar almennt. Framlög til reksturs Otflutningsmiðstöðvarinnar námu rúmum 7 milljónum ifyrra Hiö opinbera lagði fram fjórar milljónir. Frá vörusýningarnefnd kom tæp milljón. Formaður Otflutningsmið- stöövarinnar er Bjarni Björnsson og framkvæmdastjóri Olfur Sigurmundsson. „Saf naði maurum af sjó- fuglum, einkum lunda" — Hér eru menn að rannsaka margt 49 erlendum rannsóknar- leiðöngrum, einstaklingum og hópum hafði verið veitt leyfi til rannsókna hér á landi fram til 25. júli. Þessir útlendingar hafa rannsakað hvaöeina hér á landi. Til dæmis fékk Helen Fortune frá Oxford leyfi til athugana á samskiptum plantna og skordýra. Dr. John Lazarus og dr. Ian Inglis fengu að rannsaka gæsir I Þjórsárverum og á Selmýrum, uppi af Skaftárdal. Samstarfsmaður þeirra er Arn- þór Garðarsson. Rannsóknarskipiö Shackleton frá umhverfisrannsóknarráði, Bretlandi, fékk leyfi til rannsókna á landgrunni Islands, sem stóðu yfir frá 13. júni til 31. júli. Prófessorar og augnlæknir gerðu i júni erfðafræðilegar rannsóknir og leituðu að gláku ásamt fleiri þáttum, sem varða augnbreytingar hjá öldruðum. Þá kom Harald Trefall prófessor frá Bergen og hélt áfram rannsóknum sinum i há- loftum með loftbelgjum. Hann setti upp fjarskiptastöð á Raufar- höfn i júli til aö skrá upplýsingar úr loftbelgjum, sem berast munu hingað til lands frá Noregi. William M. Berryman frá Wyoming gerir athugun á örveru- lifi á Tjörnesi. Samstarfsmaður hans er Leifur Simonarson. Skaðleg efni i fuglum og fiskum var viðfangsefni Joseph J. Hickeys prófessorsfrá Wisconsin, sem vann að rannsóknum hér á landi i samstarfi viö dr. Finn Guðmundsson. Andrew J.Main frá Yaleháskóla safnaði maurum af sjófuglum, einkum lundum i lundabyggð i Vik i Mýrdal. Af þessum dæmum má sjá um- fang slikra rannsókna, en ótaldar eru þær fjölmörgu rannsóknir, sem geröar eru i jarðfræði, á jöklum, o.s. frv. Af þessum 49 leiðöngrum voru 2 frá Danmörku, 17 frá Bretlandi, 2 frá Finnlandi, 1 frá Irlandi, 2 frá Kanada, 1 frá Noregi, 3 frá Sviþjóð, 15 frá Bandarikjunum, 1 frá Sovétrikjunum og 5 frá Þýzkalandi. <1 Auðvelt að skipta um stétt? Verkalýösfélögin búast til sóknar um bætt kjör og nú hefur Björn Jónsson skipt um stétt. Hann fylgir þvi i fótspor Hannibals. Hannibal var forseti Alþýöusambandsins og varö siðar ráðherra og komst aö þvi leyti hinum megin við boröiö. Björn varö forseti Alþýðusam- bandsins. Oft var sagt að Björn sækti fast að ríkisstjórninni, og hann og Hannibal voru ekki sam- mála um sum mikilvæg mál, er launþega vörðuöu. Nú hefur Björn hins vegar fariö I fótspor Hannibals alla leiðina upp I ráð- herrastólinn, og menn munu sjá, hvort Björn breytir afstöðu við það. Snorri Jónsson hefur tekið sæti Björns sem forseti ASI Ekki vitum viö hvort hann fer lengra. 6,78% kauphækkun Almenn kauphækkun verður 6,78 prósent frá 1. september. Kauplagsnefnd reiknaöi visi- tölu framfærslukostnaðar I ágúst- byrjun og reyndist hún vera 210 stig eða 9 stigum hærri en i byrjun mai Samkvæmt þvi var reiknuö kaupgreiðsluvisitala og var hún 139,54 stig, sem þýðir, aö verð- lagsuppbót á grunnlaun verður 39,54%. Þessi verðlagsuppbót var áður 30,68% sem þýðir, að kaup hækkar almennt um 6,78%. Safnaði fé i sjóð vegna Hauks B. Ilaukssonar. Þessi ungi piltur safnaði fyrir helgina 1200 krónum i sjóð, sem iþróttafréttaritarar dagblaðanna hafa stofnað til minningar um Hauk B. Hauksson, sem lezt i knattspyrnuleik. Pilturinn heitir Bragi Jónsson og á heima á Langholtsvegi 13. Hann sagðist hafa haldið hlutaveltu og gaf hún góöan ágóða, enda höfðu margar verzlanir gefið hluti i hlutavelt- una. þs. Ný borðstofuhúsgögn FRÁ FINNLANDI TEKIN UPP I DAG LITUR: BRÚNBÆSAÐ Trésmiðjan VÍÐIR h.f ☆ ÞETTA GLÆSILEGA „SEn" ER Á MJÖG HAGSTÆÐU VERDI. GREIÐSLUSKILMÁLAR - STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR . LAUGAVEG 166 — SIMAR 22222 - 22229

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.