Vísir - 20.10.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 20.10.1973, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Laugardagur 20. október 1973. VÍSIBSm: Kom yður nokkuð á óvart I útvarpsumræðunum frá Alþingi I fyrrakvöld? y Jón M. Jónsson, verzlunar- maður: Nei, ekki get ég sagt það. Ég hlusta einstöku sinnum á út- varpsumræður frá Alþingi, og alltaf er gaman að heyra frá stefnu flokkanna og bera þær saman. tsabeila T h e od ó r s d ó 11 i r , húsmóðir: Nei, nei, ég hlustaði ekkert á þetta og geri yfirleitt lltiö að þvi. Bjarni Sæmundsson, hafnarskrif- stofunni: Nei, ekkert kom mér nú á óvart. Ég hlusta alltaf á útvarpsumræður, og að minu mati þá vilja þeir allir gera vel. Stefán Sigurjónsson, skósmiða- nemi: Nei ekki get ég sagt það. Er þetta ekki sama rullan, mér heyröist það, en að vlsu hlustaði ég aöeins með öðru eyranu. Elisabet Rósinkarsdóttir, húsmóðir: Auövitað kemur manni svo margt á óvart, ekki slður I útvarpsumræðum en annars staðar. Ég hlustaði á Geir Hallgrimsson og Lúðvik i umræðunum. En ef ég ætti að fara að ræða þetta nánar, þyrfti ég liklega heila blaðsíðu, svo bezt er að sleppa þvi. Eirikur Ketilsson, stór- kaupmaöur: Nei, nei, ég hlustaði ekki og hlusta aldrei á útvarps- umræður, ef ég mögulega kemst hjá þvi. Ef þið ætlið að ljósmynda mig, þá er bezt fyrir ykkur að nota breiðfilmu. Sléttbakur og Svalbakur á heimleið? — fyrri eigendur deila innbyrðis um skiptingu kaupverðsins Svalbakur og Sléttbakur, nýju togararnir, sem Útgerðarfélag Akureyringa hefur fest kaup á I Færeyjum lcggja væntanlega af stað lieim bráðlega. Reyndar ætluðu Akureyring- ar að vera búnir að fá þessa tog- ara afhenta fyrir löngu, en inn- byrðis deilur hluthafa i þvi hlutafélagi, sem seldi togarana, hafa tafið afhendingu. ,,Þeir deildu vist um það, hver eða hverjir ættu að fá stærstan bita af kökunni”, sagði Gisli Konráðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélagsins, er Visir ræddi við hann i gær. Skipstjórar og aðrir yfir- menn, sem ráðnir eru á þessa nýju togara, hafa nú dvalið i Færeyjum i allt að tvo mánuði, en aðrir skipverjar skemur. Alls munu tólf Akureyringar vera i Færeyjum þessa dagana, albúnir að sigla heim. I gær flaug svo lögfræðingur Útgerð- arfélagsins til Færeyja til af ganga frá afhendingunni. Togararnir, sem um ræðir, voru báðir smiðaðir I Noregi fyrir fimm árum og eru búnir vinnsluaðstöðu um borð, þannig að hægt er að flaka þar fiskinn og frysta hann. ,,En við ætlum okkur nú ekki að nota þá aðstöðu, fyrst um sinn a.m.k..”, sagði Gisli Konráðsson, „togararnir fara á veiðar frá Akureyri og verða hérá heimamiðum. tslenzk mið eru fyrir tslendinga”, sagði Gisli. Báðir togararnir eru 834 tonn að stærð, og kaupverð hvors um sig mun vera nokkuð yfir 170 milljónir króna. — GG. I LESENDUR HAFA ORDIÐ Gangbraut við inngang í Naust! Þórarinn Björnsson, Laugarnes- tanga 9b, kom aö máli við blaðið: ,,Mig langar til að vekja athygli á þeirri slysahættu, sem er fyrir framan innganginn að veitinga- húsinu Nausti. Þarna er tiltölu- lega fjölfarin umferðargata. Mjó gangstétt er milli dyranna á Nausti og götunnar. Nú er það svo, að flestir þeir, sem dveljast á Naustinu, fara þaðan i leigu- bilum. En sökum þess hve gatan er þröng og bilar verða að stoppa hinum megin hennar, skapast þarna slysahætta, þegar fólk kemur út af veitingahúsinu og anar beint út á götuna. Það er frekar heppni heldur en hæfni bilstjóra að enginn skuli hafa drepizt þarna. Spurningin er bara hvenær kemur að þvi. Ég vil að umsvifalaust verði komiðþarna fyrir upplýstri gang- braut, þvert yfir götuna, beint á móti inngöngudyrunum. Einhvern veginn fara ökumenn yfirleitt gætilegar um götur á gangbrautum, og þetta gæti komið I veg fyrir hugsanleg slys þarna. Einnig væri ákjósanlegt, að grindverk yrði sett milli götunnar og gangstéttarinnar fyrir neðan gangbrautina. Þá væri tryggt, að flestir færu yfir götuna á gang- brautinni”. Hún er ódýr, viðhafnaríbúðin á lystiskipinu Elisabeth II. — Athugasemd frá S.V.G. við ummœli Jóhanns Sigurðssonar „1 viðtali við dag- blaðið Visi, sem birtist laugardaginn 13. þ.m., lýsir Jóhann Sigurðsson, forstöðu- maður Flugfélags íslands h.f. i London, óskaplegum áhyggjum sinum yfir fregnum af verði á ferðum fyrir er- lenda ferðamenn til Islands á næsta ári. Tekur Jóhann i viötalinu dæmi um sérstakar vor- og haustferðir, sem ætlað var að lengja ferðamannatimabilið og kostuðu á þessu ári 58 sterlings- pund, en ætlað er skv. upplýsingum Jóhanns að kosta muni 100 sterlingspund á næsta ári. Niðurstöður Jóhanns I viðtali þessu eru þær, að hótel - og feröakostnaður hér innanlands hækki stöðugt og sé æ meiri og meiri hluti af heildarkostnaði ferðanna. Til þess að krydda viðtalið telur Jóhann, að dvalar- kostnaður brezkra ferðamanna hér á landi sé kominn i sam- bærilegan verðflokk og greitt er fyrir viðhafnaribúð með lysti- skipinu Elisabeth II., og ekki fjarri þvi að vera i sama verð- flokki og dvöl á lúxushóteli i Monte Carlo. Samband veitinga- og gisti- húsaeigenda hefði talið rétt, að Jóhann hefði upplýst, hver væri t.d., dvalarkostnaður þeirra ferðamanna, sem koma til með aö notfæra sér haust- og vor- ferðir þær, sem Jóhann upplýsir, að kosta muni um 100 sterlingspund miðað við 7 daga dvöl hérlendis til rökstuðnings staðhæfingum sinum i viðtalinu, en meö þvi að Jóhann kaus að geta þess að engu, telur S.V.G., að gefnu þessu tilefni, rétt að upplýsa það. Samkvæmt upplýsingum frá þeim hótelum, sem þátt- takendur eru i þessum ferða- pakka, nemur dvalarkostnaður pr. dag, sem rennur til hótelsins, kr. 1.042.- eða pund 5.15. Innifalið i þvi verði er gisting, morgunveröur og kvöldverður (dinner). Fyrir 7 daga dvöl greiðir þvi hinn erlendi ferðamaður til hótelsins 36.00 pund ab við- bættu þjónustugjaldi og sölu skatti, sem nemur 7 sterlings- pundum. Það væri vissulega fróðlegt fyrir almenning, ef Jóhann Sigurðsson vildi upplýsa, til hvaða aðilja afgangurinn af heildarkostnaði ferðarinnar, 57 sterlingspund, rennur”. Reykjavik, 17. okt. 1973. F.h. SAMBANDS VEITINGA- OG GISTIHÚSAEIGENDA, Sigurjón Ragnarsson, formaður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.