Vísir - 23.11.1973, Blaðsíða 20

Vísir - 23.11.1973, Blaðsíða 20
VÍSIR o Föstudagur 23. nóvember 1973. ff Gegndar- lausar kröfur" — segja ungir námsmenn um kröfur háskólamanna „StNE lýsir megnustu andúö sinni á gegndarlausum kaupkröf- um BHM. Kröfur þessar miða einvörðungu að þvi að auka launamisréttið i þjóðfélaginu og auka efnahagsleg forréttindi há- skólafólks til viðbótar við þau for- réttindi, sem það hefur öðlazt sem menntun.” Þetta var meðal annars samþykkt á haustfundi SINE 1973 i Reykjavik, sem nýlega hefur verið haldinn, og SINE segir enn- fremur: „SINE lýsir fyllsta stuöningi sinum við þá kröfu ASt, að laun hærri en 50 þúsund krónur á mán- uði hljóti ekki fulla visitöluupp- bót.” „Kaupkröfur Bandalags há- skólamanna fela i sér yfirgengi- lega launahækkun háskólamennt- uðum til handa. Formaöur launa- málaráðs BHM skýrði frá þvi ný- lega i sjónvarpi, að skv. útreikn- ingum þeirra á raunhæfitekjum Islendinga rikti verulegt launa- jafnrétti hér á landi. Ennfremur lýsti hann þvi yfir, að ekki væri ástæða til aö raska þvi launajafn- rétti, en haföi þó skömmu áöur varið réttmæti þeirra kaup- krafna, sem BHM gerir.” — EA Hifaveita sparar hús- eiganda 47 þús. r r • a ari Kostir þess aö búa á hitaveitu- svæðinu vaxa mikið, þegar verð á oliu til húsahitunar hækkar eins og fyrirsjáanlegt er. Samkvæmt upplýsingum Jóhannesar Zoega hitaveitustjóra greiðir ibúðareigandi á hitaveitu- svæði ekki nema 40% i hita- kostnað miðaö við kostnað þeirra, sem þurfa að hita hús sin með oliu. Er þá miðað við núverandi verð á oliu og hitaveitu. Miðað við ibúð, sem er 120 til 130 fermetrar að stærð, er árskostnaður þá af hitaveitu milli 13 og 14 þúsund krónur. Oliu- kyndingin kostar aftur á móti nálægt 35 þúsundum á ári. Þegar fyrirsjáanleg hækkun á oliu veröur komin til fram- kvæmda, en hún mun verða um það bil 90%, verður ennþá hag- stæðara að hafa hitaveitu. Miðað er við, að hitaveitugjöld fáist hækkuð um 29%, eins og talið er nauðsynlegt að gjöldin hækki frá og með næstu áramótum. Þá er hitaveitukyndingin komin niður i aðeins 27% af kostnaöi við oliukyndingu. Kostnaður við kyndingu 120 fermetra ibúðar i eitt ár verður þá orðinn um það bil 18 þúsund krónur á hitaveitu- svæðinu, en nálægt 65 þúsundum hjá þeim, sem hita hús sin með oliu. Mismunurinn er þá orðinn heilar 47 þúsundir króna á ári, sem flestir telja sig vafalaust geta notað til margra þarflegra hluta. —ÓG FLYTJA í 4. SINN Á V §W n II ðk D | — En nú oftur til Eyja. 40-50 | /C r U Alfl búslóðir til Eyja ó viku. Sjálfsagt verða verzlanir miklu fleiri en áður”, sagði Asta. — Hvað hafið þið verið lengi að pakka? „I tvær vikur, og svo hef ég veriö að biða eftir eiginmannin- um, þvi hann hefur verið á sjón- um. Ég hélt það ætlaði aldrei að liða að maður kæmist heim.” Og þar með var settur enn meiri kraftur i að pakka saman. Borð vafin inn i plast, málverk og fleira, allt inn i gáma. Fyrir utan húsið Estasund 51 stóðu tveir gámar, annar þegar orðinn næstum fullur af hús- gögnum. Þeir voru tveir i þvi að bera út búslóðina, þeir Sigurður Jónsson og Ægir Sigurðsson, sonur hans, sem búið hefur i húsinu ásamt fjölskyldu sinni. Þeir settu ekki frostið sem beit og stakk, fyrir sig, þaö lá á að skella öllu inn i gám, „þvi ég fer kannski heim i kvöld”, sagði Ægir. Búslóðin fer með sömu ferð og búslóð þeirra Hreins og Ástu. „Þeir leka svolitið gámarnir”, sagði Sigurður, en „það verður vonandi allt i lagi.” — En ef eitthvað skemmist á leiðinni? „Ja, nú er búið að meta allt, svo það verður vist litiö við þvi að gera”, sagði Ægir. Sigurður sagðist vera fluttur til Eyja með allt sitt hafurtask. Hann flutti i september. Hvorugur missti hús sitt I öllum hamagangnum i vetur, en þeir vilja hvergi annars staðar vera en I Eyjum, enda sækja báðir sjóinn. — Þið ætlið að komast heim fyrir jólin? „Já, við höldum jólin heima i Eyjum og hvergi annars staðar”, sögðu þeir og tóku um leið I sama streng og Asta og Hreinn, þvi öll hlökkuðu mikið til jólanna. — Það bætist þvi talsverður liðsauki við Eyjamenn, þvi fyrir eru yfir 2000 manns, að sögn þeirra i Hafnarbúðum, sem vinna sumir hverjir til klukkan að verða 2 á nóttu við flutning- ana. — EA — Vilja halda jólin í Eyjum Þeir létu ekki frostiðog kuidann hafa áhrif á sig, feðgarnir Ægir Sigurðsson og Siguröur Jónsson. „Ég ætla að reyna að komast heim I kvöld”, sagði Ægir. svoleiðis, þá færum við ekki aft- ur.” Og ekki voru krakkarnir þrir, Sigriður, Gunnar og Sigurður Ómar, smeyk. Þau hafa verið i skóla hér i vetur, en skipta nú yfir i skólann I Eyjum aftur, og likar það ekki verr. „Það er hvergi betra aö róa en frá Eyjum”, sagði Hreinn, þegar við spurðum þau, hvort þau vildu hvergi annars staðar vera en þar. „Atvinnan er þannig, að það er ákjósanlegt að vera þar.” — Verður ekki skritið að koma úr verzlunarhverfunum hér i næstum verzlunarlausar Eyj- ar? „Það eru alltaf fleiri og fleiri verzlanir að opna þar. Mér var sagt að hafa með mér nóg af matvælum, ef ég ætlaði að flytja, en ég held það sé alveg ástæðulaust að óttast skort. Það eru lfklegast fæstir, sem flytja fjórum sinnum á tæpu ári. Og það eru nú meiri flutning- arnir, gæti fólk hugsað með sér. En það hafa þau orðið að gera tilneydd Eyjahjónin, Hreinn Gunnarsson og Ásta Sigurðardóttir. A laugardag flytja þau i 4. sinn á árinu, nú til Eyja aftur og hafa lítið á móti þvi. Þaö er nóg aö gera hjá Vest- mannaeyingum þessa dagana. Flutningar eru i fullum gangi, og á skrifstofu Hafnarbúða fengum við þær upplýsingar, að 40-50 búslóðir hefðu verið fluttar út til Eyja i vikunni, og búið er að panta gáma fram i janúar. Næsta hálfa mánuðinn eru þeir upppantaðir. Reykvikingar fara ekki var- hluta af gámunum, þvi þeir eru keyrðir að húsum Eyjamanna og látnir standa þar, þar til þeir eru yfirfullir af búslóð. Viðlaga- sjóður borgar svo brúsann, þ.e. flutning út til Eyja. Við Kóngsbakka i Breiðholti var nóg að gera I gær hjá þeim Hreini og Astu. „Búslóðin veröur flutt með Herjólfi á mánudag, en sjálf ætlum við með börnin á laugardag. Við sofum bara á gólfinu i svefnpok- um þangað til búslóðin kemur. , Þaö hlýtur að vera draumur úti i Eyjum núna miðað við það sem var i sumar, þó það hafi ekki verið svo slæmt”, sagði Asta. „En þaö datt engum i hug, að viö ættum eftir að fara svona fljótt aftur eftir öll þessi læti i vetur.” — Þið eruö ekkert hrædd við annað gos? „Nei, mér dettur það hrein- lega ekki i hug”, sagði Ásta, og eiginmaðurinn tók i sama streng. „Við hugsum ekki um Viljum fara að komast að aðalkröfunum “ u «i — atvinnurekendur á fund ríkissfjórnarinnar í dag „Viö gengum á fund rikis- stjórnarinnar i gær, en um þær viðræður er litið að segja, enda er málið allt á athugunarstigi”, sagði Snorri Jónsson forseti Alþýöusambands tslands i við- talið við Visi i morgun. Við spurðum Snorra, hvort Alþýöusambandsmenn væri ekki farið að lengja eftir samningum, þar sem nú væri nærri liðinn mánuður siðan samningar urðu lausir. „Þetta er óneitanlega nokkuð seinvirkt, enda margar hliðar á þessum málum. Þær hafa verið skoðaðar i ýmsum nefndum beggja aðila, sem skipaðar hafa veríð”, sagði Snorri. Þvi er ekki að leyna, að við höfum hug á þvi að fara aö komast að aðalkröf- pnum, til dæmis um kauphækkun og kauptryggingu, og ég reikna með þvi, að svo sé einnig um við- semjendur okkar, atvinnurek- endur”. Snorri Jónsson sagði, að aðal- samninganefndir beggja aðila kæmu saman á mánudaginn og ekki vildi hann útiloka, að samn- ingamálin skýrðust að loknum þeim fundi, án þess að hann vildi fullyrða neittt um málið. 1 dag ganga fulltrúar atvinnu- rekenda á fund rikisstjórnarinn- ar, en fram hefur komið, að þeir eru fúsir til samkomulags, sem væri byggt á úrbótum i skatta- málum. Þeir hafa þó bent á, að slikar skattaúrbætur hjá laun- þegum megi ekki færast yfir á at- vinnuvegina, sem nú þegar séu ofhlaðnir gjöldum. Til sönnunar þvi visa þeir i skýrslur Hagrann- sóknarstofnunarinnar. —ÓG Ráðherrar sakaðir um „sýni- kennslu í brennivíns■ drykkju" Meðan auglýsingar á áfengi eru bannaöar, hafa ráöherrar sýni- kennsiu I brennivinsdrykkju. Þetta er skoðun Vilhjálms Hjálmarssonar alþingismanns (F). Vilhjálmur greindi frá þessu i framsöguræðu fyrir tillögu, sem hann flytur ásamt öðrum, um að hætt skuli vinveitingum i sam- kvæmum hins opinbera. Þing- maðurinn taldi hér vera um mikla þversögn að ræða i afstöðu hins opinbera. Tillagan kom einnig fram i fyrra, en „allsherjarnefnd lagðist á hana”, svo að hún varð ekki af- greidd á þvi þingi, segja flutn- ingsmenn. Þó talaði enginn þing- maður gegn tillögunni i fyrra. Flutningsmenn voru reiðir vegna þessarar afstöðu nefndarinnar og létu það i ljós i ræðum i gær. Meðal þeirra, sem til máls tóku I gær, var Pétur Sigurðsson (S). Hann sagði, að i ummælum Vilhjálms Hjálmarssonar kæmi fram mikið vantraust á rikis- stjórnina, er hún væri sökuð um sýnikennslu i drykkjuskap. Kvaðst Pétur mundu styðja til- löguna. —HH „Beygjan ekki hœttuleg — segir vegagerðin — „Hœttuleg" segir Hafnarfjarðarlögreglan ## „Þessi beygja er langt frá þvi að vera hættuleg. Beygjur diusinn þarna er 400 metrar, sem er mun meira en á tnörgum öðrum beygjum hér á þjóð- vcglnum”, sagöi Sigfús örn Sig- fússon, deildarverkfræðingur, hjá Vegagerðinni, i viðtali við Visi I morgun. Sú beygja, sem hér um ræðir, er þar sem stúlka ók út af Grindavikurveginum i gær- morgun. Að sögn lögleglunnar i Hafnarfirði er þessi beygja stór- hættuleg og þyrftu merkingar að koma við hana. „Þegar þessi beygja var lögð, kom ekki til greina að merkja hana sem hættulega”, sagði Sigfús. Vegna ummæla um að beygjan væri hættuleg, fóru lögreglu- menn úr umferðariögreglunni á staðinn i morgun — og eiga að gefa skýrslu um mat sitt á beygj- unni. „Þótt óhapp hafi orðið þarna, getum við ekki farið að merkja beygjuna sem hættulega. Þvi ef við gerðum það við alla staði, sem óhöpp verða, þá væru allir þjóð- vegirnir þaktir viðvörunar- merkjum”, sagði Sigfús örn. Að sögn hans er vegurinn þarna þó ekki alveg fullfrágenginn. Eftir er að setja stikur með glit- augum við vegkantana. —ÓH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.