Tíminn - 14.01.1966, Qupperneq 1

Tíminn - 14.01.1966, Qupperneq 1
/ Kveðja Svíar kónginn NTB-Stokkhólmi, fimmtudag. Tillagan um aö láta semja greinagerð um stöðu þjóðhöfðingj ans í þingræðislegu lýðræði, og þar með um leið spuminguna um lýðveldi, þar sem þjóðhöfðinginn er kjörínn á lýðræðislegan hátt, er athyglisverðasta tillagan, sem fram hefur komið í sænska þing- inu í mörg ár, skrifar sósíaldemó- kratíska Stokkhólmsblaðið Afton- bladet í dag. 32 Þingmenn skrifa undir til- löguna, og, að sögn Aftonbladet., hefur stjórn þingflokks jafnaðar- manna samþykkt tillöguna, en leið togi þingflokksins er Tage Er- lander, forsætisráðherra. Blaðið skrifar, að talið se ör- uggt, að sú athugun, sem tillagan kveður á um, verði framkvæmd. Fyrst stjórn þingflokksins hafi gefið tillögunni grænt ljós, þá má telja öruggt, að allur þing- flokkurinn styðji hana. Auk þess má búast við, að kommúnistar, hluti þingmanna þjóðarflokksins og nokkrir miðflokksmenn greiði atkvæði með tillögunni, skrifar Aftonbladet. MiðgarSsormur skreytir forsíðu daga falsins frá Burmelster & Wain. v Á '« >1 V<V*»' &\«»J iiiisipiiiipiiœsl *''''''''v " V-XVt'ty* : ?«<«->>:: .. . ■ v\.:««;.":j: Ása-Þór hefur fangað MÍðgarðsorm og reiSÍr hamarinn MYNDA UR HANDRITUNUM til þess að tryggja þann árangur, sem náðist með Tasjkent-yfirlýs- ingunni. Blaðið Hindustan Times skrifar, að hvemig svo sem hinn nýi forsætisráðherra verði kjðr- NTB-New Delhi, fimmtudag. Þingmenn stjórnarflokksins í Indlandi, Kongressflokksins, koma saman til fundar á morgun, föstu- dag, til þess að kjósa eftirmann Lal Bahadur Shastri. Margir berj ast um embætti forsætisráðherra, og er óvíst, hver reynist sterk astur, þegar á reynir. Margt bendir til þess, að fyrr- verandi fjármálaráðherra i stjórn Nehrús, Morarji Desai, muni leggja mikla áherzlu á að vera kjörinn. Aðrir líklegir eftirmenn Shastris eru varnarmálaráðherr- ann, Y. B. Chavan, matvælaráð- herrann K- Subramaniam, og for- maður Kongressflokksins, Kumar aswami Kamaraj, sem hefur lykil- VÖNDUÐ EFTIRPRENTUN aðstöðu í samningaviðræðum þeim sém nú eiga sér stað milli hinna ýmsu hópa innan flokksins. Einstaka hópar hafa látið að því liggja, að Gulzarilal Nanda, sem var eiðsvarinn forsætisráðherra til bráðabírgða, þegar fréttist um andlát Shastris á mánudagskvöld ið, eigi að halda áfram í embætt inu fram til þingkosninganna næsta ár. En margir flokksmenn telja, að flokkurinn, og landið, Þurfi sterkari leiðtoga til þess að takast á við þau vandamál, sem við er að eiga, framkvæma Tasj- kent-samninginn og leiða flokkinn til nýs kosningasigurs. Nanda á að hafa sagt í dag, að hann sjái enga ástæðu fyrir því, að hann geti ekki haldíð áfram sem forsætisráðherra Indlands fram tfl kosninganna. Nanda var einnig skipaður forsætisráðherra til bráðabirgða, þegar Nehrú and aðist. Indversk blöð skoruðu í dag á Kongressflokkinn að taka fljótt ákvörðun um eftirmann Shastris, Eftirmaður Shastri er kosinn í dag inn, þá verði flokkurínn að sjá til IGÞ-Reykjavík, fimmtudag. Myndasafn Tímans vex með hverjum degi og í því eru mynd- ir af mörgu stórmenninu. En í gær gerðust þau tíðindi að sjálfur Ása-Þór komst í safnið. Svo er fyrir að þakka stórfallegri útgáfu á dagatali frá Burmeister & Wain i Kaupmannahöfn. Á mynd þessari hefur Ása-Þór beitt nauts- höfðinu og Miðgarðsormur ginið við beitunni- Situr kempan í stafni og veifar hamrinum ógur- lega. Framan á dagatalinu er lit- prentuð mynd af Miðgarðsormin- um, þar sem hann gapir við nautshöfðinu. Síðan fylgja skraut stafir úr íslenzku handritunum hverjum mánuði í vandaðri lit- prentun, en fremst er nokkur formáli um handritin og þar er getið samþykktar danska þjóð- þingsins um afhendingu handrit- anna. Dagatal þessa mikla danska fyr írtækis er prentað á ensku og skýringar fylgja hverri mynd. Ó- efað berst það víða um heim, enda er fyrirtækið á heimsmæli kvarða og nýtur mikillar virðing ar. Verður að telja, að fyrir sitt leyti hafi fyrirtækið sýnt forn- íslenzkri rítlist mikinn sóma með þessari útgáfu fallegra og forvitni legra mynda úr íslenzkum hand- ritum. Myndin sem fylgir janúar er af Nóa að smíða örkina, tekin úr Stjórn Hákonar Magnússonar, kon ungs. Febrúar fylgir mynd af hvalskurðí, tekin úr Reykjabók, sem talin er vera frá 16. öld. Marz fylgir mynd af mikilli sigl ingu og sýnist einn liggja sjó veikur við borðstokk en sjó kindur fara fyrir. Sú mynd er einnig tekin úr Reykjabók. Apríl myndin er af Ólafi helga, þar sem Framhald á bls. 14. þess, að hinn nýi leiðtogi njóti fylgi bæði flokksins og Þjóðarfnn ar, eins og átti sér stað, þegar Shastri var kjörinn fyrir um 20 mánuðum síðan. VERÐA BLÁ LJÓS SETTÁ SLÖKKVI-OGSJÚKRABÍLA? FB-Reykjavík, fimmtudag. Á fundi borgarráðs nú fyrir skömmu var lagt fram bréf frá slökkviliðsstjóra, þar sem lagt er til að athugun fari fram á því, hvort breyta skuli um aðvörunarmerki slökkvi- og sjúkrabifreiða. Samþykkti borgarráð að fela slökkviliðs- stjóra og borgarlögmanni frek ari athugun málsins. í tilefni af þessu snerum við okkur til Valgarðs Thoroddsens slökkviliðsstjóra og spurðum hann nánar um þessi aðvörun armerkjamál. Valgarð sagði, að hér væri um að ræða bæði ljós- og hljóðmerki slökkvi liðs og sjúkrabilanna f núgild andi umferðarlögum væru ekki nein ákvæðl um það, hvernig þessi merki skulu vera, hvorki varðandi lit eða hljóð. í mjög mörgum Evrópulöndum giltu hms vegar fastar reglur um þetta atriði, og ekki mættu aðrir aðilar en þeir sem hér eru nefndir hafa sams konar merki, en nú væri svo komið hér á landi, að sumar verksmiðj ur hefðu jafnvel tekið upp sír enuhijóð, svipað því, sem slökkviliðið notar. þegar til kynnt er að vinnudagurinn sé á enda runninn. Á slökkvili'ðs- og sjúkrabílum víða erlendis eru blá blikkandi ljós, og hljóðmerkið er tvítóna. Sagði Valgarð- að nú vrði at- hugað, hvort taka skyldi í notkun slíkan útbúnað hér, og yrði þá fyrst athugað m. a. hvort þessi hljóð heyrast betur en sírenuhljóðin, og hvort meíra ber á bláu en rauðu ljós unum í umferðinni, en nú er þegar orðið mikið af rauðum ljós um, bæði hemlaljósum, stefnu ljósum og öðrum ljósum á bif reiðum, og getur það leitt til þess að aðvörunarljós bflanna vekja minni eftirtekt. Þegar föst ákvæði hafa verið sett um þessí aðvörunarmerki verður að fyrirbyggja að aðrir aðilar taki þau upp, eða merki sem líkjast þeim, til þess að á Þann hátt sé ekki stofnað í hættu öryggi almennings. J

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.