Vísir - 14.05.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 14.05.1974, Blaðsíða 5
Vlsir. Þriðjudagur 14. mai 1974. 5 AP/INITB ÚTLÖNÖÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: BB/GP Nunnur I biðröð á einum kjörstaðanna I Rómaborg I þjóðaratkvæðinu um hjónaskilnaöarlögin, sem eru orðin þriggja ára gömul. Hjónaskilnaðurinn stóðst atlöguna Um alla Italíu fögnuðu menn því liðna nótt, að þeim er áf ram heimilað að slíta hjúskap sínum með skilnaði. Þjóðaratkvæða- greiðslan um áframhald- andi gildi þriggja ára gömlu skilnaðarlöggjafar- innar fór á þann veg, að 59,1% kjósenda vildu ekki afnema lögin. Búizt er við þvi, að þessi niður- staða leiði til þess, að rikisstjórn Marino Rumors segi af sér. Flokksmenn forsætisráðherrans, kristiiegir demókratar, eru and- vigir hjónaskilnaði og forystu- menn flokksins gengu fram fyrir skjöldu i þjóðaratkvæðagreiðsl- unni. Til hennar var efnt, þegar andstæðingar laganna höfðu safnað milljón undirskriftum undir áskorun um atkvæða- greiðsluna. Kirkjan og ný-fasist- ar stóðu við hlið kristilegra demó- krata i atkvæðagreiöslunni. Enrico Berlinguer, formaður italska kommúnistaflokksins, sagði, að úrslitin bæru vott um mikla skynsemi, þau væru sigur frelsisins og Italiu. Hann sagði, að flokkur sinn væri nú reiðubú- inn til að starfa með öllum lýð- ræðislegum öflum. Ýmsir spá þvi, að stjórnar- kreppa nú kynni að leiða til þess, að samstarf takist milli kristi- legra demókrata og kommúnista. Þessir flokkar hafa verið erki- fjendur italskra stjórnmála frá striðslokum. Þetta voru óform IRA: irski lýöveldisherinn hefur gert áætlun um her- töku Belfast, höfuðborgar N-lrlands, eða eyðilegg- ingu hennar, ef fyrri áætlunin misheppnast. Grunntónn áforma lýð- veldishersins er að kynda eld haturs milli mótmæl- enda og kaþólskra. I kjöl- far þess ætlar herinn að koma fram sem verndari kaþólskra og þannig ná undirtökunum í borginni. Þetta kemur fram i gögnum, sem brezki herinn á Irlandi komst yfir fyrir nokkrum dögum, þegar hann náði á sitt vald höfuðstöðv- um lýðveldishersins i Belfast. Harold Wilson forsætisráðherra skýrði brezka þinginu frá þvi i gærkvöldi, hvað gögnin hefðu að geyma. 1 áhlaupinu á bækistöðvar irska lýðveldishersins (IRA) handtóku Bretar Brendan Hughes, sem er yfirmaður IRA i borginni. Bretar náðu einnig skjölum, kortum, vopnum og skotfærum. Yfirtaka hússins er talin einn mesti sigur, sem brezki herinn hefur unnið þau fimm ár, sem hann hefur ver- ið að stilla til friðar á N-lrlandi. Toka Belfast eða eyðileggja hana í yfirlýsingu Wilsons kom fram, fast væri að hrekja Breta frá N- að herteknu skjölin sýndu, að trlandi og sameinast siðan Irska næsta áform IRA eftir sigur i Bel- lýðveldinu I suðri. Farþegar Boeing-þotunnar, sem rænt var á leið til Bogota I Kolombiu á laugardag, forða sér út úr vélinni eftir að hún lenti i Bogota. Yfirvöld neit- uðu að verða við kröfum ræningjanna, og voru þeir yf- irbugaðir af lögreglunni. Sfmhleranirnar voru ólöglegar Hœstiréttur ónýtir fjölda mála fyrir hinu opinbera, sem hafði látið hlera síma sakborninga Fjöldi Bandarikjamanna hef- ur verið dæmdur á sönnunum, sem ekki er unnt að taka gildar, þvi að stjórn Nixons hafði fyrir- skipaö simahleranir — án þess að fara að þvi á löglegan máta. Þannig varð niðurstaða dóms, sem hæstiréttur Bandarikjanna kvað upp i gær. Voru allir dómarar réttarins á einu máli og dómurinn samhljóða. t forsendum dómsins var málið reifað þannig, að i lögum frá 1967 sé þvi slegið föstu, að til þess að nota leynilegar sima- hleranir og segulbandsupptökur þurfi leyfi sjálfs dómsmálaráð- herrans, eða einhvers stað- gengils, sem hann tilnefni sér- staklega. Af þessum hæstaréttardómi leiðir, að taka verður upp að nýju alls 626 sakamál, en i mörgum þeirra hafa dómar þegar fallið. t öllum þessum málum voru simahleranir mikilvæg sönnunargögn. I þeim tilvikum, sem dómar hafa þegar fallið, verður að ónýta dóminn og taka málið fyr- iraðnýju. Þau mál, sem áttu að koma fyrir rétt á næstunni, verða látin niður falla, ef sækj- endur geta ekki fundið önnur sönnunargögn gegn hinum ákærðu. Reuter-fréttastofan hefur það eftir áreiðanlegum heimildum i dómsmálaráðu- neyti Bandarikjanna að meiri- hluti þessara 600 mála verði lát- inn niður falla. Spurning sú, sem lögð var fyrir kjósendur i þjóðaratkvæða- greiðslunni, þykir sanna, að sá, sem semur slikar spurningar rikisstjórnin, hefur mikil völd. Spurningin var þessi: „Teljið þér rétt að nema úr gildi lögin um hjónaskilnað frá....?” Þeir, sem vildu skilnað, urðu þvi að svara „nei”, en þeir, sem voru á móti honum „já”. Bjór og tóbak bjargar Hartling Nýjum þingkosninguni I Dan- mörku verður að öllum likindum afstýrt, en það verður þá liklega á kostnað öls, tóbaks og brennivins, sem fórna veröur i sparnaðar- krossferð stjórnar Ilartlings. Enn og aftur voru flestir dansk- ir stjórnmálamenn búnir aö taka stjórn Hartlings gröfina, en aftur kom Framfaraflokkurinn ' með Mogens Glistrup I broddi fylking- ar Poul Hartling til hjálpar á síð- ustu stundu með þvi að taka vel undir málamiölunartillögur Hartlings. í dag fæst endanlega úr þvi skorið, hvort stjórn Hartlings sit- ur áfram, eða hvort hún verður að segja af sér og nýjar kosningar verði haldnar 11. júni, eins og all- ir voru sannfærðir um i gær- kvöldi. Fyrir þingið kemur i dag til af- greiðslu breytingartillaga Hart- iings við sparnaðarfrumvarpið. Tillaga þessi var lögð fram seint i gærkvöldi, og felur i sér, að i staö nokkurra þeirra skattahækkana, sem stjórnin hafði i huga, verði vin, öl og tóbak hækkað mun meira, en gert hafði verið ráð fyr- ir. I morgun hélt þingflokkur Framfaraflokksins fund, þar sem taka átti ákvörðun um, hvort þessi tillaga yrði studd eöa ekki. — Tillagan hefur fengið nokkrar undirtektir hjá þingmönnum i hinum flokkunum. Þetta er i annað sinn á fimm dögum, að stjórn Hartlings hang- ir á bláþræði, þegar flestir voru búnir að spá henni falli. 1 bæði skiptin hefur Framfaraflokkur- inn snúizt öllum að óvörum á sveif með Hartlingstjórninni á siðustu stundu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.