Vísir - 15.05.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 15.05.1974, Blaðsíða 5
Vísir. Miðvikudagur 15. mai 1974. 5 AP/NTB UTLÖNDI MORGUN ÚTLÖND í MÖRGUN ÚTLÖND Umsjón: BB/GP Hertóku skólann hafa 100 börn á valdi sínu Arabískir skæruliöar hernámu snemma í nótt barnaskóla í vesturhluta Galileu og halda þar 100 israelskum börnum sem gíslum. — Krefjast þeir þess, að 20 arabískir skæruliðar verði látnir lausir úr ísraelskum fangelsum, að sögn lög- reglunnar í Tel Aviv. Um 20 börnum tókst að flýja, þegar skæruliðarnir réðust inn i skólann, sem er i smábænum Maalot. Særðust nokkur barn- anna, þegar skæruliðarnir skutu af byssum sinum á eftir þeim á flóttanum. Liklegt þykir að skæruliðarn- ir hafi komizt inn á þetta svæði með þvi að fara yfir landamær- in milli Libanon og Israel. Þeir munu hafa veitt frest til kl. 5 i dag til þess að föngunum verði sleppt úr fangelsunum. Skæruliðarnir byrjuðu á þvi að ráðast á annað hús fyrst.áður en þeir hernámu skólann. Hópur hryðjuverkamanna réðst á öku- tæki eitt i nágrenni Maalot og drap eina manneskju en særði fleiri. Börnin voru i skólaferðalagi og gistu i skólanum. Einn þeirra, sem flúði , sagði lögregl- unni, að hann hefði heyrt ein- hvern berja að dyrum um miðja nótt. „Þrir menn vopnaðir stóðu við dyrnar og sögðu á hebresku, að okkur yrði ekkert mein gert, ef við gerðum, eins og þeir mæltu fyrir,” sagði nemandinn. —• Annar skýrði frá þvi, að einn skæruliði hefði rétt honum seðil með nafnalista og skipað honum að fara með hann á lögreglu- stöðina. Sá skæruliði var klædd- ur i einkennisbúning israelskra hermanna. I dag eru liðin 26 ár nákvæm- lega frá þvi Israelsriki var stofnað. Höfðu verið gerðar viðtækar varúðarráðstafanir af ótta við hryðjuverk Araba. Lögreglan i Jerúsalem gerði óvirkar þrjár sovézksmiðaðar eldflaugaraf gerðinni Katjusja, en þeim var miðað að hjarta borgarinnar. Skotbúnaður þeirra hafði verið stilltur á kl. 6 i morgun, en hann var sjálfvirk- ur. Borgari af arabisku þjóðerni gerði lögreglunni viðvart, en hann kom að eldflaugunum örfáum minútum áður en skotið átti að riða af. Byltingastjórn verð ur formleg í dag Antonio de Spinola verður siðdegis i dag formlega gerður að for- seta Portúgal. Hann mun siðan skýra frá þvi, hverja hann hefur valið til setu i bráðabirgða- stjórn landsins, sem ætl- ar að undirbúa þar kosningar eftir 48 ára einræðisstjórn. stefna byggist á þvi, að vandamál nýlendnanna verði leyst eftir stjórnmálalegum leiðum en ekki hernaðarlegum. Herforingjarnir hafa leyft land- flótta stjórnmálamönnum að snúa aftur til Portúgal og leyst aðra úr fangelsi. I stjórn Spinola verða ráðherrar úr röðum sósial- demókrata og kommúnista. Vekja erlendar fréttastofnanir athygli á þvi, að rikisstjórnir tveggja NATO-landa, Islands og Portúgals, hafi nú kommúnista i rikisstjórn. Ekki hefur verið sagt, hve lengi bráðabirgðastjórnin muni sitja við völd. Gimsteinar undir smósjó Myndir þessar eru teknar við þrjú ólík tækifæri af Pat Nixon, forseta- frú Bandarikjanna, og dóttur hennar Triciu Nixon Cox. Þær voru birtar fyrirskömmu i blaðinu Washington Post. Astæðan fyrir þvi, hve mikla athygii þær vekja, er sú, að á myndunum bera dömurnar gimsteina, sem þær hafa þegið að gjöf frá konungsfjölskyldunni i Saudi Arabiu. i skattarannsókninni á fjármálum Nixons forseta hefur áhuginn beinzt að þessum gjöfum, sem eru margra milljóna virði. Einnig hefur verið að þvi fundið við forsetann, að heimilishald hans sé alit of kostnaðarsamt og þarfnist endurskoðunar I sparnaðarskyni. Nýr forseti í V-Þýzkalandi Fjórði forseti Vestur-Þýzka- lands frá striðslokum verður kjörinn i dag. 1.036 kjörmenn munu i Bonn kjósa á milli þeirra Walter Scheel utanrikisráðherra, frambjóðanda stjórnar- flokkanna, og Kichard von Weizsaecker þingmanns, fram- bjóðanda stjórnarandstöðunnar. Þvi er spáð, að Scheel fái meiri- hluta atkvæða. Gustav Heinemann, fráfarandi forseti, ákvað að gefa ekki kost á sér aftur til 5 ára setu. Hann er orðinn 70 ára og telur sig ekki hafa þrek til að gegna embættinu. Valdsvið forseta Vestur- Þýzkalands er að ýmsu leyti svipað valdsviði forseta islands. Hann ber ekki ábyrgð á stjórnar- athöfnum og hefur ekki afskipti af stjórnmálum. Á morgun mun Helmut Schmidt taka við kanslaraembættinu i Bonn. Hann skipar þá nýja rikis- stjórn og verður Genscher, fyrr- um innanrikisráðherra, eftir- maður Scheels i henni. Fellur hún.. stendur hún.. fellur hún. stendur hún Spinola og herforingjarnir, sem honum eru hlynntir, tóku öll völd i Portúgal 25. apríl. Þeir hafa sent fyrrverandi stjórnendur landsins i útlegð, hreinsað til i hernum og sett fram nýja nýlendustefnu. Sú Poul Hartling, for- sætisráðherra Dana, hef- ur setið fundi í alla nótt með leiðtogum stjórnar- andstöðuf lokkanna í von um að geta talið þá á að styðja skattaf rumvarp stjórnarinnar. Klukkustundu fyrir miðnætti i nótt ákvað þingið að fresta þriðju og siðustu umræðu um málið til kl. 1 i dag, og hafi 35.000 manns söfnuðust saman við danska þingið f byrjun vikunnar tii að mótmæla frumvarpi rfkis- stjórnarinnar um auknar álögur. stjórn Hartlings ekki gengið að kröfum stjörnarandstöðunnar um breytingar á frumvarpinu fyrir þann tima, þykir viðbúið, að hún neyðist til að segja af sér i dag. — En við þvi hafa menn reyndar búizt siðustu 7 daga. Með skattafrumvarpinu var ætlun Hartlings-stjórnarinnar að hamla gegn verðbólgunni. Þar er gert ráð fyrir að lækka tekjuskatt um 17% að jafnaði, en hækka skatta og tolla á lúxusvörum um 20% að meðal- tali. — Stjórnarandstaðan neit- ar að gangast inn á þetta, nema stjórnin geri vissar breytingar, eins og að hækka gjöld af áfengi og tóbaki. I umræðunum á þinginu i gær kom i Ijós, að flestir flokkarnir eru á þvi að fella niður ýmsa frádrætti, sem hinn danski skattborgari hefur, þegar hann telurfram. Grundvallaratriðum frumvarpsins var almennt vel tekið, en ágreiningurinn rikti fyrst og fremst um viss einstök ákvæði. Þegar mannfjöldinn safnaðist saman fyrir utan Kristjánsborgar- höll, gekk Erhard Jakobsen, formaður Miö-demókrataflokksins, út i glugga og veifaði til hans meö skó sinum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.