Vísir - 07.06.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 07.06.1974, Blaðsíða 3
Vlsir. Föstudagur 7. júnl 1974 3 Tlzkusýningin að Hótel Loftieiðum hefst með þessari sýningu á þjóð- búningi okkar i tilefni 1100 ára afmælisins. steikir kjöt á einni til tveim minútum. 1 grillinu starfa að jafnaði þrir matreiðslumenn, en þjónar i salnum eru sex. Ferðaleikhús og tízkusýningar Fyrsta tizkusýningin að Hótel Loftleiðum i ár á islenzkum heimilisiðnaði, fatnaði og skart- gripum var á hádegi i gær. Er þetta þriðja sumarið, sem efnt er til slikrar sýningar fyrir er- lenda hótelgesti. Hótel Saga stóð einnig fyrir slikri sýningu i fyrra, en mun ekki hafa i huga að ráðast i það aftur á þessu sumri. Tizkusýningarnar verða með svipuðu sniði og undanfarin ár, að öðru leyti en þvi, að i tilefni þjóðhátiðarársins verða sýndir islenzkir þjóðbúningar frá gam- alli tið auk hins handofna tizku- fatnaðar. Þriðja sumarið i röð býður Ferðaleikhús Kristinar Magnús Guðbjartsdóttur upp á sýningar i ráðstefnusal hótels- ins. Hefjast sýningarnar um miðjan mánuðinn, en þær eru að vanda á enskri tungu, enda fyrst og fremst ætlaðar útlendum ferðamönnum. —ÞJM Aprílmánuður og orlofið: OÞÆGINDI FYRIR ALLA AÐILA „Þetta er eiginlega vegna ann- marka, sem komið hafa fram á orlofslögunum, sem komu til framkvæmda á siðasta ári”, var okkur tjáð hjá Félagsmálaráðu- neytinu. Margir eru óánægðir yfir að fá ekki greitt út orlofsfé sitt fyrir aprilmánuð fyrr en 15. júni, þvi að á undanförnum árum hefur það fengizt greitt að loknu orlofs- ári 1. mai. Þá fékk fólk orlofs- merki, sem það gat skipt fyrir or- lofsfé. t ár eru hins vegar sendar út ávisanir til viðkomandi, en komið hefur i ljós, að þessar ávisanir hafa ekki innlfalda orlofsgreiðslu fyrir aprilmánuð. Hjá póstgiróstofunni var blað- inu tjáð, að vinnuveit- endur hefðu ekki þurft að skila orlofsfé inn fyrr en 10. mai, en gert sé ráð fyrir að orlofs- fé sé greitt út t.d. til sjómanna þann 15. mai. Hafi þvi verið um tvennt að velja, að fresta útborg- uninni allri eða klippa aprilmán- uð aftan af. Var ákveðið að greiða orlofsfé aprilmánaðar ekki út fyrr en 15. júli, en þá eru senni- lega margir þegar komnir i sumarfri. Það verður sama að ganga yfir alla, hvort sem viðkomandi vinnuveitandi skilaði orlofsfé aprilmánaðar fyrir 1. mai eða eftir, var blaðinu tjáð. Þó hefur i vissum tilfellum verið reynt að hjálpa þeim, sem illa hefur staðið á fyrir, þó orlofsfé sé ekki meira en 8 1/2 af tekjum. „Auðvitað er þetta Iíka til óþæginda fyrir okkur að senda út 120 þús. ávisanir i stað 60 þús., en vonandi verður ráðin bót á þessu fyrir næsta ár”. —JB HVÍTKÁLIÐ BARA HANDA GESTIIM A VEITINGAHÚSUM „Við fengum mjög lltið magn af hvitkáii núna og varla hægt að skipta þvi milli kaupmanna”. Þetta var blaðinu tjáð hjá Græn- metisverzluninni. En kaupmenn I bænum hafa látið I Ijós nokkra óánægju yfir þvi, að seinustu sendingu af hvítkáli var eingöngu dreift til matsölustaða. „Við gáfum matsölustöðunum kost á þessu magni, sem við gátum fengið. Þeir greiddu nokkru hærra verð fyrir, og við fluttum þessi kálhöfuð inn fyrir þá”. Fyrir utan matsölustaðina, er nú ekkert af hvitkáli á mark- aðnum. Sennilega verður hægt að flytja inn nýja uppskeru seinast i þessum mánuði. 1 júli má auk þessbúastvið,að islenzkt hvitkál fari að sjást i verzlunum. A kartöflusöluna er nú að komast meira jafnvægi, og nægilegt magn er nú til af þessari ódýru fæðutegund. Hjá sölufélagi garðyrkumanna fengum við þær upptýsingar að gúrkusalan væri i fuUum gangi. Tómatar hafa einnig sézt, en tómatasalan hefst þó ekki fyrir alvöru fyrr en upp úr miðjum mánuðinum —JB Tvær sýningarstúlkur Módelsamtakanna voru að virða fyrir sér breyt- ingarnar á Vinlandsbar þegar Ijósmyndarann bar að. Stúlkurnar eru þarna i handofnum tlzkuflikum, sem þær höfðu verið að sýna i Blóma- salnum. Stjðrnubíó Stjörnubió opnar aftur um næstu helgi eftir brunann, sem varð i kvikmyndahúsinu 19. desember s.l. Húsið nær gjör- eyðislagðist þá að innan, en útveggir stóðu uppi. Eigendur hússins tóku það ráð að brjóta niður útveggi og byggja húsið allt upp á nýtt. Á innrétting- unni hafa verið gerðar ýmsar breytingar. Helztu nýjungar eru þær, að nú er salurinn allur á einum fleti. Tekur salurinn nú 470 manns i sæti i stað 512 áður. Sýningingavélarnar eru þær sömu, en þær hafa verið uppgerðar. Viðspurðum Þorvarð bióstjóra, hvernig tekizt hefði að koma húsinu upp svo fljótt. „Við urðum að hraða okkur sem mest við máttum, þar sem fyrirtækið var hreinlega óstarfhæft, meðan húsið vár ekki fyrir hendi. Húsið er nú nær fullbúið að utan og innan, aðeins eftir að ganga frá sýningartjaldi og fortjaldi. Þetta verða sennilega framkvæmdir upp á 30-40 milljónir”. Fyrsta myndin, sem tekin verður til sýningar nú um helgina, er „Butterfly Are Free”. —JB opnað um helgina Á ménudág veróurdregió W ftokkL 4 ó l.QÚÚJÖOOt k<. :;:Íj:ÓóáðÓÖ:ilKK A - :< 3OQ.0OÚ — . - 200.0ÖO 14Ö — 50,000 w, - • ;:;Í?:;qáö:ÓöÓ;:^H;: 10,000 w, .. :IÍ:;2ÓÓ;Ö(»;:±h;: 2.920 * Æ..000 -w .. :Í4:<5Ö<j:Ö0Ó;;;#;; ^^ÍII|III1ÍÍÍ:Í ;;;;;;;;^:Ö<Ííéí;;;£;; 4,200 ;^í»;íí^>Íööö:;$ý:;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.