Vísir - 18.07.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 18.07.1974, Blaðsíða 3
Vlsir. Fimmtudagur 18. júll 1974. 3 Veski stolið meðan eigandinn brá sér í nœsta herbergi Menn virðast varla getað lagt frá sér fjármuni á eigin skrif- stofu, án þess að þeim sé stolið. Þannig fór a.m.k. fyrir einum starfsmanna Heilbrigðiseftir- litsins, sem var að vinna i Heilsu- verndarstöðinni I gær. Hann lagði jakka sinn frá sér á stól I skrif- stofu sinni. f jakkanum var veski hans. í hádeginu þurfti hann að bregða sér frá i önnur herbergi hússins. Þegar hann kom til baka var búið að stela veskinu úr jakkanum, en i þvi var m.a. ávlsanahefti. Hann hringdi strax i Landsbankann á Laugavegi, til aö tilkynna um stuldinn og stöðva allar ávisanir. Þar var honum tjáð, að veskið væri I bankanum. Þegar hann kom i bankann, var veskið galtómt, að öðru leyti en þvi, að ávisanaheftið var þar. Tvær skrifaöar ávisanir upp á tæpar 90 þúsund krónur voru horfnar, svo og öll persónuskilriki. Drengur hafði fundið veskið á leiðinni frá Heilsuverndarstöð- inni að Landsbankanum og fór með það I bankann. önnur ávisunin er stiluð á handhafa, upp á 80 þúsund krónur. útgefandi hennar er Jón Óli Jónsson, og númerið 889240. Hún er frá Vegamótaútibúi Landsbankans. Hin ávisunin er upp á 8.409 krónur, gefin út á Inga Bergmann, númerið er 271755. —ÓH Svíar lögleiða notkun bílbelta VERÐUM VIÐ NÆSTIR? — við getum það, segir Pétur Sveinbjarnarson framkvœmdastjóri Umferðarráðs Svíar hafa ákveðið að lögleiða notkun bílbelta 1. janúar á næsta ári og verða þar með fyrsta þjóðin til að gera slílqt. ís- lendingar hafa mögu- leika á að verða naésta þjóð á eftir þeim til að gera það sama, ef áhugi þingmanna á málinu verður vakinn. „Ég held, að margir óski eftir þvi, að notkun bilbelta verði lögleidd hér á landi,” sagði Pétur Sveinbjarnarson, fram- kvæmdastjóri Umferöarráös, er Visir ræddi við hann. „Það er ekkert þvi til fyrir- stöðu, að notkun bflbelta verði lögleidd strax næsta vor. Það þyrfti talsverðan tima til fræöslustarfs, og við gætum nýtt reynslu Svia af þessu,” sagði Pétur. Sænska þingiö ákvað að lög- leiða notkun bilbelta þann 7. júní. En eftir 1. janúar verður sú ábyrgð lögð á herðar farþegum og ökumönnum, að þeir bera sjálfir ábyrgð, ef þeir nota ekki bilbeltin. 1 þessum lögum er miðað við notkun bilbelta á þeim stöðum, þar sem skylda er til þess að þau séu fyrir hendi, þ.e. i framsætum. ökumaðurinn ber enga ábyrgð á þvi, hvort farþegar hans noti bilbeltin. Nokkrar undanþágur eru veittar frá notkun bilbelta, eins og t.d. á bilastæðum, benzinstöðvum, vinnusvæði eða öðru þviumliku. Og meðan lögleiðingin er aö taka gildi, verða leigubilar, mjólkurbilar, póstbilar og fleiri undanþegnir. „Við vorum önnur þjóðin I heiminum, sem lögleiddi bflbelti i framsætum á nýjum bflum. Hins vegar er undir- búningur fyrir lögleiöingu bil- beltanotkunar þegar hafinn á öllum hinum Norðurlöndunum nema íslandi,” sagði Pétur Sveinbjarnarson að lokum. —ÓH Þessi bill fór út af á Þingvallaveginum Ifyrradag. t tilfellum sem þessum koma öryggisbeltin að góðum notum. Þessi sjón hefur annars veriö næsta tið á veginum til Þingvalla, en má aö sjálfsögðu ekki sjást, þegar þjóðhátfðarhald hefst þar eftir rúma viku. (Ljósm. VIsis Bj. Bj.) Byrium við of snemma að „plokka" Allir farþegar, sem koma til landsins og ætla að stunda sportveiði hér, verða að láta sótt- hreinsa stöng, spúna, vöðlur og annað, sem nota á við veiðarnar. Er þetta gert á Keflavikurflug- velli um leiö og farþegarnir koma. ölafur Asgeirsson, sem oft sér um þessa sótthreinsun, sagði okkur, að þetta tæki um 10-15 min. Veiðidótinu er stungið i sérstakan lög og siðan er það þurrkaö. Þetta kostar kr. 600 og taka veiðimenn þvi vel, að þetta sé gert. Einn ungan Islending, sem býr túristana? erlendis, hittum við þó, og lýsti hann yfir óánægju með, að menn væru rukkaðir um þetta gjald. „Venjulegur Breti” sagði hann, gerir fjárhagsáætlun fyrir ferða- lög sem þessi. Honum likar ekki við það að þurfa að borga gjald, sem hvergi var sagt frá, þegar hann keypti ferðina”. Ungi maðurinn sagði, að Islendingar ættu ekki að temja sér þá aðferð gagnvart erlendu ferðafólki, að beinlinis væri byrjað að plokka það örskömmu eftir lendingu á Keflavikurflugvelli. —EVI ENN ENGIN DAGSETNING KOMIN „Enn hafa engar fréttir borizt frá Haag-dómstólnum — hvorki um það, hvaða dag úrskurðar sé aö vænta né heldur hvers konar úrskurður verði kveöinn upp. Hvort það veröi úrskurður um að fresta málinu, úrskurður um efnismeðferö eða úrskurður ein- hverrar allt annarrar tegundar”. Þannig komst Þórður Einars- son, blaðafulltrúi utanrikisráðu- neytisins, að orði I stuttu viðtali við Visi i morgun „Það er ómögulegt að vita, hvort Haag-dómstóllinn tilkynni það meö fyrirvara hvers konar úrskurð þeir kveði upp og hvenær”, sagði Þórður enn- fremur. „Það hefur reynzt mjög í HAAG erfitt að fá upplýsingar frá Haag”. Eins og kunnugt er bárust þær fréttir frá sendirábinu i London i siöasta mánuði, „að taldar væru likur til að dómur yrði kveðinn upp 10. júli”. Þær fréttir voru bornar til baka af talsmanni Alþjóðadómstólsins, þegar Visir leitaði staðfestingar á Lundúna- fréttunum i Haag. „Nokkru siðar flaug þaö svo fyrir, að úrskurðar væri að vænta 20. júli”, sagði Þórður, en hann kvað sendiráðsmenn ILondon vera trega til að láta hafa nokkuð eftir sér i þeim efnum að fenginni reynslu —ÞJM CROWN -bílaviðtœkin eru longdrœg og örugg Verð er sem hér segir: Car-100 kr. 4.980.00 Car-200 kr. 5.990.- Car-300 kr. 7.880.— 8 RÁSA SEGULBAND KR. 10.890.- Skipholti 19. Sími 23800, Brekkugötu 9, Akureyri. Sími 21630

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.