Vísir - 29.07.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 29.07.1974, Blaðsíða 20
VÍSIR Mánudagur 29. júli 1974. „É9 œtlaað skrifa bók# en ekki um..." — sagði Indriði G. Þorsteinsson aðspurður um hvað tœki við að þjóðhótíð lokinni „Arangurinn? Hann sjáiöi hérna”, sagöi Indriöi G. Þor- steinsson, framkvæmdastjóri þjóöhátiöar, og benti á hinn glfur- lega mannfjölda, sem fylgdist meö dagskrárliöum á Þingvöll- um, er blaðiö ræddi viö hann um árangur undirbúningsvinnunnar. Betra svar heföi Indriöi varla getaö óskaö sér aö gefa. Allt undirbúningsstarf þjóðhátiðar- innar miöaðist viö þann mann- fjölda, sem sat I brekkunum fyrir ofan senuna og naut góðs veöurs og nákvæmrar skipulagningar. Indriöi sagðist búast viö aö hafa framkvæmdastjórastarfiö á sin- um herðum fram til áramóta. ,,Hér á Þingvöllum eru geysileg verömæti, sem þarf að koma i peninga eða skila til réttra aöila”, sagöi hann. „Hvað ætlarðu aö taka þér fyrir hendur, þegar þvi starfilýkur?” „Ég fer aö skrifa bók”. „Um . . .?” „Nei, ég ætla ekki aö skrifa bók um þjóðhátlðina”, sagði Indriði, og brosti breitt. „Ef einhver aðili, t.d. rikisstjórnin, hefur áhuga á þvi, þá verður einhver annar aðili aö gera þaö”. Hann sagöi, að margt kæmi til greina, sem efni i væntanlega bók, en ekkert væri enn full- ákveðið. Þess má geta, að sérstakur ljósmyndari, Kristján Magnús- son, festi allan undirbúning og sjálf hátiðahöldin á filmu ásamt aðstoöarmönnum. Þær ljósmynd- ir verða geymdar, þannig að hægt sé að nota þær i væntanleg bók um þjóöhátiðina. __óh • • Orn og Hrafn suður af Ingólfs- höfða Eiginkonurnar voru vegalausar í Reykjavík Kadióamatörar heyrðu aftur til norsku vfkingaskipanna tveggja kl. 10 i gærkvöidi. Hlustunarskil- yrðin voru slæm, þannig að ekki heyrðist annað en staðar- ákvörðunin. Skipin voru þá stödd suður af lngólfshöfða. Jafnvel er þvi hægt að búast við að þau verði við Vcstmannaeyjar seint i kvöld cða á morgun. A föstudagskvöldið komu eigin- konur áhafnarmeðlimanna fljúg- andi til tslands. Þær höfðu átt von á þvi, að fulltrúi frá þjóðhátiðar- nefnd kæmi að taka á móti þeim, en enginn kom. Á hótelinu, þar sem þær höfðu átt von á gistingu, kannaðist enginn við þær, og voru þær vegalausar, þar til kunningjafólk einnar þeirrar skaut yfir þær skjólshúsi. Strax næsta dag áttaði þjóðhá- tiðarnefndin sig þó á mistökunum og fékk þeim samastað, á meðan þær biða eiginmannanna. — JB Mesta umferðateppa í 1100 ár! ERLENDU GESTIRNIR OF SEINIR IKVÖLDVERÐINN — og fjöldi manns var 3 tíma eða meira frá Þingvöllum til Reykjavíkur Þegar tugþúsundir manna vildu yfirgefa Þingvelli á sama tima um og eftir kl. 18 myndaðist sú mesta umferðarteppa, sem nokkru sinni hefur sézt á íslandi? Þeim tilmælum var eindregið beint til þeirra, sem fóru af Leirum á bilum sinum, að þeir veldu heldur Gjábakkaveginn og færu um Sogið. Þó fór þaö svo, að Gjárbakkavegurinn stóö nær ónotaður og þúsundir manna urðu að dúsa I bllum sinum i 2-3 tima, þar sem þeir voru að koma bilum sinum upp á Þingvallaveginn. Þegar komið var fram hjá af- leggjaranum að Almannagjá. greiddist þó heldur úr og gekk umferðin vel úr þvi Erlendir gestir og blaðamenn höfðu sérstakar rútur til um- ráða, sem lögðu upp frá Þing- völlum um sexleytið, til að gestirnir kæmust tlmanlega I kvöldverðarboð Einars Agústs- sonar. Vildi þá ekki betur til en svo, að strætisvagn hafði farið út af veginum við stjórnstöðina og lokaði fyrir alla umferð um veginn I um hálftlma Þó að blikkandi lögreglubllar og hjól væru fyrir aftan og framan rúturnar gekk hvorki né rak, þar'eð báðaf akreinar vegarins upp á gjána voru þræl- stiflaðar. Eftir að hafa verið I eína tvo tima upp að afleggj aranum við Almannagjá rættist þó heldur úr, og komu gestirnir I kvöldverðarboðið um kl. 9 um kvöldið — JB m-------------------------->- Þrátt fyrir lögreglufVIgd bak og fyrir voru eriendu gestirnir jafntepptir og aðrir i þessari geysiiegu umferð. Ljósm. JB r Oþœgileg uppgötvun fyrir kínversku fulltrúana: FÁNI FORMÓSU UPPI í STAÐ FÁNA KÍNA k Fánastöngin, sem fáni Formósu — erkifjanda Kina — hafði Veriö tckinn niður að kröfu Kinverjanna á þjóðhátiðinni. Á fánann var skrifað „China”, þannig að auðséð cr, aö sökin liggur fyrst og fremst hjá bandarisku framieiöendunum. Ljósm. Bj. Bj. Þegar nokkuð var liðið á hátiðardagskrána á Þingvöllum i gær, risu kinversku sendiráðs- starfsmennirnir úr sætum sinum og gengu að fánaborginni, þar sem fánar allra viðstaddra er- lendra gesta voru uppi. Kinverjarnir höfðu þá tekið eftir þvl, .að fána Klnverska alþýðulýðveldisins vantaði á stöng þar. t hans staö var fáni Formósu uppi, en Formósa átti engan fulltrúa við þessa þjóö- hátlð. Kinverjarnir mótmæltu þessu harðlega, og var fáni Formósu þá dreginn niður. Enginn fáni var hins vegar til fyrir Klna, þannig að það sem.eftir var þátlðar voru 33 fánastengur I fánaborginni, en aðeins 32 fánar uppi. Þegar Vlsir ræddi við Þórð Einarsson fulltrúa I utanrlkis- ráðuneytinu, hafði honum enn engin skýring borizt á at- burðinum. „Þessir fánar voru allir pantaðir I einu frá fyrirtæki i New York. Það virðist þvi vera um einhver mistök I afgreiðslu pöntunarinnar að ræða,” sagði Þórður. Þórður sagði, aö fáni fyrir Klna hefði verið pantaður undir nafninu „China,” Þess má þó geta hér, að Bandaríkjamenn nota gjarnan nafnið „Red China” um Klnverzka alþýðulýðveldið. Formósumenn hafa oft gert tilkall til þess að vera kallaðir hinir einu sönnu K.inverjar og voru til skamms tima sem fulltrúar Kina hjá Sameinuðu þjóðunum. Má þvi vera, að þetta hafi valdið ruglingnum. Þórður Einarsson sagöi, að úr þvi að Klnverjar hefðu mótmælt þessu, þá yrði beðizt opinberlega afsökunar. —óii Matglaðir gestir seinkuðu dagskránni Matargestir þjóöhátiðar- nefndar voru svo lengi aö borða i Valhöll I hádeginu I gær, að hin nákvæma timasetning dagskrár- innar fór öll úr skorðum, og varð að sieppa einum dagskrárlið. Að loknu þinghaldi var borð- hald I yalhöll. Það hófst klukkan rúmlega tólf. Dagskráin eftir hádegið átti að byrja kl. 13,20, en hófst ekki fyrr en rétt fyrir kl. 14. Það hafði ekki einu sinni neitt að segja, að rútur óku gestunum spottann frá Valhöll til hátlða- svæðisins. En hinir gestirnir, milli 40 og 50 þúsund manns, voru mættir timanlega, og setztir i brekk- urnar fyrir ofan hinn sérbyggða áhorfendapall, sem var fyrir „hina” gestina. —ÓH NORÐMENN GEFA ISLENDINGUM TÆPAR 18 MILLJÓNIR KRÓNA I FERÐASJOÐ Gjöfin tókn vinóttu við íslendinga Norðmenn hafa ákveðið að gefa tslendingum tæpar 18 milljónir islenzkra króna i ferðasjóð. Er islenzku rikisstjórninni ætlað að vcrja þessum peningum til þess að auövelda tslcndingum að heimsækja Norcg. Þetta kom fram i ræðu sem Trygve Bratteli hélt 14hýdegis- verðarboði, sem haldið var á vegum forsætisráðherra Islands i dag vegna 1100 ára afmælis byggðar á Islandi. Gjöfin á að vera tákn hinna nánu tengsla og góðu vináttu, sem rikir á milli tslendinga og Norð- manna. „Pening-arnir eru i norskum banka til ráðstöfunar fyrir islenzku rikisstjórnina”, segði Bratteli Hann sagði lika, að það gleddi sig að skógræktarfélög i Noregf hefðu gefið fræræktarstöð i »• J Hörðalandi i Noregi i sambandi við afmælið. Bratteli vonaði lika, að ofin mynd, sem á að hanga i þjóðarbókhlöðunni, sem reisa á i Reykjavik, yrði til þess að skapa bókunum og lesendum þeirra fagurt umhverfi —EVI—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.