Tíminn - 17.03.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.03.1966, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 17. marz 1966 TÍMINN r Sjálflýsandi frímerki auövelda póstflokkun GEReykjavík. Um gjörvöll Bandaríkin hafa nú veriS tekin í notkun sjálf- lýsandi frímerki, og í sambandi við þau munu nú áður en langt um líður ryðja sér til níms sérstakar póstflokkunarvélar, sem leysa munu af hólmi fjölda fólks, er nú starfar að póstflokk ur. Frímerkin eru þannig úr garði gerð, að séu útfjólubláir geislar látnir skína á þau, koma fram tvenns konar litbrigði. Þannig verða öll flugfrímerki appelsínugul, en öll önnur grænleit. Póstflokkunarvélarn- ar greina milli þessara lit- brigða, og flokka póstinn sjálf krafa í sambandi við það, póst flokkunarvélarnar geta flokkað 30.000 bréf á klukkutíma, <>g mun við þessi umskipti skapast aukihn hraði í flokkun á pósti. Áður hafa verið gerðar tilraun ir með þessar flokkunarvélar, og hafa þær sýnt 99% öryggi í notkun. Um þessar mundir eru 204 slíkar vélar í notkun, og 80 eru 1 pöntun, vafalaust verð ur þess ekki langt að bíða, unz þær verða komnar í gagnið hvar vetna í Bandaríkjunum og ef til vill víðar. Vélarnar eru ódýrar í rekstri, og mun aukakostnað- ur við sjálflýsandi blek á frí- merkin aðeins nema átta cent- um á hver þúsund frímerki. REYNT AÐ FINNA VERULECA STÆRÐ Nú fara fram víðs vegar í heiim inum vísindalegar mælingar í þeim tilgangi að afla aukinnar þekkmgar á raunverulegri stærð og lögun jarðar með hjálp gervi hnatta. Tekur ísland þátt í al- þjóðlegri samvinnu, sem fram fer á þessu sviði fyrir forgöngu Banda ríkjanna. Áætlun þessi gerir ráð fyrir uppsetningu allmargra mæli- stöðva á ýmsum stöðum á yfir- borði jarðar, svo að hægt sé að gera samtíimaathuganir og mið að gervihnettinum ECHO, en hann er óvirkur endurvarpshnöttur. Ein slík stöð er starfrækt hér á landi og er þar notfærð nýjasta ljós- myndatækni til mœlinganna. í stöðinni vinna séfræðingar frá Sjó- og landmælingastofnun Banda ríkjanna, en sú stofnun heyrir undir viðskiptamálaráðuneyti landsins. Ágúst Böðvarsson vfir- maður Landmælinga íslands er ráðunautur við athuganir þessar. Sunnudaginn 6. marz s. 1. hélt Norrænafélagið í Kópavogi sam- komu, sem helguð var Ðönum. Ilafði Dönum búsettum hér á landi verið sérstaklega boðið til fund- arins. VÍSITALAN HÆKKARí 184 STIG KT,Reykjavík, .. ovuuw«» Blaðinu hefur borizt fréttatil- kynning frá Hagstofu íslands um vísitölu framfærslukostnaðar. Seg ir í tilkynningunni að vísit. hafi reiknazt einu stigi hærri 1. marz en 1. febrúar. Samkvæmt reikningum kauplagsnefndar var vísitala fram færsiukostnaðar 1. febrúar 183 st. en 1. marz 184 stig. Mælistöðin er staðsett nálægt Keflavíkurflugvelli. Við hana vinna 4 menn og er áætlað að hún verði starfrækt um 6 vikna skeið. Það er þó mjög háð veðurskilyrð um og skyggni til gervihnattarins, hvort sá tími nægir, en mælingarn ar fara fram í myrkri og heið- skíru veðri. Mönnum hefur lengi verið ljos möguleikinn á notkun gervi- hnatta til öflunar upplýsinga, sem Norræna félagið hefur eins og undanfarin ár milligöngu um skólavist á Norðurlöndum. Á síðastliðnu sumri dvöldu rúm lega 130 unglingar á sumarskólum, aðallega í Danmörku, í 2—3 mán uði að tilhlutan félagsins. Algeng- ast er, að 2—4 íslenzkir nemendur séu saman á skóla. Nokkrir dönsku Formaður félagsins Hjálmar Ól- afsson bæjarstjóri setti samkom- una og flutti ávarp. Síðan flutti hinn nýkomni danski sendikennari við Háskóla íslands, Preben M. Sörensen ágætt orindi um danska skáldið Martin A. Hansen. Þá lék Kristján Stephensen á óbó við undirleik Guðrúnar Krist I insdóttur m. a. verk eftir Janska tónskáldið Carl Nilsen. Kristján er mjög efnilegur óbóleikari og var óspart klappað lof í lófa. Frú Eva Jóhannesson las dönsk Ijóð eftir Tove Ditlevsen og enn- fremur eftir Bjama Gíslason og Jónas Guðlaugsson. Var það mál manna, að sjaldan heyrist slíkur afbragðsupplestur. Kjartan Sigurðsson arkitekt flutti fróðlegt erindi um Óðins- vé — vinabæ Kópavogs í Dan- mörku — og skýrði undurfagra litkvikmynd frá Odense og ná- grenni. Kjartan hefur dvalizt lang dvölum við störf í Óðinsvéum. Milli atriða sungu samkomugest ir danska söngva við ágætan undir leik þeirra feðgina Guðnýjar Guð mundsdóttur. sem lék á fiðlu og Guðmundar Matthíassonar organ leikara, sem lék á slaghörpu. Húsfyllir var á Danavöku þessari og margt Dana. RAUN- JARDAR ekki er unnt að öðlast með óðrum hætti, varðandi stærð og lögun jarðar. Árið 1964 kom „Alþjóða samband Land- og jarðeðlisfræð- inga“, sem ísland er aðili að, á fót „miðstöð“ fyrir ofangreindar mælingar, er veitir upplýsingar frá aðildarríkjunum um árangur mæl- inganna, og munu þær upplýsingar verða látnar íslenzkum stjórnvöld- um í té. Reykjavík, 11. marz, 1966. skólanna veita þeim aukakennslu í dönsku og nokkrir þeirra gefa nemendum kost á verklegu námi. Óvenju margar umsóknir og fyr irspurnir hafa borizt um skólavist á norrænum lýðháskólum fyrir næsta vetur, 1966—1967. Á næsta skólaári mun félagið út hluta um 100 styrkjum til lýðhá- skóladvalar og nema styrkirnir nú yfirleitt hálfum dvalarkostnaði vetrarlangt.. Umsóknir um skólavist næsta vetur skulu hafa borizt Norræna fé laginu, pósthólfi 912, Reykjavik, fyrir 1. maí n. k. og skal fylgja þeim afrit af prófskírteini, tipplýs ingar um aldur, fæðingardag og ár (en umsækjendur mega eigi vera yngri en 17 ára, helzt a. m. k. 18 ára), meðmæli skólastjóra, kenn ara eða atvinnuveitenda og gjarn an einnig upplýsingar um störf. Æskilegt er ennfremur að tekið sé fram í hverju landanna helzt sé óskað eftir skólavist, en auk þess fylgi ósk til vara. Nánari upplýsingar um skóla, námstilhögun o. fl. gefur Magnús Gíslason, framkvæmdastjóri Nor- ræna félagsins (sími 37668). (Frá Norrænafélaginu). KRISTINAR- SÝNING Í STOKKHOLMI Kristín Svíadrottning og menn- ingarlíf Evrópu á hennar döguin verður sýningarefnið á 11. Evropu sýningunni, sem haldin verður í Stokkhólmi á vegum Evrópuráðs ins 1. júlí til 16. október n. k. Kristín var dóttir Gústavs Adólfs og varð drottning 6 ára gömul. Hún afsalaði sér völdum 1656, tók kaþólska trú og settist að í Róma borg, þar sem hún bjó í þrjá ára tugi. Hún var í forystusveit evr- ópskrar menningar um sína daga og hefur verið nefnd fyrsta nú- tímakonan. Sýningin verður í 35 sölum og herbergjum í sænska listasafninu, og er hún einhver umfangsmesti listviðburður, sem skipulagður hef ur verið í Svíþjóð. Listaverk hafa verið fengin að láni í ýmsum lönd um, m. a. hefur Páll páfi persóml lega veitt undanþágu frá reglum Vatíkansafnsins og leyft að senda megi mjög dýrmæt handrit þaðan á sýninguna. Þar verða 250 mál- verk og ótal aðrir listmunir, sem með einhverjum hætti eru tengdir minningum um Kristínu. Lista- verkin eru m. a. eftir Rafael, Rub ens, Titian, Tintoretto, Veronese, Bernini og Bourdon. Á sýningunni verður einnig frægt handrit, Silfur biblían, sem geymd er í háskóla bókasafninu í Uppsölum. Þá verður á sýningunni eftirlíking Barberini leikhússins í Róm, en þar fögnuðu borgarbúar Kristínu í janúar 1655 með sýningu á leikriti eftir Klem enz páfa IX. í hallarleikhúsinu á Drottningarhókni rétt við Stokk hólm verða sýningar á óperunni „L'honestá negli armori", sem Scarlatti samdi árið 1680 að beiðni Kristínar. Ýmsir aðrir viðburðir í Stoikkhólmi á sumri komandi verða tengdir Kristínar-sýning- unni. Kistín Svíadrottning er flesturn kunn, m. a. af kvikmyndum og sögu hennar, sem gefin hefur ver ið út á ísl-enzku og lesin í útvarp. Drottningin var hámenntuð kona, sem bjó yfir ríkri spauggreind, hafði sjálfstæðar skoðanir og kjark til að fara út af alfaraleið. Hún blandaði geði við ágætustu heim spekinga og listamenn samtíðar sinnar. Hún var svo aðsópsmikil og áhrifarík, að á þessari Kristínar- sýningu birtist barok-tímabilið á al hliða og athyglisverðan hátt. Frétt frá upplýsingadeild Evrópuráðsins, 8.3. MANNFJÖLDI Í EVRÓPU Ráðstefna um mannfjölda- skýrslur verður haldin á vegum Evrópuráðsins í Strassburg 30. ágúst til 6. september n. k- Er það í fyrsta sinn, sem þróun varðandi fólksfjölda í allri Vest ur- og Suður-Evrópu er rædd á alþjóðlegum sérfræðingafundi. Fjallað verður um fjölda fæð- inga og dauðsfalla, fólksflutn- inga, ýmiss konar flokkun fólks í mannfjöldaskýrslum og um kennslu og rannsóknir varð- andi mannfjölda. Sérstakar kannanir hafa verið fram- kvæmdar i ýmsum Evrópulönd um til undirbúnings ráðstefnu þessari. DANAVAKA í KÓPAVOGI Námsvist á Norðurlöndum Á VÍÐAVANGl Osvífnar blekkingar Morgunblaðið segir í forystn grein í gær: ,,Um það þarf heldur eng- inn að fara í grafgötur, að ef Framsóknarflokkurinn hefði verið í ríkisstjóm í dag, mundi hann hafa léð fylgi sitt við byggingu alúmínverk- smiðju á sama hátt og hann fylgdi byggingu áburðarverk- smiðju og sementsverksmiðju“- Með þesum orðum er enn einu sinni reynt að bera þá blekkingu á borð, að erlend ál- bræðsla auðhrings hér á landi sé hliðstæð framkvæmd við áburðarverksmiðjuna og sem- entsverksmiðjuna, sem Fram- sóknarflokkurinn hafði forystu um og studdi, og nú sé það að eins hótfyndni af honum að vilja ekki vera með álbræðsi- unni, af því að hann sé ekki í ríkisstjórn. Þetta eru auðvitað fráleitar blekkingar, en gott að Morgun blaðið minnist á þessar ís- lenzku verksmiðjur í þessu sambandi. Sá samanburður sýn ir einmitt mjög greinilega mun inn á þeirri stóriðju, sem Framsóknarflokkurinn vill styðja hér á landi og hinni, sem hann vill ekki styðja. Sementsverksmíðjan og áburðarverksmiðjan eru ÍS- LENZK STÓRIÐJA OG EIGN ÞJÓÐARINNAR. Álbræðslan er erlend og verður ævarandi eign erlends auðhrings. Áburð arverksmiðjan og sementsverk smiðjan kaupa rafmagn frá ís- lenzkum orkuverum á kostnað arverði en ekki undir verði og 12% lægra verði en svipuð álbræðsla í Noregi. Munurinn er sá, að annars vegar er ÍS- LENZK stóriðja, hins vegar erlend með ókjörum og mikilll áhættu fyrir þjóðina. Þetta gerir gæfumuninn. íslenzk stóríðja Áburðarverksmiðjan og sementsverksmiðjan eru ein- mitt táknræn dæmi um þess konar stóriðju, sem Framsókn arflokkurinn vill styðja. Þessi stóriðja er íslenzk eign, hyggð upp með erlendum lánum en án kvaða og yfirráða erlends fjármagns. Hún er algerlega undir íslenzkri stjórn. Hún greiðir rafmagn á fullu fram leiðsluverði að minnsta kosti. Þessi stóriðja þjónar í einu og öllu íslenzkum sjónarmiðum og hagsmunum. Hana þarf að auka, og má minna á, að fyrir löngu hefur verið yfir- lýst að bæta þurfi við áburðar- verksmiðjuna og reisa við hana fósforverksmiðju, en þessi ríkisstjórn hefur gersam lega vanrækt að vinna að því máli, enda vantar rafmagn, þar sem ríkisstjórnin hefar dregið allar stórvirkjanir á Ianginn. Vel má hugsa sér, að hér sé reist stóriðja sem sé fyrst í stað að mestu eign er- lends áhættufjármagns, en al gert skilyrði er, að hún verði á hæfilegum tfma íslenzk eign, þjóni íslenzkum hagsmunum og sé undir íslenzkri stjórn, kaupi rafmagn á framleiðslu- verði án meðgjafaráhættu fyr ir íslendinga og síðast en ekkl sízt, að slík stóriðja sé stað- sett í samræmi við uppbygg ingaráætlun og byggðastefnu þjóðarinnar. Á allt þetta brestur f ál- Framhald á 14. sfðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.