Tíminn - 03.04.1966, Page 3

Tíminn - 03.04.1966, Page 3
í SPEGLITÍMANS SUNNtTDACfUR 3. apríl 1966 TÍMINN Enska hljómsveitin „Rolling Stones" fór nýlega i hljóm leikaför til Belgíu, og þegar hún kom til Brussel hitnaði heldur betur í glæðunum hjá aðdáendum hennar. Hér sést einum hljómsveitarmann- anna komið inn í bifreið eftir að hafa sloppið frá hinum blóð heitu aðdáendum sínum. Þegar Indira Gandhi, forsæt- kom í boðið ásamt dóttur sinni isráðherra Indlands, var í Luci, sem fylgdi honum í stað Washingíon á dögunum, hélt forsetafrúarinnar, sem var hún samkvæmi fyrir ýmsa fyrir veik. Luci er lengst til vinstri menn í indverska sendiráðinu og hjá henni sendiherrafrúin í borginni. Johnson forseti indverska í Washington. Philip prins, eiginmaður Bretadrottningar, er nú kom- inn heim úr tveggja vikna ferð Kanada og Bandaríkjanna. Þegar hann kom heim, hélt hann fund með blaðamönnum og hefur margt af því, sem hann sagði þar komið Bretum mjög á óvart, svo að ekki sé sagt, að það hafi hneykslað þá. Annars hefur hegðun prinsins f ferðinni allri vakið allmikla athygli. í Bandaríkjunum hafði hann fund með sjónvarps- og útvarpsmönnum og ræddi hann þar ýmislegt á breiðum grundvelli, en þegar því var lokið, ræddi hann einslega við mann nokkurn, sem þarna var staddur. Útvarpsfréttamaður, sem þarna var staddur, sá sér leik á borði og kom hljóð- nema fyrir í námunda við prinsinn sem brást ofsareiður við, þegar hann varð þess var, og sagði: Þarna er eitt af þess um fjandans tækjum enn. Á blaðamannafundinum í London átti hertoginn fyrst að tala við fréttamenn frá BBC sjónvarpinu, og siðan átti hann að svara spunringum blaðamanna og láta taka af sér myndir. Þegar starfsmenn sjón varpsins ætluðu að hefja störf sín, bilaði ljósmyndavél BBC og lét Philip prins þegar í stað í ljósi óþolinmæði sína og sagði: Eftir hverju erum við að bíða? Því næst sagði hann, að hann skyldi svara spurn- ingum blaðamanna, og BBC gæti beðið. Þegar blaðamenn- irnir höfðu lokið við að tala við hann, var honum sagt, að blaðaljósmyndarar væru fyrir utan og biðu eftir að fá að taka af ‘honum myndir. — Hvað í heitasta helvíti hafa þeir verið að gera meðan ég sat hér? spurði hann þá. Ljósmyndararnir höfðu beðið eftir að fá leyfi til þess að ljós mynda eiginmann drottning- arinnar, sem síðar kvartaði yf ir því, að þeir vildu helzt taka myndir af honum aftan frá. Þess má einnig geta, að danskir blaðamenn hafa einn ig kynnzt þessari hlið Philips. prins. Þegar hann var í Dan mörku fyrir nokkrum árum kom hann meðal annars í svína tilraunabú. Ljósmyndararnir, sem voru í fylgd með honum báðu hann að taka lítinn grís upp, svo að þeir gætu fengið góða mynd af honum. Færðist prinsinn í fyrstu undan því, en tók að lokum einn grís upp með mikilli fyrirlitningu og sagði við ljósmyndarana: Hér hafið þið einn af ykkar sauða húsi. ¥ Ung frönsk saumakona, Aim ee Quittay að nafni, er allt í einu orðin milljónamæring ur. Forsaga þess máls er sú, að eitt sinn var hún gift bif- reiðastjóra egypzku prins- essunnar Kemel el Dine. Þegar Aimee og maður hennar skildu, kenndi prinsessan í brjósti um hana og hún kom oft í búð hennar og keypti kjóla og eitt sinn sagði hún Aimee, að hún skyldi muna eft ir henni í erfðaskrá sinni. Aim ee tók ekki mikið mark á þess um orðum prinsessunnar og hefur ekki séð hana oft nú sið ustu árin. En Kemal el Dine prinsessa hafði ekki gleymt loforði sínu. Þegar erfðaskrá hennar var lesin, kom í ljós, að hún hafði arfleitt frönsku saumakonuna að 30 milljónum franka. (ca. 270 milljónir ísl. kr.) Þetta er leikkonan Mollie Peters, sem lék stórt hlut verk í síðustu James Bond, myndinni „Thunderball" stödd á flugvellinum í Lundúnum og bíður eftir flugvél, sem á að flytja hana til Parísar, en þar á hún að leika trúð í hring- leikahúsi og ágóðinn til góðgerðastarfsemi. rennur Það var ekki neinn venju- legur búðarþjófur, sem kom fyrir rétt í London fyrir skemmstu og var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið postulíni súkkulaði og matvörum fyrir 100 krónur. í janúar sl. var hin fertuga frú Sylvia Pearl ráðin sem leynilögregla í stórbúð einni. Sama dag og hún var ráðin, stal hún áðurnefndum vörum, eftir að hafa tekið fastar þrjár manneskjur, sem stolið höfðu úr búðinni. Þegar dómur féll í þessu máli, leið yfir eiginmann henn ar og varð að bera hann út. Lögreglumaður einn, sem var viðstaddur réttarhöldin sagði, að Sylvia hefði sagt við lögregluna, þegar hún var tek in föst: --- Þegar ég gekk um verzlunina, sá ég, hve auðveld lega aðrir komust frá þessu. Hvers vegna ætti ég ekki íika að gera þetta?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.