Tíminn - 03.04.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.04.1966, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 3. aprfl 1966 TÍMINN 21 VERÐIR LAGANNA TOM TULLETT 32 sem urðu konunni að bana en Laub kæft niðri hljóðin í henni með því að troða upp í hana höndunum. Samkvæmt því var Laub dæmdur til dauða, en það vissu hvorki Schröder né rannsóknardómarinn sem yfírheyrði hann. Dómur var kveðinn upp í febrúar 1947, en rétturinn ákvað að fresta aftðfcu Laubs, þangað til lögum yrði komið yfir félaga hans. í ringulreið eftirstríðsáranna gengu dómsmál hægt, dóm- arar, fulltrúar þeirra og lögreglumenn voru ofhlaðnir störf- um og fangelsin troðfuH. Síðastnefnda ástæðan olli því að Schröder fékk í kiefann tii sín Anton Reck, mann sem var homnn að skapi, ófyririeitinn bófa sem einskis sveifst. Fáum klukkutímiim eftir að þeir hittust voru þeir búnir að afráða að strjúka með aðstoð Charlottu, sem var reiðu- búin. Þótt ekkert sæist út um rimlagluggann á klefa þeirra, vissi Schröder að þar fyrir utan var átta metra hár fangelsismúr og síðan greiður vegur. Charlottu var falið að baka köku og fela í henni tvinnahnykil og leirbrúðu. Vel tókst að lauma þessu inn til þeirra, og í heimsóknartíma í fangelsinu sagði hún: „Við ætlum að hitta Bohumilfólkið vini okkar klukkan tíu í kvöld.“ Þetta var fyrirfram ákveðið merki um hvenær hefjast skyldi handa. Elukkan tru þetta kvöld renndu fangamir tvinnanum út um gluggann og létu brúðuna þyngja hann niður. Síðan drógu þeir upp jámsagarblað. Næstu sólarhringa skiptust þeir á að saga sundur rimlana fyrir glugganum. Morguninn 20. marz var því verki lokið. Ekkert var eftir nema kippa rimlanetinu í burt. Dagurinn var tilyalinn, gekk á með skúrum. Næðingur lagðist á eitt með rigningunni að halda varðmönnum í skjóli. Eftidltsferðin á miðnætli var tíðindalaus og ró færðist yfir fangelsið. Nerna einn klefa. Fangamir tveir sem þar sátu brutu rimlana frá glugganum og skriðu út á þakið. Brátt fundu þeir stálvír frá eldingavara og klifruðu niður hann. Cariotta hafði sveiflað kaðli, föstum í tré, yfir fangelsismúr- inn. Að fáum sekúndum liðnum fögnuðu þeir frelsi. Tveim dögum síðar bárust skjölin um morðið í Wannsee ... en þá var það tveim dögum of seint. Carlotte hljóp enn undir bagga, en Anton Reck gat séð um sig sjálfur og þurfti ekki á hennar hjálp að halda. Hún útvegaði bróður sínum skilríki Franz Bohumins, fjölskyldu- vinar sem nýlega hafði beðið bana í bílslysi. Undir þessu logna nafni fór Schröder til Salzburg og réði sig 1 vinnu. Hann hitti þar líka hrausta og mannvana stúlku, Öddu Lienz er, nýlega skilda við roskinn skóara, og fór að búa með henni í apríl 1948 meðan hann dvaldi þarna var glæpafélagi hans Robert Laub tekinn af lífi, en það gat Schröder ekki vitað, og hefði líklega kært sig kollóttan þó hann hefði fengið fréttina. Allt var með kyrrum kjörum fram í janúar 1950, en þá ákvað hann að giftast Öddu, og við það blossaði upp afbrýði- semi hjá fyrrverandi eiginmanni hennar, sem alltaf hafði gert sér von um að hún tæki saman við sig á ný. Joseph Lienzer hafði haldið spumum fyrir á eigin spýtur og komizt að raun um að Julika, kona Franz Bohumins, var enn á lífi og Schröder hafði ekki átt annað saman við hana að sælda en að halda við hana skamma stund. Hún var að sönnu ekkja, en það gat Schröder ekki viðurkennt, þvi hann hafði látizt vera framliðinn eiginmaður hennar. Lienzer skýrði lögreglunni frá málavöxtum og rannsókn hófst. Enn á ný mátti Schröder til að hverfa, og í apríl 1950 komst hann til Rómar. í kirkju Sanda Maria dell‘Anima, kirkju Austurríkismanna í borginni, hitti hann tvo Týróla. Þeir biðu eins og fleiri þolinmóðir eftir páfaheyrn, því þetta var heilagt ár. Einnig vonuðust þeir eftir að geta útvegað sér landvistarieyfi. Schröder, sem kallaði nig Bohumin, sagðist hafa týnt vega- bréfi sínu. Félagarnir tveir, sem farið var að líka vel við þennan kunningja, buðust til að láta honum í té skilríki tilvonandi ferðafélaga, sem hafði orðið að hætta við ferðina á siðustu stundu. Þeir drógu upp úr pússi sínu plögg með nafni Alois Pretschmer frá Innsbruck. Tveim dögum síðar veifaði Schröder sigri hrósandi glænýju vegabréfi frá austur- rísku ræðismannsskrifstofunni. Hann stakk upp á að þeir skyldu fara allir saman til Napoli að kanna nýja stigu, og nokkrum dögum síðar komust þeir þangað, dauðuppgefnir eftir að ganga mestalla leiðina. Einn þeirra félaga hafði orðið sér úti um meðmælabréf UNG STÚLKA í RIGNINGU GEORGES SIMENON 26 var heldur áhyggjufull þegar hún kom affcur. — Ég skil vel af hverju Jeanine vildi ekki segja mér heimilisfang sitt. En Louise hefði þó getað gef- ið mér sitt. Þá hefði ýmislegt orð- ið öðru vísi. Fyrir nokkrum dögum kom hér maður — það er kannski lengra síðan — og spurði hvort hér byggi Louise Laboine í hús- inu. Ég sagði sem var að hún væri flufct fyrir mörgum mánuðum en byggi enn í París, óg vissi ekki hvar, en hingað kæmi hún stöku sinnum. — Hverslags maður var þetta? — Útlendingur. Ameríkumaður eða Englendingur gæti ég trúað. Lítill og visinn, ekkert ósvipaður lögreglumanninum sem kom hér í gærkvöldi. Hann virtist taka það mjög nærri sér að finna ekki Louise og spurði hvort ég vildi taka til hennar skilaboð. Hann skrifaði nokkur orð á miða sem ég stakk svo ofan í skúffu og hugsaði ekki meira um það. Þegar hann kom þrem dögum seinna var bréfið ósótt og hann virtist mjög kvíðafullur. „Ég get ekki beðið öllu lengur, sagði hann, bráðum neyðist ég til að fara úr landi.“ Ég spurði hvort það væri áríð- andi og hann sagði það væri mjög áríðandi nýtt bréf til Louise og var lengi að því, eins og hann væri að taka örlagaríka ákvörðun. Loks rétti hann mér það og and- varpaði þegar hann gerði það. — Þér hafið ekki séð hann síð- an? — Bara daginn eftir. Þrem dög- um eftir þetta kom Jeanine að heimsækja mig. Hún var í upp- námi og sagði að bráðum mundi ég lesa um hana í blöðunum. Hún var hlaðin pökkum og pinklum úr ýmsum stórverzlunum hér í grenndinni. Ég sagði henni frá bréfinu til Louise frá litla visna manninum. Hún stakk upp á að ég léti hana fá bréfið, eftir nokkra stund féllst ég á það, hún fékk bréfið og setti það í töskuna sína. Þegar hún var í þann veginn að fara, sagði hún að nú mundi þess ekki langt að bíða að ég fengi gjöfina. Maigret sat nokkra sfcund þög- ull en spurði svo: — Var það ekkert fleira sem þér sögðuð manninum sem hér var í gær? — Já, það held ég sé. Við skul- um sjá. Nei, ég sagði áreiðanlega ekki fleira. — Og Louise hefur ekki komið síðan? — Nei. — Hún vissi sem sagt ekki að fyrrverandi vinkona hennar hafði bréf til hennar? Það held ég ekki. Að minnsta kosti fékk ég ekki tækifæri til að segja henni það. Maigret hafði fengið miklu meiri upplýsingar en hann hafði þorað að vona. En nú lokuðust öll sund á nýjan leik. Rétt í þessu hafði hann meiri áhyggjur af Lognon en Louise La- boine. Það var engu líkara en Lurður hefði sfcolið aðalhlutverk- inu. Þarna hafði hann setið og íhlustað á sömu skýrsluna. Því næst hvarf hann með öllu. Allir aðrir en Lognon hefðu hringt sam- stundis til Maigret og gefið hon- um skýrslu. En hann kaus að spila á eigin spýtur. — Þér virðist áhyggjufullur, sagði húsvörðurinn. — Náunginn þarna í gær, hann hefur ekkert látið í ljós hvert hann æfclaði? — Nei, hann þakkaði fyrir og fór leiðar sinnar. Og Maigret átti ekki heldur ann ars úrkosta, en þakka fyrir og ganga leiðar sinnar. Hann dró Janvier með sér inn á næstu krá. Janvier hringdi í allar áttir án árangurs að spyrja um Lognon og Maigret notaði tækifærið til að fá sér aftur í glasið. — Mér dettur bara_ eitt i hug: Hann hefur hringt til Ítalíu. — Ætlið þér að gera það líka? — Já, en við fáum samband fjrr á skrifstofunni. Maigret varð sér út um lista yfir hótel í Firenze niðri á skrif- stofu, merkti við þau dýrustu og í þriðju atrennu hitti hann á það sem Santoni bjó á. Hjónin voru ekki á herberginu, þau voru farin fyrir hálftíma niður í veitingasal- inn að fá sér morgunverð. Hann hringdi þá stuttu seinna og var svo heppinn að yfirþjónninn skildi dálítið í frönsku. Viljið þér biðja frú Santoni að koma í símann! Yfirþjónninn gerði eins og fyr- ir hann var lagt en það var karl- mannsrödd sem svaraði í símann. — Segið mér hvað þetta á allt saman að þýða? — Við hvern tala ég? — Marco Santoni. Við vorum vakin í nótt, lögreglan í París hringdi með forgangshraði og oað um mikilvægar upplýsingar. Fáum við engan frið? Ég bið afsökunar, herra Santoni, hér talar Maigret frá rannsóknarlögreglunni . . . -ý Gott og vel. En ég skil ekki hvað þetta kemur konunni minni við? — Hún er ekki sökuð um neitt. En fyrrverandi vinkona hennar hefur verið myrt. — Það sagði líka náunginn sem hringdi í nótt. Og hvað með það? Haldiði kannski . . . — Konu yðar var trúað fyrir bréfi. Okkur ríður á að fá vit- neskju um efni þessa bréfs — Er nauðsynlegt að hringja tvisvar í því augnamiði? Hún sagði manninum. sem hringdi í nótt allt sem hún veit. — Sá maður er horfinn. — Hvað þá? Það virtist rjúka úr honum reið- in. — Ég skal þá kalla í konuna mína. En ég vona þá þið látið okk- ur í friði og sjiáið um að nafnið hennar komist ekki í blöðin. Það heyrðist hvisl. Frúin var sýnilega í símaklefanum með manni sínum. Frú Santoni, sagði hún. — Fyrirgefið frú, þér vitið hvað um er að ræða. Húsvörðurinn í Rue de Ponthieu hefur trúað yður fyrir bréfi til Louise. — Já, ég sé eftir að hafa tekið á móti þessu bréfi. — Afhentuð þér henni bréfið, kvöldið, sem hún kom á Romeo í brúðkaupsveizluna yðar? — Nei, þér skuluð ekki halda, að ég hafi borið þetta bréf á mér á brúðkaupsdaginn, eins og helg- an dóm. — Var það vegna bréfsins, sem Louise Laboine leitaði yður uppi? — Nei. Hún hafði hreint ekki vitað um bréfið. — Hvað vildi hún þá? — Hún vildi, ég lánaði sér pen- inga. Hún sagðist ekki eiga græn an eyri, og búið væri að henda ÚTVARPIÐ Sunnudagur 3. apríl Pálmasunnudagur 8.30 Létt morgunlög. 9.10 Morgun hugleiðing og morguntónleikar. 11.00 Messa í Hallgríms- kirkju. Prestur: Séra Sigurjón Þ. Arna son. 12.15 Hádegisútvarp 13.15 Efnisheimurinn Dr. Þorsteinn Sæmundsson flytur síðari hluta erindis síns: Drög að heimsmynd nútímans. 14.00 Miðdegistónleik Iar. 15.30 í kaffitímanum. 16.15 Veðurfregnir. 17.30. Barnatími: Anna Snorradóttir stjórnar. 18. 30 íslenzk sönglög: Einar Mark an syngur. 18.55 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir 20.00 Stríðsmessa eftir Bohuslav U Martinu Karlakórinn Fóstbræður Kristinn Hallsson og hljóðfæra leikarar úr Sinfóníuhljómsveit íslands flytja. Stjórnandi: Bohd an Wodiczko. Þýðandi textans: Þorsteinn Valdimarsson. Hljóðrit að á tónleikum í Háskólabíói 24. f.m. 20.30 Pílatus landsstjóri Jón as Sveinsson læknir flytur erindi 21.00 Á góðri stund. Hlustendur í útvarpssal með Svavari Gests. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22. 10 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 4. apríl 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp 13.15 Við vinnuna 14.40 Við, sem heima sitjum Rósa Gestsdóttir morgun les Minn- ingar Hort- ensu Hollandsdrottningar. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.30 Síðdegisút varp. 17.20 Framburðarkennsla I frönsku og þýzku. 17.40 Þingfrétt ir. 18.00 Úr myndabók náttúrunn ar. Ingimar Óskarsson spjallar um blekfiska og landsnigla. 18.30 Tónleikar. 19.20 Veðurfregnir 19. 30 Fréttir. 20.00 Um daginn og veginn. Þáttur eftir Júlíus Þórðar son bónda á Skorrastað t Norð firði: Tryggvi Gíslason flytur. 20. 15 „Tunga mín, vertu treg ei á„ Gömlu lögin. 20.40 Tveggja manna tal. M. Johannessen ræðir við Halldór Stefánsson fyrrum þingmann Norð-MýUnga. 21.20 „Sogið“, forleikur eftir Skúla Halldórsson. 21.30 Útvarpssagan: „Dagurinn og nóttin“ Hjörtur Pálsson les (15) 22.00 Fréttir og Veðurfregnir. Baldur Pálmas. les Passíusálma (47) 22.20 Hljómplötu safnið í umsjá Gunnars Guð- mundssonar. 23.10 Að tafU Sveinn Kristinsson flytur skákþátt. 23. 45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.