Tíminn - 14.04.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.04.1966, Blaðsíða 3
FTMMTUDAGUR 14. aprfl 1966 TÍMINN Borgarbréf „Traust" íhaldsins Þegar Morgunblaðið birti framboðslista Sjálfstæðisflokks ins við borgarstjórnarkosning- arnar, fór blaðið nokkrum vel völdum orðum um framboðið í leiðara. Þar sagði orðrétt um breytimgarnar á listanum: „Með þessu vill Sjálfstæðisflokkur- inn sýna, að hann treystir ungri og upprennandi kynslóð til þess að talkast á hendur hin vandasömustu trúnaðarstörf í þágu floktains og borgarbúa. Og æskan hefur áður sýnt að hún er þess trausts verð.“ Þetta er svo sem engin smáræðis yf- irlýsing og sjálfsagt telur for- ustulið flokksins að með þessu sé verið að halda uppi gamalli venju um traustyfirlýsingar. Og það kemur heim við þá stað reynd að staðurinn og stundin til að lýsa yfir trausti á 'ingum mönnum, var einmitt valin, þegar flokkurinn kaus að víkja þremur ungum mönnum af list anum. Treyst til að þegja Með því að víkja þremur ung um mönnum af listanum vill Sjálfstæðisflokkurinn sýna, ,.að hann treystir ungri og upp- rennandi kynslóð". Þeir sem teknir voru f staðinn á listann munu vera að meðaltali eldri að árum. Það var því hin unga og upprennamdi kynslóð, sem varð að víkja. Skýringin á þessu er einfaldlega, að sú ein kynslóð er upprennandi hjá íhaldinu í borgarstjórn, sem lík leg er til að hafast ekki að í borgarmálum. Það þarf því ekki um að deila, að ung kyn- slóð er því aðeins góð í augum íhaldsins, að hægt sé að treysta henni til að þegja. Þeir virðast jafnvel stoltir af reynslunni, því þeir segja um unga menn í Sjálfstæðisflokknum. „Og æsk an hefur áður sýnt að hún er þess trausts verð“. Það er nátt úrulega fyrir Sjálfstæðisflokk inn einan að meta það og vega, hve einkunnagjafir hans skuli vera smekklegar, þegar hann teflir æsku flokksins fram á op- inberum vettvangi. En sjálfsagt finnst heilbrigðu og opinskáu æskufólki heldur ömurlegt að vera í flokki, þar sem stjórn málalegur frami byggist á því hve vel menn kunna að þegja. Þeir, sem viku Þeir ungu menn, sem viku af lista Sjálfstæðisflok'ksins eru Guðjón Sigurðsson, formaður Iðju, Þór Vilhjálmsson, borgar dómari, og Sigurður Magnússon formaður Kaupmannasarntak- anna. Samkvæmt yfirlýsingu Morgunblaðsins hefur engin þessara manna uppfyllt þau skil yrði að vinna „hin vandasöm ustu trúnaðarstörf í þágu f lokks ins og borgarbúa". Þessir þrír menn eiga það all ir sameiginlegt, að hafa sjálf stæðar skoðanir á hlutunum, og blikna hvorki né blána, þót.t Geir Hallgrímssyni kunni að þykja tímatöf að því að hlusta á tillögur þeirra, eða þótt hann móðgist út af bókunum. Borgari. Kaupmaiurínn mátti hafa opið FB—Reykjavík, miðvikudag Nýlega var kveðinn upp dómur í dómþingi sakaddms Reykjavíkur f málinu: Ákæruvaldið gegn Sigur jóni Sigurðsyni, sem tekið var til dóms 21. f. m. Sigurjón Sigurðs son kaupmaður er einn af eig ' endum verzlunarinnar Örnólf s Njálsgötu 86 og Snorrabraut 48. Var hann kærður fyrir að hafa haft fyrrnefnda verzlun opna fram eftir kvöldi ákveðna daga í nóvem ber og desember, og fyrir að hafa rofið innsigli, sem lögreglumenn settu á dyr verzlunarinnar, nokkur þessara kvölda. Sigurjón var sýkn aður af kærunni um að hafa roíið innsigli á dyrum verzlunarinnar. Forsaga þessa máls er sú, að á fundi borgarráðs Reykjavíkur 17. ágúst 1964, var Verzluninni Örnólfi veitt leyfi til sölustarfsemi samkvæmt bráðabirgðaákvæðum samþykktar um afgreiðslutíma verzlana o. fl. og 3. sept. var Sarm þykkt bongarráðs staðfest af borg arstjórn. Var verzluninni gert skylt að greiða tilskilið leyfisgjald, kr. 10.000 á ári og skyldi gjaldið greitt fyrirfram hálfsárslega. Á fundi borgarráðs í maí 1965 var lagt fram bréf frá Kaupmannasam UNGUNGAR TREGIR TIL AÐ SÝNA NAFNSKÍRTEINI SJ-Reykjavík, þriðjudag. Greipur Kristjánsson, lögreglu- varðstjóri, sagði í viðtali við Tímann í dag, að unglingar, sem sækja samkomur í nágrenni borgarinnar og fyrir austan fjall, virtust oft gleyma að hafa me?5 ferðis nafnskírteini, sem þeim ber skilyrðislaust að hafa á sér. Ung- lingarnir eiga það á hættu að vera ekki hleypt inn á dansleiki, jafn vel þótt þau séu eldri en 16 ára, ef þau geta ekki sýnt skír teini. Þá hefur borið dálítið á því, að unglingarnir hafa krotað ofan í skírteinin og breytt ár- tölum. Full ástæða er til að benda foreldrum á, að við slík um breytingum liggja viðurlög, og þeir unglingar, sem breyta nafn skírteinum, verða framvegis und ir smásjá lögreglunnar. Á dansleikjum í Hveragerði og á Hlégarði, þar sem margt ung menna var viðstatt, bar alls ekki mikið á ölvun. tökum íslands og Kaupfélagi R- víkur og nágrennis varðandi tillög ur um tilhögun á kvöldsölu verzl- ana í Reykjaví'k og bréf frá Verzl unarmannafélagi Reykjavíkur, þar sém mælt var með tillögunum. Til lögurnar voru samþykktar. Var þá borin fram tillaga um að aftur kalla bráðabirgðaleyfi verzlana, þ.á.m. Örnólfs, þegar í stað, var sú tillaga felld, en önnur tillaga, um að afturkalla leyfið frá og með 1. júlí 1965 samþykkt. Verzlunin Örnólfur mófcmælti m. a. á þeim grundvelli, að greitt hefði verið fyrir kvöldsöluleyfi „án fyrirvara til 28. febrúar 1966, enda allur rekstur fyrirtæikisins miðaður við keyptan rétt til þess t£ma.“ Hinn 11. okt. 1965 skrifar hinn ákærði borgarstjóm og til- kynnir, að hann muni hafa verzlun sína opna til samræmis við verzl anir í Reykjavik, sem þá tóku þátt í svokallaðri skiptiverzlun, og byggir hann það á tvennu, leyfi borgarstjórnar sjálfrar til skipti- verzlunar og kvöldsöluleyfi, sem hann hafði fengið og greitt fyrir. Samkvæmt samþykktum frá 1963 segir, að borgarráð geti heim ilað tilteknum fjölda verzlana að hafa opið til klukkan 22 alla daga nema vissa tiltekna helgi- og hátíð Framhald á 14. síðu. Guðmundur Péturs aflahæstur Krjúl-Bolungarvík, þriðjudag. Tíðarfarið hefur verið held ur risjótt framan af mánuðin um, dimbilvikan byrjaði með því, að þrjá fyrstu dagana var óbreytt tíðarfar , frá því sem áður er sagt frá, en á mið vikudag mátti sjá merki um bata. Það hlýnaði og skírdagur og föstudagurinn langi voru sól skinsdagar, hlýir og mildir, og hefur svo verið síðan. í dag er stillilogn og sólskin. Afli bát- anna í marz var Einar Hálf- dáns 259.760 í tólf róðrum, net. Hugrún 345.753 í þrettán róðr um, net. Guðmundur Péturs 414.565 í 14 róðrum, net. Berg- rún 78.153 í 17 róðrum, net. Guðrún 72.881 í 16 róðrum, net. Heiðrún 113.994 í fjórtán róðrum, lína. Heiðrún II. 115 138 í fimmtán róðrum, lína. Samtals er aflinn í mánuðin um 1400.244 tonn. Þess má geta, að núna und anfarna daga hefur inflúensu- faraldur gert vart við sig hér í bænum, og virðist haga göngu sinni nú, með þeim ókindug- leika, að leggja heimilin undir sig og er mjög bagalegt ástand á sumum heimilum, að öðru leyti hefur heilsufar verið gott í héraðinu. Kíghósti í Trékyllisvík GPV-Trékyllisvík, þriðjudag. Hér hefur ríkt þrálát ótíð lengi vetrar með mikilli fann komu. Er innistaða á fé orðin óvenjulega löng. Víða hefur fé verið á samfelldri inni- stöðu síðan um miðjan nóvemb er. Á laugardaginn fyrir pálma sunnudag kyngdi niður óhemju miklum snjó ofan á djúpan og Framhald á 14. síðu NY DRÁTTAR- VÉL FRÁ !H Nýlega kom fram á sjónarsviðið í Bretlandi ný dráttarvél af með alstærð, sem flutt er út af Inter national Harvester Company, Eng landi. Hin nýja dráttarvél ber nafnið McCormick International 434 og er 43 hestafla, 4 strofcka. Nú er McCormick Internation al-fjölskyldan öll orðin með könt- uðum útlínum og í tveim litum, rauðum og ljósum, hinum sömu og gilda fyrir vélar framleiddar í Bandarikjunum, Þýzkalandi, Frakklandi og Ástralíu. Auk samræmingarinnar í út- liti við aðrar vélar sama fyrirtæk is framleiddum í öðrum löndum, hefur verið lögð megináherzla á það, við gerð þessarar brezku út- gáfu, að gera hana sem haganleg ast úr garði fyrir ökumanninn, svo að hann megi hafa það sem þægilegast við vinnu sína dag hvern. Sætið er stoppað og stillanlegt í hæð og fjarlægð frá stýri. Það er búið jafnvægisútbúnaði og hægt að snúa því og velta til og frá, en þetta er einmitt gert í þeim tilgangi að ökumaðurinn verði fyrir minna hnjaski er hann er að vinna með dráttarvélinni á ójöfnu landi. Þá er sætið stillan- legt eftir þunga ökumanns. Stýrisútbúnaður er þannig gerð ur, að dráttarvélin er frekar létt í stýri. Stýrið er reist þannig, að ökumaður sitji eðlilegar við það í hinu hæga sæti, og stýris- hjólið svo til lárétt og stórt um- máls. Einnig er dráttarvélin fá- anleg með vökvastýri. Önnur stjómtæki eru framarlegá svo að rúmt sé um ökumann, en þó ekki svo, að hann eigi ekki hægt með aú ná til þeirra. Lofthreinsara er komið fyrir framan á vélinni, rétt aftan við kælihlíf, fjarri ryki, reyk og hita, en sjálfa kælihlífina er auðvelt að fjarlægja með einu handtaki. Aðalljósum er einnig komið fyrir aftan við kælihlíf, svo þau verði síður fyrir hnjaski, og í þeirri hæð, sem hentar reglum um ljós ökutækja í umferð. Rafhlöðu hef ur verið komið fyrir þannig, að auðveldara sé að vinna við áfyll ingu og athugun og með einu handtaki er hlíf tekin ofan af á- fyllisopum fyrir olíu, eldneyti og vatn. Vélin í 434 dráttarvélinni er með International fjögurra strokka dísilvél, 43 hestafla við 2200 snúninga á mótor. 434' er með 8 gírum áfram og tveim afturábak, en einnig fáan- leg með samhraða áfram afturá- bak skiptingu. Sjaldan gerum við okkur grein fyrir mikilvægi þess, að dráttar- vélin sé þung, en 434 er einmitt þessum kostum búin. Enskar regl ur vélaverkfræðinga segja, að þyngd dráttarvéla eigi að vera sem næst 100 pund á hvert vélar- Framhald á bls. 15. SÖFNUN Samúðin er einhver sterkasta kennd mannsandans, og sá þátt ur, sem vaknar í brjóstum mann anna, er erfiðleika og raunir ber að höndum. Svo sem alþjóð er kunnugt um úr útvarpi, varð mik ill bruni á bænum Hauksstöðum á Jökuldal, þar sem hjón með fimm börn misstu mikinn hluta eigna sinna. Öllum má ljóst vera, hversu hörmulegt þetta tjón er hjón- unum, þar eð húsið var lítið sem ekkert tryggt, og innbú ekkert. Hversu margir mundu ekki vilja ljá þessu máli ;lið, og leggja fram framlög til styrktar hjónun um dg ungu börnunum þeirra. Það er einlæg hvatning mín til allra þeirra, er samúð og skilning eiga í brjósti sér, að þeir leggi eitt- hvað af mörkum heimilinu til endurreisnar. Framlögum veitt móttaka hjá dagblöðunum. Séra Bragi Beneditksson, Eskifirði, S-Múlasýslu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.