Tíminn - 17.05.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.05.1966, Blaðsíða 16
110. tW. — Þriðjudagur 17. maí 1966 — 50. árg. listinn - kjósendafundur B-LISTINN HELDUR ALMENNAN KJÖSENDAFUND í AUSTURBÆJARBÍÓI N.K. FÖSTUDAGSKVÖLD OG HEFST HANN KL. 8.30. Hraðminnkandi íbúðabyggingar TK—Reykj avík, mánudag. Það er ekki ofsögum sagt af húsnæSisvandræðum í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn virðist þó ekkert um hann vita, ef dæma má eftir skrifum Mbl. og Visis um þau mál að undanförnu. Það er ekJd nóg með að þeir sjái ekkert athugavert við þau mál, heldur halda beinlínis fram, að þau mál hafi aldrei staðið betur en nú og auðvitað þakka þau það borgar stjóranum. En af hverju er nú að guma Sannleikurinn er sá, að íbúðabyggingar í Reykjavík hafa stórlega dregizt saman. Línuritið, sem hér birtist sýnir fullgerðar íbúðir á árunum 1956 til 1965 mið að við 1000 íbúa. íbúafjöldi hefur aukizt um nær 13 þús. manns á Lóðaúthlutun- in hjá íhaldinu þessu tímabili. Árið 1956 er t. d. íbúafjöldi Reykjavíkur rúm 65 þúis. manns og þá eru fullgerðar 705 íbúðir, eða 10.8 á hverja 1 þús. íbúa 1957 er íbúafjöldinn rúm 67 þús. og þá eru fullgerðar 935 íbúðir eða 13,8 fbúðir á 1 þús. íbúa. 1958 eru íbúar rúmlega 69 þús. Þá eru fullgerðar 865 íbúðir eða 12.5 íbúðir á 1 þús. íbúa. Síð an fer línan hratt lækkandi og 1964 er hún komin niður í 7.5 íbúðir per 1 þús. íbúa og í fyrrá Framhald á bls. 15 13.8 12,5 10.8 10,1 8.9 8.7 7,5 7,4 / \ — / \ 7 \ j y — V \ \ \ \ \ 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964 1965 Tala fullgerðra nýrra íbúa í Reykjavík ár hvert miðað við 1000 íbúa. FUNDU DAUTT BJARNDÝR SJÓREKID Á STRÖNDUM KOSNINCASJÓÐUR t B Stuðniugsmenn B-listans. Tekið er i á skrifstofu Frarntóknarflokksins á móti framlögum í kosningasjóð I Tjarnargötu 26, opló' irá 9—32. KJ—Reykjavík, mánudag. Fréttaritari Tímans á ísafirði, Guðmundur Sveinsson netagerðar meistari tjáði blaðinu í dag, að menn hefðu fundið dautt bjarn dýr rekið í Þaralátursfirði á Ströndum, en fjörðurinn er á milli Furufjarðar og Reykjafjarðar. Blaðið hafði tal af einum þeirra er fann bjarndýrið í dag Guð- mundi Guðjónssyni skipstjóra á ísafirði. — Við fórum þarna austur r.il að ná í rekavið, og var ekki ætlun in að fara svona langt heldur að- eins í Smiðjuvík, en þegar þang að kom var svo vont í sjóinn að við gátum ekki lent. Aftur á móti er venjulega bárulítið í Þarangurs firði, og þar gátum við lent. Bjam dýrið lá þarna í fjörunni stein- dautt, og höldum við að það hafi legið þarna í eina tvo mánuði, þótt erfitt sé að segja nákvæmlega um það. Hausinn á því var kvara aður, og það hefur verið dautt þeg ar það rak að landi, en að öðru leyti sáust engir áverkar á því. Við áttum ekkert við það að öðru leyti en við tókum úr því vfg- termurnar, og þær reyndust vera 3 tommur að lengd. Við höldum að dýrið sé gamalt, en getum þó ekki sagt um það með vissu. — Hvemig var umhorfs þarna Guðmundur? — Það er feiknalega mikill snjór þarna og hef ég aldrei séð ann- an eins snjó þarna á þessuin tíma árs, þótt ég sé nú fæddur >g upp alinn á þessum stóð. Við ætluðum að komast í bjargið og fá okkur egg í soðið en komumst hvergi að vegna snjóalaga og sjógangs. Fugl inn er kominn þangað og er áreið anlega búinn að verpa á klakann. Hann gerir það venjulega ef hann kemst ekki að auðri klöpp eða syllu. — En hvað með rekaviðinn? — Við gátum nú ekki tekið eins mikið, og við hefðum viljað taka vegna kvikunnar, en það virð ist vera töluvert af honum þama. Annars er svo mikill snjór að mað ur að sér varla í fjörurnar fyrir snjóalögum. GATNAGERDIN Framsóknarflokkurinn vekur athygli á þeirri staðreynd, að nærfellt helmingur af götum borgarinnar eru ófullgerðar malargötur án gangstétta, og víða, þar sem þó er búið að malbika akbrautir, vantar gang stéttir með öllu. Malbikaðar eða steyptar götur með afmörV uðnm gangstéttum eru nauð synlegar í nútíma menningar- borg. Núverandi ástand í gatna málum margra hverfa oorgar- innar er með öllu óviðuaandi. Leggur flokkurinn áherzlu a eftirfarandi atriði varðandi gatnagerðina: að á næstu tveimur til þremur árum verði allar götur borga innar malbikaðar og gangstétt ir hcllulagðar. að tækni og skipulag við gatna gerðina verði bætt svo draga megi úr kostnaði, að gengið verði frá götum og gangstéttum í nýjum hverfum strax og þau eru tekin í notkun. að viðhald eldri gatna verði stórbætt frá þvi sem nú er, svo og gatnalýsing, að nýtt verði reynsla unnarra þjóða varðandi varanlega gatna gerð og aflað vísindalegrar þekkingar á öllu er að gatna- gerð lýtur í þeim tilgangi að tryggja sem bezt endingu gatn anna. ORÐSENDING TIL STIIÐN- INGSMANNA B-LISTANS Kosninganefnd vill minna alla þá, sem fengið hafa happdrættis miða í kosningahappdrættinu senda að gera skil hið allra fyrsta. Það er mjög nauðsynlegt að allir velunnarar B-Iistans bregði fljótt við og hafi samband við skrifstofuna, Hringbraut 30, sem opin verður í allan dag, og alla daga í næstu viku frá kl. 9 að morgni til kl. 10 að kveldi. Þeir, sem ekki hafa tök á að koma á skrifstofuna geta hringt-í síma 23757 og 12942 og verður þá andvirði miðanna sótt. VERUM SAMTAKA OG TRYGGJUM SIGUR B-LISTANS. Kosninganefnd. UTVARPS- UMRÆÐUR j HAFNARFIRÐI Miðvikudaginn 18. maí fara íram útvarpsumræður 1 Hafnarfirði, sem hefjast kl. 8 síðd. Útvarpað verður á bylgjulengd 1510 kílórið á seik, eða 198, 7 m. á Miðbylgju. Röð listanna verður þessi: G-Iisti H-listi A-listi B-listi D-listi. Hver flokkur hefir 50 mín, til Framhald á bls. 15 — Gátum við ekki fengið annan bókstaf núna? Þetta D minnir alia á dýrtíðina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.