Tíminn - 18.05.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.05.1966, Blaðsíða 9
MTOVntUDAGUR 18. maí 1966 VERÐIR LAGANNA TOIVI TULLETT 64 seðlana úr peningavöndli í vasa, síðan sótt meira og tæmt þannig vasann í nokkrum atrennum. Ástæðan til þess að stela þannig í áföngum er sú, að vænan seðla- bunka er ekki unnt að fjarlægja í einu, án þess að fórnar- lambið verði vart við. Þessi náungi var vanur að safna saman heilum flokki hvert gamlárskvöld, búa þá í prófess- orabúninga og ráðast inn á grímuball fina fólksins, Chelsea Arts Ball, til að stela á dansgólfinu. Vasaþjófar beita ýmsum brögðum til að dreifa athygl- inni frá því, sem þeir eru að aðhafast. Þýðingarmesta bragðið byggist á þeirri staðreynd, að finni menn þrýst- ing á einhvern hluta líkamans, verða þeir um leið ónæmari fyrir snertingu á öðrum líkamshlutum. Reki maður fingur í bringuna á þér, verðurðu lítið var við það, þótt hendi sé Iögð á handlegg þér. Sá sem fremur sjálfan vasaþjófnað- inn felur venjulega handhreyfingar sínar með samanbrotnu dagblaði eða regnkápu. Þótt þú standir við hliðina á manni sem verið er að ræna, er ekki líklegt, að þú verðir neins var, þegar veskið kemur upp úr vasa mannsins, hverfur það óséð milli brotanna í dagblaðinu eða undir regnkáp una. Fáir aðrir en reyndir lögreglumenn gera sér grein fyrir furðulegri leikni vasaþjófsins, sem hefur næstum óskeik- ula hæfileika til að vita viðbögð fórnarlambsins fyrir. Til dæmis styður þjófurinn öðrum handleggnum á bak fórnar- lambsins í mannþröng til að halda þvi hæfilega frá sér. Svo kannar hann rassvasa eða aðra vasa með lausu hönd- inni, til að ganga úr skugga um hvar veskið er að finna. Verði fórnrlambið einhvers vart hnyklast bakvöðvarnir og það finnur þjófurinn með handleggnum. Hann fylgist líka með því, hvort roði kemur bak við eyrun. Þegar fórnarlambið þuklar vasa sinn er hönd þjófsins horfin þaðan og veskið er óhult — þetta andartakið. En vasa- þjófurinn hefst handa á ný, því hann veit að jafnvel þótt fórnarlambið sé farið að gruna eitthvað er ekki líklegt að það grípi strax aftur til vasans, þá væri of augljóst, að það er þjófhrætt. Þegar manngrúi horfir spenntur á úrslit veðreiða, getur reyndur þjófru meira að segja látið fórnarlamb sitt lyfta handleggnum til að eiga geiðari aðgang að vasanum. Ofur- lítill þrýstingur nægir, þá er hreyfingunni haldið áfram í þá átt, sem þjófurinn kýs. Stundum ber það við á veð- reiðum eða markaði, að einn úr þjófaflokknum stekkur upp á kassa og hrópar: „Varið ykkur á vasþjófum, þeir eru búnir að stela frá mér.“ Næstum hver einasti maður sem þetta heyrir þuklar þá um fé sitt til að ganga úr skugga um að það sé kyrrt, og þjófarnir, sem fylgjast með fá að vita nákvæmlega, hvar hver og einn geymir peningana. Flestir vasaþjófar starfa í flokkum, og velgengni sína eiga þeir ekki sízt leikarahæfileikum sínum að þakka. Samvinna þeirra kemur vel í ljós, þegar þeir taka til starfa við einhvern banka. Einn úr hópnum, oftast sá elzti og virðulegasti, sezt við borð í afgreiðslusalnum og þykist vera að fylla út eyðublað. Úr sæti sínu fylgist hann með þeim, sem taka út peningana. Þegar hann sér hæfilega stóra upphæð greidda, rís hann á fætur og labbar út á eftir þeim, sem tók við peningunum. Um leið og þeir koma út á gangstéttina, gefur njósnarinn merki, með því að taka ofan gleraugun eða lyfta hattinum, og stingur vasaklút, sem hann heldur á í hendinni í vasa sinn, og gefur þar með félögum sínum til kynna, í hvaða vasa fórnarlambið beri peningana. Vera má* að sá sem ræna á, gefi leigubíl merki. Um leið og hann opnar hurðina, þrífur einn þjófanna um handlegg hans og segir af miklum þótta: „Þetta er minn bíll.“ Áður en hinn hefur fengið tíma til að svara, ber að annan, sem blandar sér í málið og segir: „Þetta er alveg rétt, ég sá að hann veifaði fyrst.“ Meðan þeir tveir deila við manninn með peningana, kemur sá félaginn, sem framkvæmir þjófnaðinn aftan að honum og hirðir veskið. í plöggum Alþjóðalögreglunnar má lesa um merkilegt mál, sem upp kom í Mexíkóborg í marz 1954. Aðalbanka- stjóri Mexíkóbanka kallaði fyrir sig yfirmenn bankavarð- anna og skýrði þeim frá því að hver þjófnaðurinn af öðrum hefði verið framinn í bönkum í borginni um miðjan dag fyrir augum varðmanna. Sá sem fyrstur varð fyrir 25 — Það get ég ekki sagt um — og þú ert líka að bjóða mér út núna, sagði hún. Hann leit ásakandi á hana. — Eru allar góðar hjúkrunar- konur harðbrjósta? Ég hef verið að reyna að hafa áhrif á þig svo mánuðum skiptir, og það eina, sem þú gerir er að ýta mér yfir á vinkonu þína. Jill sagði hreinskilnislega: — ég hef of annríkt til að fíflast. — Hann er góður þessi, hrópaði hann upp yfir sig. — Getur aldrei neinn tekið mig alvarlega? — Kannski einhver geri það ein hvern tíma — og þá muntu líklega óska þess að sá hinn sami hefði ekki gert það, sagði Jill þurrlega. — Þú munt sjá eftir því þegar ég verð kominn í frumskóga Afr- íku, sagði hann sorgmæddur. — Hvað áttu við? spurði hún. — Þú ert þó ekki að fara frá Fagurvöllum? — Það er von um vinnu í Rhód- esíu, sagði hann. — Virðist vera athyglisvert. en það mundi ekki verða strax. Ég býst ekki við að þú þurfir tylft af aukavasakiútum þegar ég fer. — Ekki svo marga. En eg mun sakna þín, viðurkenndi hún var undrandi yfir að finna hve satt það var. Því hversu mikið, sem hann gat angrað hana stundum, þá líkaði henni enn vel við hin unga Harding lækni og hann kom henni til að hlæja. Hann beygði sig ákafur yfir borðið. — Komdu með mér, Jill. Hú leit furðu lostin á hann og þegar hún mætti augum hans, sá hún að þau voru alvarleg — Gæt- ir þú ekki hugsað um það? bað hann. — Þú veizt að ég hef verið vitlaus í þig heila eilífð, og — tja við höfum sömu áhugamál — ekki satt. Ég er ekki eins mik- ið fífl og ég virðist vera — stund- um. Jill var næstum orðlaus. Bónorð var það síðasta sem hún hafði búist við í dag. — Ken, mér — þykir það mjög leitt, en ég gæti það ómögulega, sagði hún. — Ekki einu sinni hugsað um það? bað hann. — Ég fer ekki fyrr en i fyrsta lagi eftir sex mán- uði. Það gæti verið að þú skiptir um skoðun. Hún hristi ákveðin höfuðið. — Nei Gerðu það fyrir mig að segja ekki meira — betfa er óraögulegt ™ Allt í lagi. Ég bjóst ekki við að hafa heppnina með mér, sagði hann. — Mér þykir fyrir því, Ken. Ég vildi óska að teið færi að koma, bætti hún við. — Hvað sem kann að gerast vil ég ekki missa af þessum bíl. Það er ekki annar fyrr en klukkan sjö. Hann leit á úrið. — Ég get ekki reitt mig á þetta bölvaða úr — það er eitthvað að því. Ég fór með það í sund um daginn. En klukkan á veggnum sýnir tuttugu og fimm mínútur í, og héma kemur teið þitt. Meðan þau drukku það og borð- uðu ristað brauð masaði Ken eins og hann var vanur. Klukkuna í veitingastofunni vant aði nákvæmlega 7 mín. í fimm þegar þau borguðu reikninginn og fóru út. — Hvers vegna læturðu mig ekki keyra þig upp eftir? spurði hann. — Ég nenni varla að rangla hér um, og þú veizt að það mundi vera í lagi. Hún hristi höfuðið. — Nei, ég vil frekar taká áætlunarbílinn. Þau gengu fyrir horn og komu auga á stöðina. Það var enginn bíll þar. en neðar i götumu var bíll að hverfa fyrir hormð. — Mér þykir fyrir þvi. Jill, ég er hræddur um að þú sért búin að missa af honum, sagði íélagi nennar. — Boivuö Jciukkan hlýtur að hafa verið of sein. Verður þú virkilega að fara upp eftir strax? Verður þú tekin til bæna. — Nei, ég má eiga frí til klukk- an tíu, ef ég vil, sagði JiU. En mig langaði sérstaklega mikið til að komast til baka — Og skyndi- lega fannst henni. af einhverri ástæðu sem hún gat ekki skil- greint, að það væri nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr, að hún kæmist til baka og liti eftir hvern ig Sandra hefði haft það í fyrsta skipti sem hún var í buru. Þó að hún hefði reynt að taka ekki eftir því og sagt sjálfri sér, að þetta væri bara heimska, ekkert slæmt gæti komið fyrir meðan hún væri í burtu. Systir Williams var ákaf- lega samvizkusöm, og Sandra var ekki raunverulega veik lengur, að undanskilinni þeirri staðreynd, að hún gat ekki gengið, var hún sennilega miklu heilbrigðari en rhún hafði verið lengi. Óþæginda- ítilfinningin hvarf samt ekki, hún Ihafði aukizt til muna síðustu mín- lúturnar. — Ég verð _að komast til baka. isagði hún. — Ég verð. — En hvers vegna, spurði hann >— Af hverju ekki að vera kyrr .núna og fara eitthvað að skemmta ■sér — það er hljómsveit í kránni Hún hristi höfuðið ákveðin. — Ég mundi alls ekki vilja það Síðan bætti hún hreinskilnislega við eftir andartaks hik: — Hrein- skilnislega veit ég ekki hvers vegna það er, Ken, en ég er áhyggjufull. Ég hef verið tauga- óstyrk alveg síðan ég fór út, hún hló óviss, „líkist helzt móður, sem hefur skilið börnin sín eftir í um- sjá barnagæzlu og fer skyndilega að velta því fyrir sér, hvort hún hefði átt að gera það. _______________________________Vt — En drottinn minn dýri — þú hefur skilið allan spítalann eftir til að annast þetta sérstaka barn þit, ef eithvað skyldi koma fyrir, imómæli hann. — Hvað hefur komið yfir þig? Þú getur ómögu- lega verið svona allt þitt líf skjálf andi á beinunum ef þú yfirgefur sjúkling þinn í nokkrar klukku- stundir. \ — Nei, — hún þagnaði Hvem- ig gat hún útskýrt ábyrgðartilfinn inguna sem hún fann til gagnvart þessum sjúklingi — vegna þess að Vere Carrington hafði gert hana ábyrga á fremur sérstakan hátt, og vegna þess að hún mundi frekar vilja höggva af sér hægri höndina en að bregðast honum Ken mundi finnast hún hegða sér eins og hetjudýrkandi, róimantísk- ur umglingur, og ef hann mundi nú geta sér til — ÚTVARPIÐ Mlðvlkudagur 18. maf 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp 13.15 Við vinnuna 15.00 Miðdegisútvarp 16.30 Síðdegisút- ívarp 18.00 Lög Lög á nikkuna. 18.45 Tilkynningar. 19.20 Veður- fregnir 19.30 Fréttir 20.00 Jakob Thorarensen skáld áttræður. 21. 00 Píanókonsert nr. 27 i B-dúr (K595) eftir Mozart. Wiihelm Backhaus og Fflharmóníusveit Vínar leika; Karl Böhm stj. 21.S0 Efst á bugi Bjöm Jóhannss- og Tómas Karlsson gera sldl erlend um málefnum 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 „Mynd í spegli" saga eftir Þóri Bergsson Amar Jónsson les (4). 22.40 Lög unga fólksins Gerður Guðmunds dóttir kynnir. 23.40 Dagskrárlok. Fimmtudagur 19. maí Uppstigningardagur 8.30 Létt morgunlög: 8.55 Frétt ir 9.10 Morguntónleikar. 11.00 Messa í Háteigskirkju Frestur séra: Amigrímur Jónsson. P Orgelleikari: Gunnar Sigurgeirs |f son. 12.15 Hádegisútvarp. 14.00 Miðdegistónleikar: Úr tónleika sal Austurríski píanóleifcarinn Alfred Brendel i Austurbæjar bíói 16. marz s. 1. sónötu eftir Beethoven, Söhubert, 15.30 f kaffitímanum. 16.30 Veður- fregnir: Íslandsglíman 1966 Minnst 60 ára ferils glímu- keppninnar, ávarp menntamála ráðherra. Hörður Gunnarsson lýsir helztu glímunum. 17.05 Endurtekið efni. Einsöngur og tvísöngur í Dómkirkjunni í R- vík Sigurveig Hjaltested og Margrét Eggertsdóttir syngja lög eftir Handel, Mozart o. fl. Ámi Arinbj. leikur undir á orgel. 17.30 Barnatími: Kjartan Sigurjónsson og Ólafur Guð- mundsson stjórna. 18.30 Kór- söugur 18.50 Tilkynningar 19. 20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir 20-00 Okkar á milli: Tunglið Jökull Jakobsson og Sveinn Einarsson taka saman dag- skrána. 20.45 Tónleikar i út- varpssal. Rose Miller og Þorkell Sigurbjörnsson leika á selló og píanó. 21.10 „Óli skó“, kvæði eftir Jón úr Vör Árni Tryggvas son leikari les. 21.20 Einsöngur Elisabeth Söderström syngur. 21.40 Jesús var sigurvegarinn Séra Helgi Tryggvason flytur erindi eftir Ólaf Tryggvason bónda í Kothvammi 22.00 Frétt ir og veðurfregnir. 22.10 „Mynd í spegli" saga eftir Þóri Bergs son Finnborg Ömólfsdóttir les niðurlag sögunnar (5) 22.35 Djassþáttur. Ól. Stephensen kynnir. 23.30 Dagskrárlok. f dag

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.