Tíminn - 01.06.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.06.1966, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 1. júní 1966 kveðja hana hinztu kveðju. Og um marga veit ég, sem þar gátu ekki komið, en sem þrátt fyrir það höfðu þekkt hana og bundið við hana ævinlega tryggð. Þegar ég sit nú hér með hugann fulian af minningum frá liðnum árum, þá er mér ljóst, að þær hafa að eins gildi fyrir mig einan, og ég mundi aldrei hirða um að kasta þeim fyrir allra augu. Það getur stundum verið sárt, en stundum getur það líka verið gaman að virða það fyrir sér. hvernig örlögin eða hvað það nú annars er, færir mennina lii á þessu allsherjar skákborði mann- legrar tilveru. Bg get t. d. ekki annað en haft ofurlítið gaman af að hugsa um það, sem séra Sig- urður Jónsson, prestur á Lundi, sagði mér eina bjarta júnínótt vor ið 1928 um tildrögin, sem að því lágu, að Karólína dvaldi í Skorra- dal til æviloka. Mér fannst prest- ur, svona inni á sér ofurlítið drjúg ur af sinni hlutdeild í því máli. En með þeim prestshjónum á Lundi fluttist Karólína til Borg- arfjarðar. Það kann að verða tal- ið skorrdælskt yfirlæti hjá mér, að ég segi það hér berum orðum, að Stefán á Fitjum, eiginmaður Karólínu, hafi verið tónskáld, en ég hygg þó, að mér yrði létt að sanna það. Karólína hafði yndi af fögrum tónum eins og fleiri ættmenn hennar, t.d. Ingimundur Árnason frá Grenivík, sem lengi var stjórnandi Geysis á Akureyri. Unga stúikan átti sér þann draum að læra að spila á orgel. f því augnamiði greiddu prestshjónin á Lundi götu hennar suður að Fitj- um. Ekki ætla ég að leggja neinn dóm á það, hversu rækilega Stefán hefur kennt Karólínu sinni söng- fræðina og orgelspilið. En hitt geta allir séð, að hún hefur átt annað stærra og meira erindi að Fitjum en að spila þar á orgelið. Stuttu síðar varð hún eiginkona Stefáns og húsmóðir á þessu fagra höfuðbóli í meira en hálfa öld. Hjónaband Stefáns og Karólínu var að allra dómi ástúðlegt og farsælt. Þau unnust hugástum með an bæði lifðu. Þau eignuðust eina dóttur og þrjá syni, sem öll eru mannkosta manneskjur. Það vita allir, sem til þekktu, að húsfreyj- an á Fitjum var umhyggjusöm og ástrí'k móðir. Og hún bar fölskva- lausa virðingu og ást til síns látna manns til hinztu stundar. Eftir að starfsþrek hennar og heilsa var mjög lamað orðið, kom ég eitt sinn til hennar heim að Fitj- um. Hún var lasin og hélt sér þann dag að mestu við rúmið. Þeg ar ég opnaði hurðina á svefnher- bergi hennar, sá ég, að hún hand- lék einhvern smáhlut ofan á sæng inni. Ég settist á rúmstokkinn hennar og seildist eftir þéssum hlut. Það var vasaúr Stefáns sál- uga. Mér varð litið í augun henn- ar. Þar glitruðu tár. Stuttu síðar mælti hún: „Mér finnst þetta fall egasta úr. sem ég hef séð.“ Þetta var uim miðjan vetur. Ég sagði, að nú færi sólina bráðum að sjá hjá henni. „Já,“ sagði hún, „sól- in kemur hérna inn í gluggann til mín á afmælinu hennar Dísu minn ar.“ En Dísa var einkadórtirin. Hún mun almenningi kunnari undir nafninu Vigdís Stefánsdótt- ir frá Fitjum. Hún er gift Gisla Sigurðssyni lögregluvarðstjóra í Hafnarfirði. Ég ætla ekki að rekja meira af minningum mínum um hana Karólínu á Fitjum að sinni. En ég á þær fleiri, og mér eru þær allar kærar. Mig langaði að- eins til að votta þessari látnu ] sæmdarkonu virðingu mína og | hjartans þakklæti fyrir allt og allt. ! Henni sjálfri, börnum hennar og öðrum vandamönnum óska ég ] guðsblessunar. Höskuldur Einarsson frá Vatnshorni. TÍMINN Sigurður ViShjálmsson, Hánefsstödum: FJAS OG SKRUM VALDHAFANNA Nýlega hefur Seðlabankinn hald ið veizlu fyrir hóp virðingarmanna í höfuðborginni, þeirra sem með peningamálin fara. Og útvarpað var hluta af ræðu bankastjórans hr. Jóhannesar Norðdal, þar sem hann gerði gestum bankans grein fyrir afkomu hans og að nokkru leyti þjóðarbúskaparins í heild. Tvennt var það sem mér virtist talsmaður bankans leggja mesta áherzlu á, en það var hin góða gjaldeyrisafkoma og hinar miklu smjörbirgðir þjóðarinnar. Þessa góðu gjaldeyrisafkomu taldi bankastjórinn vera að þakka efna hagsráðstöfunum þeim sem beitt hefur verið af hálfu stjórnar bank ans og ríkisstjórnarinnar. Þá verður jafnframt að ætla að smjör birgðirnar séu einnig afleiðing þessarar þjóðhollu? stefnu, sem fylgt hefur verið. Að vissu leyti getur þessi ályktun bankastjórans verið rétt og þá sérstaklega að því leyti sem smjörbirgðirnar áhrærir. Hann talaði um mikla verðbólgu, sem væri erfið viðfangs og væri þess valdandi að enginn markaður væri til fyrir smjörið. í riti bankans Fjármálatíðind- um er gerð glögg grein fyrir. þvi að meginhluti gjaldeyristekna þjóðarinnar sé fyrir sjávarafurðir, svo maður skyldi nú ætla að gjaldeyristaða þjóðarinnar motað- ist að mestu leyti af því hvað mikill og hvað verðmætur sjávar aflinn er. Annar aðalþáttur gjald- eyrisstöðunnar virðist vera hvern ig gjaldeyririnum er varið og kem ur þá mjög til fjármálastjórnar- innar í heild að metá nauðsyn innkaupanna. í kafla þeim af ræðu bankastjórans sem útvarpað var, var ekki mikið um það rætt nema að þvi leyti sem getið var um, skipa og flugvélakaup, og áherzla lögð á mikilvægi frjáls innflutn- ings. Það þarf ekki að eyða mörg um orðum að því að frelsi í við- skiptum er mikilvægt. Hins vegar er rétt að þeir sem er sýndur mik- ilL trúnaðar og fenginn í hendur mikið vald í meðferð á fjármun- um þjóðarbúsins geri sér glögga grein fyrir því hvernig aflafjár þjóðarinnar er varið og hvernig marglofað frelsi er notað. Ekki einasta almennt heldur í einstök- um tilfellum. IL Það kann að sýnast, að menn á mínum aldri — hálfáttræðir — ættu ekki að leggja neitt til mála í umræðum um þessi mál. Þó get ég ekki neitað mér um að segja það sem mér sýnist og benda á staðreyndir. Því fer fjarri að efnahagsaðgerðir þær sem síð ustu ár hafa innleitt eigi aðal- þátt í þróun gjaldeyrismálanna. Gengislækkanir, háir vextir, spari- fjárbindingar, söluskattur og allt hið nýja skatta- og álögukerfi veld ur verðbólgu samfara því sem það hefur í för með sér aðdratt efna- hagslífsins að einum kjarna (cen- traliserast) og vinnur þarf af leið- andi gegn þvi frelsi einstaklings- ins, sem flestir telja nauðsynlegt. Ef litið er nokkur ár aftur í tímann er augljóst að á árunum 1956—1958 var sú stefna í at- vinnumálum mörkuð sem hefur orðið þess valdandi að þróunin í gjaldeyrismálum hefur nú orðiö sú sem Seðlabankastjórinn var að lýsa fyrir veizlugestum sínum. Hér skal þess getið að ég var ekki hrifinn af „vinstri stjórninni" eins og hún var tilkomin. En á' þeim árum var samið um smíði fyrstu stóru fiskiskipanna og tekin í notkun þau mikilvirku veiðitæki á þeim, sem hafa valdið mestu um hinn mikla síldarafla, sem tví- mælalaust er undirstaðan að Sigurður batnandi gjaldeyrisstöðu. Á þeim árum voru byggðar síldarverk- smiðjur á Austurlandi sem hafa haft jafn þýðingarmiklu hlutverki að gegna og veiðitæknin og á þeim árum var stigið hið þýðing- armikla spor í landhelgismálinu sem kunnugt er. Talað er um að útfærsla landhelgislínunnar valdi því að togaraútgerð beri sig illa. |En það er ekki fyrst nú að tog- araútgerð ber sig ekki og má benda á gjaldþrot ýmissa togara- félaga meðan landhelgin var að eins þrjár sjómílur. Það virðist því að efnahagsaðgerðir núver- andi stjórnarvalda séu fremur nei kvæðar en hitt, enda varla við því að búast að slíkar aðgerðir verði annað, við þær aðstæður, sem hér á landi eru. Meginhluti þeirra verðmæta sem hér tilfall- ast eru numin úr ska-uti náttúr- unnar. En eins og kunnugt er eru hér mikil áraskipti að því hversu gjöful hún er. Það er því alveg úndir þeim mönnum komið sem stunda framleiðsluna hvernig til tekst, en ekki þeim, sem ákveða vaxtarbreytingar, fjárbindingar og þess háttar fjármálabrögð gerð eftir uppskriftum annarra þjóða. III. Af því sem bent er á hér að framan er augljóst að núverandi valdhafar hafa í atvinnumálum farið í slóð þá sem rudd var 1956 —1958 og varð til þess að upp- byggingin í síldveiðum og úr- vinnslu hefur orðið möguleg þrátt fyrir hin gagnvirku fjármálvið- brögð sem beitt hefur verið síð- an núverandi ríkisstjórn kom til valda. Skrum talsmanna ríkis- stjórnarinnar lætur illa í eyrum allra sem huga lengra en til líð- andi stundar. IV. Því var haldið fram 1958 að landið væri á barmi gjaldþrots og traust þess þorrið. Nú er það söguleg staðreynd að svo var ekki. Enginn skyldi ætla að stjórn arskiptin á árunum 1959—1960 hafi verið svo traustvekjandi, að þá opnuðust allar dyr til lántöku- möguleika, ef þá hefði allt rið- að á gjaldþrotabarmi. „Viðreisn- arstjórnin“ svonefnda hafði ekki setið lengi þegar hvert stórlánið af öðru var tekið og lagt inn í bankana og þannig skapað álit- legan gjaldeyrisforða til ráðstöf- unar handa þeim sem fluttu jnn ]vörur og öðrum sem vildu verja fjármunum þjóðarinnar erlendis. Af því sem áður segir er aug- ljóst að gjaldeyrisforði sá sem . kann að hafa myndast umfram ' erlenda skuldasöfnun hvílir alger- lega á atorkumiklum framleiðend- um — þ.e. sjómönnum, útgerð- armönnum og bændum og iðnað- inum að því leyti, sem hann spar- ar innflutning og breytir hráefn um í neyzluvörur til útflutnings. Bætt lífskjör, ef annars er hægt um þau að tala, byggjast þá einn- ig á framleiðsluaukningunni en ekki á skrumi stjórnarliðsins. Hins vegar tröllríður verðbólgan svo lífskjör almennings, að vesælt fólk missir fótfestuna, samanber hin tíðu afbrot sem herja og alls konar glöp sem steðja að almennu velsæmi í háttum manna. Vilji menn leita kjarnans í þessum mál- um má ekki láta skrum og gyll- ingar villa sér sýn. V. Það er þetta síendurtekna yfir- borðskennda fjas stjórnarliðsins sem er orsök þess að ég hripa þessa pistla. Aðbúnaðurinn að þeim sem nytja auðlindir þjóðar- innar er ekki betri en það, að sífellt þarf að bæta við stuðning við atvinnurekstur þeirra. Úrræð- in sem gripið er til hverju sinni leiða af sér aukna þenslu í verð laginu og um leið kjararýrnun þeirra sem taka laun hjá öðrum Auðsmagninu er einmitt beitt þannig, að það leiðir af sér vand- ræði. Undanfarandi góðæri til sjáv arins megna ekki að reisa rönd við álögukerfi núverandi neikvæðr ar stefnu í efnahagsmálum ríkis- ins og bankakerfi landsins. Af þessum ástæðum og fleiri er þjóð- inni mikil þörf á að önnur vinnu- brögð og jákvæðari verði tekin upp og leitast verði við að færa fjármagnið í þá farvegi að það nýti sem bezt landkosti okkar ágæta lands. Burt með skrum og gyllingar, hégómaskap og tildur. Hánefsstöðum síðasta vetradag. Sig. Vilhjálmsson. ITTx’K IGDI HIEH — FIDELIT Y 3 hraðar, tónn svo af ber BELLA MUSÍCA1015 Spilari og FM-útvarp i:i:i l:l \ AIR PRINCE 1013 Langdrægt m. bátabylgju Radióbúðin Klapparstig 26, simi 19800 HÁRGREIÐSLUMEISTARAFÉLAG ÍSLANDS AUGLÝSIR Herra Egil W. Larsen fyrrv. Evrópumeistari í hárgreiðslu og herra H. Westergaard sérfræðing- ur í háralitun, koma frá L'oréal og sýna nýjustu háraliti, vor og sumarhártízkuna í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 5. júní kl. 20. Matur framreiddur frá kl. 19. Aðgöngumiðar seldir að Hótel Sögu, föstudag og laugardag frá kl. 4—6 báða dagana. Notið þetta einstaka tækifæri. Sýningin verður ekki endurtekin. Öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Móttökunefndin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.