Vísir - 25.02.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 25.02.1975, Blaðsíða 4
4 Vlsir. Þriöjudagur 25. febrúar 1975 Þorsteinn vill selja skemmtistaði sína — Pussycat og Bonaparte í Kaupmannahöfn til sölu ,,Kaupmannahöfn er deyjandi borg. Allt þetta gamla góða, sem gerði borgina aðlaðandi fyrir ferðamenn, er búið að eyðileggja. Borgin er eins og trjástofn, sem búið er að rifa með rótum upp úr moldinni,” sagði Þorsteinn Viggósson, nætur- klúbbaeigandi með meiru, þegar við hittum hann að máli i Bonaparte, öðrum næturklúbba hans, hinn er, sem mörgum íslendingum mun kunnugt, Pussycat. „Skattakerfiö á lika sinn þátt i þvi. aö framtakssamir einstaklingar fá hér ekki lengur notiö sin. Vinnulöggjöfin, ekki er hún heldur til aö örva menn. Hvernig er hægt aö reka fyrir- tæki meö hagnaöi, meö þvi aö greiöa fólki kaup vikum og mánuöum saman, án þess aö þaö vinni? Einn kokkurinn hjá mér hefur veriö frá vinnu i einar sex vikur á fullu kaupi. Nei, þetta er ekki hægt,” segir Þor- steinn og hristir höfuöiö. Eskfiröingurinn Þorsteinn Viggósson haslaöi sér völl i Kaupmannahöfn fyrir tæpum áratug sem veitingamaöur og næturklúbbaeigandi. Þjóöarat- hygli vakti hann, þegar hann bauö sjálfum Simon Spies, birginn. Spies , sem var meö óæskileg efni i pipu sinni og tott- aöi hana innan dyra hjá Þor- steini — var umsvifalaust visaö Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í Reykjavík í marzmónuði Mánudagur 3. marz R- 1 til R- 300 Þriðjudagur 4. marz R- 301 til R- 600 Miðvikudagur 5. marz R- 601 til R- 900 Fimmtudagur 6. marz R- 901 til R-1200 Föstudagur 7. marz R-1200 til R-1500 Mánudagur 10. marz R-1501 til R-1800 Þriðjudagur 11. marz R-1801 til R-2100 Miðvikudagur 12. marz R-2101 til R-2400 Fimmtudagur 13. marz R-2401 til R-2700 Föstudagur 14. marz R-2701 til R-3000 Mánudagur 17. marz R-3001 til R-3300 Þriöjudagur 18. marz R-3301 til R-3600 Miövikudagur 19. marz R-3601 til R-3900 Fimmtudagur 20. marz R-3901 tii R-4200 Föstudagur 21. marz R-4201 til R-4500 Mánudagur 24. marz R-4501 til R-4800 Þriöjudagur 25. marz R-4801 til R-5100 Miðvikudagur 26. marz R-5101 til R-5400 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins, Borg- artúni 7, og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 8.45 til 16.30. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar, og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vá- trygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi, að skráningar- númer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima, verður hann iátinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn i Reykjavik 20. febrúar 1975. Sigurjón Sigurðsson. Þaö fer vel á meö þeim Wilmu Reading söngkonu og Þorsteini Viggóssyni. Wilma hefur margoft skotizt til Danmerkur yfir helgi til þess eins aö syngja fyrir Þorstein og gesti hans f Bonaparte. á dyr. Slikir menn eru illa séöir i hUsum Þorsteins, hvort sem þeir eiga gnótt gulls eöa fyrir einum drykk, — útidyrnar biöa þeirra. „Gestir minir koma hingaö til aö gleyma, hvaö segjum viö heima á lslandi, — þarna, já, streitunni og hafa það notalegt, láta fara vel um sig i þægilegu umhverfi. Skemmtistöðum minum vil ég halda i þessu „milieu”,” segir Þorsteinn, og dönskuhreim bregður fyrir i röddinni — og hann þrystir flöt- um lófanum á boröplötuna, orö- um sinum til áherzlu, en Þor- steinn haföi komiö frá plötu- spilaranum og tyllt sér hjá okk- ur Islendingunum, strax og hann varö þess var, aö landar hans væru komnir i salinn. Þorsteinn virtist ekki ýkja hrifinn af þróun mála i Dan- mörku og alls ekki bjartsýnn á framtiöina. „Fyrirtækiö er til sölu,” sagöi hann umbúöalaust, þegar hann var spuröur um reksturinn, „og ég er aö búa mig undir að flytja mig annaö. Kanada veröur sennilega fyrir valinu. Tveir starfsmenn minir fyrrverandi eru setztir þar aö og þeim vegnar vel. Kanada er land möguleikanna. Min framtiö liggur þar.Eignir minar veröa vonandi ekki orönar einskis viröi áöur en ég tygja mig”, sagöi Þorsteinn meö festu, sennilega svipaö og viö Spies foröum, ,,en er nema von, þótt skattabyröi sé þung hérna. Hugsiö ykkur. Nýlega frétti ég, aö verið væri aö byggja hjúkrunarheimili með 10 rúm- um fyrir „dópista”, en starfsliö- ið á aö vera 16 manns, sextán manns eiga að fita þá og fata til aö koma þeim út á götuna og út ispillinguna aftur, — og þetta borgum viö skattgreiðend- ur.” Þótt Þorsteinn sé ekki ánægö- ur meö afkomuna, bitnar þaö ekki á skemmtistöðum hans. Allt er hreint og fágaö. Starfs- fólkiö ljúft og lipurt og setur ekki upp neinn ólundarsvip, þótt aöeins sé beöið um gosdrykk, — eöa bara blávatn. Þorsteinn hefur ef til vill brýnt það fyrir sinu fólki, aö til eru menn, eins og hann sjálfur, sem ekki neyta sterkra drykkja, en ber aö fá sömu þjónustu og aörir. Plötu- snúöurinn rækir starf sitt af slikri innlifun, aö ætla mætti aö hann væri aö stjórna 50 manna hljómsveit og álika stórum kór. Sjálfur er Þorsteinn svart- klæddur, i hvitri skyrtu og viröulegu vesti, sólbrúnn, eftir nokkra daga skiöaiðkanir i Noregsfjöllum, — og sýnist brúnni en ella i daufgulu ljós- inu. „Ég hef aldrei stigiö dans- spor á skemmtistööum minum I þessi niu ár,” segir Þorsteinn, þegar einn sessunauturinn, is- lenzk hjúkrunarkona Agnes Bragadóttir gift oj> búsett i Dan- mörku, vill gjarna taka snúning á gólfinu meö Þorsteini, ,,ég vil bara tala og elska hérna inni,” segir Þorsteinn og hlær viö. Stjórnmála- og efnahags- ástandiö I Danmörku er þá tekið til umræöu og Þorsteinn leggur þar orð i belg. „Peninga vantar i rauninni ekki. Danir eru séöir. Ótryggt ástand segir þeim aö spara og þá hætta peningarnir að velta, viöskiptin minnka og atvinnuleysiö ber aö dyrum. Annars skil ég ekki rikisstjórn- ina aö láta ekki byggja vegi og brýr og margt annaö, sem að- kallandi er aö vinna fyrir þá peninga, sem variö er i atvinnu- leysisbætur. Menn fá 90% af launum sinum i atvinnuleysis- styrk — gera ekki neitt. Ætli nokkur vilji fara I starf aftur, eftir aö hafa haft þaö svona gott.” En menn verða fljótt afhuga dönskum stjórnmálum um hánóttina og viö viljum fá aö vita, hvenær Þorsteinn ætlar að færa sig um set. „í rauninni er ég búinn að þvi að vissu leyti. Svissneskt fyrirtæki hefur leigt nætur- klúbbana um nokkurt skeiö, svo þangað renna peningarnir, og þetta fyrirkomulag kemur betur út gagnvart skattagreiðslun- um.” Viö veröum undrandi, ,, en borgar sig fyrir þig aö leigja út- lendum aðila fyrirtækin?” spyrjum við Þorstein: „Já, þvi ekki þaö, útlendi aöil- inn i Sviss, — þaö er ég.” — emm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.