Vísir - 21.04.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 21.04.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Mánudagur 21. apríl 1975. cTMenningarmál Byggingartrygging SJuVÁ bostiröll utqnaökomandt tjón, þor meö talin tjón af völdum hruns, sigs, foks SUÐURLANDSBRAUT 4 82500 Tómas og Hervaldur DAGBOK Eftirtekt vakti i vik- unni lögbannsmál út af útvarpslestri sem haf- inn var á skáldsögu Indriða G. Þorsteins- sonar, Þjóf i paradis. Eins og vænta mátti var lögbannskrafan samþykkt, og verður nú bið á þvi að útvarps- hlustendur fái að heyra söguna. En það skilst mér að slik mál sem þessi geti dregist árum saman áður en þeim er loks ráðið til lykta. Hitt er lika liklegt að ýmsa þá sem lögðu eyru við lestri Ind- riða á mánudagskvöld hafi fýst að fylgjast með framhaldinu: Þjófur i paradis er listavel sögð saga, kannski ásamt örfáum bestu smásögum hans það verk Indriða sem gert er af mestu listfengi á frásögn og stilshátt. Þvi fólki verður ekki betra ráð gefiö en verða sér i skyndi úti um söguna I búð eða bókasafni: vandamenn Tómasar Jónssonar sem málið vöktu hafa i fyrstu lotu veitt Indriða og bók hans stórfellda ókeypis auglýsingu. Nú má sjálfsagt segja að litlu skipti hvort þessi saga sé eða sé ekki lesin i útvarpið, eða hvort hún verði þá lesin árinu fyrr eða síðar. Málið er eftirtektarvert af allt öðrum ástæðum. Þegar Þjófur i paradfs kom út, árið 1967, varð brátt fleygt aö þar væri furðu-nákvæmlega farið eftir sannsögulegu saka- máli, þótt ekki risu að þvi sinni af þvi málshöfðanir.' Og það hygg ég að engum sem kynnti sér málavexti (sem auðvelt er með þvi að bera saman söguna og prentaðan hæstaréttardóm i máli Tómasar Jónssonar) geti blandast hugur um að þessi skoðun var á rökum reist: af slikum samanburði virðist aug- ljóst mál að ekki einasta leggi Indriði sakamál Tómasar I meginatriðum þess til grund- vallar sinni sögu, heldur hafi hann beinlinis stuðst við réttar- skjöl, eða aðrar heimildir um málið, svo nákvæmlega sem ýmsum efnisatriðum þess er haldið til skila i sögunni. Að þessu leyti til er aðferð Indriða G. Þorsteinssonar i ÞjófiT paradis helst likjandi við aðferð sögulegrar skáldsögu að slnum efnivið: hið sannsögulega sakarefni, rannsókn og réttar- hald i máli Tómasar leggur Ind- riða til uppistöðuna i sögu hans, beinagrind atburðanna og fólks- ins sem við sögu koma, sem Indriði eykur svo við og vinnur úr með sjálfstæðum hætti, til sinna eigin nota. En það held ég lika að engum blandist hugur sem hefur fyrir þvi að kynna sér þennan málatilbúnað, að saga Hervalds i Salvogum i Þjófi i paradis kemur sögu Tómasar Jónssonar, nafni hans og minn- ingu ekki hætishót við, burtséð frá þvi að sakamál Tómasar hefur orðið tilefni sögunnar, lagt henni til efnivið atburða. Hervaldur er sjálfstætt sköpun- arverk Indriða upp úr efnivið heimildanna, og sögu hans má lesa sér til fuilra nota án þess að hafa hugmynd um að Tómas Jónssonhafi nokkurn tima verið til. Og þau not hafa lika lang- flestir lesendur sögunnar haft af henni — samanburður sögunnar við heimildir si'nar er á hinn bóginn fróðlegur, vegna þess hversu skýrt þær leiða i ljós ..hráefni” skáldsöguhöfundar- ins, og þar með listræna úrlausn sem hann hefur. megnað að veita þvi i verki si'nu. En hætt er við að mál það sem nú er hafið út af sögunni sé að sinu leyti liklegra til að rifja hið EFTIR OLAF JONSSON sagan stuðlar að þvi að halda nafni fyrirmyndarinnar á loft. Málið gegn sögu Indriða G. Þorsteinssonar er nýstárlegt hér á landi. Það er lika sér á parti fyrir það að sjaldgæft mun að samtimaefni séu tekin til slikra nota i skáldskap, svo að þau leggi beinlinis til efnisuppi- stööu heillar skáldsögu. Hitt er aftur á móti algengt að einstök sannsöguleg atvik, ýmisleg fréttnæm tiðindi, auðþekktar persónulegar fyrirmyndir úr daglegu lifi, fléttist með ýmsum hætti inn i samtiðarsögur. Skyldi dómur yfir sögu Indriða merkja aðöll slik tilvik, ef sönn- ur yrðu á þau færðar, væru sak- næm og kannski jafnvel refsi- verð? Og nú er sem sé spurt: er efnisval og aðferð Indriða G. Þorsteinssonar saknæmur verknaður? Þá ber að gá að þvi hér er ekki um eina saman æru- sök að ræða. Sakfelling Þjófs i Paradis, sem staðfesting lög- bannsgerðarinnar fyrir dómi mundi óhjákvæmilega fela i sér, lýsti lika yfir sögunni listrænum áfellisdómi sem leikmanni sýn- istaö væri með öllu ómaklegur. Indriði G. Þorsteinsson sanna sakamál upp að nýju og þar með nafn og minningu saka- mannsins sem sjálfur hafði þó I lifanda lifi afplánað brot sin. Hervaldur i Svalvogum i Þjófi I paradis er tilraun Indriða G. Þorsteinssonar til að gera „sögu sauðaþjófs” skáldlega og sál- fræöilega úrlausn, hins klassiska óbótamanns klass- Iskrar islenzkrar sveitar forð- um daga. Þótt sakamálið sjálft sé aðalefni sögunnar kem- ur vitaskuld margt annað efni, fólk og atburðir við hana. Og þvi er þá ekki vert að gleyma að i sögunni er Hervaldur engan veginn einvörðungu séður af sjónarhól réttvisinnar heldur lika varpað á hann ljósi úr öðr- um áttum. Þetta er fjarska dapurleg, allt að þvi tragisk mannlýsing, en fráleitt væri að segja hana fela I sér lastmæli um minningu látins manns. Þvert á móti. Vilji lesendur endilega leggja að liku sögu Hervalds og fyrirmyndar hans er þar fyrir engan veginn vist að það verði honum til neinnar minnkunar. Allt eins má segja aö hlutdeild Tómasar i' sögunni verði minningu hans til sóma og frámdráttar, að þvi leyti sem

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.