Vísir - 05.07.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 05.07.1975, Blaðsíða 9
Visir. Laugardagur 5. júli 1975. >AÐ ER svo fjari couitT at> sphnna þessi BÍLBELTÍ uss, maíur þarf EKKl BÍLBELTI INNANBÆJAR €:g ER SVO kla'r PAL> KEMUR ALDREI ÍTT FYRIR MÍG Bílbelti getur bjargað... — álíka auðvelt að spenna það og hnýta skóreimar Á siðasta ári slösuðust 270 manns i umferðinni i júli og ágúst. Fimm létust. Umferðarráði og lög- reglu hafa ofboðið þessar háu slysatölur og munu þessir aðilar ásamt bifreiða- tryggingafélögunum skera upp herör fyrir notkun bilbelta þessa mánuði. 50 þús. bilbelta- bæklingum verður dreift til vegfarenda i sumar, þar sem sýnt er fram á nauðsyn þess að spenna sig beltunum. Bílbeltanotkun er ekki lög- boðin á tslandi, en árið 1969 tóku I gildi lög, að fölksbifreiðar, sem skráðar eru eftir þann tíma, skuli vera með bilbelti fyrir ökumann og farþega. Könnun, sem var gerð á veg- um umferðarráðs, hefur hins vegar sýnt, að þrátt fyrir veru- leg fræðslustörf um gildi bilbelta er notkun þeirra mjög litil — eða innan við 5% i þétt- býli. Þó kemst hún upp i 40-50% yfir sumarmánuðina á þjóðveg- um — og um verzlunarmanna- helgina hefur hún farið upp i 80%. Enn engin ákvörðun hér ísland er eina Norðurlandið, sem ekki hefur enn tekið ákvörðun um að lögbjóða notkun bilbelta. t Sviþjóð varð það að lögum 1. jan. á þessu ári, i Finnlandi 1. júli, i Danmörku verða þau lögboðin 1. jan. 1976, og i Noregi var samþykkt að lögleiða þau i haust. TIISIIM IM Umsjón: Erna V. Ingólfsdóttir Umferðarráð hefur tekið saman mjög itarlega greinar- gerð, sem send hefur verið 17 aðilum, sem málið er skylt til umsagnar. Beðið er eftir svari. Bilbelti eru lögboðin i Astrallu, Spáni, tsrael, Frakklandi, Tékkóslóvakiu og Nýja Sjálandi. Hér á Innsiðunni eru nokkur fróðleikskorn um bilbelti, tekin saman I Finnlandi, en sem fyrr segir var notkun þeirra lög- boðinn þar 1. júli sl. Viðurkennd um allan heim sem vernd. Bilbeltin eru alls staðar i heiminum viðurkennd sem eitt af þvi bezta til að minnka slysa- hættu. 1 Finnlandi hefur farið fram áróður um notkun bilbelta imörg ár. M.a. er skylt að hafa gerðarhafa verið viða um lönd, sýna að bilbeltin minnka mögu- leika á andlits- höfuð- og brjóst- meiðslum. Siik meiðsli geta orðið allt upp i 80% minni. Athuganir, sem gerðar hafa verið i Finnlandi, sýna að bílbelti hafa bjargaö mörgum mannslifum og enn fleiri frá meiriháttar meiðslum. Barnið og bilbelti Barn, sem er undir 30 kg að þyngd, ætti ekki að spenna á sig bilbelti. Beltin eru gerð fyrir stærri og þyngri manneskjur og koma þvi ekki að gagni fyrir bamið. Bilarnir eru þvi miður ekki hannaðir sérstaklega með öryggi barnsins i huga. Hvar ætti þvi barnið að vera f biln- um? I aftursætinu, og i engum tilfellum ætti það að fá að .MIKLU BETRA fl-Ð KASTAST ÚT EF EHTHVAÐ SKEÐUR belti i öllum einkabilum, sem skrásettir eru eftir 1971. Samt sem áður eru það aðeins u.þ.b. fimmti hver maður, sem notar bilbeltið. Þess vegna hefur notkunin nú verið lögboðin. t lögunum segir m.a. að bilstjóra og farþega i fram- sæti, sem orðinn er 15 ára, sé skylt að nota bílbelti, svo framarlega sem einhverjir sjúkdómar aftri þvi ekki að það sé hægt. ökumaður mótorhjóls og farþegi hans skulu nota öryggishjálm. Það er álika auðvelt að spenna á sig bilbeltið og að hnýta skóreimar, það tekur að- eins nokkrar sekúndur. Þessar sekúndur geta bjargað lifi þinu. Ákeyrsla á 50 km hraða hefur álika afleiðingar og að detta niður af þriggja hæða hUsi. Jafnvel á 20 km hraða geta orðið dauðaslys. Athuganir, sem standa f sætinu. Margs konar bflastólar eru til fyrir yngri börnin til að setja i aftursætið. Undirengum kringumstæðum á litið barn að sitja i fangi móður sinnar eða einshvers i framsæti. Móðurfaðmurinn, sem annars er svo traustur, er i þessu tilfelli sá ótryggasti i heimi. Bflbeltið er fyrst og fremst I bílnum til þess að hindra slys, t.d. þegar bremsað er snögglega eða við ákeryslu. Það eru til ýmiss konar belti en þau sem talin eru bezt i venjulegum bil eru þau, sem fara bæði yfir öxlina og mittið. Hvað gerist við ákeyrslu Hvað kemur fyrir bilstjórann eða farþegann i framsætinu við hinn algenga árekstur, þegar ÞARF EKKÍ SÍLBELT/j bilbelti eru ekki notuö? Maðurinn kastast fram, annað hvort á stýrið eða i framrúðuna. Stýrirstöngin stingst inn i brjóstholið. Maðurinn fær innvortis blæðingu og deyr e.t.v. Farþeginn fer með höfuðið i gegnum framrúðuna við árekst- urinn. Báðir slengjast á mælaborð bifreiðarinnar og brjóta jafnvel bæði hné og fætur. Bflbeltið verndar i öllum þessum tilfell- um. Einnig, ef um hliðar- árekstur er að ræða. Það hindrar, að ökumenn kastist hvor á annan eða út úr bilnum, ef hurðirnar opnast. Yfirbygging bilanna er tiltölulega sterk og verndar hina akandi við árekstur. Bilbeltin halda ökumanni kyrrum i biln- um jafnvel þótt bildyrnar opnist. Miklu meiri hætta á al- varlegum meiðslum, er ef maðurinn kastast út, heldur en ef hann gerir það ekki. Þeir, sem eru á móti bilbeltum, halda þvifram, að beltin séu hættuleg, t.d. þegar kviknar i bil eða hann fer i vatn. Þannig ástand skapast þó einkum oftast við árekstur, og þá eru hinir akandi betur settir með bilbelti. Mögu- leikarnirtil að komast út úr hin- um brennandi eða sökkvandi bil eru aðsjálfsögðu meiri, ef menn hafa meðvitund heldur en ef þeir eru meðvitundarlitlir eða slasaðir. Sumir halda þvi fram, ab hægt sé að komast hjá slysi með þvi að kasta sér til hliðar. En ef einhver hefur tima til að kasta ser til hliðar, þá hefur hann lika tima til að sporna við ákeyrslu. Þar fyrir utan hindrar bilbeltið hann ekki i' að kasta sér til hliðar. -EVI- MAÐUR KEMST EKK\ X ÚT EF KVIKWAR f BÍLNUM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.